Vísir - 12.07.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 12.07.1972, Blaðsíða 3
Visir. Miðvikudagur 12. júli 1972 3 Dansar í fangelsum og geðveikrahœlum stjórnar óvonalegum danshópi í Svíþjóð Það liður varla sú vika að við hér i blaðinu segjum ekki frá frama islenzkra ballettdans- meyja i útlandinu. Við rákumst á grein i sænska blaðinu Dagens Nyheter þar sem sagt er frá is- lenzkri stúlku. Unni Guðjóns- Unnur Guðjónsdóttir, stofnandi og stjórnandi Fenixballettsins. dóttur. sem er stjórnandi þekkts danshóps i Sviþjóð. Unnur er útskrifuð úr Koreografiska'Institutet i Stokk- hólmi og hefur dansað i Sviþjóð siðan. Haustið 1970 stofnaði hún Fenixballettinn, en hann er sér- stakur að þvi leyti, að hann dansar nær eingöngu i sjúkra- húsum, fangelsum og geðveikra- hælum, drykkjuhælum, elli- heimilum og öðrum hliðstæðum stofnunum. Flokkurinn dansar ókeypis, en er riflega styrktur af riki og borg. (Stokkhólmsborg) Unnursegir frá þvi i viðtali við blaðið að hún hafi fyrst lært hjá Erik Bidsted á lslandi, „Hann veitti okkur mjög góða dansmenntun. Samt sem áður þurftum við öll að hafa annað aðalstarf en dansinn,” sagði Unnur. Nú er hún að undirbúa að semja dans upp úr gamalli is- lenzkri sögu. en tónlistin verður eftir Gunnar Hahn. Fenixballettinn reynir að vekja áhorfendur og gleðja þá, segir blaðið. Skrautlegir búningar, þjóðdansar frá ýmsum löndum með mikilli stemningu hjálpar fólkinu, sem dvelst á þessum heimilum, að gleyma eigin vandamálum. „Við litum á það sem skyldu okkar, að færa þessu fólki, sem ekki kemst i leihús, þá gleði og af- slöppun sem dans, tónlist, og lit- sterkir búningar geta gefið,” segir Unnur. þs Islenzk balletdansmœr róðin við m«.S ; &>t* . : ' /! m j :|®i xjjjPll i m 'j ISLENZK STULKA I HARPERS BAZAAR Það hefur löngum þótt viöurkenn- ing að komast á sfður bandaríska tizkublaðsins Harpers Bazaar fyrir þær stúlkur, sem fást við tizkusýningar og fyrirsætustörf. i nýjasta eintaki af blaöinu eru myndir af islenzkri fyrirsætu, Erlu Norðfjörð, en hún er dóttir Jóhönnu Noröfjörö og Grétars Norðfjörð, sem eru búsett i New York. Hér sjáum við Erlu á einni myndanna. Operuna í Oslo Þótt ekki fari sérlega mikið fyrir islenzkum ballett hér heima á ís- landi, gerist það æ al- gengara, að islenzkir ballettdansarar láti að sér kveða utan land- steinanna. Ung islenzk ballettdansmær, Nanna ólafsdóttir, hef- ur nú verið fastráðin að Norsku óperunni, og byrjar hún að dansa þar 1. september i haust. Nanna er gift Þórhannesi Axelssyni, sem er við nám i Oslo, og búa þau þar. í sum- ar æfir Nanna i Kaup- mannahöfn, til þess að búa sig undir starfið næsta vetur. þs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.