Vísir - 04.08.1972, Síða 7

Vísir - 04.08.1972, Síða 7
Visir Köstudagur 4. ágúst 1972 7 gefnar á þessu furðufyrirbæri, ekki einu sinni, þó langir blaða- mannafundir hafi verið haldnir. Það vantar fullnægjandi skýring- ar á þvi, hvernig þennan örlaga- rika atburð bar að og þó þurfa menn að reyna að gera sér grein fyrir þvi. Svo virðist sem sendinefndirn- ar hafi fyrri samningadaginn haldiö áfram umræðum frá þvi i London að rökræða ýmsar tillög- ur og hugmyndir um takmörkun á afla og skipafjölda og fleira. En að morgni seinni samningadags- ins gerist það skyndilega að is- lenzku fulltrharnir greiddu sátta- umleitunum rothöggið með strangformlegri kröfu, sem vita mátti fyrirfram að Bretar gætu aldrei gengið að. En svo er sagt frá þessu opinberlega: ..islendingar töldu tilgangs- laust að halda viðræðunum á- fram, nema áður fengjust skýr svör frá Bretum um tvær grund- vallarspurningar. sem væru for- senda fyrir samkomulaginu. t fyrsta lagi, að Bretar viður- kenndu, að islenzk skip hefðu meiri rétt en útlend skip til að veiða á svæðum milli 12 og 50 milna og i öðru lagi, að Bretar viðurkenndu að islendingar hefðu óumdeilanlega á hendi fram- kvæmdavaldið varðandi fram- kvæmd þeirra reglna sem sam- komulag næðist um og þar með fulla lögsögu yfir þeim sem þær reglur brytu”. í sjálfu sér er það sem hér er farið fram á eðlilegt i augum okkar islendinga, þetta er eðli og innihald aðgerða okkar. Þrátt fyrir það hlýtur það að hafa verið alveg ljóst fyrirfram, að Bretar gátu ekki gengið að þessu, það er fjarstæðukennt eins og málin nú stóðu, að Bretar myndu fara að gefa út formlega yfirlýsingu sem fæl i nú i sér eins konar lagalega viðurkenningu á 50 milunum. Það sýnist hafa verið fásinna að i- mynda sér það og þess vegna var islenzka sendinefndin með þess- ari kröfu beinlinis að torpedera og skjóta i kaf frekari samninga- umleitanir. Hversvegna hún gerði það, liggur nú alls ekki ljóst fyrir. Var það kannsi vegna þess, að brezka samninganefndin var svo hörð og ósveigjanleg, að ts- lendingar höfðu komizt að þeirri niðurstöðu að algerlega væri til- gangslaust að ræða þetta meira og bezt að hætta umræðunum. Eða var það aðeins af þvi að sjávarútvegsmálaráðherra lá þessi ósköp á að selibrera ársaf- mæli hinnar vanheilögu vinstri stjórnar með reglugerðinni akkúrat upp á 14. júli. Var ögrun- arfull afmælishátið látin ganga fyrir þjóðarhagsmunum? Þvi miður, við þessari spurningu er ekkert svar. En hitt er alvarlegra, að þessi formlega viðurkenningarkrafa, gefur ef til vill nokkra hugmynd um eöli samningaviðræðnanna. Hún sýnist benda til þess að við- ræðurnar hafi aldrei komizt út af hinu formlega stigi, en fyrirfram er mjög óliklegt að samkomulag geti tekizt á þvi. Þrátt fyrir um- mæli um að reyna ætti að ná raunhæfu samkomulagi utan við lagahlið málsins, sýnist það ekki hafa verið reynt i neinni alvöru. Var slik leið þó ekki til, ef reglulega hefði verið reynt að finna hana, eitthvað i likingu við þær hugm. sem Geir Hallgrims- son kom fram með i Lundúnaferð sinni i vor. Það var fyrirfram vonlaust eins og nú var gert að fá brezku stjórnina formlega til að viðurkenna rétt islendinga ,,til að handtaka, fara um borð og draga brezka togaramenn fyrir dóm- stól”, eins og lafði Tweedsmuir lýsti þvi með sárum og súrum svip. En var hin leiðin ekki fær og er hún ekki enn fær, að Islending- ar veittu undanþáguheimildir án formlegra samninga, og siðan ef til þess kæmi tækju þeir brezka togara þegjandi og hljóða- laust án formlegrar viðurkenn- ingar kannski undir formlegum mótmælum. Væri ekki enn hægt að ná þessu með þvi að islending- ar lýstu yfir undanþáguheimild- um. sem þeir sjálfir buðu til dæmis fyrir siðutogarana og væri þá ekki möguleiki á að við yrðum herskipalausir og allt færi spak- lega fram. Væri það ekki nær að gera raunhæfar ráðstafanir, heldur en að sitja með allt i sjálf- heldu uppi á þessu formlega sviði, þar sem fyrirfram er vitað, að engar sættir eru mögulegar i bili. Þorsteinn Thorarensen. IIMN Loks skein sól = Róðleggingar til þeirra sem nota sér sólarstundirnar = 5IÐAIM = Umsjón: EA Þó að ekki margir hér á Suðurla ndinu geti státað af dökkbrúnni og hraustlegri húðj þá eru þeir jú alltaf einhverjir sem á einhvern hátt hafa getað orðið sér úti um sólskin og fengið lit á hörundið. Sólardagar hafa verið fáir og menn næstum farnir að verða úrkula vonar að fá nokkuð að sjá sólina aftur á þessu sumri. Skýjaður og þungbúinn himinn hefur blasað við og rigning öðru hvoru vætt mannskap og borg. „En fátt er svo með öllu illt, að ei boði gott,” einhverra orska vegna hafa veðurguðir séð aö sér, og menn vöknuðu einn inorgun við heiðbláan himinn og sól. Hrukkur viö augun. Oft vilja myndast hrukkur i augnkrókum, og það er ekki beint skemmtilegt að sjá þar hvitar rendur ef húðin hefur náð þvi að verða brún. í flestum til- fellum koma þó einhverjar hrukkur eða hvitar rendur, en til þess að fyrirbyggja þær má nota sólgleraugu. En þau eru þó varla heppileg. Ef maður aftur á móti vill minnka þessar hrukkur og reyna að fjarlægja þær, þá má nota mjúkt krem, sem klappað er lauslega inn i húðina, eða þá nota rakarem og bera siðan gott augnkrem á húðina á hverju kvoldi. Ef dylja á hrukkurnar alveg, er bezt að nota litaða sólaroliu eða litað andlitskrem. Rakarem verður þó að bera á húðina áður. Er húðin þurr. og liflaus? Ef húðin er þurr, grá og lif- laus eftir allt of langt og harka- legt sólbað, er hægt að gefa henni lif með ýmsu móti. Gott er að fara i mjög heitt bað og bursta húðina siðan vel, þannig viö naglalakkið, verður fyrst að bera á neglurnar naglabanda- krem og lakka þannig að rönd myndist við naglaböndin svo neglurnar eigi auðveldara með að vaxa. Það þarf sennilega varla að minnast á, að góð og vitaminauðug fæða er það á- kjósanlegasta til þess að halda nöglunum góðum og sterkum. Ávextir og grænmeti er holl og góð fæða fyrir allanlikamannog járn er eitt af þvi sem neglurnar þarfnast mjög. Slæm fæða get- ur orðið þess valdandi að neglurnar verða stökkar og er hætt við að brotna. Er hárið slitið og klofið? Á hárgreiðslustofum er hægt að fá alla hugsanlega hjálp við slitnu eða klofnu hári. En það eru einnig til aðferðir við sliku, sem hver og einn getur reynt sjálfur. í fyrsta lagi þarf að klippa burt úr hárinu alla klofna enda, sem tekur þó sennilega sinn tima, en hægt er þó að fá hjálp. Hárið ber siðan að þvo upp úr mildu barnashampo eða shampo sem inniheldur vitamin Siðan skal hárið skolað úr volgu vatni og köldu, ef maður vill fá það til þess að glansa vel. Loks má bera i það hárnæringu. og hún höfð i jafn lengi og leiðar- visirinn segir til um, og enn skal hárið skolað. Þá verður að þurrka það vel og vandlega með handklæði og helzt að nota greiðslu, sem ekki þarf mikið tilstand við, þannig að hárið fái að vera sem látlaus- ast og eðlilegast. Greiðslan, sem sýnd er hér á siðunni er heppileg. Ef notaðar eru rúllur, er gott að setja bréf á milli hársins og rúllunnar, en hárið er siðan þurrkað með þurrku sem stillt er á mjög lágt hitastig, en einna bezt er þó að lofa þvi að þorna að sjálfu sér. Þegar búið er að fjarlægja rúllurnar er gott að setja hárkrem neðst i hár- toppana. Hárspray verður að vera mjög milt. Að nota lit i hárið þegar það er illa farið af sól, er mjög varasamt. Og þar sem framundan er löng og góö frihelgi, og veður- fræðingar boða sól, þá gerum við hér á Innsiðu ráð fyrir að margir hverjir komi til með að dotta i grasinu einhvers staðar fyrir utan borgina og nái sér jafnvel i brúnan lit á liörundiö. Og við birtum ýmsar ráð- leggingar til þeirra sem vilja fá að halda þeim brúna lit eða þeirra scm eiga i einhvcrjum erfiðleikum með húðina eftir að hún hefur brunnið. að auðvelt sé að fjarlægja dautt skinn. Á eftir verður að þurrka húðina rækilega og bera hana krem, þegar hún er alveg orðin þurr. Ekki hægt að strjúka kremið lauslega á húðina. Ráðlegast er að byrja á höndum og fótum, og bera kremið vel á alls staðar. Eftir slika aðferð er gott að taka sér rækilega hvild, en gera þetta siðan i nokkra daga, rétt á meðan húðin er að ná sér aftur. Á olnboga og hné er gott að bera örlitið feita oliu. Það er sama saga með andlitið sjálft. Sólbruninn vill oft verða mjög ójafn, og er þá nefi og enni hættast við að brenna mest. Hreinsa má and- litið mjög vel, þurrka siðan og bera á feitt krem. Siðan er gott að hafa andlitið yfir mjög heitu vatni i um það bil fimm minútur, og hreinsa loks kremið af með köldu vatni. Sólaroliu er gott að nota undir litaö andllitskrem i þessu tilfelli, og þegar komið er að málningu, má setja fölan lit á kinnar, litiö litaðan gloss varalit á varir, og gljáandi augn- skugga. Nöglunum þarf einnig að halda góðum Það er ef til vill rétti timinn til þess að taka neglur i gegn þegar hvild er tekin frá ritvélinni eða hinum daglegu störfum. Þó ættu neglurnar varla að vera i slæmu ástandi i sól og góðu útilofti. En ef svo er, þá er fyrsta skilyrðið að hætta notkun naglalakks og efna sem fjarlægja lakk af nöglum. F’innist manni það slæmt að burfa að segja skilið Frá Náttúruverndarráði um rusl á víðavangi Náttúruverndarnefndir eru hvattar til að vinna að því, að framfylgt sé þeim ákvæðum 13. greinar náttúruverndarlaganna, sem kveða svo á að: „Á víðavangi er bannað að fleygja frá séreða skilja effir rusl, sem er til hættu eða óprýði, svo og að bera rusl eða sorp í sjó, í f jörur eða á sjávarbakka, í ár eða á árbakka, í læki eða á lækjarbakka. Skylt skal að ganga frá áningarstað og tjaldstæði, er menn hafa tekið sér úti í náttúrunni, þannig að ekkert sé þar eftir skilið, sem lýti umhverfið. Bannað eraðsafna rusli í hauga á almannafæri eða við alfaraleiðir. Skylt er að ganga svo frá sorp- haugum, að hvorki fjúki úr þeim né fljóti. Hreinsa má rusl á kostnað þess, sem sannur er að broti á fyrirmæli þessu." Náttúruverndarráð

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.