Vísir - 27.07.1972, Blaðsíða 2
2
Vísir. Fimmtudagur. 27. júli 1972
vísiBsm:
Hafið þér trú á því að gull-
skipið finnist á sandinum?
Autun Jónsxon, framleiðslumað-
ur: Já. Ég hei' trú á þvi að þeir
f'inni nú eitthvað gull þarna aust-
ur f'rá, minnsta kosti vona ég það.
S t e f á n Sigurgeirsson,
verkamaður: Nú veit ég ekki.
Maður hefur svo sem lesið um
þetta skip i gömlum sögnum,en
þetta er orðið langt siðan og búið
að leita svo lengi að ég held þeir
finni ekki neitt héöan af.
ólnlur Valur, nemandi: Já, það
gæti verið.
It j a r u i S æ m u n d s s o n
skrifstofum.: Það er erfitt að
segja. Ef það er þarna á annað
borð,þá vildi ég óska þess að þeir
finndu það.
Kva Vilhelmsdóttir, tizkuteikn-
ari: Það er ómögulegt að segja.
Þetta er nú orðið svolitið spenn-
andi og vonandi að þeir finni skip-
ið.
Eiður Thorarensen, húsgagna-
smiður: Ja, það er nú búið að
reyna að finna það i svo mörg ár,
að ég er farinn að efast um að það
finnist nokkuð úr þessu.
Alþjóðakaupstefnur eiga framtíð hérlendis, en....
AÐSTÖÐUNA VANTAR TIL AÐ
VINNA UPP NÝJA ATVINNUGREIN
— rœtt við Kaupstefnumenn, sem undirbúa nú af kappi tvœr vörusýningar nœsta sumar
Það er hreint ekki út i
bláinn að imynda sér að
erlend stórfyrirtæki eigi
eftir að leita til islenzkra
stórfyrirtæki eigi eftir
að leita til islenzkra
kaupstefna og vöru-
sýninga i framtiðinni.
Hér væri möguleiki á að
halda minniháttar
sýningar, ef komið væri
upp sýningarskála af
heppilegri stærð, en
hann er enn sem komið
er ekki fyrir hendi.
Þetta kom fram i viðtali við for-
ráðamenn Kaupstefnunnar j
Heykjavik, þa Bjarna Ólafsson,•
nýráðinn f'ramkvæmdastjóra, og
Gisla B. Björnsson, einn eigenda
fyrirtækisins. ,,Það er hiklaust
hægt að efla þátttökuna erlendis
frá. Viðgetum nefntsem dæmi, ef
haldin yrði alþjóðleg skrifstofu-
tækjasýning, fatnaðarkaupstefna
eða aðrar slikar sérsýningar”,
sagði Gisli. Og nú er Kaupstefnan
búin að senda mikið magn af
upplýsingaritum um næsta fram-
tak fyrirtækisins i Laugar-
dalnum, •— þaö verða sýningar
sumarið 1973, fyrst Heimilið ’73
og siðar Borð & Búr, sem verður
fyrsta ,,smakk”-sýningin
hérlendis, matvælasýning.
Það var létt yfir þeim
Kaupstefnumönnum, þegar
fréttamaður ræddi við þá, þvi
pantanir á sýningarrými eru nú
mun fyrrá ferðinni en áður hefur
verið, og raunar hefur stórum
hluta sýningarsvæðis verið lofað,
ekki hvað sizt þeim aðilum, sem
hafa sýnt áður og hafa lært
hvernig ber að vinna að upp-
setningu slikra sýninga, þannig
að þær skili verulegum árangri.
A alþjóðlegu sýningunni á
siðasta sumri er talið að erlendir
aðilar hafi borgað 75% af
öllum kostnaði, erlendur
gjaldeyrir streymdi inn i landið
LESENDUR
J|HAFA
/áWl ORÐIÐ
Ekki lesa svona
hratt, Friðrik!
„Alltaf er gaman að heyra
skáklýsingar Friðriks Ólafssonar
i útvarpinu. En það er bara sá
stóri galli á þeim, að hann fer
alltof hratt yfir stöðuna. Það var
t.d. vonlaust að fylgjast með á
þriðjudaginn til að geta raðað upp
stöðunni, bæði i fréttunum kl. 7 og
kl. 10. Veit ég um fjölda manns
sem er óánægður yfir þessu. Get
ég nefnt sem dæmi að það hringdi
i mig maður utan af landi-,sem
.ekki hafði náð stöðunni og ætlaði
að fá hana uppgefna hjá mér.
Friðrik þarf að fara hægar yfir og
má i þess stað biðja Sigurð Sig-
urðsson aðhafa sin orð færri til að
eyða ekki timanum.”
Skákmaður.
Þjóðþrifin hvorki
fugl né fiskur
,,Ég er einn þeirra fjölmörgu
útvarpshlustenda, sem verður
stundum á að opna fyrir tækið
mitt klukkan hálf átta á laugar-
dagskvöldum. A þessum tima
hefur þrisvar i sumar verið þátt-
ur er nefnist „Þjóðþrif”, sem er
undarleg nafngift, sé efni hans
haft til viðmiðunar. Annars er
óþarfi að fara út í þá sálma, það
fyrir vikið, og talið var að 150 til
200 útlendingar hafi komiö
hingað vegna sýningarinnar.
Sumir dvöldust allan timann
meðan sýning stóð, eða mestan
hluta sýningartimans. Einnig á
Það verður þó ekki hér, áfengi er
meðhöndlað talsvert öðru visi
hér, sýning á áfengi er bönnuð og
að gefa „smakk” er næstum
syndsamleg hugsun. Erlendis eru
deildir áfengisframleiðenda hins
nýbakaðri kleinu niður með
sýnishorni af nýjasta og bezta
kaffinu á markaðnum.
Það má e.t.v. benda á það i
sambandi við Island sem kaup-
Geta vörusýningarnar orðið til að skapa enn meiri gjaldeyri?
þessu sviði skapast dýrmætur
gjaldeyrir. Að sögn Bjarna borga
mörg erlend fyrirtæki allan
kostnað við sýningarnar, önnur
helming, en flest góðan hluta af
kostnaði.
Þeir félagar töldu ekki óliklegt
að matvælasýningin yrði vinsæl
meðal gesta, — þeir ættu alla
vega ekki að fara svangir heim,
þvi fyrirtækin gefa mönnum viða
bita að smakka. Erlendis er það
venjan að menn koma góðglaðir
af slikum sýningum i þokkabót!
vegar af einhverjum sökum eftir-
sóttastar allra.
Reynt verður á sýningunni hér
að útvega sem allra bezta
eldunaraðstöðu og aðstöðu til
bökunar og brösunar yfirleitt, og
reynt að gera sýningu þessa sem
allra liflegasta. An efa verður
vinsælt á sýningunni að fá sér bita
af lambasteik einhvers aðilans
sem sýnir grillofna, — og skola
þessu svo niður með isköldu öli
eða gosdrykk, — nú eða renna
stefnuland, að skákeinvigið
virðist benda til að hér sé ýmis-
legt hægt, sem menn hefðu ef-
lausttalið útilokað fyrir nokkrum
árum. Skákheimurinn hefur sótt
hingað til Islands bæði vestan og
austan Atlantshafsins, og virðist
það ekki út i hött að telja Island
vel staðsett upp á það að gera það
nokkuð auðvelt fyrir fólk beggja
vegna hafsins að „skreppa”
hingað til að sinna erindum
er hvorki fugl né fiskur, blaður og
vitleysa, andans afsprengi
höfundar.
Ekki var það ætlun min að rifa
þennan þátt meira niður en orðið
er, heldur vildi ég benda
dagskrárstjórum útvarpsins á,
að með þvi að hleypa svona þætti i
gegn eru þeir að vanrækja starf
sitt.
Það er alveg merkilegt hvers
konar menn fá þætti hjá útvarp-
inu. Allt frá farmiðasölum niður i
toppfigúrur, snúða og hver veit
hvað. Eiginlega mætti kalla allt
þetta fólk þvi hlálega nafni alvitr-
inga. Það eru náungar sem
skrapað hafa saman einhverjum
þekkingaratriðum, sem þeir
skilja þó ekki nema til hálfs, en
halda jafnframt að þeir séu ein-
hvers konar veraldarundur. — En
það sýnir aðeins, að þeir þekkja
ekki eigin takmarkanir.
Er ekki timi þessara vitringa
liðinn?
Með þökk fyrir birtinguna”
Einn, sem heldur næst fyrir
eyrun.
Einvígi eða
kvartett?
Ilafnfirðingur spyr:
„Nú er mjög auglýst einvigi
aldarinnar og hef ég alltaf talið
einvigið vera keppni milli tveggja
menna, Fischers og Spasskis. En
samkvæmt blaða- og útvarps-
fréttum virðast Geller og Krogius
stúdera allar biðskákir fyrir
Spasski. Er þetta þá ekki orðinn
nokkurskonar kvartett.Fischer á
móti þremur _ Rússum og þvi
ástæða til að breyta reglunum um
aðstoðarmenn?”
Gamla tukthúsið
w *
upp að Arbœ
.1. S. simar:
„Ég vil endilega að gamla tukt-
húsið veröi flutt upp að Árbæ,
stein fyrirstein og það endurreist
þar en fari ekki i uppfyllingu eins
og fleiri gömul hús hafa farið.
Það er of seint að hefjast handa
eftir að búið er að keyra þvi i
burtu eins og Amtmannshúsinu
gamla.”
Barnavagnar illa
séðir ó kaffihúsum
Ung móðir hringdi:
„Þótt ótrúlegt megi virðast,þá
eru sumir kaffihúsaeigendur
mótfallnir þvi að maður liti inn á
veitingastofur þeirra með smá-
börn.
Fyrir nokkrum dögum fór ég
með erlendum kunningjum min-
um inn á kaffistofu um miðjan
dag. Við höfðum verið að spáss-
era með ungabarn i vagni og ætl-
uðum að tylla okkur niður yfir
kaffisopa. Fórum inn á kaffistofu
og tókum vagninn með okkur og
komum honum fyrir fast við
borðiðiþannig að hann var ekki
fyrir neinum. Enþá kemur af-
greiðslustúlkan og segir að bann-
að sé að koma inn með barna-
vagna og við verðum að geyma
hann úti. Aðspurð sagði hún að
þetta væri samkvæmt skipunum
eigandans. Við yfirgáfum strax
staðinn og fórum á aðra veitinga-
stofu þar sem enginn amaðist við
vagninum. Mér finnst þetta satt
að segja furðulegt bann hjá þess-
um eiganda og skil ekki forsendur
þess.”
Engin fúafen að
Laugarvatni
„1 dagblaðinu Vísi 17. júli s.l.,
Mbl. og Alþ.bl. 18. júli birtist frétt
af óförum konu nokkurrar við
Laugarvatn sunnudaginn 16. júli
s.l. Vegna nemenda skólanna,
hótelgesta og annarra þeirra,
sem leið eiga um Laugarvatn,
finnst mér rétt, að eftirfarandi
komi fram:
Föstudaginn 21. júli s.l. fóru
undirrritaður ásamt Eiriki Ey-
vindss. framkvæmdastjóra sam-
eigna skólanna á Laugarvatni og
tveimur lögreglumönnum frá Sel-
fossi á þann staö, þar sem um-
rædd kona hafði lent i aurbleytu.
Þrátt fyrir rækilega könnun
varð ekki séð, að um væri að ræða
neitt slikt fúafen, að fólki gæti
stafað hætta af undir venjulegum
kringumstæðum.
Þvi má bæta við, að heimafólk
á Laugarvatni er afar óánægt
með uppsláttarfréttir i dagblöð-
um, þar sem lesa hefur mátt, að
þarna muni hulin hætta sem gest-
um kunni að stafa voði af.”
Þórir Þorgeirsson
hreppstjóri.
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15