Vísir - 15.08.1972, Qupperneq 3
Visir Þriðjudagur 15. ágúst 1972
3
Þessar litlu kisur eru
aö rannsaka biðstöðu
7. einvigisskákarinnar
eins og sjá má, en
henni lauk með jafn-
tefli. Hvort þeim hefur
tekizt af finna vinning
hjá öðrum hvorum
vitum við ekki, en eitt-
hvað er kisan sem
teflir fyrir Fischer
(svart) að reyna nýjar
vinningsleiðir..
„Fyrirtœki hika við að
með Fischer"
auglýsa
,,Mér virðist Bobby Fischer
vera fremur „óvenjulegur”, svo
að ekki sé meira sagt. Hvað finnst
nánustu samstarfsmönnum hans
um hann? Tekur hann einhvern
þátt í félagslifi?”
L. Y. Cedarhurst.
Svo spyr einn lesandi „slúður-
dálks” blaðsins Daily News i New
York, og ekki stendur á svarinu i
dálkinum:
„Samstarfsmenn Fischers
virðast ekki endast lengi, þar sem
hann er fremur erfiður ungur
maður. Undarleg hegðun hans á
Islandi hefur kannski kostað hann
arðvænlegan stuðning, þar sem
mörg fyrirtæki hika nú við að
nota hann i auglýsingum sinum.
Fischer tekur sama og engan
þátt i félagslifi. Nafn hans hefur
aðeins einu sinni og um skamman
tima verið bendlað viö stúlku.”
— HH.
27 tíma með ískjarnann
niður af jðklinum
Boruninni á Bárðarbungu er
lokiðT Eru leiðangursmenn
komnir i bæinn með 116 metra af
iskjarna. Færð var mjög farin að
versna á jöklinum og urðu
leiðangursmenn að skilja eftir
ýmsan farangur m.a. tvo snjó-
bila, sem leiðangur manna úr
Jöklarannsóknarfélaginu mun ná
i um næstu helgi, en verður þá
farið á jökulinn að norðanverðu.
Visir talaði við Pál Theodórs-
son eðlisfræðing, sem kom i
bæinn i gær eftir ianga ferð með
iskjarnann. Lagði Páll af stað af
jöklinum á fimmtudag og hófst
þar með 27 tima ferð með iskjarn-
ann. Ferðin niður gekk mjög
seinlega vegna ófærðar.
— Hópur manna kom á móti
mér á föstudagsmorgun og
reyndum við sameiginlega að
böðla snjóbilnum i gegn um
torfærurnar, en>viö það brotnuðu
blöð af belti snjóbilsins. Siðan
tókst okkur að keyra upp á
jökulinn aftuc á bil Jöklarann-
sóknarfélagsins, sem kallaður er
„Rauður” og var iskjarninn
settur i hann og eftir töluvert bras
tókst að koma iskjarnanum i
isbilinn, sem beið við Tungná. Við
vorum 27 tima á leiðinni frá
Bárðarbungu með iskjarnann, en
bráðnun var mjög óveruleg.
Páll sagði að borað hefði verið
niður á 414 metra dýpi i jöklinum,
ekki niður á botn, en eins langt og
kapallinn náði.
— Við nýttum hvern spotta og
það var ekki eftir nema 5 cm. af
spottanum, þegar við hættum.
Nú er boruninni lokið á Bárðar-
bungu og vinna við rannsóknir á
iskjarnanum hefst. — SB —
Ös í bólusetningu
-og langar biðraðir
— Það tók einn og
hálfan tíma að komast
þessa tíu metra í bólu-
setninguna, sagði einn
Spánarfara, sem lét
bólusetja sig gegn kóleru
á fimmtudag. Mikið
aðstreymi fólks hefur
verið í bólusetningu eftir
að greint var frá kóleru-
tilfellunum í Alsir. Löng
biðröð hefur verið af
fólki í Heilsuverndar-
stöðinni, þar sem bólu-
setningin fer fram
fimmtudag, föstudag og
i gær.
Bólusetningin á að fara
fram milli 4-5 daglega nema
miðvikudaga og laugardaga,
en með þessari miklu aðsókn
tekur það mun lengri tima að
bólusetja alla þá sem koma.
— Það er gengið inn i bólu-
setningardeildina af efra palli
i húsinu og þegar ég kom i
bólusetninguna var þar löng
biðröð. Eftir einn og hálfan
tima og þegar var búið að
bólusetja mig náði biðröðin
niður stigann. Eftir seina-
ganginum að dæma hefur
bólusetningu þennan daginn
ekki verið lokið fyrr en
klukkan átta, sagði Spánar-
farinn ennfremur.
— Fólk bregður við snar-
lega, sagði Bragi Ólafsson
aðstoðarborgarlæknir i viðtali
við Visi i morgun. Hann sagði
bólusetninguna ganga hratt
fyrir sig. Ekki væri eingöngu
um kólerubóluáetningu að
ræða heldur einnig bólu-
setningu gegn taugaveiki og
margir kæmu i endurbólu-
setningu. Bólusetja þurfi
tvisvar gegn kóleru og timinn,
sem liði á milli bólusetningu
sé vika minnst, en allajafna
tiu dagar til hálfur mánuður.
Hann sagði einnig, að fólk
kæmi seint i bólusetninguna
og ætli sér ekki nægan tima.
Um aðsóknina sagði
aðstoðarborgarlæknir, að
fréttin um kólerutilfellin hefði
breytt töluverðu. — SB —
Skaut upp
neyðarblysi
og hafði nœr narrað
út björgunar-flokk
Björgunarsveitir SVFl voru
kallaðar út um miðnætti i nótt,
þegar rautt neyðarblys sást svifa
i loftinu norður af Gróttu.
Meðan björgunarleiðangur var
undirbúinn komst þó lögreglan á
snoðir um það, að ungur drengur
á Seltjarnarnesinu hafði skotið
blysinu upp, án þess aö gera sér
grein fyrir merkingu neyðar-
ljóssins. — GP
TYNDUR
í VIKU
Enn hefur ekkert spurzt til
franska gitarleikarans Gaston,
sem saknað er siðan aðfaranótt
miðvikudags i siðustu viku. Hann
heitir fullu nafni Henry
Dominique De St. Marie.
Leitarflokkar leituðu hans með
sporhundi s.l. föstudag, og rakti
þá hundurinn einhverja slóð vest-
ur i Ánanaust. En ekki hefur
fundizt tangur eða tetur til þess
að setja lögregluna á sporið, né
nokkur visbending um, hver hafa
orðið afdrif hans.
Kunningjar hans hafa leitað
siðan á eigin spýtur, en einnig án
árangurs. — GP
Bílinn hans Guðnafínn
Sú frétt birtist hér i Visi fyrir
nokkrum dögum að Bandarikja-
mennirnir hefðu brætt úr bil
Guðna i Sunnu. Þetta er ekki rétt.
Rafkerfi bilsins bilaði og þar sem
þetta var á laugardegi urðu þeir
Fischer & Co. að biða fram yfir
helgi og var þá gert við bilinn.
Cramer fulltrúi Fischers vildi
láta það koma fram að bill Guðna
væri mjög góður og hefði aldrei
bilað. Þeir færu lika m jög vel með
hann og keyrðu gætilega i um-
ferðinni. „Við erum góðir bil-
stjórar,” sagði Cramer.
GF
Schmid:
Er Cramer ekki
Ijóstœknifrœðingur?
„Ég þarf ekki að sýna Banda-
rikjamönnunum læknisvottorð
Spasskis”, sagði Lothar Schmid
við Visi i morgun. „Samkvæmt
reglum einvigisins geta þeir ekki
krafizt þess af mér. Ég hef fengið
vottorðið i hendur og það er full-
komlega löglegt. Ég veit þess
vegna ekki af hverju Cramer
hefur mótmælt. Hann er ekki lög-
fræðingur heldur ljóstæknifræð-
ingur, það veit ég fyrir vist”,
sagði Schmid. Hann kvaðst að
lokum búast fastlega við þvi að
14. skákin hæfist i dag svo fremi
að annar keppandi reyndi ekki að
fresta, en þaö þarf að gerast fyrir
kl. 12 á hádegi sama dag og ein-
vigisskák fer fram.
GF
RAFVIRKJADEILAN
TEKIN FYRIR í
FÉLAGSDÓMI23. Þ.M.
Mál það, sem rafverktakar
höfðuöu á hendur rafvirkjum,
verður tekið fyrir i félagsdómi
þann 23. þ.m. Verður þá úr þvi
skorið, hvort samþykkt sú, sem
rafvirkjar gerðu á fundi sé
lögmæt. Rafverktakar telja hana
ólöglega og brjóta i bága við
nýgerða samninga. Var sam-
þykkt þessi á þá lund, að tima-
vinna skuli bönnuð þegar unnið er
við nýlagnir og meiriháttar
breytingar. — ÞS
Fischer í friðar-
samningana í París
„Húmoristinn” Art Buchwald
vekur máls á þvi, að Bobby
Kischcr ætti að taka að sér friðar-
samningana við Norður--
Vietnama.
Hann segir, að Nixon hafi
afráðið að fela Fischer þetta
erfiða verkefni.
Úr þvi að Fischer hafi gert alla
vitlausa á lslandi, ætti hann að
geta gert hið sama i Paris.
Fischer byrji starfið með þvi að
mæta ekki til fundar við Norður--
Vietanma, sem biði með kynstur
af árásum á Bandarikin. Loks
komi hann. á næsta fund, en hálfri
annarri klukkustund of seint.
Norður-Vietnamar séu reiðir
ókurteisinni og geri hrið að
Bandarikjamönnum, en Fischer
skeyti þvi engu og kvarti um
lögun samningaborðsins.
Heimtar nýtt borð og stóla.
Þannig gengur áfram Þegar N-
Vietnamar séu orðnir „tauga-
hrúga”, birtist Kissinger og segir
„Nú skulum við byrja”. — HH