Vísir - 15.08.1972, Blaðsíða 4
4
Visir Þriftjudagur 15. ágúst 1972
Síversnandi
fœtur í V-
Þýzkalandi
Yfir sjötiu prósent af öllum i
Vestur-Þýzkalandi þjást af ein-
hvers konar fótaveiki, og er orsök
þess yfirleitt og aðallega of
þröngir skór, of háir hælar og
þunnir sólar. Samt hafa hinir
breiðu skór, það er að segja skór
með breiöri tá og vel rúmir skór
náð vinsældum þar sem annars
staðar.
En flestir eiga þó orðið erfitt
með að ganga nokkuð að ráði, og
er þvi kennt um að fólk ekur allt
of mikið. Hart malbik gatnanna i
borgunum hefur heldur ekki góð
áhrif á fæturna.
Sönnunin fyrir þvi að svo marg-
ir Þjóðverjar þjást af einhvers
konar fótaveiki, er sú aö á hverju
ári eru framleiddir i Vestur -
Þýzkalandi ein og hálf milljón af
sérstökum sólum i skó, fyrir þá
sem hafa slæma fætur.
Umsjón: Edda
Andrésdóttir
20.000 UNGMENNI Á HLJÓM-
LEIKUNUM f HRÓARSKELDU
Feður geta
fylgzt með
fœðingu
barna sinna
í sjónvarpi
Nú geta þeir tilvonandi feður,
sem þess óska, séð fæðingu barns
sins i sjónvarpi. A St. Bernward' s
Hospital sjúkrahúsinu i Þýzka-
landi hefur verið komið fyrir sliku
sjónvarpskerfi, þannig að hinir
tilvonandi feður geta setið i næsta
herbergi við sjálfa sjúkrastofuna,
þar sem konan fæðir barnið, og
fylgst með.
Einnig er hægt að festa filmuna
á band, þannig að foreldrarnir
geta sýnt börnum sínum siðar
hvernig þau komu i heiminn.
Neftóbakið
í tízku?
Svo neftóbakið ætlar að komast
i tizku. Að minnsta kosti má ætla
svo, þvi að visindamenn segja að
af allri tóbaksnotkun sé neftó-
baksnotkunin sú hættu minnsta.
Til að mynda eru pipur og vindlar
hættulegri.
Siðustu rannsóknir hafa einnig
sýnt að nikótinmagnið i blóði
þeirra er nota neftóbak er ekki
meira en i blóði þeirra sem snerta
ekki tóbak. Og neftóbakið hefur
heldur ekki nokkur áhrif á blóð-
Þar voru leikin beatlög, jazz
og þjóðlög, ungmennin reyktu
hass, böðuðu sig i sólskininu og
dönsuðu. Allt of mikið hass, og
slæm hreinlætisaðstaða sögðu
sumir gestanna, en aðrir voru
hinir ánægðustu,sátu i hópum og
létu bjórinn, vinflöskuna eða
hasspipuna ganga. En það var
aðeins nokkra stund i morg-
unsárið sem trommurnar,
söngurinn og gitarleikurinn
hætti. Þá var gert örstutt hlé.
Gróðinn af þessari samkomu
nam 200.000 dönskum krónum
og þeir sem stóðu að henni undu
glaðir við sitt.
Án efa þeir allra
stærstu og hávaða-
mestu hljómleikar sem
sögur fara af á Norður-
löndum voru haldnir i
Hróarskeldu i Dana-
veldi fyrir stuttu. 20.000
ungmenni frá Dan-
mörku og annars
staðar frá voru þar
saman komin og músik
og meiri músik frá
ýmsum hljómsveitum
Norðurlanda, var and-
leg fæða þessara
áheyrenda i 40 klukku-
stundir.
— Já en þið sögðuð vera heim-
sóknardag og ég ætlaði bara
að heimsækja hana
inömmu.....”
Þau gera öllum til hœfis, jafnt
yngri sem eldri
Þeir eru sennilega fáir
sem ekki kannast við New
Seekers, þessi fimm ung-
menni, sem syngja lög
jafnt fyrir unga og gamla.
Það er ekki oft sem
hljómsveitir geta gert
bæði ungum og gömlum
til hæfis, en það hefur
þeim svo sannarlega tek-
izt. Músik þeirra er létt og
fjörug, þeir eldri fara
ósjálfrátt að raula með,
og þeir ungu syngja
hástöfum og hrista sig
eftir músikinni.
t dag eru meðlimir New
Seekers allir milljónerar. Það
var auglýsingarlagið um Coca-
Cola og lagið ,,Beg, Steel &
Borrow”, sem komu þeim á
tindinn.
,,Það var mikið tómlegt eftir
að hinir gömlu Seekers höfðu að
fullu sagt skilið við tónlistina”,
segir Keith Potger, umboðs-
maður New Seekers. ,,Það sást
fljótt að plötur þeirra héldur
stöðugum vinsældum, og eftir
að ár hafði liðið frá þvi þeir
hættu, voru plötur þeirra ennþá
meðal þeirra bezt seldu.”
Og þrátt fyrir alla ,,under-
ground” músik sáum við að það
var raunverulega ennþá góður
markaður fyrir létt og
skemmtileg lög sem tilheyra öll
um aldursflokkum.
Með fimm áströlskum og
enskum söngvurum stofnaði
Keith Potger siðan New
Seekers, nokkurs konar ,,mini”
útgáfu af Les Humphries
Singers. Meðlimirnir skyldu all-
ir vera aðlaðandi og hýrlegir,
þeir urðu að geta sungið og
kannski dansað örlitið með. Þá
hæíileika fann hann hjá þeim
Paul Layton, Eva Graham,
Peter Doyle, Lyn Paul og Marty
Kristian.
,,Við höfum mikinn áhuga
fyrir peningunum, sem við
fáum fyrir að syngja”, viður-
kennir Eva Graham, en hún er
aldursforseti þeirra félaga, og
sú eina sem komin er i hjóna-
bandshöfnina. Og þau vinna svo
sannarlega fyrir þeim þessa
dagana. Takmarkið er tvær
breiðskifur og 5 litlar plötur á
ári. Þau feröast land úr landi,
gera sjónvarpsþætti, halda
hljómleika og syngja inn á plöt-
ur. Og New Seekers eiga sér
einnig annað takmark. Þau ætla
að fylla upp það tóm, sem þeim
fannst verða eftir að hinir
gömlu Seekers höfðu sagt skilið
við tónlistarheiminn. Þau vissu
að þau myndu koma til með að
þéna peninga á hljómleikahaldi,
plötuútgáfu og fleiru, en þau
vissu ekki að þau yrðu svo fljótt
milljónerar.
Og þau segjast lika njóta þess.
,,Núna lifum við lúxus lifi. Við
búum á öllum dýrustu hótelun-
um, borðum góðan mat, gerum
allt það sem okkur langar til að
gera, og neitum okkur ekki um
neitt. Og þvi skyldum við gera
það? Nóg er júáf peningunum.”
Það rikir ekkert nema vin-
skapur meðal þeirra, þrátt fyrir
það að ýmsum hefur dottið ann-
að i hug. Þarna eru jú komin
saman stúlkur og piltar. ,,En
það kæmi ekki til greina”, segja
þau.
Ef farið er út i alvarlegri mál-
efni við þessa fimm félaga, svo
sem stjórnmál og byltingar,
segjast þau ekkert vit hafa á
slikum málum. Um músik,
segja þau aðeins: Hún er
skemmtileg.
„Gerum allt sem okkur langar. Nóg er jú af peningunum!"