Vísir - 08.08.1972, Blaðsíða 9

Vísir - 08.08.1972, Blaðsíða 9
Lokastaðan ó golfmótinu Lokastaöan i karla- flokkunum a golfmeistara- mótinu á laugardaginn var þessi: MEI Meistaraflokkur: (keppendur 35) Högg Loftur Ölafsson, Neskl. 302 Björgvin Þorsteinss, GA, 304 Jóhann Benediktss GS, 319 Jóh. Ó.Guöm.s. GR 320 Óttar Yngvason GR 320 ' Gunnl. Ragnarss GR 321 Jóhann Eyjólfsson, GR 321 Thomas Holton, Neskl 323 (hann lék siðasta hringinn á bestu ,,skori”, 74 höggum) Einar Guðnason, GR 327 1. flokkur: (41) Högg Ómar Kristjánsson GR 330 Petur Auðunsson, GK 350 Jónatan ólafsson, Neskl. 350 (aukakeppni þurfti hér til að skera úr um röð) Kári Eliassson GR 351 Gisli Sigurðss GS 351 2. flokkur: (30) Högg: Sigurjón Hallbjörnsson GR 372 Henning A. Bjarnason, GK 377 Bergur Guðnason GR 378 Karl Jóhannsson, GR 381 Kristinn Bergþórsson GR 382 Marteinn Guðnason GS 382 Kjartan L. Pálss, Neskl. 384 3. flokkur: Högg: Jón Carlsson, GR 383 Samúel D. Jónsson GK 386 Sig. Þ. Guðm.s. Neskl 389 Jón V. Karlsson GK 406 Ólafur Þorvaldsson, Self. 410 Stefán Jónsson, GK 412 högg Björgvins ekki nógu vandað miðað við það forskot sem hann hafði. Það sem reið svo bagga- muninn var gullfallegt uppáskot frá Lofti, sem tryggði honum sig- ur á þessari holu með 4 höggum gegn 5 Björgvins, — og sigur hans i keppninni þrátt fyrir tap á sið- asta hringnum. Loftur Ólafsson er nýlega átján ára, og golfbakteriuna hefur hann eflaust fengið frá föður sinum, Ólafi Loftssyni, sem hefur um árabil stundað þessa iþrótt. Þess má geta að þeir Loftur og Jóna- tan, sem varð þriðji i 2. flokki eru bræður. Að vonum fögnuðu félagar i Nesklúbbnum sigri Lofts mjög, enda er hann fyrsti Islands- meistarinn sem félagið eignast. Lokatölurnar milli Lofts og Björgvins voru 302:304. —JBP islandsmeistararnir Loftur Ólafsson og Jakobfna Guðlaugsdóttir. Á lokahófi Golfsambandsins voru fjórir brautryöjendur i golfinu heiöraöir og þá var þessi mynd tekin. Taliö frá vinstri Sveinn Snorra- son, fyrrv. formaöur Gí, Gunnar Schram, Helgi Eiriksson, Halldór Ilansen, lleígi Hermann Eiriksson og Páll Asgeir Tryggvason, núver- andi formaöur Gí. Ljósmyndir BB. Loftur Ólafsson var kominn 4 högg undir! — en varð samt íslandsmeistari á glœsilegum leik síðustu fimm holurnar Það blés ekki byrlega fyrir Loft ólafsson eftir 5 holur á siðasta hringn- um á golfmeistaramót- inu á laugardaginn. Um 400 áhorfendur, sem fylgdu þeim úrslita- köppunum á siðasta hringnum, horfðu á hvernig Björgvin Þor- steinsson, íslands- meistarinn frá Akur- eyri, tindi forskotið smátt og smátt frá Lofti, — og á þeirri fimmtu stóðu þeir jafnir, ungu kapparnir, sem báðir eru innan við tvitugt. Eftir 54 holur af 72, hafði Loftur 4 högga forskot yfir Björgvin, — en það virtist ekki ætla að nægja Nes-manninum unga, — eða hvað? Björgvin fór jú framúr, og á 14. braut var staðan þannig að Björgvin var kominn 4 höggum framúr! Ekki óeðlilegt að áhorf- endur dæmdu nú þegar Björgvin Islandsmeistara öðru sinni. Það voru einkum lokahögg Lofts á flötinni sem brugðust hon- um, t.d. þurfti hann i eitt sinn 3 högg á 7 metra að holu! Að öðru leyti lék hann mjög örugglega. Á 13. braut léku þeir jafnt, — en á 14 brautinni henti óhapp Björg- vin Þorsteinsson, upphafshögg hans lenti utan brautar, sem er ekkert grin i Grafarholtinu, hann varð að taka viti og kom inn á 6 höggum, — Loftur á 4. Það sama gerðist á 15. braut, nema hvað Björgvin komst af án vitis, en engu að siður kom Loftur inn á 4 höggum, sem er m jög gott, en Björgvin á 6. Og nú var keppn- in fyrst orðin spennandi fyrir áhorfendurna sem fylgdust með. Sextánda holan var jöfn, 3:3, en á þeirri 17. er farið yfir vatn. Þar átti Loftur stórglæsilegt upphafs- högg, sem stoppaði um 4 metra frá holu. Hér var það sem Loftur náði forystunni á ný, lék holuna á þrem höggum, en Björgvin sem hafði verið fullstuttur ,i sinu höggi, lék á 4 höggum, — staðan á hringnum var þá: Loftur 74 högg, Björgvin 71 högg. En fjögurra högga forysta Lofts i upphafi þýddi að hann var höggi á undan, þegar þeir byrjuðu á siðustu hol- unni, þeirri 18. sem er fyrir neðan golfskálann. Hundruð manna mændu á þá meðan þeir luku þessum siðustu höggum. Loftur átti meðallangt högg á miðri braut að vanda, en Björg- vin feiknarlangt og mikið högg á miðri braut, langleiðina inn á flötina. Næstu högg þeirra voru sitthvorumegin flatarinnar, og „Dagurinn eftir kvöldið óður" á golfvellinum Liklega hafa flestir verið búnir að fá sig fullsadda á golfi i fyrra- dag, þegar Aðmirálskeppnin I golfi hófst, en hún er á milli sveita golfklúbbanna. Fór hún fram vestur á Ncsi á velli hins unga golfmeistara tslands og félaga hans. Talsverð vanhöld voru á liðunum, m.a. var Loftur Ólafs- son ekki mcð sinum mönnum svo dæmi séu nefnd. Úrslit urðu þau að lið GR sigr- aði, en 8 taka þátt fyrir hvern klúbb, en 6 beztu eru taldir. Úrslitin: GR með alls 486 högg Vamarliðssveitin 497 Golfkl. Suðurnesja 515 Nesklúbburinn með 547 Keilir með 574 högg samtals. Bezti einstaklingur keppninnar var Jóhann Ó. Guðmundsson úr GR, lék á 42 höggum og 33 högg- um siðari hring, alls 18 holur á 75 höggum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.