Vísir - 12.07.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 12.07.1972, Blaðsíða 9
Visir. Miövikudagur 12. júli 1972 Visir. Miövikudaf júli 1972 EG SET HEIMSMET HER — sagði Ricky Bruck eftir að hann kastaði 66.80 m 6 Laugardalsvelii í gœrkvöldi og tvö köst hótt í sjötíu metra ógild Allt annað gleymdist þegar Ricky Bruch, sænski heimsmethafinn í kringlukasti, birtist á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi og fór að mýkja isg upp fyrir keppnina við kringlukastshringinn. Kringlan flaug yfir 60 metra frá honum án at- rennu — hvílíkur ógnar- kraftur getur komizt fyrir í einum mannslíkama! Síðan reyndi hann * at- rennuna og kringlan, sem var eins og litill diskur í höndum jötunsins, kom niður við 70 metra markið. Og áhorfendur spurðu hvernannan. Skyldi honum takast eins vel upp i sjálfri keppninni? Kringlukastskeppnin hófst og flagg fyrir sænska metið og heimsmetið var 68,40 metra frá kasthringnum. Bruch var þriðji i kaströðinni — en æ, hann náði kringlunni ekki upp i fyrstu til- raun 61,68 m., sem þó reyndist miklu lengra en aðrir keppendur náðu i keppninni, og það sumir frægir mjög, — þeir reyndust eins og statistar i samanburði við hinn risavaxna Svia, sem er um tveir metrar á hæð og vegur 130 kiló, en er þó eins og ballettmær i kast- hringnum. Londsleikur- inn í kvöld Einn nýliði verður i is- lenzka landsliöinu, sem leikur gegn Færeyjum á I.augardalsvelli i kvöld — Astráður Gunnarsson, Keflavik — og þetta verður fyrsti A-landsleikurinn milli þjóðanna. Aður hefur island verið með B-landslið gegn Færeyjum, en sjálfsagt að breyta til og telja þetta full- gilda landsleiki. I.eikurinn liefst kl. átta, og islenzka liðið vcrður þannig skipað. Sigurður Dagsson, Val, Astráður Gunnarsson IHK, Ólafur Sigurvinsson IBV, Einar Gunnarsson IBK, Guðni Kjartansson IBK, Marteinn Geirsson Fram, Eyleifur Ilafsteinsson ÍA, Guðgeir Leifsson Viking, Teitur Póröarson ÍA Tómas Pátsson iBV, og Asgeir Sigurvinsson, ÍBV. Tveir þeirra sem valdir voru i 17 manna hópinn boðuðu forföll, Gisli Torfason, ÍBK og Þorbergur Atlason, Fram. Þá er Asgeir Eliasson, Fram og vafa- samur vegna meiðsla, sem hann hlaut á dögunum. Færeyingar hafa islenzkan la ndsliðsþjálfara , Sölva óskarsson.og eru ekki alltof bjartsýnir á úrslit i kvöld. Ricky Bruch nýbúinn sleppa kringlunni i siöustu tilraun sinni i gærkvöldi — 64,92 metra flaug kringlan. Ljósmynd Bjarnleifur. Siðan kom önnur tilraun og að- stæður voru hreint fullkomnar fyrir kringlukast — suð-austan gola. Rikki kastaði og kringlan flaug hátt og langt, en risinn hrissti aðeins höfuðið, þegar hún kom niður — 64,80. Þá þirðja tilraun og nú lagði kappinn sig fram — kringlan beinlinis geystist langt út á völlinn og yfir hann þveran, en kappinn hafði lagt aðeins of mikið i atrennuna — hann steig milli- metra upp á brún kastshringsins. Vonbrigði þegar Marteinn dómari veifaði rauðu flaggi. — ógilt — en við mælingu eftir keppnina reyndist kastið 68,86 m — 46 sm lengra en heimsmetið. Hvilikur kraftur og snerpa. Fjo’rða tilraun Rikka — lélegt kast, sem hann gerði ógilt, þá fimmta tilraun, guiífaíleg og kringlan flaug 66,80 metra, bezta kast hans i keppninni. Annar bezti árangur hans i sumar — og annar bezti árangur i heiminum i ár!! Siðasta kastið mældist 64,92 metrar. — Ég bæti heimsmetið á mótinu á fimmtudaginn, sagði Rikki, þégar við náðum tali af honum eftir keppnina. Það er gott að kasta hér á Laugardalsvellinum ,,det bláser fint” — en var þó full- kalt. Ég er mjög ánægður með þennan árangur núna, þvi við erum búin að'vera á ferðalagi i allan dag. Fórum eldsnemma i morgun frá Sviþjóð og komum ekki til Islands fyrr en á fimmta timanum-og auk þess var ég að keppa heima i gærkvöldi, náði þá um 66 metrum og fór ekki að sofa fyrr en kl. fjögur i nótt. Já, ég get verið ánægður með þetta. Að korrra-svona næstum beint úr flugvélinni og ná þessum árangri núna er ágætt. Ég lofa ykkur heimsmeti á fimmtudags- mótinu — þá er maður búinnn að hvila sig vei og kynnast hér öllum aðstæðum betur, og það var greinilegt, að hinn risavaxni Svii Erlendu keppendurnir ræöa um kringlukastið eftir keppnina — Ricky Bruch er lengst til vinstri, þá Vestur-Þjóðverjinn Karl Heinz Steinniztz, sem varð annar og bætti árangur sinn um 1.17 metra, kúlu- varparinn 19 ára Hans Dieter Möser frá Vestur-Þýzkalandi, sem er mun hærri en Rikki, og Finninn Risto Myyra, sem var langt frá sinum bezta árangri. Ljósmynd BB meinti það, sem hann sagði. Og ,það var eitt, sem svolitið felldi þetta, bætti Ricky Bruch við — það voru of margir keppendur og ójafnir i keppninni, allt of langt á milli kasta Ég vona aö þeir verði ekki eins margir á fimmtu- dag. Við hliðina á Bruch var unnusta hans — litil og nett og falleg ■ eins og litið barn við barm jötunsins. Við spurðum hana hvort hún færi oft i keppnisferða- lög með Rikka. — Já, það kemur fyrir, en þó ekki alltaf, og það var gaman að fá þetta tækifæri til að koma til Is- lands, segir hún og brosir sinu fegursta. En það er synd að vera að tefja þau lengur. Þau eru ferðalúin og flýta sér niður á Hótel Esju til að vera smástund saman áður en að matarveizlu Frjáls- irþróttasambandsins kemur. Það voru miklir kappar þarna i kringlukastinu — menn, sem hafa kastað yfir 60 metra, en þeir voru eins og litla, faliega stúlkan hans Rikka — smábörn við hliðina á honum hvað árangur snerti, þó vöxturinn væri sá sami. Eitt skyggði á. Erlendur Valdi- marsson sást hvergi — maðurinn sem þessir frægu kringlukastarar voru fengnir hingað til að keppa við. Keppt var i nokkrum auka- greinum i gærkvöldi, en þær féllu alveg i skugga kringlukastsins enda mjög erfitt að hlaupa hring- hlaup. Meðal keppenda i 400 m hlaupinu voru Bjarni Stefánsson, sem náði þriöja sæti á eftir Svia og Norðmanni, en talsvert kom á óvart, hvað Bjarni vann Þorstein Þorsteinsson örugglega i keppninni. 1500 m hlaup: Arne Nordvi Noregi 4:06,8 Gunnar Hundhammer Noregi 4:07,3 PerBakke 4:09Í6 Steinþór Jóhanness. UMSK 4:35,6 400 m hlaup: Kent öhman Sviþjóð 48,5 PerRomNoregi 48,8 Bjarni Stefánss. KR 49,2 Þorsteinn Þorsteinss. KR 50,3 Martin Strand Noregi 52,1 Kringlukast: Ricky Bruch Sviþjóð 66,80 Karl Heinz Steinnitz V-Þ. 59,79 Tormód Lislerud, Noregi 58,56 Risto Myyra Finnlandi 58,08 Bo Grahn Finnlandi 53,30 Rolf Oidvin Noregi 52,78 Iver Holé Noregi 51,37 hsim. Guðrún Ingólfsdóttir — nýtt lslandsmet. Ljósmynd BB. Systurnar náðu einu siarunum! Lára og Sigrún Sveins- dætur voru hinar einu, sem hlutu sigur gegn dönsku stúlkunum i landskeppn- inni i gær — Lára sigraði örugglega í hástökki og hin 15 ára Sigrún varð fyrst í 100 m. hlaupinu. Þá setti hin 14 ára Guðrún Ingólfs- dóttir frá Hornafirði Is- landsmet í kúluvarpi eins og við spáðum hér nýlega og varð í öðru sæti. Að öðru leyti höfðu dönsku stúlkurnar yfirburði i lands- keppninni og sigruðu með mikl- um mun, 87 stigum gegn 48, og sigruðu i 11 greinum af 13. Yfir- Þrír sigrar — en dönsku pilt- arnir höfðu mikla yfirburði Þeir voru góðir og jafnir, dönsku strákarnir í lands- keppninni i gærkvöldi, og sigruðu með nokkrum yfir- buröum eða 120 stigum gegn 81. Islenzka liðið var of ójafnt til að geta veitt harðari keppni — og einsog fyrri daginn voru það örfáir einstaklingar i liðinu, sem skáru sig úr, en þeir voru lika mun betri en hinir dönsku keppinautar þeirra. Borgþór Magnússon sigraði örugglega i 400 m. hrindahlaup- inu og varð tvöfaldur sigurvegari i keppninni, og sama er að segja um Friðrik Þór Óskarsson, sem hafði mikla yfirburði i þristökk- inu, og hann vann einnig tvo sigra i landskeppninni. Og þristökkið var „islenzk” grein — eini tvö- faldi sigurinn vannst þar. Þá sigraði islenzka sveitin i 4x400 m. boðhlaupinu eftir stórskemmti- lega keppni, og þurfti til þess að setja nýtt unglingamet. Agúst Ás- geirsson náði sinum bezta tima i 1500 m. hlaupi, en það nægði ekki nema i annað sætið. Úrslit i keppninni i gær urðu þessi: 400 m grindahlaup: 200 m hlaup: Þristökk: Borgþór Magnúss. I 55,7 Axel Mathiesen D 22,7 Friðrik Þór Óskarss. 1 14,62 Lars Ingemann D 56,1 Bjarne Lundgaard D 22,9 Helgi Hauksson t 13,95 Vilmundur Vilhjálmss. t 57,2 Vilmundur Vilhjálmss. t 23,0 Bo Jörgensen D 13,69 Finn Visnek D 58,5 Hannes Reynisson t 23,9 * Lars Abo D 13,26 4x400 m boöhlaup: Sleggjukast: Stangarstökk: tsland 3:28,3 Torben Larsen D 42,50 Peter Johansen D 4,05 (Vilmundur, Borgþór, Agúst, Paul Steffensen D 38,60 Erling Hansen D 3,80 Böðvar) Óskar Jakobsson 1 34,12 Karl W. Fredriksen I 3,00 Danmörk 3:28,5 Elias Sveinsson 1 32,30 Friðrik Þór Óskarss. t 3,00 (Bo Westergaard, Ole Lusholdt, Finn Jensen, Finn Visnek) 1500 m hlaup: 2000 m hindrunarhlaup: Spjótkast: Niels Nygaard D 4:01,6 Björne Petersen D 5:53,0 Karsten Hessild D 63,32 Ágúst Ásgeirsson 1 4:02,3 Brunó Christjansen D 6:20,4 Hans P. Petersen D 60,80 Svend Malchau D 4:02,9 Ragnar Sigurjóns. t 6:34,8 Óskar Jakobsson t 60,63 Einar Óskarsson 1 4:17,7 Gunnar Ó. Gunnarss. 1 6:35,2 Elias Sveinsson t 58,78 burðir Láru i hástökkinu komu talsvert á óvart, þvi þær dönsku höfðu stokkið mun hærra áður. Lára reyndi við Olympiulág- markið og var nærri að ná þvi þarna i kuldanum. Guðrún Ingólfsdóttir er geysi- legt efni og stórbætti hið eliefu ára met Oddrúnar Guðmunds- dóttur. Annars urðu úrslit þessi: Kúluvarp: AaseJensenD 11,56 Guðrún Ingólfsd. I 11,48 JytteLauridsen D 11,39 Gunnþórunn Geirsd. I 10,54 Hástökk: LáraSveinsd. I 1,63 m Lisbeth Aasted D 1,60 m Karen L. Petersen D 1,55 m Kristin Björnsd. I 1,50 m 1500 m hlaup: Lóa Ólafsson D 4:44,0 Britta Kálund D 4:50,9 Ragnhildur Pálsd. I 5:10,9 Anna Haraldsd. 1 5:37,5 100 m hlaup: Sigrún Sveinsd. t 13>0 Lisbeth Nielsen D 13,0 Lára Sveinsdóttir I 13,2 AnniMöllerD 13,3 4x400 m boöhlaup: Danmörk 3:59,6 tsland 4:19,5 Nú þegar að Norræna sundkeppn- in hefur staöið i þrjá mánuöi hafa tæplega 43.000 landsmenn synt 200 metrana 516.153 sinnum. 1969 syntu 44.478 200 metrana hér á landi. í keppni Akureyrar, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar er staöan þann- ig, að Akureyringar leiöa meö 4,83 sund á íbúa, Reykjavík I ööru sæti meö 3,14 sund á ibúa og Hafnfirðingar i þriðja sæti meö 2,20 sund á Ibúa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.