Vísir - 22.07.1972, Page 6
6
Visir. Laugardagur 22. júli 1972
vísrn
Útgefandi: Reykjaprent hf. I
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfssoh )
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson (
/Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson )
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson ('
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson )
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 (
Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 )
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (5 linur) (
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands (
I lausasölu kr. 15.00 eintakiö. )
Blaöaprent hf. (
Skattalögin í framkvœmd (
Langt er nú orðið siðan fyrst var á það bent hér i //
blaðinu, hver áhrif hin nýju skattalög rikisstjómar- )
innar mundu hafa. Blöð stjórnarinnar héldu þvi \
hins vegar blákalt fram, að hér yrði um mikla breyt (
ingu til batnaðar að ræða fyrir allan almenning, /
álögur hinna lágt launuðu og gamla fólksins, sem )
sumt hefur ekkert annað en ellilifeyrinn sinn, \
mundu lækka mikið við breytinguna, enda væri það (
fastur ásetningur rikisstjómarinnar að hlifa þessu /
fólki við gjöldum langt umfram það, sem áður hefði )
verið gert. \
Hvernig hafa svo efndimar orðið? Þvi getur hver /
svarað sjálfur nú, þegar hann hefur fengið skatt- )
seðilinn sinn. Það plagg sannar vist flestum, svo að l
ekki verður um villzt, að það var rétt, sem Visir og /
fleiri blöð héldu fram. Hækkanimar em stórkost- )
legar, og launafólkið fer sannarlega ekki varhluta \
af þeim. Rikisstjómin þóttist ætla að dreifa skatta- (
byrðinni niður með réttlátari hætti en áður hafði tið- /
kazt. Ekki verður séð, að úr þvi hafi orðið, nema )
siður sé. \
Breiðu bökin svokölluðu fá hlutfallslega ekkert )
hærri álögur en áður. Með þvi er ekki sagt, að þau )
hafi ekki verið skattlögð nóg, heldur er hitin svo (
djúp, að seilast verður til allra átta og eins langt /
niður i vasa hvers einstaklings sem frekast er talið )
fært, og mun þetta þó ekki duga stjórninni til þess \
að láta endana ná saman eins og fjármálaóstjórn- (
inni hefur verið hagað siðan ógæfan dundi yfir þjóð- /
ina i fyrra sumar, þegar ný stjórn var mynduð á ís-)
landi. Nú verða allir að súpa seyðið af þeim mistök-1
um. ((
A það hefur verið bent, að af hinum nýju útsvars-))
reglum leiðir óhjákvæmilega, að álögumar verða \
þyngstar á hinum tekjulægstu, og svo kemur það til (
viðbótar, að útsvar fyrra árs er ekki lengur frá-/
dráttarbært. Enn kemur það svo til, að álag á tekjur)
giftra kvenna hækkar um 30%. En þrátt fyrir þetta \
allt hafa rikisstjórnin og málsvarar hennar sifellt/
verið að klifa á þvi, að breytingin á skattalögunum)
hafi verið almenningi til hagsbóta og sérstaklega \
þeim tekjulægstu. Nú talar skattskráin sinu máli(
um það. /
Sem dæmi um, hve vel skattalög rikisstjórnarinn-(
ar koma við gamla fólkið má nefna konu, sem er/
ekkja með ellilaun og nokkur eftirlaun eftir mann)
sinn, sem ekki var i háum launaflokki. Tekjur henn-\
ar s.l. ár námu rúmum 250 þúsund krónum. Eftir(
nýju lögunum ellefufaldaðist skatturinn en heildar- /
álag hennar rúmlega fimmfaldaðist, miðað við)
flyrra ár. Þetta kallar rikisstjórnin að gera vel við\
gamla fólkið. Kona þessi hefur vitaskuld engin tök á(
að greiða þessar álögur og framfleyta sér jafnframt/
af tekjunum. Henni er þvi nauðugur einn kostur, að)
ganga á litla sparisjóðsinneign, sem hún á, en mun\
endast skammt, ef konan lifir i mörg ár undir þessu/
stjórnarfari. )
Dæmi þessu lik eru óteljandi. Og útkoma skatt-í
skrárinnar mun áreiðanlega ekki auka vinsældir/
rikisstjórnarinnar. Var þó vart á þann óhug bæt-)
andi, sem hún hefur skapað með þjóðinni. \
ísland og önnur EFTA-ríki undirrita í dag
NÝJA STÓRVELDIÐ,
EVRÓPA, BLÆS ÚT
fslendingar undirrita samninga
viö EBE I dag, ásamt fleiri
EFTA-rikjum. Stórveldiö Evrópa
ryður sér til rúms. island gengur
aö visu ekki i EBE, og þaö gera
Sviþjóö, Sviss (og Lichtenstein),
Austurriki og Portúgal ekki held-
ur, þótt þau undirriti sérsamning
viö bandalagiö. En söguþróunin
er augijós. Bandaiögin tvö renna
saman i mikilvægum efnum.
Stórveldið Evrópa, holdi klætt i
EBE, er á góöum vegi meö aö
taka algeriega til sin Bretland,
Danmörku, Noreg og trland.sem
hafa undirritaö samninga um
aöild, og hin rikin veröa nátengd
likama EBE.
Sex Evrópuriki stofnuöu
Efnahagsbandalagiö, EBE, áriö
1958. Þar hafa veriö um 200 millj-
ónir manna og nú er stefnt til
stækkunar upp i 300 milljónir meö
aöildog sérsamningum.
Getur skotið USA og
Sovét ref fyrir rass.
EFTA var stofnaö af rikjum,
sem höföu oröiö „utan garös” i
EBE, einkum Bretum. EFTA-
rikin sóttust af kappi eftir tengsl-
um viö EBE, og Bretar gerðu
hverja atrennuna af annarri til að
komast i bandalagiö. Þetta er nú
aö takast.
Heath forsætisráðherra hefur
rutt ljónunum úr veginum I Bret-
landi. 1 Danmörku og Noregi
verður þjóöaratkvæöagreiðsla
látin skera úr um aðildina. Ekki
er vist, hvernig úrslitin veröa
þar, en Irar hafa i þjóöar-
atkvæöagreiöslu gefiö yfirgnæf-
andi samþykki viö inngönguna I
EBE.
1 sérsamningunum viö Islend-
inga og aðrar þjóöir, sem stund-
um eru kallaöar „hlutlausar” i
fréttum, þótt það sé ekki rétt, er
stofnaö til friverzlunarsvæöis
með iðnaðarvörur, sem nær yfir
nær alla Evrópu vestan tajalds.
Þetta svæöi hefur nærri helming-
inn af utanrikisviöskiptum i
heiminum. Þaö er aö þvi leyti, en
ekki i hernaði, sterkara en
Bandarikin og Sovétrikin. Af þvi
leiöir, aö hugsa má til þess tima
að vegna iðnaöarmáttar og
mannafla skjóti stórveldið
Evrópa risaveldum nútimans ref
fyrir rass.
Samningarnir taka gildi, þegar
Bretland, Danmörk, írland og
Noregur munu væntanlega i
reynd veröa aöilar aö EBE hinn 1.
janúar næstkomandi.
Auk þeirra rikja, sem voru
nefnd, er búizt við, að Finnland
verði með, en þar er sem stendur
stjórnarkreppa. Minnihlutastjórn
jafnaðarmanna þorði ekki aö
sitja, meðan máliö væri afgreitt
þar i landi.
Kemur ekki til fram-
kvæmda, án landhelgis-
samninga.
Islendingar undirrita
viöskiptasamninginn i dag eftir
mjögörðugar samningaviðræöur,
þar sem landhelgismáliö hefur
skipt miklu. Einar Agústsson
utanrikisráöherra segir, að hætta
hefði getað verið á þvi, að tengsl
Islands viö rikin i Evrópu rofn-
uöu, ef ekki væri skrifaö undir
Samningarnir viö rikin almennt
llllllllllll
Umsjón:
Houkur Helgason
miöuöu aö friverzlun meö iðn-
aöarvörur, en eins og gerzt haföi i
EFTA, telja Islendingar þaö óviö-
unandi og fengu fram, að samn-
ingurinn næöi einnig til sjávaraf-
uröa.
EBE stóö hins vegar fast á skil-
yröi um landhelgismál, enda
aðal,,óvinir” okkar I þeim efnum,
Bretar og Vestur-Þjóöverjar,
mikils ráöandi i EBE eftir stækk-
un þess.
EBE berir þvi þann fyrirvara
enn þrátt fyrir ha'röa sókn
íslendinga, aö Islendingarfáiekki
ivilnanir fyrir fiskafuröir, fyrr en
lausn finnst á landhelgismálum,
sem EBE-menn telji viöunandi.
Veltur þvi þessi, og mikilvægasti
þáttur samninganna að okkar
leyti, á þvi,hvort semst við Breta
og Vestur-Þjððverja.
Komi til harðrar landhelgis-
rimmu, veröur aö gera ráö fyrir,
að EBE beiti fyrirvara slnum og
láti ekki i té ívilnanir.
1. april 1973 til
1. júli 1977.
Samningarnir fela almennt i
sér, aö tollar á iönaöarvörum
verði felldir niður milli rikjanna
á timabilinu 1. april 1973 til 1. júli
1977. Lækkun veröi 20% á ári
hvert þessara fimm ára.
Timinn til að fella niöur tolla er
haföur lengri en þetta um ýmsar
vörur sem EBE-rikin telja geta
valdið raski i framleiöslu sinni,
svo sem pappir,og er þaö einkum
vandamál Finna aö hafa ekki
fengið betri kjör þar. Þar er gert
ráð fyrir ellefu ára timabili til
niðurfellingar, en ekki vonlaust
um, aö semja megi um skemmri
tima.
Svipaö og Island fær Portúgal
sérstakar ivilnanir fyrir út-
flutning sinn á ávöxtum og græn-
meti, vini og fleiru.
Sameiginleg nefnd skal koma
saman tvisvar á ári til aö gera út
um vandamál.
Alls staöar er gert ráö fyrir að
auka megi samstarfiö og færa á
önnur svið en þessa beinu við-
skiptasamninga.
Kunna siðar að
ganga i EBE.
EFTA-rikin taka til dæmis
fram, að þau kunni siðar að
ganga i EBE fullum fetum, en all-
ir stjórnmálaflokkar hérlendis
lýsa yfir að aðild komi ekki til
greina að svo stöddu.
Viðskiptasamningur Islands og
EBE tekur til um 70% af útflutn-
ingi okkar þangað. Auk þess eru
um 20% af útflutningnum
allavega tollfrjáls i EBE, salt-
fiskur, skreiö og ný sild.
Allar iðnaöarvörur og flestar
sjávarafuröir falla undir samn-
inginn.
Tollur á áli veröur þó ekki felld-
ur niöur til fulls fyrr en 1. janúar
1980. Tollar á Isfiski og sumum
niðursuöuvörum veröa lækkaðir
verulega en ekki alveg felldir niö-
ur.
Islendingar fella niöur vernd-
artolla sina á vörum innfluttum
frá EBE, og fyrsta lækkunin
verður 30% 1. april 1973, og siöan
10% á ári, svo aö þeir veröa úr
sögunni 1. janúar 1980.
Striö á striö ofan hafa verið háö milli Þjóöverja, Breta og Frakka — en „ekki lengur”, segja þeir
Brandt, Heath og Pompidou.