Vísir - 22.07.1972, Page 3

Vísir - 22.07.1972, Page 3
Vlsir. Laugardagur 22. jdli 1972 3 ÉG ER BARA MINIMILLJÓNARI — segir Bandaríkjamaðurinn Isador Turover sem ferðast um öll heimsins höf til að fylgjast með skókmótum Isador S. Turover heitir hann, litill og hnellinn kali, sem kominn er hingaö til aö fylgjast meö ein- viginu. Hann er raunar frægur um heim allan vegna áhuga á skák og er vanur aö fylgjast meö nær öllum meiri háttar skákmót- um. Blm. Visis hitti hann aö máli i gær. Hann er kátur og skemmti- legur viöræöu og slær á ýmsa strengi og svo áhugasamur um tafl, aö hann vill eiginlega ekkí tala um annað. „Sástu 3. skákina maöur!? Spasski átti vinning i stööunni, ég er viss um þaö. Já, ég er viss um þaö. En úr þvl ab ekki einu sinni hönum tókst aö vinna Fischer i svona stööu, hver getur það þá?” Turover er mikið niðri fyrir og hælir keppendum á hvert reipi fyrir góöa og spennandi skák. „En Fischer þarf að vanda sig meira gegn Spasski heldur en á móti Petrosjan. Hann þarf aö breyta um stil. Spasski er örugg- lega sterkasti andstæöingur, sem hann hefur, fengið.” „Ég hef fylgzt meö skákinni meira en margur annar,” segir Turover. „Ég sá siöasta heimsmeistara- einvigi milli Spasskis og Petrosj- an IMoskvu. Þeir eru báðir góöir vinir minir. Allir góöir skákmenn eru vinir minir. Það þekkja mig lika allir. Þetta er mitt hobbi. Ferðastimániiðtil aö fylgjast meö skák. Er heima I Washington þess á milli.” Tefliö þér sjálfur Mr. Turover? „O já. Ég er búinn aö tefla i 50 ár. Hef tekiö þátt I ógrynni af mótum. Ég hefmeiraað segja teflt viö Alhekine og Capa- blanca. A ég aö segja þér eitt. Ég átti einu sinni unnið tafl á móti Capa, en ég tapaði nú skákinni samt. Það var ágætt, annars heföi veriö ætlast til einhvers af mér I framtiöinni! Þetta var á þeim ár- um sem hann var heimsmeistari, liklega um 1925.” Tefliö þér enn- þá. „Ekki I mótum nei. En mér finnst alltaf gaman aö taka skák viö og viö. Maöur slappar ræki- lega af viö þaö. Mér finnst lika gaman aö rannsaka skákirnar I þessu einvigi og setja mig i spor Sapsskls og Fischers, finna góöan leik fyrir annan hvorn og Imynda mér svo, aö ég hafi komiö öörum hvorum ibobba!” Og Isador Tur- over skellihlær, en svo segir hann og þaö færist værö yfir andlit hans. „Ég skal segja þér það, aö það er eins og uppskera, eins og maður sé að taka upp úr garðinum að vinna skák. Maður finnur einhverja innri ró, þetta er eíns og uppskeruhátiö.” Hvernig finnst yöur svo aö vera á tslandi? „Það er ágætt. Ég hef ekki undan neinu aö kvarta. Það er verst hvaö viö skákgestirnir erum dreiföir. Viö erum út um hvippinn og hvappinn. Ég reyndi aö fá hér hótelherbergi minnsta kosti 6-8 vikum áöur en einvigið byrjaði. Það var allt uppfullt. Annars liöur mér vel þar sem ég er á Laugarásveginum.” Turover er sagöur vera mjög auðugur maður, og viötækur timbursali i Washington. „Hvernig fer maöur aö þvi aö veröa ríkur. „Ég er ekki einn af þeim stóru,” segir Turover, „ég er bara mini-milljóneri, aöeins þægilegur gamall kall, en tii þess að veröa rikur þá skaltu fyrst og fremst veröa góöur skákmaöur og i ööru lagi: Eignastu fast land undir fótum sem enginn getur troöiö á nema þú.” GF ^,Ég va^.einu sinni koipipn með unniö tafl á C'apablanca, en tapaöi sem betur fer, það er hætt viö þvi aö þaö heföi veriö ætlazt til einhvers af mér ef ég hefði unniö heimsmeistara!”, segir Isador Turover. Hvað segja Rússarnir? „Viðhorf í kauphöll skóklistarinnar" — Þú átt leikinn Bobby Ameriskir hafa veriö ódeigir I aö álasa Fischer fyrir óiþróttamanns- lega hegöun I einvíginu. „A Hótel Loftleiöum hefur myndazt eins konar „kauphöll”, þar sem fréttamenn skiptast á upplýsingum,” segir frétta- maöur sovézku fréttta- stofunnar APN. „Nefndin, sem fjatlar um kvartanir, málsskot og mótmæli, er svefnlaus og hás. A fundum hennar gerir Cramer ýmist aö gamni sinu („Eigum viö ekki aö skipta á stórmeisturum?), eöa bölsótast allt hvaö af tekur. Fré11 a maöurinn, A. Srébnitski.segir að menn hafi i sivaxandi mæli notað oröatil- tækiö islenzka „skjótt breytist veöur i lofti” um atburðina i skákmálum. Ahorfendur geti ekki reitt sig á, aö setiö veröi báöum megin taflborösins. Fischer hafi „gefiö áhorf- endum langt nef”. Haft er eftir Júgóslav- anum Kazic, sem er i stjórn alþjóöasambandsins aö kapparnir muni tefla. Allan Horowitz, fréttamaöur New York Times, segir, aö ógæfa Fischers sé, að hann sé einstæð- ingur og ekki fulltrúi neins nema sjálfs sin hvorki i skák eða lífinu sjálfu”. Loks ræðir sovézki frétta- maðurinn. um vinsældir Spasskis á Islandi. —HH. LENNON Á NÝRRI LP-PLÖTU: BURT FRÁ ÍRLANDI, ENSKU SVÍN Staöa konunnar og þjóöfélagslegarádeilur eru efni plötu hans aö þessu sinni. „Some time in New York City,” er heiti nýrrar Apple-LP plötu John Lennons. Þar gagnrýnir hann hart ástandiö á trlandi I dag, og I einu laga sinna segir hann hreint og beint. „Burt úr tr- landi, ensku svin” Asamt Yoko sinni Ono taka þau svo fyrir á plötu sinni stööu konunnar I þjóö- félaginu I dag, Angelu Davis, John Sinclair, fangelsisóeiröir i Attica og fleiri staöreyndir sem átt hafa og ciga sér staö i heiminum i dag. Undirleik á plötunni annast Plastic Ono Band, Elephant’s Memory og Invisible Strings, og alls staðar kemur fram hin mikla beiskja gagnvart ástandi heimsins. Eitt af fyrstu lögunum er „Woman is the nigger of the world”. „Við rifum niður sjálf- stæöistilfinningar hennar meöan hún er enn ung”, syngur John. Þarna bætir hann án efa nokkrum rauösokkunum i aðdáendahóp sinn. „Sisters, oh sisters,” heitir annaö lag plötunnar, sem Yoko Ono syngur og tekst þar mjög vel upp segja dómbærir. „Við verðum að sameinast til þess aö eignast betri heim, ef viö eigum lika að geta lifaö," syngur hún af mikilli innlifun. Þriðja lagið: „Attica State, fjallar um óeirðir fangelsins. „Arangurinn var 43 vesalings ekkjur” syngja John og Yoko saman. „Veitið föngunum heldur örlitla ástúð og umhyggju.” „Born in a prison,” nefnist annað lag sem Yoko syngur. Þar fjallar textinn um þaö að konurnar lifi alla sina æfi i nokkurs konar fangelsi, stöðugt utan við allt. New York City: Söngur hjónanna um að fá leyfi til þess að dvelja i New York borg. „Hér höfum viö haldið hljómleika, hér hefur enginn gert okkur neitt, hér viljum við vera.” „Sunday, Bloody Sunday,” nefnist annað lag þar sem John Lennon gagnrýnir Bretana skörpngslega: „Burt frá Irlandi, ensku svin og látiö trum landiö sitt eftir.” Sennilega verður lag þetta bannfært af BBC segja Bretar. Annaö lag um Irland, „The luck of the Irish”. Þar er sungið um Ir- land, landið fallega, sem um 1000 ár hefur verið svivirt af Eng- lendingum. „Ef þú værir irskur vildirðu ekki vera á lifi”, syngur. Lennon. Eitt lag fjallar um John Sinclair: „Ef hann hefði skotiö i . Vietnam eða veriö i CIA, væri hann frjáls maður. Angela: Fallegt lag um Angelu Davis, ein af milljónum fanga um allan heim, sem fá allt, nema rétta meðhöndlun. „We’re all water”. „Takið Nixon og Mao úr fötunum, og þið sjáið að þeir eru ekki svo ólikir. Ekki heldur Elizabeth drottning og einhver kona einhvers staðar frá. Þegar við tökum tár þeirra hellum þeim i flösku og likjum þeim saman, sjáum viö það.” Og Yoko og John koma meö fleiri dæmi þess að raunverulega er litill mismunur á mönnunum. Þeir sem eru svo hug- vitssamir að setja spegla á bari mega eiga von á þvi að græða helmingi meira en þeir sem eiga speglalausu barina. Enda eru flestir barir meö veggi þakta með spegl- um. Svo segir að minnsta kosti sálfræðingur viö’ Tuiane háskólann Dr. Gordon G. Gallup Jr. Dr. Gallup hefur iikt mönn- unum við dýrin en hann hefur rannsakað áhrif spegla á dýr. Menn til sæmis borða miklu meira þegar þeir borða með öðrum, og það sama er að segja um drykkjuvenjur. Speglar hafa nokkurn veginn sömu áhrif á menn og annar maöur. Honum finnst hann ekki vera einn, þegar hann sér si- fellt spegilmynd sfna, jafnvel þótt hann sé eini bargesturinn I það siunið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.