Vísir - 08.08.1972, Blaðsíða 11

Vísir - 08.08.1972, Blaðsíða 11
10 Visir Priöjudagurinn 8. ágúst 1972 Sí?:';!-*';.5,-'" . ' W Bezta lið Noregs mót- herji Vestmannaeyinga maðurinn á vellinum. Tveir aðrir ieikmenn Vikings voru meðal varamanna, þeir Svein Hammerö og Johannes Vold, og sagði Kaare Lindboe, að það heföi vakið tals- verða gremju i Stafangri, að að- eins Slinning skyldi vera i nörska liöinu af leikmönnum Vikings. Þrettán deildaiið eru frá Stafangri i deildunum sex, en að- eins eitt þeirra, Viking, er i 1. deild, en hin frá þriðju niður i sjöttu deild. Stafangur hefur að- eins átt tvö lið, sem leikið hafa i 1. deild, auk Viking Stavangers Idretsforbund, þekkt sem SIF og var mjög sterkt lið i eina tið. Vikings-félagið er eitt af elztu knattspyrnuliðum Stafangurs - stofnað 1899 10. ágúst. Það er al- hliða iþróttafélag, sem hefur knattspyrnu, handknattleik, frjálsar iþróttir og isknattleik á stefnuskrá sinni. En knattspyrn- an er þar langbezta iþróttagrein- in og á henni hefur Viking fyrst og fremst orðið þekkt félag. Viking hefur tvivegis sigrað i 1. deildar- keppninni, árin 1957 og 1958, og tvisvar orðið bikarmeistari 1953 og 1959. Það lið, sem verður bikarmeistari er jafnframt talið Noregsmeistari. 1 fyrra var liðið lengi vel i efsta sæti, en slæmur árangur i ágúst og september var til þess að það féll niður i þriðja sæti. Þar hafði leikurinn gegn Roxenborg 22. ágúst i Þrándheimi afgerandi áhrif, en Rosenborg vann með 1-0. Viking hefur átt 19 landsliðs- menn og eru margir þeirra mjög kunnir tslendingum og hafa leikið hér á landi. Til dæmis Olav Nil- sen, sem leikið hefur 62. lands- leiki. en hefur ekki verið með að undanförnu vegna meiðsla. En reiknað er með að hann verði orð- inn góður, þegar að leikjunum við IBV kemur. Edgar F'alck lék 28 landsleiki og hinn fyrsti var hér i Reykjavik 1954. Hann varð að hætta knattspyrnu á hátindi ferils sins vegna meiðsla og starfar nú sem lögregluþjónn i Stafangri. Sverre Andersen, sem lék 41 landsleik i marki, og hefur leikið flesta leiki allra i aðalliði Vikings eða 482. Hann lék oft hér. Reidar Kvammen var áður einn frægasti leikmaður Noregs og lék 51 lands- leik. 1 liði Vikings nú eru sjö leik- menn, sem hafa leikið i landslið- inu norska,01av Nilsen, Slinning, Svein Kvia, Anbjörn Ekeland, Reidar Goa, Hans Paulsen og Jan Okre, auk þess, sem Hammerö var varamaður gegn tslandi. Það eru þvi greinilega erfiðir mót- herjar, sem Vestmannaeyingar leika við. —hsim. ÞRJÚ NÝ HEIMSMET I SUNDI Þrjú ný heimsmet voru sett og eitt jafnaö á banda- riska úrtökumótinu í gær og er greinilegt, aö banda- ríska sundfólkið á olympiuleikunum i Miinchen veröur víöast i fremstu röö. Vegna mjög slæmrá hlustunar- skilyrða var erfitt að greina nöfn þeirra, sem settu heimsmetin, enda um nýtt ungt sundfólk að ra-ða hverra nöfn eru litið þekkt. f 1500 m skriðsundi bætti Monk — og þessi nöfn eru sett hér með fyrirvara — heimsmetið um fjórar sekúndur og náði hinum undraverða tima fyrir 15 ára dreng, 15:52.91 min., en nú er larið að taka tima með hundruðustu hlutum úr sekúndu. í 800 m skriðsundi synti Joe Haraworth á 8:53.83 min. sem er fimm sek. betra en eldra heims- metið. Hann er einnig 15 ára. Þá var sett heimsmet i 200 m flug- sundi kvenna — Knowles synti á 2:16.62 min. og i 200 m flugsundi karla jafnaði Hall heimsmet Svians Gunnars Larsen 2:09.3 min. — Stavangurs-Vikingar vilja leika hér 23. eða 24. september Norsku liöin hafa verið mjög heppin meö dráttinn í hinum ýmsu Evrópumót- um í knattspyrnu — og þá ekki sizt Viking í Stafangri, sem mætir Vestmannaey- ingum i fyrstu umferö UEFA-bikarkeppninnar, sagði Kaare Lindboe, for- maður . Knattspyrnusam- bands Rogalands, viö undirritaðann á dögunum í Stafangri. Og hann bætti við. Meistarar okkar, 'Þrándheimsliöiö Rosen- borg,mætir skozku meistur- unum Glasgow Celtic, og það er liö, sem alltaf dreg- uraö marga áhorfendur, og Lyn leikur viö Tottenham i Osló og ekki ætti það að vera síðra. Lindboe, sem er ungur blaða- maður við Rogalands Avis i Stafangri, jafnframt þvi, sem hann stjórnar Knattspyrnusam- bandi fylkisins, sem telur 270 þús- und ibúa, sagði, að mótherji Vest- mannaeyinga i llEFA-bikar- keppninni va*ri nú hiklaust bezta knattspyrnulið Noregs. Eftir 14 umferðir er Viking með fjögurra sliga forskot — liðið vann Lyn á Lið Vikings heimavelii i gær með 1-0 — og hef- ur mikla möguleika að verða deildameistari i þriðja sinn. Viking á lyrri leikinn við Vestmanneyinga i Stafangri og verður hann á tilsettum tima — 13. september. Hins vegar á sið- ari leikurinn að vera 27. septem- ber hér á Islandi, en sama dag leikur Iteal Madrid gegn Keflvik- ingum i Evrópukeppni meistara- liða. Það þarf þvi að breyta dag- setningu á siðari leik ÍBV og Vik- ing og i Stafangri ræddi Albert Guðmundsson, formaður KSI, við formann Vikings Arild Olsen. Þar kom fram, að Vikingur er reiðubú inn að leika hér heima um helgina 23.-24. september. Liðið leikur gegn Skeid i Osló 21. september og gæti komið beint þaðan til Reykjavikur. Einn leikmaður Vikings lék i landsliöinu gegn íslandi á dögun- um, Sigbjörn Slinning, og var greinilega langvinsælasti leik- með nýjum litum sinfóníu af Visir Þriðjudagurinn 8. ágúst 1972 n Getraunirnar a ny i gang! 2. DEILD tslenzku getraunirnar hafa sent frá sér fyrsta seðilinn, er þar að finna elléfu leiki i 1. deild og einn i annarri að venju. Við skulum strax lita á leik ina og fyrir framan þá er lausleg spá. x Birmingham— Sheff. Utd. 2 Chelsea—Leeds 2 Leicester—Arsenal x Liverpool—Manch. City 1 Manch. Utd.—Ipswich 1 Newcastle—Wolves x Norwich—Everton 2 Southampton— Derby 1 Stoke-Crystal Pal. 1 Tottenham— Coventry 1 W.B.A.—West Ham x Huddersfield-Blackpool P W D L F A Pts Norwich 42 21 15 6 60 36 57 Birmingham 42 19 18 5 60 31 56 Millwall 42 19 17 6 64 46 55 Q.P.R .... 42 20 14 8 57 28 54 Sundertand .... 42 17 16 9 67 57 50 Blackpool 42 20 7 15 70 50 47 Burnley 42 20 6 16 70 55 46 Bristol C .... 42 18 10 14 61 49 46 Midd’bro .... 42 19 8 15 50 48 46 Carlisle 42 17 9 16 61 57 43 Swindon .... 42 15 12 15 47 47 42 Hull .... 42 14 10 18 49 53 38 Luton .... 42 10 18 14 43 48 38 Sheff. W .... 42 13 12 17 51 58 38 Oxford .... 42 12 14 16 43 55 38 P’mouth .... 42 12 13 17 59 68 37 Orient .... 42 14 9 15 50 61 37 Preston 42 12 12 18 52 58 36 Cardiff 42 10 14 18 56 69 34 Fulham 42 12 10 20 45 68 34 Charlton .... 42 12 9 21 55 77 33 WaflFord 42 5 9 28 24 75 19 Birmingham og Norwich komust upp úr 2. deild i vor, og Norwich leikur nú i fyrsta sinn i sögu félagsins i fyrstu deildinni. Það eru margir leikir á seðlinum, þar sem úrslit gætu verið tvisýn. Meistarar Derby hefja vörn titil sins gegn Dýrlingunum i Southhampton og ættu að hafa meiri möguleika til sigurs. Fyrsti leikur Leeds, sem varð enn einu sinni af titlinum i vor og það á einu stigi, er afar erfiður — gegn hinu ágæta liði Chelsea á Stamford Bridge i London. Liðin, sem uröu i þriðja og fjórða sæti i vor, Liverpool og Manch.City, og hlutu sama stiga- fjölda, mætast nú á Anfield, leikvelli Liverpool. Yfirleitt hafa leikir þessara Lancashire-liða veriö jafnir, enda stutt að fara — aðeins nokkra kiló- metra niður með Mersey-ánni. Niður- röðunin hefur oft verið þannig i fyrstu leikjum, að stóru liöin fjögur frá Lancashire, Liverpool, Everton, Manch. City og Manch. Utc., hafa mætzt i fyrstu umferðunum. Sá háttur er einnig á núna. Strax 15. ágúst leikur Liverpool heima gegn Manch. Utd., og daginn eftir 16. ágúst leika City og Everton á Maine Road i Manchester. Nú,um leikina er ekki mikið að segja — öruggustu sigrar ættu að vinnast i Stoke — gegn Crystal Palace — og Tottenham ætti aö vinna Coventry á heimavelli sinum i London, þó svo nýir menn hafi tekið við stjórn Coventry þeir Joe Mercer, áöur framkvæmda- stjóri Manch. City, sem vikið var frá störfum i vor, og Gordon Milne, kunnur landsliðsmaður enskur, sem lék lengi með Liverpool. Fyrstu vikurnar eru tvær umferðir háðar á viku, en siðan kemur deilda- bikarinn inn og fækkar þá leikjum i deildunum. En linur skýrast nokkuð fljótt vegna hinna mörgu leikja til að byrja meö. Og að lokum skulum við aðeins lita á lokastöðuna i deildunum frá i fyrra. 3. DEILD P W D L F A I Pts Aston V ... 46 32 6 8 85 32 70 Brighton ... 46 27 11 8 82 47 65 Bournemouth ... ... 46 23 16 7 73 37 62 Notts. C ... 46 25 12 9 74 44 62 Rotherham ... 46 20 15 11 69 52 55 Bristol R ... 46 21 12 13 75 56 54 Bolton ... 46 17 16 13 51 41 50 Plymouth ... 46 20 10 16 74 64 50 Walsall ... 46 15 18 13 62 57 48 Blackburn ... 46 19 9 18 54 57 47 Oldham .... 46 17 11 18 59 63 45 Shrewsbury ... 46 17 10 19 73 65 44 Swansea ... 48 17 10 19 46 59 44 Chesterfleld .... 46 17 9 20 56 57 43 Port Vale ... 46 13 15 18 43 59 41 Wrexham ... 46 16 8 22 59 63 40 Halifax ... 46 13 12 21 48 61 38 Rochdale .... 46 12 13 21 57 83 37 Tranmere R .... 46 10 17 19 50 70 37 York ... 46 12 12 22 57 66 36 Mansfleld .... 46 8 20 18 41 63 36 Bamsley .... 46 9 18 19 32 64 36 Torquay Bradford C .... 46 10 12 24 41 69 32 .... 46 11 10 25 45 77 32 4. DEILD p W D L F A Pts Grlmsby .... 46 28 7 11 88 56 63 Southend .... 46 24 12 10 81 55 60 Brentford .... 46 24 11 11 76 44 59 Scunthorpe .... 46 22 13 11 56 37 57 Uncoln .... 46 21 14 11 77 59 56 Workington .... 46 16 19 11 50 34 51 Southport .... 46 18 14 14 66 46 50 P’boro ... 46 17 16 13 82 64 50 Bury .... 46 19 12 15 73 59 50 Cambridge .... 46 17 14 15 62 60 48 Colchester .... 46 19 10 17 70 69 48 Doncaster .... 46 16 14 16 56 63 46 Gillingham .... 46 16 13 17 61 67 46 Newport .... 46 18 8 20 60 72 44 Exeter .... 46 16 11 19 61 68 43 Reading .... 46 17 8 21 56 76 42 Aldershot .... 46 9 22 15 48 54 40 Hartlepool .... 46 17 6 23 58 69 40 Darlington .... 46 14 11 21 64 82 39 Chester .... 46 10 18 18 47 56 38 Northampton .. .... 46 12 13 21 66 79 37 Barrow .... 46 13 11 22 40 71 37 Stockport .... 46 9 14 23 55 87 32 Crewe 10 9 27 43 69 29 Þær voru fremstar í kvennaflokki. Aslaug Úlfarsdóttir lengst til hægri. Ljósm. Sig. Einarsson. 1. DEILD t»á byrjar knötturinn að rúlla i Englandi á ný — cnska deildakeppnin hefst á laugardaginn kemur og þá jafnframt getraunastarf- sémiíi hér hjá okkur heima — eins og svo viða annars staðar. Og fyrsti getrauna- seðillinn er erfiður — það er svo litið vitað um getu lið- anna svona til að byrja með, auk þesa, sem úrslitin i ensku ■khattspyrnunni eru ekki neinn barnaleikur. P^ W D L F A Pts ‘Derby 42 24 10 8 69 33 58 Leeds . 42 24 9 9 73 31 57 Uverpool .. 42 24 9 9 64 30 57 Man. Clty .. 42 23 11 8 77 45 57 8 Spurs .. 42 19 13 10 53 42 51 Chelsea .. 42 18 12 12 58 49 48 Man, Utd .. 42 19 10 13 69 61 48 Wolves .. 42 18 11 13 65 67 47 Sheff. Utd . 42 17 12 13 61 50 46 Newcastle .. 42 15 11 16 49 52 41 Leicester .. 42 13 13 16 41 46 39 Ipswich .. 42 11 16 15 39 53 38 West Ham ......... .. 42 12 12 18 47 51 36 Everton .. 42 9 18 15 37 48 36 W.B.A. .. 42 12 11 19 42 54 35 Stoke .. 42 10 15 17 39 56 35 Coventry .. 42 9 15 18 44 67 33 Southampton .. 42 12 7 23 52 80 31 C. Palace .. 42 8 13 21 39 65 29 Nottm. F .. 42 8 9 25 47 81 25 Hudd’fd. .; .. 42 6 13 23 27 59 25 — Áslaug og Haukur urðu sigurvegarar Hún Asiaug úlfarsdóttir (Skæringssonar) er komin til ts- lands frá Colorado, þar sem hún býr ásamt foreldrum sinum og er eitt bezta efnið þar um slóðir i skiðaiþróttinni. Og um helgina vann hún kvennaflokkinn í svigi á Kerlingarfjallamótinu. Frönsku stúlkurnar tvær, sem þar kepptu lentu i þvi aðdetta, önnur i báðum ferðum, hin i annarrri, og voru þar með búnar að missa alla von um sigur. Það var heldur hráslagalegt fyrir skiðaunnendur sem höfðust fjölmargir við i tjöldum þarna efra, þegar fór aösnjóa af krafti a' laugardaginn. A sunnudag var svo hið ákjósanlegasta veður og eins i gær. Talið er að um 200 manns hafi verið i tjöldum i fjöllunum en um 100 i skálanum. 1 sviginu uröu úrslit þessi á sunnudaginn: Kvennafi, 13 ára og eldri: Aslaug Úlfarsdóttir 61,1 Sigrún Grimsdóttir, 62,7 Margrét Þorvaldsdóttir 65,6 Karlaflokkur, 17 ára og eldri: Haukur Jóhannsson, AK 58,8 Árni Óðinsson Ak 59,5 Hafsteinn Sigurðsson, Is 60,9 í flokki 13-16 ára vann Böðvar Bjarnason á 56,9 sek, en i flokki drengja 12 ára og yngri sigraði Kristinn Sigurðsson^á 42,8 sek. I flokki stúlkna 12 ara og yngri sigraði Steinunn Sæmundsdóttir á 66,5 sek. I gærdag fór svo Fannborgar- mótiö svonefnda fram, en það er útsláttarkeppni, og keppt á tveim brautum samtimis, sannkallaöur kappakstur og nokkuð nýstárlegt form. Ekki tókst aö afla upp- lýsinga um úrslit þess mots. siLo.Ua.'vit kj ý^o Í't oro-T' ^ *' '5N'C' . ii&p 0$ k&llM S/ö2YC>c'f? ryMelkorka SNJÓAÐI Á TJALDFÓLK- IÐ í KERLINGARFJÖLLUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.