Vísir - 15.07.1972, Side 5

Vísir - 15.07.1972, Side 5
Visir. Laugardagur. 15. júli. 1972 5 Umsjón G.P. ALLIR ÓTTAST ÞEIR EITTHVAÐ Æði margir hræðast eitthvað eitt öllu öðru fremur, og þannig er þvi t.d. varið með Vincent Price, þegar akstur á hraðbrautum er annars vegar. Vincent Price ..Trúið mér til! Engin hryllingskvikmynd gæti kallað fram ótta á borð við þann, sem þjakar mig, þegar ég ek á hrað- braut” segir Vincent Price, sem er sjálfur meistari i þeirri list að vekja hroll hjá biógestum, eins og þeir þekkja, sem séð hafa Draculamyndirnar. „Frómt frá sagt fer um mig skjálfti, hendurnar verða þvalar, hjartað i mér hamast og ég er eins og hengdur upp á þráð i hvert sinn, sem ég beygi inn á hrað- braut. „játar hann hreinskiínis- lega i blaðaviðtali nýlega. ,,Ég hræðist mest af öllu mis- tök. Bara tilhugsunin um þaö, aö mér kunni að mistakast, dregur úr mér allan þrótt,” sagði Rod Steiger, annar frægur kvikmyndaleikari. Rod Steiger leggur mjög hart að sér i hverri þeirri kvikmynd, sem hann leikur í — af ótta við misheppnað verk. ,,bað er miklu fremur af ótta við mishepnað verk, sem ég keppi svo að fullkomnun i hlutverkum minum — heldur en hitt, að það sé metnaður, sem rekur mig áfram. Og ég ræð engan veginn við þetta, þótt ég geri mér ljóst að þetta hefur einmitt hrint mörgum samstarfsmönnum minum frá mér. Mér þykir leiðinlegt, að þetta hefur leitt til þess, að orö fer af mér á þá lund, að ég sé stirður i umgengni á vinnustað. t rauninni er ég það ekki. — Eg bara þoli allra manna verst að tapa." Hver kannast ekki við svona „stugg" eða ótta í sjálfum sér við eitthvað, „sem honum er verst við af öllu”? Enn einn frægur maður, Jackie Cooper, sem um þessar mundir stjórnar leik kvikmynda og sjón- varpsmynda, hefur játað á sig svona „einka” ótta. Jackie Cooper. Hann fer aldrei á barinn til þess að fá sér neðan í því.af ótta við að lenda i fylleriisslagsmálum og slasa einhver. Það á rætur sinar að rekja til þess, að hann hélt eitt sinn, að hann hefði drepið mann i slagsmálum. „Ég var þá kadett i sjóhernum, og hafði yfir mér rigmontinn liðsforingja, sem lagði mig i einelti. Þar til loks var svo komið að ég sá bókstaflega rautt og hjólaði i hann. Nú var því þannig varið með mig i þá daga, að ég var vel heima i slagsmálalistinni — og eitthvað eimir áreiðanlega af þvi ennþá. Ég þótti eldsnöggur hnefaleikari, og fótfimur dansmaður, þegar ég var unglingsstrákur. — Seinna meir kenndi ég hnefaleika i sjóhernum. betta var heljar atgangur hjá okkur. Maðurinn hlaut höfuð- meiðsli, skaddaðist á heila, og brotin rifbein sködduðu i honum lungun — og i þrjá daga sat ég i einu svitabaði af ótta við, að hann mundi deyja. Sem betur fór varð þó ekki af þvi, en óttinn um það hefur fylgt mér eins og skugginn siðan .— Ég lofaði sjálfum mér þvi, að ganga aldrei i gegnum þær sálarkvalír aftur. bess vegna er það, sem ég er allur á nálum, ef ég kem inn á bar, og er helzt ekki i rónni, fyrr en ég er farinn þaðan út aftur. Sá möguleiki er alltaf fyrir hendi, að einhver þar imyndi sér að ég sýni stúlkunni hans of mikla athygli og fari að býta út pústrum. En ég þekki sjálfan mig að þvi að sleppa mér gersamlega, ef út i slagsmál er komið. Þvi sleppi ég þvi alveg að fara á barinn. Ég kann hreinlega ekki við mig þar inni af þessum sökum” segir Cooper. í VÍKING Timar langskipa og knarra eru siður en svo liðnir. í Sönderborg var smiðað ekki alls fyrir löngu þetta vikinga- skip, sem ber heitið „Sebbe Als”, og er nákvæm eftirliking skipa þeirra, sem fundust i Hróarskeldu fyrir 10 árum. Það lagði i vikunni upp i sina lengstu siglingu til þessa —fráSlésvik til Osió. „ÁSTFANGIN KONA SÉR AÐEINS EINN" segir Sophia Loren, sem aldrei daðrar við aðra menn en Carlo Sophia Loren segir sjálf, að aðalvörn hennar gegn ásókn karlmannanna sé ást hennar á bónda sínum, Carlo Ponti. „Stundum”, játaði hún sjálf fyrir stuttu i blaðaviðtali, „verða sumir vina minna ást- fangnir af mér. En mig aldrei svo mikið sem dreymir um að lita við öðrum mönnum. Ég gæti aldrei látið mér detta i hug, að daðra við nokkurn mann. Astfangin kona getur aðeins haft áhuga fyrir einum manni. Og ég er mjög ást- fangin af manni minum.” „Hvað ætti ég þá að vera að daðra við aðra menn? Ast á borð við mina hlýtur aö vera sjaldgæft fyrirbæri, og það væri fiflska af mér að tefla henni i hættu. Bara að konur lærðu að skilja það, að það verður að leggja sig fram, mjög mikið, til þess að rækta ást. Það hefur engan veginn verið auðvelt i svo langri sambúð sem okkar Carlos. En ég læt mér aldrei eitt einasta andartak liða úrminni — ekki einu sinni þegar ég kem dauðþreytt heim af myndastofunni — að ég verða að halda ástinni við Ég hef veriö spurð að þvi, hvað ég sjái við hann? — I minum augum er hann tilfinningarikur elskhugi, tillitssamur félagi og hjartgóð manneskja. Viö skiljum hvort annað til hlýtar, og látum það ekki á okkur fá, þótt hitt sé i leiðu skapi. Það er indælt tilhugsunar, að fmna, að ekkert annað skiptir máli — frægð eða auðæfi — svo fremur sem við höfum hvort annað.” segir kvikmyndadisin. Hvað gerir Spassky við peningana? Hvað getur Rússinn, Boris Sapsski, gert við peningana, sem hann fær fyrir að tefla einvigiö við Bobby Fischer? Sá, sem vinnur einvigið, krækir sér i ca. 16 milljónir íslenzkra krónai i erlendum gjaldeyri þó) — auk hluta af sölu kvikmynda- tökuréttar o.s.frv. Sá sem tapar fær um 1 milljón. Venja sovézkra borgara, sem krækja sér i gras af seðlum, er sú að vixla þeim yfir i skömmtunar- seðla, sem heimila þeim að verzla i sérstökum verzlunum. Hann getur einnig opnað bankareikning erlendis, eða flutt inn með sér vestrænan varning. Hvort hann gerir það siðar- nefnda, skal allt látið ósagt, en núna i vikunni mættu menn hon- um, þar sem hann var að koma út úr fataverzlun Gefjun-Iðunnar i Kirkjustræti með stóran pinkil undir hendinni, svo að eitthvað er hann farinn að taka út á sæluna. Cellóleikarinn, Rostropovich, keypti sér Mercedes Benz fyrir hluta af tekjum sinum, sem hann aflaði sér með hljómleikum utan sins heimalands. — Kannski Spasski kaupi sér Bronco-jeppa, sem honum virðist lika vel við. En það virðast ekki vera neinar fastar reglur, sem leggja hömlur á borgara Ráðstjórnarrikjanna i þvi að verja slikum stórtekjum. Hvorki Spasski né rússneska skáksambandið hafi látið neitt uppi um, hvað hann muni gera við peningana. — Viktor Baruinsky, formaður Skákklúbbs Ráð- stjórnarrikjanna, hefur gefið i skyn, aö Spasski muni láta eitt- hvað af hendi rakna til skák- klúbbsins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.