Vísir - 27.07.1972, Blaðsíða 5
Visir. Fimmtudagur. 27. júli 1972
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
UDA hótar að stöðva olíu
til húsa 35000 kaþólskra
Hefndarmorð „morðsveita" beggja aðila í algleymingi
Öfgafullir mótmæl-
endur lýstu þvi yfir i
gærkvöldi, að þeir hygð-
ust stöðva oliuflutninga
til kaþólsku hverfanna i
Londonderry, sem eru
„viggirt”, til að reka
borgara burtu og „ryðja
braut” fyrir brezka her-
inn. Þá gæti brezki her-
inn Iátið kné fylgja kviði
i viðureign við IRA-
menn, sem hafa „lokað”
Hverfunum og vilja ekki
hleypa öðrum þar inn.
Yfirlýsingin kom eftir dag skot-
bardaga milli Breta og IRA og út-
breidd verkföll mótmæienda.
Verkföllin nær stöövuöu iönaöar--
framleiöslu og verzlun og þau
voru gerö til aö minnast blóösút-
hellinganna í sprengjutilræöum
siöast liöinn föstudag, sem er nú
kallaöur „blóöfrjádagur”.
Brunnin lik.
öfgamenn í liöi mótmælenda i
félaginu UDA munu ætla aö halda
áfram þess konar aðgeröum und-
ir kjöroröinu „frelsum Derry”.
35 þúsundir búa i þeim hverfum
kaþólskra, sem UDA ætlar aö
svipta oliu. Fólk mundi þá ekki
hafa oliu til suöu og húshitunar.
Leyniskyttur skutu i morgun á
brezka hermenn, sem hafa ruözt
inn i „IRA-hverfin” i Belfast.
Brunnin lik tveggja manna
fundust i brennandi bifreið i
hverfi mótmælenda i Noröur-Bel-
fast. Annar var kunnur foringi
mótfnælenda, Frank Corr. Hitt
likið fannst i farangursgeymslu
bifreiðarinnar. Þeir munu hafa
veriö skotnir i höfuðiö.
„Morðsveitir” kaþólskra og
mótmælenda hafa myrt 20 manna
i Belfast i hefndarstriöi siöustu
.vikur.
Brezki herinn heldur áfram
vopnaleit i dag. Leyniskyttur IRA
hafa látiö meira til sin taka vegna
þess aö töluvert af vopnum og
skotfærum kemst i hendur Breta i
herferö þeirra i yopnaleit.
„Aðeins” þrjár sprengingar
urðu i nótt, sem er miklu minna
en undanfarnar nætur.
Geisla
virkt
úrfelli
ó Nýja
Sjáíandi
Geisavirkt úrfelli hefur
mælztá Nýja Sjálandi eftir
siðustu tilraunir Frakka
með kjarnorkuspreng-
ingar.
Visindamaöur einn kveðst hafa
fundið merki þess i mjólk frá
syðstu eyju rikisins.
Úrfelli hefur komiö fram i mæl-
ingum á regnvatni.
„Vill fremur deyja
en flytja brott"
oryggislögregla Ródesiu
flutti í gærkvöldi um 100
böm af Tangwenstofni frá
heimiium sínum í þorpinu
Umtali, eftir að fullorðnir
menn og konur Tangwena
höfðu fiúið til fjalla, til að
komast hjá þvingunar-
flutningi til annars svæðis.
Tangwenamenn neita að yfir-
gefa byggð sina, sem stjórn
Ródesiu hafur úthlutað hvitum
mönnum.
fangelsi fyrir að dveljast ólöglega
á svæði hvitra.
Sjö aðrir neituðu ákærum og
voru settir i gæzluvarðhald.
Einn sagði, að „hann vildi
fremur deyja en flytja brott.”
Hann skildi ekki, aö hann hefði
„gert neitt rangt i að búa á þeim
stað, þar sem ég var fæddur.”
Þetta er
hann Nixon
Með ókveðnu matarœði:
95% tannlœkna
atvinnulausir!
Sviar ætla að reyna
mataræði, sem sagt er, að
mundi gera 95 af hverjum
100 tannlæknum atvinnu-
lausa.
Töframatur þessi er sagður
vera einfalt beinmjöl, sem yrði
skammtað, skeið á dag.
Hann verður nú reyndur á völd-
um sænskum börnum og sjálf-
boðaliðum.
Sænskur næringarefnasérfræð-
ingur, Alfred Aaslander, stendur
á þvi, að þetta „lyf” muni hindra
tannsekmmdir að heita má til
fulls.
Reynt er aö mynda meirihluta-
stjórn i Finnlandi, eftir að minni-
hlutastjórn jafnaðarmanna hætti
vegna EBE-málsins. Ekki hefur
verið heiglum hent að mynda
meirihlutastjórn þar eftir siðustu
knsninear. en fvrri stiórn, sem
var vinstrimiðflokka stjórn, gafst
upp vegna ágreinings um verð-
lagsmál.
Stærstu flokkar eru jafnaðar-
mannaflokkur, miðflokkur og al-
þýðubandalag. Minnihlutastjórn
þorði ekki að sitja, vegna ágrein-
ings um viðskiptasamning Finna
og EBE. A myndinni eru fráfar-
andi ráðherrar Linnamo U.v.)
viðskiptaráðherra og Koivisto
fjármálaráðhcrra, sem hingað
kom er hann var forsætisráö-
herra fyrir nokkrum árum.
Nú er talað um „Ijóta
Rússa" í Arabalöndum
Maoistar meðal Araba hafa
notfært sér vinslit Egypta og
Rússa. Þeir dreifa nú tilvitnun-
um i ummæli hugmyndafræö-
ings i Sovétrikjunum, þar sem
segir, að „israel sé raunveru-
leiki, sem arabiskir kommún-
istar verði að búa við. Áróður
um útrýmingu israels sé rangur
og sú stefna óframkvæmanleg”.
Einng segir, að Rússum finnist
afstaða Egypta til israel hafa
„batnað.”
Þetta cru sögð vera ummæli
manna i Moskvu i sambandi við
umræður um stefnuskrá sýr-
lenzka kommúnistaflokksins.
Rússum er lýst I blaöinu Al
Rayah. maoistablaði, þannig,
að þeir séu alltaf að nöldra og
fyrirskipa sýrlenzkum
kommúnistum. Þeir hafi gagn-
rýnt og sundurtætt stefnuskrá
sýrlenzka kommúnistaflokksins.
Fréttamenn segja, að þess
hátlar mál eigi mestan þátt i að
gera Rússa „Ijóta” i augum
Araba fyrir „veiklyndi” gagn-
vart israel.
Vonir um lœkningu
Hodgins krabbameins
Læknir í Auckland hefur
reynt aðferð, sem gefur
góðar vonir um lækningu
við svokölluðu „Hodgins-
krabbameini”.
Sjúkdómurinn leggst á kirtla og
eroft banvænn. Milan Brych, sem
er fæddur i Tékkóslóvakiu og flýði
föðurland sitt og til Bandarikj-
anna eftir innrás Rússa, hefur
beitt aðferðinni við 100 sjúklinga
siðasta ár. Enginn þeirra hefur
látizt.
Doktor Ross Burton, yfirlæki r
i geislalækningadeild Aucklan..-
sjúkrahússins, segir, að þessi að-
ferö sé hin fremsta, sem kunn sé,
og hún gefi vonir um lækningu,
ekki einungis um að lina þjáning-
ar sjúklinganna.
Yfirmenn herja Banda-
ríkjamenna og Suður-Viet-
nama héldu leyndum upp-
lýsingum um ógæfulega
árás, sem olli miklu þyrlu-
tapi.
Liðsforingjar á vigvellinum
segja, að ónákvæmar loftárásir
B-52 risasprengjuflugvéla hafi átt
þátt i óförum, þar sem 29 af 31
þyrlu voru hæfðar skotum loft-
varnarbyssa. Þetta var 11. júli,
og árásin var gerö norðan Quang
Tri bæjar.
Þyrlur hættu i gærkvöldi leit að
hinum fullorönu. Þrir forystu-
menn Tangwena voru i gær
dæmdir i um 3000 króna sekt og
fjögurra mánaða skilorösbundiö
Þetta er Richard Nixon, i miðið, á fundi í ráöuneytinu. Richard Nixon
þessi er hins vegar, eins og sést, svertingjadrengur, sem nafni hans
bauð að sitja i sæti sinu i ráðuneytisherberginu. Hvattur af kennslukon-
unni hafði drengurinn, niu ára gamall, skrifað forsetanum og spurt,
hvort hann „mætti heimsækja hann”. Svariö kom um hæl. Nixon for-
seti sagði, að þetta mundi gera drengnum betur ljóst, „hvernig hann
gæti lagt sitt af mörkum til uppbyggingar Ameriku”. Safnað var ferða-
peningum fyrir 20 börn i bekk Nixons litla, og sjálfur stýrði hann fundi i
ráðuneytisherberginu. En kennslukonunni mistókst, þegar hún hvislaði
að honum „Segðu, að þú viljir verða forseti”. „Ég vil heldur fara og
skoöa flóöheslana i dýragaröinum” sagði Richard Nixon þá.