Vísir - 27.07.1972, Blaðsíða 10

Vísir - 27.07.1972, Blaðsíða 10
10 Visir. Fimmtudagur. 27. júlí 1972 Visir. Fimmtudagur. 27. júli 1972 11 ÞEGARÍÞRÓTTIR VORU FYRIR STERKA KARLA Þetta var i „dentíð”, þegar íþróttir voru fyrir karl- menn, —já karlmenn en ekki veikbyggöar konur. Og þessir myndarlegu menn voru einmitt blómi þýzkra iþrótta nokkrum 'árum fyrir síðustu aldamót, mynd- uðu félagslið i reiptogi. Annars er þessi gamla ljós- mynd meðal þess sem sýnt er á sýningu I Olympiu- borginni, Miinchen. Sýningin heitir „iþróttir fyrir ævalöngu”, en meðal annarra hluta sem þar eru sýndir er mynd af Bæheima-Herkúlesi, sterka mann- inum, sem jafnan bar á sér 25 punda þunga neftó- baksdós svo engum vafa væri bundið að hann væri sterkur karl. Imsjón: JBP Þriggja barna móðir og OL-lógmörkin: ÆFINGARNAR STRANDA Á BARNAGÆZLUNNI — Hvar er hún Hrafnhildur? Þannig hafa margir spurt að undanförnu. Og við hringdum i hana Hrafnhildi Guðmunds- dóttur, sem um árabil var sunddrottningin okkar, og vinsælust irþóttakvenna okkar. Hún er nú þriggja barna móðir, en lét sig ekki muna um þaö i vor aö synda 100 metra skriðsundiö á 1.06.0 i stuttri laug. „Eftir mótið stundaði ég þrekþjálfun i mánuð, en fékk aldrei tækifæri til aö reyna mig eftir það”, sagði Hrafnhildur i gær. Hrafnhildur flutti frá Selfossi til Reykjavikur á ný og hugðist æfa með það fyrir augum aðná OL-lágmarkinu i 200 metra fjórsundi. En nútíma vandamál móðurinnar hafa siðan háð henni, það er ekki hlaupið að þvi að fá barn- gæzlu, og ekki sizt, þegar skreppa þarf á æfingar daglega eins og sundfolkið okkar verður að gera. Þrekþjálfunin var þvi unnin fyrir gýg. „Auðvitað langar mig til að . fara að æfa aftur”, sagði Hrafnhildur, „en hvað getur maður gert. Bezt að hafa sem fæst orð um þetta allt”, sagði hún. m ......... > HRAFNHILDUR — barngæzlun vantaði til að geta náð OL-lágmarkinu Nóum víð að synda milljón 200mspretti? Nú þegar Norræna sund- keppnin er rúmlega hálfnuö hafa 45.422 landsmenn synt 200 metr- ana samtals 596.233 sinnum. t siðustu norrænu sundkeppni þ.e. 1969 syntu alls 44.541 tslend- ingur 200 metrana. Sundsam- Kaupstaðir. bandinu hefur borizt tölur um gagn keppninnar á hinum ýmsu stöðum á landinu nýlega. Nú er það spurningin hvort okkur tekst að synda milljón spretti áður en keppninni lýkur. Fjöldi Fjöldi Meöal sunda einst. sund á ib. Reykjavik Kópavogur Hafnarfjörður Akranes Ólafsfjörður tsafjörður Siglufjörður Sauöárkrókur Húsavik Neskaupstaður Vestmannaeyjar Akureyri Keflavik 285.625 24.700 30.350 12.850 7.410 11.000 7.610 6.500 9.071 7.119 23.150 65.000 15.000 100 110 100 050 385 150 526 480 750 498 430 550 400 3,45 3,01 4,43 5,97 2,80 Syntu 1969 17.184 2.532 2.221 1.158 424 959 602 369 580 385 1.172 2.663 1.217 EKKERT NÝTT HJA ISLENDINGUM - segir landsliðs „einvaldur" Norðmanna Höfðu íslendingarnir eitthvað nýtt fram að færa? spurði fréttamaður NTB-fréttastofunnar Hakon Dehlin lands- liöS//einvald" Norðmanna, Thor Ole Rimejorde, eftir leikinn i Tonsberg i gær- kvöldi. „Nei, alls ekki, þeir leika eins og þeir hafa alltaf gert, seinir til varnar og of harðir á varnar- leiknum. Dómararnir hefðu átt að halda stift við þær linur, sem þeir settu i byrjun leiksins. Nei þetta lið áttum viö aö vinna meö 5—6 mörkum, og örugglega sigrum við i Sandefjord i seinni leikn- um”. Rimejord kvað Norðmenn gera breytingar fyrir þann leik. Rimejord fer lofsamlegum orö- um um Geir Hallsteinsson, „Island hefur sinn knatt-snilling, slikan mann eigum við ekki. Hefði Geirs ekki notið við i þess- um leik, er ég hræddur um aö Is- land heföi rekið sig illa á. Annars var Rimejord yfirleitt ánægður með leikinn, enda þótt hann hefði búizt við hagstæöari tölum fyrir lið sitt. „Það eru loka- minúturnar sem bregðast okkur, við eigum nógu góöar langskytt- ur, sem fá bara ekki réttu send- ingarnar til að vinna úr” sagði hann, „margir leikmannanna eru lika of skotglaðir og þar mistekst okkur of oft, þessi svokölluðu „upplögðu tækifæri” fóru sem sé i vaskinn”. Stutt Sór vonbrigði Það verður ekki af þvi að; Ragnhildur Pálsdóttir frjáls- iþróttastúlkan unga úr Garða- hreppi komist með félögum sin- um utan til Noregs. Hún tognaði á ökla á æfingu og útséð er um að hún verður ekki með i landskeppninni. Það urðu þessari ungu stúlku þvi; mikil vonbrigöi að meiðast rétt þegar búið var að ganga frá öllu fyrir skemmtilega ferð með félögum sinum, en að auki hafði hún ætlað sér til Danmerkur eftir keppnina. Samtals: 505.385 37.529 31.466 Eins og sjá má á ofanrituðu þá leiöa Akureyringar keppni þá er stendur á milli þeirra, Hafnfiröinga og Reykvlkinga. Einnig stendur yfir keppni á milli Vestmannaeyja og Keflavíkur og hafa Vestmanna- eyingar synt að meðaltali 4,43 sinnum á Ibúa en Keflvlkingar 2,80 sinn- um á íbúa. Aðrir staðir. Brautartunga, Borgarf. Ólafsvik Patreksfjörður SundL Reykjaskóia, Hrútaf. Varmahlið, Skagafiröi Blönduós Grettislaug, V-Hún. Dalvik Syðra-Laugaland, Eyjafirði Þelamerkurskóli, Hörgárdal Sundl. Grýtubakkahrepps Eskifjörður Sundl. Flúðum Brautarholt, Skeiðum Laugaland, Holtum Selfoss Sundl. Njarðvikur Héraðsskólinn að Núpi §undl. Svalbarðsstrandar Þjórsárdalslaug Varmaland, Borgarf. Varmárlaug, Mosfellssveit Skógarskóli Sundlaug Garöahrepps Sundlaug Leirárskóla Sundl. Reykjanesi, N-Is. Höfn, Hornafirði Laugarvatn Sundl. Laugaskóla, S-Þing. Sundl. Stykkishólms Hveragerði Sælingsdalslaug, Dalas. Sundskáli Svarfdæla Sundl. Búöarkauptúns Samtals: 316 4.573 574 4.494 1.990 525 2.212 714 481 1.683 895 3.150 2.925 605 2.982 9.600 8.805 1.848 760 455 3.949 5.470 2.400 3.448 374 2.000 1.650 5.735 4.600 1.305 4.000 1.520 1.000 3.800 29 322 170 210 173 130 172 42 15 200 102 256 165 77 288 1.000 836 176 4L. 54 320 450 383 56 152 121 200 325 300 150 450 150 180 200 90.848 7.903 Pantanir á stálgrindahúsum, sem afgreiðast eiga fyrir haustið, þurfa að berast sem fyrst Húsin fást með klœðningu í ýmsum litum eftir vali kaupanda Húsbreiddir staðlaðar, 7,5-10-15 metra (Ea) : HEÐINN SIMI 24260 HÉÐINN I.S.l. i Laugardal, Reykjavík. Sundsamband Islands, sem er framkvæmdaaðili Norrænu sundkeppninnar mun annast um dreifingu gulltrimmarans til þeirra, sem unnið hafa til hans og óska að fá hann keyptan. Víkingar fá fyrri leikinn Það virðist fullljóst að Vikingar muni fá fyrri leik sinn I Evrópubikarkeppninni hér heima. Það eru reglur UEFA, sem snúa dæminu við, enda þótt Pólverjarnir hefðu átt fyrri leik samkvæmt drættinum. Keflvikingar áttu fyrri leikinn ytra en þann seinni sama dag og Vikingur heima. Nú kveða reglur E vrópusa mbandsins UEFA á um að leikir i Evrópu- bikarkeppninni megi ekki fara fram samdægurs i borgum innan 50 kilómetra radlus. Meistarakeppnin, sem IBK tekur þátt I er rétthærri en keppni bikarmeistaranna, og þvi munu Víkingar verða að láta undan i keppninni um Laugar- dalsvöll 27. september — og gera það liklega með ánægju, þvi þeim er akkur i að fá fyrri leikinn hér heima. Samkvæmt heimildum sem blaðið aflaöi i gærkvöldi hafa Vikingar þegar fengið bréf frá UEFA þar sem það er staðfest að þeir leiki fyrri leikinn i Reykjavik en ekki i PóIIandi eins og drátturinn sagöi til um. Keflvikingar hafa hinsvegar tvo kosti, annaö hvort að taka 27. september, sem þýðir að leikurinnn verður að hefjast óguölega snemma vegna myrkurs, sem skellur á fyrir 7 á kvöldin, eða að leika báða leikina ytra, sem yrði til mesta skaða og mundi án efa gera þúsundir knattspyrnuáhuga- manna illa. Kastmótin Mót i stangarklstum verða haldin fimmtudagana 10, 17, 24, og 31. ágúst kl. 6,30 á Laugar- dalstúninu. Kastgreinar ákvarðast af veðurskilýrðum. Æfingar i sumar verða á mánudögum og miövikudögum kl. 5-8. Gulltrimm Svo sem áður hefur verið greint frá hefur t.S.Í. ákveöið aö gefa þátttakendum Norrænu sundkeppninnar, sem synt hafa 200 metrana 100 sinnum, kost á að eignast trimmkarlinn úr gulli. HVAÐ GERIR AXEL? Sérstök staöfestingarskjöl munu liggja frammi á sund- stöðunum og þarf að senda þau ásamt gulu miðunum og andvirði merkisins til skrifstofu t kvöld fer seinni leikurinn við Norðmenn fram i Jötunhallen i Sandefjord, — erfiður leikur fyrirbáða aðila, eftir harðan og Einhverjar breytingar stóðu til á liði tslands, og nokkurn veginn er ljóst að Axel Axelsson verður nú notaður, — og hvað gerir Axel? Ekki er ósennilegt aö hann komi fram sem „leyni- vopn” á Norðmennina, þegar allt snýst um að stöðva hinn ægilega Geir Hallsteinsson. Ekki þætti okkur ótrúlegt að Axel laumaði nokkrum skotum i net norska markvarðarins ef honum tekstupp og hann verður settur i þaö hlutverk að skjóta, tneðan Geirs er gætt. Verið er nú að framleiða gulltrimmarann og verður hann tilbúinn fyrri hluta ágúst- mánaðar. Hann verður seldur á sem næst kostnaðarveröi fyrir kr. 150.00. HÖRKUNNI BEITT AF BÁDUM LIÐUM JAFNT STÁLGRINDAHÚS - og jafnteflið við Norðmenn sanngjarnt - þrettándi landsleikurokkar í röðán taps Það er spáð sólskini í Sandef jord i Noregi í dag, og íslenzka landslíðíð á- kveöið að ná ,/Sólskins- leik"gegn Norðmönnum í seinni landsleik liðaiina. island hefur nú leikið 13 i.andsieiki i handknattleik í röð án þess að tapa leik. „Talan þrettán stöðvar okkur ekki hið minnsta, einsog sjá má", sagði Jón Asgeirsson, þegar við ræddum við hann i gær. tþróttahöllin i Tönsberg var þéttsetin 8—900 áhorfendum, og fjöldi manns varð frá að hverfa. Kom þessi mikla aðsókn mjög á óvart, og búist við Shorfenda- fjölda i kvöld i Sandefjord. Norska liðið hóf sóknina i leiknum i gærkvöldi, — og aö sögn Jóns hófu þeir lika hinn haröa leik, sem „einvaldur” þeirra gagnrýnir svo tslendinga fyrir i fréttum frá NTB i gær- kvöldi. „Hann fer lika villur vegar, þegar hann talar um 5—6 marka mun fyrir Noreg i þess- um leik, við áttum fullt eins skilið að vinna þennan leik, leiddum lengst af i leiknum”. t hálfleik var staðan 7:6 fyrir tsland, en á 16. minútu i seinni hálfleik komust Norðmenn yfir i 11:10 eftir að Sten Osther skor- aði sitt fimmta mark i leiknum. En tsland hélt i við Norðmenn út leikinn. Alveg undir lok leiksins var staðan 14:13 fyrir Noreg, ein og hálf minúta eftir og erfitt fyr- ir Norðmennina að halda knett- inum. Það var Storhaug, sem átti skot, sem ekki heppnaðist, — tslendingarnir bruna upp og jafna 14:14, en þau urðu úrslit leiksins. Geir Hallsteinsson fær hrós hjá NTB i gærkvöldi en hann skoraði 5 mörk fyrir tsland. Aðrir sem skoruðu voru þeir Jón H. Magnússon meö 3, Ólafur Jónsson 2, Gunnsteinn Skúlason 2, Sigurbergur Sigsteinsson eitt, og Viöar SÍRiOnarson eitt. Fyrir Noreg skoruðu þeir Sten Osther 6 (4 úr vitaköstum), Jon Reinertsen 3, Per Andre tvö, Harald Tyrdal 2 og Inge Hansen eitt. Greinilega lita Norðmenn jafntefli við sig sem hálfgerða forsmán, þvi eftir að úthúða liði sinu nægjanlega segir „einvald- urinn”: „En samt vil ég segja aö þetta sé skref i rétta átt, Is- lendingar eru nefnilega engir aukvisar alþjóðlega séð. Þeir náðu 3. sæti i undankeppni OL á Spáni og unnu meðal annars Pólverja”. Spáöi „einvaldur- inn” nors’kum sigri i Jötunhall- 6n i kvöld, svo framarlega sem skytturnar brygðust nú ekki, en i seinni hálfleik i gærkvöldi skoruðu Norðmenn aðeins tvö mörk i seinni hálfleik utan af vellinum, — en sex úr vitaköst- um! Jón Asgeirsson kvað þennan leik nokkuð áþekkan leiknum sem liðið lék gegn Norömönnum á Spáni i undankeppni OL, en þá lauk leiknum einnig 14:14. „Þetta var harður leikur og æsi- spennandi, en harkan var vopn beggja liðanna”, sagði Jón. „Það var tekið hraustlega á, og strákarnir voru yfir sig þreyttir, beear laet var af stað til Sande- fjord aftur, en þar voru þeir á á- gætu hóteli og farið vel með þá á allan hátt. I leiknum i gær voru þeir hvildir Axel Axelsson, Ólafur Benediktsson, Agúst ögmunds- son og Stefán Gunnarsson. Harkan i leiknum varð til þess að einn leikmanna okkar meiddist, Gisli Blöndal datt illa á hné, og veröur áreiðanlega ekki með i leiknum i kvöld. Norski liöslæknirinn tók Gisla þegar að sér, en læknirinn hefur fyrr komið til skjalanna og hjálpað Islendingum, það var á Spáni i vetur. Atti Gisli að fara til frekari meðhöndlunar i dag, en ekki taldi Jón meiðslin alvar- legs eðlis. GKIR — slikan mann eiga norskir ekki

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.