Vísir - 04.08.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 04.08.1972, Blaðsíða 5
Visir Föstudagur 4. ágúst 1972 í MORGUN UTLONDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND UMSJÓN: HAUKUR HELGASON Þjóðaratkvœði á N- írlandi á nœstunni Brezka stjórnin ætlar sameinast írska lýð- ,,hafa hemil á reiði að láta fara fram veldinu. sinni.” þjóðaratkvæðagreiðslu á Norður-írlandi innan skamms um afstöðu fólks tii sameiningar við írska lýðveldið, eða áframhaldandi stöðu innan Stóra-Bretlands. Mótmælendur á Norður- írlandi hafa krafizt slikrar atkvæðagreiðslu, en flestir þeirra vilja vera áfram i Stóra-Bret- landi. Mótmælendur eru ein milljón, en kaþólskir um hálf milljón. Flestir kaþólskir vilja Whitelaw hefur boðið helzta flokki kaþólskra jafnaðarmanna- flokknum að senda full- trúa til fundar við sig á mánudag. Flokkurinn hafði neitað að eiga opinberar viðræður við fulltrúa brezku stjórnarinnar, en nú hefur hann gefið i skyn, að hann sé reiðubúinn að ræða við Whitelaw i næstu viku. Flokkurinn skorar á kaþólska landsmenn að „Rólegur dagur”, aöeins tveir létust. Tilkynningin um þjóðarat- kvæðagreiðslu var gefin eftir til- tölulega rólegan dag á N-trlandi. Einn brezkur hermaður var drepinn, þegar sprengja sprakk, og sjöunda manneskjan lézt af sárum eftir sprengingu síðasta mánudags i þorpinu Claudy. Atta barna móðir, Rose McLoughlin, 51 árs, var siðasta fórnardýrið. Þrir kaþólskir og fjórir mót- mælendur hafa nú beðið bana af völdum þess hermdarverks. Með þvi er þekkt dánartala i átökunum orðin 487. Siðar i gær skiptust brezkir hermenn á skotum við skæruliða við landamæri N-Irlands og Irska lýðveldisins. 1700 sjúkir af kóleru Kólera hefur komið upp á flóðasvæðinu á Fillipseyjum. Fjórir hafa þegar látizt úr kóleru, og 1700 eru sagðir i sjúkrahúsum með sjúkdóminn, sem breiðist ört úr. 400 hafa farizt i flóðunum á Filippseyjum til þessa. Hungursneyð ógnar tugum þúsunda. Ferdinand Marcos forseti hefur fyrirskipað að matvælum skuli úthlutað tafarlaust, þar sem frétzt hefur, að sums staðar hóti fólk að gera áhlaup á birgða- stöðvar. Marcos kveðst ekki vilja senda flokk til keppni á Olympiu- leikunum vegna mikils tjóns, sem landsmenn hafa beðið i flóðunum Vill forsetinn að það fé verið notað til aðstoðar við fólk á flóða- svæðunum, sem mundi verða varið til þátttöku i Olympiu- leikunum ella. Flugræningjarnir, sem beðið var eftir á Keflavikurflugvelli i vikunni, eru „spennandi" fyrirbæri i meira lagi. Lögreglan i Detroit er nú að rcyna að komast til botns i þvi, hvernig stendur á þeim munum sem myndin sýnir. Þeir fundust á heimili svertingjafjölskyldunnar þar og ininna á galdradýrkun og heiðindóm, „voodoo”. Fremst er diskur um- kringdur spápeningum og moldarhaugnum er brúða,rekin i gegn með hnif. Skoðanakannanir syna: Almenningur stóð með Tom Stjórnmálamenn, s e m kröfðust þess, að Eagleton viki sem frambjóðandi fyrir vara- forsetaembættiö, virðast ekki liafa mælt fyrir munn meiri hluta kjósenda samkvæmt skoðanakönnun sem timaritið Time lét gera. Samkvænit henni sögðu 76,7% að fréttirnar um, að Eagleton hefði hlotið læknismeðferð vegna geðsjúk- leika, hefðu engin áhrif á, hvernig þeir kysu. Þá var Kagleton enn frambjóðandi. 2,6% sögðust hafa hætt stuðningi við McGovern og farið að styðja Nixon vegna málsins, önnur 2,6% kváðust hafa komið til fylgis við Nixon, en þeir hefðu áður verið hlutiausir. llins vegar sögðust 2,8% nú mundu fremur styðja McGovern vegna málsins en ella, en crfitt er að skýra þá af- stöðu manna nema ef hún væri til „að vera á móti” öðrum, sem kröfðust afsagnar Eagletons. McGovern mat stöðuna hins vcgar þannig, aö Eagleton skvldi vikja úr sætinu vegna krafa flestra stjórnmálaleið- toga og blaðamanna um það. 13% sögðust ekki vita, hvort Eagletonmálið hefði einhver áhrif á afstöðu sina, og 1,3% Eagleton sögðust sennilega ekki mundu kjósa hvort eöa væri. Þau 5,2%, sem Nixon hefði þannig fengiö frá demókrötum, ef Eagleton hefði verið fram- bjóðandi áfram og sé þessi könnun rétt, gætu auðvitað ráðið úrslitum i jafnri baráttu. Á móti koma þó þau 3,8% sem kváðust styðja McGovern fremur el'tir að Eagletonmálið varð i brennidepli. Stjórnmála- athugendur eru samt á þvi, að þau 3,8% tákni ekki raunveru- lega breytingu, svo að hagurinn hefði væntanlega verið Nixons, hefði Eagleton haldið sætinu. Aðalatriðið hefði auðvitað orðið, hver áhrifin hefðu orðið á lengri tima og hvernig þetta mál hefði komið við sögu i áróðrinum þegar bardaginn hitnaði. Fólk var spurt, hvort það teldi Eagleton hæfan til varaforseta- embættisins. 53,7% sögðu já, og 18.5% nei, en 27,8% kváðust ekki vita það. Af demókrötum töldu auðvitað fleiri Eagleton hæfan 60% en aðeins 13,3% þeirra töldu liann óhæfan i 'embættið. Af republikönum töldu 46,3% liann hæfan og 25.4% óhæfan. Ótrygg lyf reynd á fólki Abraham Ribicoff þingmaður segir, að 15 lyf, sem ekki hafi verið heimiluð, séu notuð við tilraunir á fólki. Upp hefur komizt um viðtækar tilraunir með sárasýki á svertingjum i Alabama. 399 sveringjar i Macon hreppi í Alabama sem voru sjúkir af sárasýki (sýfilis), voru árið 1932 teknir til rannsóknar og saman- burður gerður á þeim og 201 öðrum, sem ekki höfðu veikina. Enginn þeirra hlaut neina læknismeðferð vegna sjúkdóms- ins, jafnvel eftir að pensillin var almennt notað upp úr 1946. Nokkrir létust. NADER NEFNDUR, EN MUSKIE ER HEITASTUR McGovern sagðist i gærkvöldi vera að hugsa um, að hafa Edmund Muskie varaforsetaefni sitt. Ilann hefur leitað umsagnar ýmissa leið- toga demókrata, um nokkra menn sem koma til greina i framboðið. „Ég mun ræða við Muskie, áður en ég ákveð hvað ég geri,” sagði McGovern. McGovern gagnrýndi aðferðina við val varaforsetaefna, þar sem venjan er, að frambjóðandi til f orse ta em b æ11isins sem flokksþing hefur kjörið tilnefnir varaforsetaefni sitt og fær yfir- leitt stuðning flokksþingsins hvern sem hann nefnir. „Aðferðin er i rauninni heilmikið happ- drætti,” sagði McGovern. Fram- bjóðendur til forseta eru yfirleitt „dauðþreyttir og ýtt á eftir þeim að velja varaforsetaefni á nokkrum klukkustundum.” McGovern sagði, að meðal annarra, sem hann hefði beðið aðra leiðtoga demókrata að segja sitt álit i þessu sambandi, væri Ralph Nader, neytendabaráttu- maðurinn kunni, og repúblikana- þingmaðurinn Jacob Javits. McGovern kveðst hafa boðið þremur mönnum framboðið en þeir hefðu neitað, þeim Edward Kennedy, Hubert Humphrey og Abraham Ribicoff þingmanni. Hann neitaði orðrómi um, að Sergent Shriver, mági Edward Kennedy hefði verið boðið fram- boðið. Víetnam og verð- bólgan nœr jöfn Skoðanakannanir sýna, að Victnamslriðið og verðbólgan skipa nær jafn háan sess i hug bandarfskra kjósenda um aðal- vandainál liðandi stundar. Þar á el'tir koma næst glæpir og eiturlyf. Dr. George Gallup, yfir- maður Gallupstofnunarinnar segir, að töluverðar breytingar hafi orðið á afstöðu almennings I þessum efnum siðan fyrir forsetakosningarnar 1968. „Tvöfalt fleiri telja nú, að Vietnamstriðið sé aðalvanda- málið”, segir Gallup. „Glæpir voru i öðru sæti árið 1968, og verðbólgan var þá neðarlega á listanum”. Neyðarástand komið í gildi Elisabet drottning undirritaði í gær yfirlýsingu brezku stjórnar- innar um „neyðarástand” vegna vcrkfallanna. Með því fá stjórnvöldin heimildir tii að tryggja með róttækum aðgerð- um, að skortur verði sem minnst- ur. Dönsk olía Danir hafa fengið fyrstu „eigin oliu”. Fyrsta hráolian frá dönsku borpöllunum i Norðursjó kom á land 1. ágúst og hér er Hinrik prins að skrúfa frá, rennslinu úr oliuskipinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.