Vísir - 27.07.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 27.07.1972, Blaðsíða 9
9 Geir R. Andersen: Ihaldssemi Islendingum meðfœdd Tímabil stéttarflokka er ekki liðin tíð og breytingar trauðla framundan Eiginnyggjan rikasti þátturillR. Sennilega er fátitt, að þjóð sé eins rikulega búin einstaklings- hyggju og meðfæddri fhaldssemi og sú islenzka. bessir eiginleikar, m.a., hafa verið styrkustu taugarnar, sem megnað hafa að koma þjóðinni úr hinu ömuleg- asta basli og áralangri áþján, áleiðis til nútima tækni og lýð- ræðisskipulags. (Enda þótt það heiti sé ekki alltaf skrifað i fram- kvæmd, einkum hjá forsvars- mönnum rikisvalds á hverjum tima). Þessir þættir koma mjög glögg- lega i ljós i afstöðu manna hér- lendis, bæði i persónulegum sam- skiptum, svo og i félagslegum, þar sem afl atkvæða ræður gjarn- an úrslitum — i bili. Oft er það þó svo, að ekki liður á löngu áður en minni hlutinn, jafnvel örfáir, sem ekki voru samþykkir úrslitum, taka upp málið öðru sinni . gera sinar eigin samþykktir og gera heyrin kunnugt, að minni hlutinn muni fara aðrar leiðir i málinu og eru þá hagsmunir heildarinnar sjaldnast hafðir að viðmiðun. Óþarft mun að nefna dæmi þessu til áréttingar, og svo altið eru þessi viðhorf hér, að flestir gera sér þetta ljóst og raunar við- urkenna þessa sterku þætti i þjóð- areðlinu. Sá kjarni þjóðarinnar, sem einna gleggst heldur þessum einkennum eru bændur, sem raunverulega stunda nú sjálf- stæðasta atvinnureksturinn i þessu landi, og eru sjálfra sin, að langmestu leyti. Þeir þurfa ekki lengur á kaupafólki eða öðrum lausingjalýð að halda, vélarnar hafa tekið við. Þeir þurfa heldur ekki lengur að taka af hreppnum eitt eða tvö gamalmenni i kör með meðgjöf, til búdrýginda, stéttarsamband bænda og fram- leiðsluráð landbúnaðarins sjá um þá hlið málsins. Og ef ramleiðslu- ráð/stéttarsamband þeirra legg- ur fram rangtúlkaða reikninga, fulla af skekkjum. geta bændur sjálfir tekið af skarið og krafizt endurskoðunar, — og málinu er snúið i annan farveg, og þvi borg- ið með hag bænda sjálfra i fyrir- rúmi. Og svo ætlar Hannibal og einhverjir vinstri-framsóknar- menn að fara að hræra upp i Framsóknarflokknum, hinum viðurkennda „milliflokk”, byggð- um á grunni menntunar-leitandi æskumanna i hreppum landsins, fyrr á árum, og grunni ung- mennafélaganna. Og margir hinna eldri og reyndari og raunar yngri framsýnni manna segja nú: „Til þess hlutverks var Fram- sóknarflokkurinn ekki stofnaður að leggja hann nánast niður með samrUnS inn i einhverja alþýðu- samsuðu, sem stjórnað er af vinstri öfgaöflum, öðrum þræði frá háskóla-lóðinni, hinum frá forsvarsmönnum saltfiskvinn- unnar”. bað er ekki hægt að hafa bæði merkin upp i einu „Eflið Framsóknarflokkinn” og „Sam- einumst öllum flokkum” að áliti hinna sjálfstæðu bænda, þeirra sem raunverulega leggja mest af mörkum til viðhalds og uppistöðu flokksins. Raunverulega má segja, að i dag séu bændur þeir, sem helzt fylla þann flokk, sem kalla mætti ihaldsamastan á ts- landi. Þetta er ein aðalforsendan fyrir þvi, að langflestir Islending- ar eru i eðli sinu sjálfstæðir, hver fyrirsig, með eiginhyggjuna sem rikasta atferlisþáttinn. Sameiningarmál vinstri flokkanna langt frá þvi að vera á sigurbraut. í yfirlýsingu þeirri, sem Sam- band ungra Framsóknarmanna og Samtök frjálslyndra og vinstri manna gaf út i marz 1971 eru grundvallarsjónarmiðin mörkuð varðandi forsendur að „samein- ingarhugsjóninni” sem þeir kalla svo. I þessari yfirlýsingu eru markmiðin ekki aðeins lik þeim, er aðrir flokkar hafa haft á stefnuskrá sinni um áraraðir, heldúr nákvæmlega þau sömu, aðeins hagrætt litillega og tekin fyrirupp aftur og aftur með mis- iúúhandl orðalagi i hinum 14 greinum. Hvaða flokkur hefur t.d. ekki haft á stefnuskrá sinni eftir- farandi orðagjálfur: „Þjóðfélag, sem tryggir sókn þjóðarinnar tii æ fullkomnara og virkara lýðræð- is, aukinnar menningar og and- legs sem likamslegs heilbrigðis allra þegna þjóðfélagsins”? En þetta er grein númer 2 i yfir- lýsingarstefnu sameiningar- manna, og eru hinar 13 afleiddar af þessari, sem vonlegt er. Þótt núverandi flokkakerfi sé á margan hátt gallað og sjálfsagt óheppilegt að halda uppi svo mörgum flokkum, sem raun ber vitni, mun þó almenningur seint láta i þann minni poka að gefa „sinn flokk” upp á bátinn fyri ein- hverjar sameiningarhugsjonir. Jafnvel þótt fólk kjósi i einn tima annan flokk en þann, sem það kaus ytir arabil, skilar það sér aftur i fyrri flokk næst er kosið er, þvi ástæðan fyrir þvi, að annar flokkur var kosinn, er nánast sú, að „breyta til” og aðeins breygingarinnar vegna, en ekki vegna þess, að það hafi verið svo fylgjandi einhverju stefnuskrá- máli þess flokks, er það kaus. Sýnir þetta enn hin sterku ein- kenni sjálfsákvörðunar einstakl- ingsins, sem oftast vill fara eigin leiöir, án t?ss nokkur skuli þar hafa hönd i baggá SÓa vera leið- andi ljós fyrir ákvörðunum. þetta er einmitt skýringin á hinum óvæntu kosningaúrslitum, sem oft verða hérlendis. Það er þvi mjög ósennilegt, að eftir að svo mjög hefur verið hamrað á sameiningarviðræðum hinna svokölluðu vinstri flokka, að fólk i þessum flokkum verði ginnkeypt fyrir slikri sameiningu i reynd, þegar til kastanna kemur einkum og sér i lagi, þegar það finnur, að verið er að taka ákvarðanir fyrir það, svo að segja fyrir fram. Enginn islendingur aöhyll- ist jafnaðarstefnu til lengd- ar. Það er nú einu sinni þannig, að þótt maðurinn sé félagsvera, er honum mjög óljúft að láta stjórn- ast af heildarákvörðunum, en þó enn óljúfara að deila kjörum sin- um i þágu heildarinnar, þar sem alltaf hlýtur að reka að þvi, að þeir, sem meira bera úr býtum verða þá óhjákvæmilega að deila þeim mismun til eða með þeim er minna hafa aflað. Þetta sjónar- mið eða viðhorf er þverstætt þeirri éinstaklihgshyggju og sjálfsbjargarviðleitíl!- sem hluta islenzku þjóðarinnef blóð borinn frá öndverðu. Þess vegna er það staðreynd, að fólk, sem áður hefur aðhyllzt vinstri stenfu eða jafnaðarstefnu, oftast á þvi skeiði, er það enn var á „baráttuárum”, þ.e. við nám i skólum, meðan erfitt hefur verið uppdráttar, o.s.frv. — hefur siðar snúið frá þessari stefnu og ilenzt i öðrum flokkum, sem pr i stuðlað hafa að framgangi einka framtaksins og borgaralegu frelsi, eins og Sjálfstæðisflokkur- inn hefur gert, og Framsóknar- flokkurinn að miklu leyti lika, þótt hann hafi orðið að vera „opinn i báða enda” með tilliti til grundvallarstefnu sinnar. Það er þvi hjákátlegt að hlusta á eldri forystumenn þessara vinstrimanna eða jafnaðar- manna, sem þeir kalla sig nú, þegar þeir enn á sinn hátt boða „öreigum þjóðarinnar að samein- ast” i einn flokk. En hvar er þá aö finna i islenzku þjóðlifi i dag? Það má þvi likja þessum for- sprökkum vinstri aflanna, sem boða til sameiningar við nátttröll, sem einblina út i tómið og allir vita að sitja munu i sætum sinum til eilifðarnóns og boða sina sam- einiug'J. þótt enginn verði til aö láta til leioásí, þvi hver um sig mun styðja sinn flokk, þótt ein- hver hlutfallaröskun veröi milli ára, eins og ávallt hefur verið. Vinstri stefna eða sóslialismi verður þvi aldrei óskabarn is- lenzku þjóðarinnar, þar sér núverandi stjórnarstefna sjálf um. HOTEL SAGA LANDBÚNAÐ, LISTIR OG IÐNAÐ. KYNNIR Útlendingar sækja til fleiri landa en lslands til að veiða lax. Maöurinn, sem hér sveiflar stönginni sinni, er svissneskur og greiðir 10 þús. kr. norskar fyrir aö fá að veiða við fossinn í Malsánni í Noregi. Það fylgdi I textanum með myndinni sem við fengum senda frá Noregi, að ekki væri nú vist að laxinn biti gráöugt á hjá þessum svissneska veiðimanni — og veiðin hefur ekki veriö allt of mikil þar hingað til. Hér er tilvalið tækifæri til að bjóða erlendum gestum á sérstæða og fróðlega íslandskynningu. Fjölbreyttir Ijúffengir réttir úr íslenzkum landbúnaðarafurðum, sýning á tízkufatnaði, skartgripum, hraunkeramík, húsgögnum o. fl. Dansað til kl. 23.30. Kynningin fer fram í hinum nýju glæsilegu salarkynnum á 1. hæð hótelsins í kvöld og alla fimmtudaga,og hefst kl. 19,30. Aðgöngumiðasala í öllum ferðaskrifstofum og ferðaþjónustu Flugfélags íslands Hótel Sögu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.