Vísir - 22.07.1972, Page 7

Vísir - 22.07.1972, Page 7
Visir. Laugardagur 22. júli 1972 7 Miðbœrinn: INN1 Í SÍÐAN | Fyrir bíla eða fyrir fólk Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir — þeir Stefán Glúmsson og Davíð Egilsson leggja orð í belg, um umhverfismál — miðbœrinn er ósnortinn ennþá en bíður stórborgarvandamálið á nœsta leiti? spyrja þeir 8 Til þess eru vítin að varast þau, gætu um- hverfisverndarmenn sagt, þegar þeir sjá þessa mynd. Hún hefur birzt í blöðum víða um heim, og sýnir hvernig stórar sam- gönguæðar geta þokað í burtu ibúðarhverfum á stórum svæðum eða bíllinn mannfólkinu. Þeir starf sf élagar Stefán Glúmsson og Davíð Egils- son staðfærðu myndina að nokkru leyti, þar sem þeir fundu nokkra líkingu með henni og væntanlegum samgönguæðum í Reykjavík. 1. Akbrautin upp til vinstri gæti verið Aðal- stræti. 2. Gatan þvert á hana til vinstri Austurstræti. 3. Stóra samgönguæðin á ská, væntanleg samgönguæð um Túngötu og Kirkju- stræti. 4 Samgönguæðin sem kemur í sveigju, Suðurgatan og framhald hennar. 5. Hvíta stóra húsið fyrir enda „Austurstrætis", Morgun- blaðshúsið. 6. Hvíta húsið í hringnum, sem er til hægri, Hallveigarstaðir. 7. ,,Og síðan er hægt að sjá fyrir sér Landakots- kirkju á stöpli í miðri ak- brautinni og Hallgrims- kirkju hinum megin", sögðu þeir félagar um leið og þeir kvöddu — Það er gaman að koma og sjá allt ósnortið. En nú er ég hræddur um að á næsta leiti sé verið að skapa hér stórborgar- vandamál. Það er eins og mennirnir ætli að taka við allri umferð megin- landsins eða allri umferð Atlantshafsins, segir Stefán Glúmsson verk- fræðingur. Hann og Davíð Egilsson jarðfræðinemi komu við á ritstjórninni og færðu okkur mynd, sem þeir segja að hafi birzt í blöðum og tímaritum víða um heim, og staðfærðu hana við hraðbrautirnar, sem samkvæmt aðal- skipulagi eiga að koma í Reykjavík. Til gamansen með alvöru að baki. — Ég er i Stokkhólmi viö nám, segir Stefán og mættum við læra af þvi öngþveiti, sem hefur verið skapað þar vegna skipu- lagsins. Það var byrjað á þvi að rifa gamla miðbæjarkjarnanna i Stokkhólmi, árið 1955. Þá taka þeirþað, sem kallað er Hötorget i gegn, rifa niður gömul hús og reisa 5-6 30 hæða háhýsi i staðinn. Þar á eftir var byrjað að rifa heilu hverfin i kring og allt skrapað niður i berg. Siðan hefur komið þar eitt steinhús, þar sem voru tiu áður. Þetta er nú orðið steineyðimörk. Annað dæmi, sem má tiltaka er Klarahverfið i miðborginni, þar sem var aðsetur ritstjórna ýmissa blaða áður fyrr, eins konar „Fleet Street” Stokkhólms. Nú hefur þetta hverfi verið rifið. Þetta er það sem mest hefur verið 'rætt um i Stokkhólmi i umhverfismálum. og skipulagsmálúm borgar- innar. Og þær umræður báru þó þann árangur, að stöðva átti umferð i miðborginni, og hafa lokaðar götur þar sem fólk getur gengið um en hafa bila- stæðin i kring. Þarna i mið- borginni urðu Sviar of seinir á sér. Nauðsynin á göngusvæði blasir við, mengun og hávaði eykst, jafnt og þétt. Breiðu ak- brautirnar og veldi bilsins leiðir sitt af hverju af sér. Það má nefna sem dæmi litil torg með trjám, bekkjum og blaðaturni, sem fólk var vant áður fyrr að mæla sér mót og setjast niður til að rabba saman. Nú eru þessi torg einangraðar eyjar i um- ferðinni. Þangað kemur enginn maður og blaðaturnarnir hafa verið lagðir niður vegna um- ferðarinnar. Almenningsálitið hefur áhrif. Það kom i ljós i sambandi við Kóngsgarðinn þar sem eru 30 metra há, mjög falleg tré. Þar er búið að ákveða að leggja neðanjarðarstöð, og höggva trén. Þessu var mótmælt og mót mælin jukust óðum. Það var jafnt alþýðufólk sem frægir kvikmyndastjórar, sem lét til sin heyra og sagði,látið trén standa og fólk byrjaði að halda vörð um trén. Þessu var ekki sinnt og framkvæmdirnar áttu að hefjast, reyndar að nætur- lagi til að koma mótmælendum á óvart. En um nóttina fékk næturútvarpið simakall og plötusnúðurinn kom út til- kynningu sem varð til þess að fólk dreif að úr öllum áttum til að mótmæla, skógarhöggs- mennirnir neituðu að fella trén og framkvæmdina varð að stöðva. Þetta varð til þess, að politikusarnir sáu að i óefni var komið.atkvæði fólksins i næstu kosningum myndu falla á annan veg og strikuð út nöfn manna. sem að framkvæmdinni stóðu. Hætt var við hana og trén standa áfram. Þetta er það eina sem hefur tekizt svo um muni i umhverfisverndarmálum i Sviþjóð. Venjulega er skipað i nefnd til að annast málið og siðan beðið nógu lengi þar til fólk hefur gleymt þvi. -SB-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.