Vísir - 04.08.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 04.08.1972, Blaðsíða 3
Visir Föstudagur 4. ágúst 1972 3 10 nýir strœtisvagnar bœtast í hópinn Bilarnir eru ai Volvogerð, eins og þeir sem eru hér fyrir, en þeir eru 57 aö tölu. Vagnar þeir sem keyptir verða, eru af nýrri gerð, og hafa veriö i vinnslu að undanförnu. Þeir eru að þvi leyti frábrugðnir þeim sem fyrir eru, að þeir eru nokkuð lengri,eða um 12 metrar heildar- lengdin. Vagnarnir eiga að hafa sterkari vél og þeir hafa sérstök kynditæki sem kynt eru i köldu veðri. 40 sæti eru i vögnunum, eða 4 sætum fleiri en i þeim vögnum sem notaðir eru fyrir. í núverandi vögnum er lögð áherzla á sem flest stæði, en i þeim nýju á fleiri sæti. Inn- og útstig stærisvagn- anna eru lægri en i núverandi vögnum, eða um það bil 60 cm. frá götu. Þess má svo geta að alsjálf- Samþykkt hefur verið að kaupa hingað til lands fimm nýja strætisvagna, og eru fimm væntanlegir á þessu ári, en hinir fimm snemma á næsta ári. virkur girkassi er i vögnunum, sem auðveldar vagnstjórum aksturinn, en þessum vögnum er ætlað að ganga lengri leiðir, svo sem i Selás. Ekki er sérstaklega gert ráð fyrir barnavögnum eða kerrum i vagnana, enda ekki miklar kröfur sem hafa borizt viðvikjandi þvi, að þvi er blaðinu var tjáð. —EA Nýr minnispeningur vœntanlegur frá Skáksambandinu Fyrri peningur „hreinasta forsmán7' segja myntsafnarar „Wonderful Reykjavík?" Hér á dögunum hitti egJóhann Sigurðsson forstöðumann F.t. I London, hann rak inn nefið i Laugardalshöllina til að kikka á skáksnillingana og sagði: „Þctta skákeinvigi er alveg stórkostlegt og likist engu öðru en þegar myndin „Wonderful Copenhagen” var sýnd á árunum og Danny Kay gerði Danmörk að einu vinsælasta ferðamannalandi i Evrópu. Það er skoðun min, að einvigiö og öll lætin I kring um Bobby Fischer ætli að verða okk- ur álika liðsauki við að auka ferðamannastrauminn hingað og það svo um munar.” b Skáksambandið hefur nú i hyggju að gefa út annan minnispening i tilefni skák- einvigisins. -Visir hafði i morgun samband við Þráin Guðmundsson hjá Skáksam- bandinu og spurði hann frétta varðandi peninginn. Sagði hann að málið væri að- eins á umræðustigi. „Það kemur hins vegar ekki til að þessi peningur verði eins og hinn, Það var búið að tak- marka upplag gullpenings- ins við töluna 300 og það stendur.” Siðan ræddum við málin við Helga Jónsson varaformann Myntsafnara- félagsins. „Minnispeningur- inn er hreinasta forsmán. Hann er illa sleginn, formið ljótt og leturgerð fyrir neðan allar hellur. En samt verð- um við að taka við honum út af safngildinu. Við bjugg- umst við góðum peningi vegna þess að tilefni var gott. Fyrir okkur er pening- urinn ekki bara gripur held- ur það sem hann minnir á. Þess vegna urðum við fyrir miklum vonbrigðum,” sagði Helgi. Ef það þarf að endurslá peninginn þá er verið að rýra safngildi hans, og eini peningurinn sem kemur til greina núna hlýtur að vera nokkurs konar sigurvegara- peningur.” Málin hljóta að skýrast núna mjög bráðlega og nú spyrja menn: Hvernig verður næsti peningur? GF Stöðugar ferðir á þjóðhátíð í Eyjum Ferðir á þjóðhátið Vestmanna- dag, og siðan tvær á morgun, um á mánudag. Er einnig að eyja eru þegar hafnar, jafnt flug- laugardag og sunnudag. Einnig verða fullt i þessar ferðir. leiðis sem sjóleiðis. Áætlaðar verða farnar tvær ferðir frá Eyj- —EA ferðir hjá Flugfélagi Islands eru _____________________________________ nokkru fleiri nú en á siðasta ári á sama tima, og verða farnar 12 ferðir til Eyja i dag, 14 ferðir á morgun, 4 á laugardag og tvær á sunnudag. Er að mestu fullt i þessar ferðir, en allir sem vilja eiga að geta komizt, þvi farnar verða aukaferðir eftir þvi hve að- sókn verður mikil. A mánudag er siðan búizt við að farnar verði ferðir á mánudag frá Vestmannaeyjum á klukkutima fresti. Mikil aðsókn hefur verið að þessum ferðum. Herjólfur fer til Eyja frá Þor- lákshöfn, og var hafizt handa við að flytja farþega á þriðjudag á þjóðhátið. Þá var farin ein ferð, tvær i gær, tvær eru áætlaðir i Þau voru heppin... Þau voru sannarlega heppin börnin á barnaheimilinu Sóla i Vestmannaeyjum, að fá þetta gamla stýrishús inn i garðinn. Stýrishúsið er af gömlum bát m/b Lunda VE, en hann lauk hlutverki sinu i vetur, þegar hann strandaöi á syðri hafnar- garðinum i Eyjum i vetur. Báturinn var talinn ónýtur eftir það. Tæki og það sem reyndist heilt var tekið úr honum, cn stýrishúsið fengu börnin. Sennilega myndu fleiri börn þiggja það að fá næstum heil- an bát inn á leikvöllinn hjá sér, og hver veit nema það auki sjómennskuáhugann að mun. Að minnsta kosti hlýtur svo að vera I Eyjum, þvi sjó- mennskan er jú þeirra lifi- brauð, og strákarnir fara snemma sina fyrstu reisu á sjóinn. —EA Óhœfilegar álögur á almenning segir miðstjórn Sjálfstœðisflokksins um skattana „Sérstaklega eru skattaálögur þe ssar þungbærar elli- og öror kulifeyrisþegum, sem lítil úrræði liafa til þess að auka tekjur sinar”- segir i ályktun miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins um skattamál. Vakin er athygli á þvi, aö hin nýja skattalöggjöf felur i sér óhæfilegar álögur á almenning eins og málsvarar flokksins hafi varað við, þegar löggjöfin var til meðferðar á Alþingi. Vandkvæði eldra fólksins og öryrkja af þessum sökum séu svo alvarleg að nú verði nauðsynlega aö gera ráðstafanir af hálfu rikisstjórnar- innar til að létta byrðar þessa fólks, m.a. að lögfesta meö bráðabirgðalögum að nýju sérstakan persónufrádrátt elli- lifeyrisþega. Bendir miðstjórnin á að sérstakar ráðstafanir til hagsbóta fyrir gamalt fólk og öryrkja raski ekki tekjuöflun rikissjóðs sam- kvæmt giidandi fjárlögum, þar sem ástæða sé til að ætla að rikis- sjóður fái meiri tekjur af tekju- skatti á þessu ári en fjárlög gera ráð fyrir. Miðstjórnin leggur áherzlu á að skattalöggjöfin verði tekin til raunhæfrar heildar- endurskoðunar nú þegar og tillögur til breytinga verði lagðar fyrir Alþingi, strax og það kemur saman i haust. —SG Árni Björnsson vinnur tónlistarverðlaun Arni Björnsson, tónskáld og pianóleikari var annar sigur- vegaranna i norrænni samkeppni um verk fyrir blásturshljóöfæri. Það er danska útvarpið sem efndi til samkeppninnar, en verðlaunin eru tvenn, 6.000.- kr. danskar hvor, eða um 72 þús. islenzkar krónur. Verk Árna, sem nefmst „tema og variæjóneri islandsk folkevise- stil” er unnið upp úr eldra verki eftir hann sérstaklega fyrir þessa keppni. Arni varð fyrir alvarlegu slysi fyrir mörgum árum, en sið- an hefur hann unnið tvenn verð- laun, hin fyrri fyrir nokkrumár- um hér i Reykjavik um mars fyr- ir lúðrasveitir. —ÞS SAMÚEL & JÓNÍNU MEÐ í FERÐALAGIÐ Jafn sjálfsagt og ferðanestið Lesið i blaðinu viðtal Srnára Valgeirssonar við Stebba rauða, þar sem hann segir frá kynnum sinum af hass-lögreglunni. Þá er í blaðinu hljómplötugagurýni, nýjustu pop- fréttirnar og risastór mynd af Magga i Trú- broti.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.