Vísir - 05.07.1972, Page 2
2
f
■ s-
■ ::
■
™ ■■
Saknið
þér sjónvarpsins?
■■
Hrafnhildur Ilrafnkelsdóttir,::
nemandi: Nei, alveg örugglega ::
ekki. Mér finnst frekar litið varið 55
i það.
■ ■
■■
■■
■■
■■
■■
'Sigurður IOgilsson.nemandi: Já. •;
Mér finnst alltaf gaman að horfa •;
á sjónvarpið og leiðinlegt þegar •■
það fer i fri.
■■
Áslhildur Klygenring, nemandi: :5
Nei. Ég horl'i aldrei á það. 55
■■
l*óra Herg.verzlunarst.: Ne-hei. •■
Horfi bara á Kanann.
sm
l*orvaldur llagnarsson, fulltrúi: ■;
Nei það geri ég ekki. Mér finnst ■;
ósköp kjánalegt þetta sjónvarp. ;;
Það vantar allan neista i það, allt ;;
samræmi. ;;
Július Agnarsson, stunda-
kennari: Nei, ekki get ég sagt >
það. Horfi nefnilega bara á Kan- ;;
ann. 5:
Stórskotahríð að austan
Rússneski björninn klórar svo um munar
Það var ekki margt um
manninn í kaféteriunni á
Loftleiðahótelinu um sex
leytið í gærmorgun, ekkert
um að vera, áhuga og at-
vinnumenn í Fischerleikn-
um komnir suður á Kefla-
víkurflugvöll bíðandi í of-
væni eftir komu kappans.
Staðreyndir: Fischer var
á leið yfir hafið og þotan
átti að lenda um sjöleytið.
Á leið i bæinn i rauðum
taxa
Rétt rúmlega sex ganga
þeir i salinn Cramer & Co
frá bandaríska Skáksam-
bandinu. Þeir skima í
kringum sig, eru laumu-
pokalegir og þegar þeir fá
sér sæti þá tala þeir í hálf-
um hljóðum. Ég heyri
ávæning ,,Hann verður að
fá góðan morgunverð'' og
svo upptalning og ég nem
orðið skyr. Þeir flýta sér,
drekka bara kaffi og svo
eru þeir horfnir jafn dular-
fullir og þeir komu. Liðs-
menn Chesters Fox eru
komnir á vettvang og eru
fúlir yfir að þurfa að hanga
hér og bíða. Klukkan
rúmlega sjö eða kannske
tuttugu mínútur yf ir sjö fer
brúnin að hækka á
mönnum. Flugvél lent á
Kef lavíkurf lugvel li og
kappinn á leið í bæinn í
rauðum Mercedes Benzfrá
leigubílastöð í Keflavík.
Kemur hann hingað eða fer
hann beint í DAS-húsið?
Upp úr hálfátta er saman-
kominn dálitill hópur ljósmynd-
ara og blaöamanna fyrir utan
aöaldyr hótelsins og skimar eftir
rauöa taxanum.
Loks rúmlega hálf átta rennur
Ijós Benz á ofsahraöa i Loft-
leiðahlaöiö og út úr honum
stekkur brezkur blaöamaður og
er honum svo mikið niöri fyrir aö
hann má varla mæla: „Lögreglan
hefur lokað leiðinni aö villunni"
Ekiö langt fyrir ofan hámarks-
hraöa inn i Vogarland og sjá: for-
ystumenn Skáksambands
tslands, Cramer og Co (hann
hefur læðzt með skyrið og hitt allt
saman hingaö inn eftir)
Guðmundur Hermannsson með
liöskraft og svo einhverjir ný-
komnir útlendingar, þar á meðal
prestvigöur maður, og þykist ég
þekkja þar skákkappann séra
Lombardi, sem kom hér um árið
til aö keppa á Stúdentaskák-
mótinu.
Hvernig er hann klæddur
F’riðrik Ólafsson er mæðulegur
og segir. að það hafi verið ljóti at-
Séra Lombardy skcggræöir við
dr. Euwe
gangurinn suðrá Velli: ,,Þetta
voru eins og grimmir úlfar" segir
nann og á við blaðamennina.
Fleiri bflar og fólk. Amerisk
fréttakona með blitt bros vikur
sér að mér og spyr: „Geturðu
fengið að vita, hvernig hann var
klæddur?” Framkvæmdarstjóri
isl. Skáksambandsins verður
fyrir svörum og segir hann hafa
verið - i molskinnsjakka og
rauðum flauelsbuxum. Sú
ameriska veröur afskaplega
fegin, þegar hún heyrir það. Fölt
andlit i svefnherbergisgluggan-
um, syfjað og toginleitt, hvimandi
augu og horfið á augabragði.
Sá bandariski Cramer á harða-
hlaupum, æpandi: „Lögreglan
verður að fjariægja fólkið, hann
er útkeyrður, gjörsamlega upp-
gefinn, hann þolir þetta ekki.”
Guðmundur Hermannsson bara
brosir og það er enginn asi á hon-
um.
Leikurinn berst aö Hótel
Esju
Enn einu sinni i anddyri Loft-
leiðahótelsins og þar Dr. Euwe
með hóp i kring um sig. Þegar ég
spyr hann, hvenær hann fari af
landi brott, brosir hann breitt og
segir „Ó, ó strax i fyrramálið og
ég hlakka til”. Og ég spyr aftur:
„Nú á Spasski næsta leik, hvað ef
hann neitar að keppa? Það kemur
á forsetann, hann svarar ekki
strax! „No, no it is out of the
■question”. Fund á að halda
klukkan ellefu og draga um lit og
doktorinn veit ekki hvar
fundurinn verður haldinn, hann
er vandræöalegur og segir að
LotharSchmid ráði staðnum. Það
er Hótel Esja, leikurinn berst
óðum þangað. Það er létt yfir
mönnum og brandarar þjóta um
loftið i anddyri Hótel Esju.
Fundurinn á að halda á annarri
hæð klukkan 11.45 og akkúrat á
þeirri minútu koma Spasski og
FréUamenn með öndina i
aðstoðarmenn hans inn úr
rigningunni. Þeir eru þungir á
svipinn og fara hratt.
Þröng i fundarsalnum á
annarri hæð, skær ljós, sjón-
varpsmenn i skotstöðum, ljós-
myndarar, með vélar á lofti,
mikrafónar á borðum en engin
spenna, allir rólegir og öruggir
um að ekkert óvænt geti borið
að. Dómarar, heimsmeistarinn
og hans menn, séra Lombardi,
lögfræðingur áskorandans og
fulltrúar isl. skáksambandsins
þinga i næsta sal.
Mr. Collins í hjóla-
stólnum
t ganginum fyrir framan
fundarsalinn situr litill, veiklu-
legur maður i hjólastól og konan
hans gætir hans. Andlit hans
ljómar, hann er eins og barn, sem
er að biða eftir að kveikt verði á
jólakertunum. Þetta er Mr.
Collins frá Brooklyn, einskonar
skákuppeldisfaðir Fischers. Á
blaðamannafundinum á sunnu-
daginn þegar allt var upp i loft
var hann dapur og niðurdreginn
og honum lá við gráti, nú kjaftar
á honum hver tuska, draumur
hans er i þann veginn að rætast.
Skyndilega skothrið: Heims-
meistarinn og menn hans eins og
fallbyssukúlur fram ganginn og
horfnir á augabragði, enginn nær
tali af þeim. Skelfing og angist
hrislast um loftið og öll andlit eitt
spurningarmerki. Forseti al-
heimsskáksambandsins og yfir-
dómarinn tveir einir inni i þriðja
salnum. Bið.
„Heimsmeistarinn neitar að
draga um lit og mótmælir” segir
doktorinn i salnum þar sem
pressan biður. Litli maðurinn i
hjólastólnum eins og hnigur
saman og i augum hans er ekkert
nema sorg og vonbrigði. Konan
hans reynir að hressa hann upp
og hvislar einhverju að honum, en
allt kemur fyrir ekki.
Intermezzo
1 Grillinu á Hótel Sögu eftir
hádegið. Miðborðið við vestur-
gluggan stendur autt, lagt á borð
fyrir þrjá og rauði fáninn með
hamrinum og sigðinni. Ég fæ sæti
við næsta borð og klukkan er um
hálf tvö. Rétt hjá mér sitja tveir
brezkir blaðamenn og eru að
berja saman blaðagrein, þeir eru
vonsviknir.
Þrenn dönsk hjón ganga i salinn
og þjónn býður þeim sæti þar sem
sovét fáninn stendur. Þetta eru
dæmigerðir Danir og eru lengi að
velja sér eitthvaö i svanginn og
vinseðillinn afgreiddur eftir einar
tvær eða þrjár umferðir og jafn
margar atkvæðagreiðslur og loks
verður ofan á Atinorirauðvin og
allir virðast sáttir. Allt i einu
rekur ein konan upp skerandi óp
hún hefur rekið augun i rauða
fánann og henni er svo mikið um
hálsinum.
það að hún þorir ekki að snerta á
honum, segir „Hvar er Danne-
brog”. Maðurinn hennar tekur i
sig kjark, lyftir Rússafánanum og
kallar á þjóninn, sem kemur að
vörmu spori og bjargar vand-
ræðum. Rauða vinið i glösunum
og aftur hlegið og talað hátt á
skrollandi dönsku.
Kventöfrum beitt
Klukkan er nákvæmlega tiu
minútur yfir tvö þegar heims-
meistarinn i skák birtist i Grillinu
og tveir aðstoðar menn með hon-
um. Þeir sjá að borðið þeirra er
upptekið og tveir þjónar visa
þeim leiðina inn að hringborðinu
innst austan megin. Brezku
blaðamennirnirókyrrastog hætta
að skrifa blaðagreinina og þá
kemur að borðinu til þeirra eins
og engill af himni sendur ung
kona brosleit i rauðbleikum kjól.
Þeir spyrja hana að bragði hvort
hún vilji ekki beita öllu þvi sem
hún eigi til af kvenlegum töfrum
Collins, skákpabbi Fischers er
ýmist hinn hressasti eða hinn
daprasti meðan hin taugasiitandi
barátta fer fram.
og leggja eina spurningu fyrir
heimsmeistarann. Sú á rauða
kjólnum lætur ekki segja sér
tvisvar, liður að hornborðinu,
brosir, spyr. Heimsmeistarinn
brosir lika og svarar. Hún aftur
til kolleganna brezku segjandi
ofurlitið skjálfrödduð: „Hann
ætlar ekki að fara en honum
fannst útilokað að byrja að tefla i
dag”.
Fréttin hafði borizt á undan
mér út á Loftleiðahótelið en þó sá
ég undir eins, að einn af
viðstöddum hafði ekki heyrt hana
og ég stóðst ekki freistinguna að
hvisla að Chester Fox þvi sem
brezka blaðakonan hafði eftir
heimsmeistaranum. Gisli Gests-
son kvikmyndatökumaður hafði
sagt á blaðamannafundinum á
Hótel Esju að þeir hann og Fox
hafi sungið i bilnum á leiðinni i
bæinn og að Fox hafi fengið sér
hænublund i gleði sinni og sigur-
vimu. Sá hefur aldeilis vaknað
upp við vondan draum. En i and-
dyrinu á Hótel Loftleiðum sagði
hann i sifellu: „Ekki ásaka ég
Boris Spasski og hefði ekki gert
þó hann hefði stungið af beint til
Rússiá. Hann er sportmaður,
ekta sportmaður, en auðvitað
varð hann að klóra þeim. Ég
ásaka hann ekki og skal aldrei
gera.”
Mér finnst Chester Fox
skemmtileg týpa, opinn og ein-
lægur og eiginlega alls ólikur hin-
um harðsviraða ameriska
bissnessmanni eins og ég hefði
imyndað mér hann. Indjána-
leikurinn heldur áfram: Blaða-
mannafundir, yfirlýsingar og
óvissan rikir enn.. 5