Vísir - 15.08.1972, Page 7

Vísir - 15.08.1972, Page 7
Visir Þriöjudagur 15. ágúst 1972 7 IINIIM SÍÐAN =- Umsjón: Þ.S. — Danir gera tilraun með ráðlegginga- skrifstofu um geðheilbrigði og þar getur fólk fengið góð ráð, — en ekkert „róandi" — Töfíur eru yfirborðslœkning „Til hvers að fara til læknis. Hann lætur mig bara fá töflur." Þetta er mjög algengt svar hjá fólki, sem þarf að leita til geðlæknis. I Kaupmanna- höfn hefur verið opin í 10 mánuði til reynslu ráð- leggingaskrifstofa um geðheilbrigði og þangað getur hver sem er leitað með vandamál sín. Allir hafa einhver sálræn vandamál, misjafnlega fyrir- ferðamikil og erfið. Oft þarf ekki nema gott samtal við góðan vin, til þess að losa sig við byrðina af einhverjum sálar- flækjum. En i stórborgum eiga ekki allir vini, og þar verða sál- rænu vandamálin oft orsök ýmissa glæpa, óhamingju og stundum þróast erfiðleikarnir i hreina geðveiki. Það er töluvert fyrirtæki að leita sálfræðings, og það er mjög dýrt. Ög heimilislæknirinn gefur bara lyfseðil upp á eitthvað roandi og vandamálið er kyrrt á sinum stað, grefur um sig og eitrar i kringum sig. Félagsfræðingar, sálfræð- ingar og læknar reyna að hjálpa fólki með sin sálrænu vandamál, en flestum finst eigi að siður mun meira niður- lægjandi að leita til þeirra en til magalæknis. Fordómarnir koma viða fram, þegar fólk þarf að leita lækninga vegna geð- rænna sjúkdóma og flestir neita i lengstu lög að viðurkenna að þeir þurfi á læknishjálp að halda. Algengast er að fólk ,,fær sér eitthvað róandi” meðan versta „krisan” gengur yfir, og svo jafnar þetta sig kannski smátt og smátt. En ekki nærri alltaf. Fólk sem á i timabundnum erfiðleikum getur haft gagn af slikri skyndilækningu. En það er ekki alltaf sem að- stæðurnar lagast. Og þá gagnar engin pillulækning. t Kaupmannahöfn getur fólk nu gengið beint af götunni inn á stóra ráðleggingarskrifstofu og beðið um viðtal við sálfræðing. félagsráðgjafa eða lækni. Þessi: ráðleggingaskrifstofa er starf- rækt til reynslu, og hefur gefizt mjög vel. Þarna er reynt að mæta fólki án nokkurra fyrir- fram hugmynda um sjúkdóma þess, og þess er að sama skapi krafizt af þeim sem þangað leita, að þeir kasti öllum hug- myndum um sin eigin Veikindi. Viggo Christensen læknir, segir, að mjög sé algengt að fólk búi sér til ákveðna sjúkdóma og keppist við að lifa samkvæmt þeim. Það fólk felur oftast vandlega hinar raunverulegu or*- sakir fyrir vanliðan sinni. Sér- staklega er algengt að fólk, sem hefur verið á sjúkrahúsum og gengið til geðlækna, sé óhagganlegt i sinni eigin sjúk- dómsgreiningu. Og það veit lika hvað á að gera við það og hvernig á að meðhöndla það. ,,Við forðumst að draga fólk i „sjúkdómsdilka” og forðumst að gefa fólki of ákveðnar hug- myndir um þeirra eigin vanda- mál. Það er mjög hættulegt þegar fólk fer að læra sin „sjúkdómshlutverk”, og haga sér samkvæmt þeim. Þannig felur fólk hin raunveruleg vandamál en það tekur oft mjög langan tima, að finna þau. Töflurnar eru hér bara yfir- borðslækning”, segir sálfræðingurinn, Libby Arzel. Þarna koma margir, sem hafa siglt hjónabandinu i strand og eru fullir af sektartilfinningu og vonlausir um að hægt sé að bæta ástandið. Einna algengast er að eiginmaðurinn sé upp- tekinn við að vera „hinn sterki” i sambandinu, og verði lokaður og kaldlyndur i striði sinu við að bera allt á herðum sér. Konan verður tilfinningalega ófullnægð og afleiðingin verður tauga- veiklun og jafnvægisleysi hjá henni. 1 þessu tilfelli er það i rauninni maðurinn, sem hefur byggt múr umhverfis sig, en komi hjónin auga á þetta og viðurkenni vandamálið, er rótin fundin og þá er lika lausnin á næsta leiti. Þetta er mjög algengt i hjónaböndum, sem fljótt á litið virðast vera að fara út i sandinn, en tiltölulega auð- leyst vandamál ef hjónin bæði fást til þess að viðurkenna það. Þarna eru sára sjaldan gefin lyf eða töflur og flestir sem þangað koma leita ekki eftir töflum. Þarna er reynt að fá fólkið til þess að ræða opinskátt sinar vonir i lifinu og vonbrigði. Þannig er hægt að nálgast mörg vandamál. Fólkið fær sjálft að ráða að miklu leyti þessum um- ræðum. Beintsamband fólks við umhverfi sitt er mjög þýðingar- mikið og reynt er að kynnast þvi sem bezt. Reynter að komast til botns, i þvi, hvort um er að ræða timabundna erfiðleika, sem stafa af ákveðnum atburðum eða ástandi, eða varanleg vandamál, sem stafa af uppeldis- eða umhverfisvanda- málum, minnimáttarkennd, vonbrigðum eða öðru þviliku. Elisa Dall. segir að með þvi að þarna sé um tilraunastarf- semi að ræða, fái þeir sem þangað leita að stjórna þessu að nokkru leyti og gagnrýna starf semina og gerir það fólk oft jákvæðara og viljameira Við hinar hefðbundnu geðrann- sóknir kemur oft fram mjög mikil ófullnægja hjá sjúklingum og þeim finnst engin raunveru- legur árangur nást. Eigi að siður viðurkenna þau öll þrjú, að i rauninni gæti gott samtal við góðan vin i flestum tilfellum gert sama gagn og heimsókn þeirra á ráðlegg- ingaskrifstofuna. En stórborgaralifið gefur ekki tima til slikra viðræðna ,manneskju- legt samband verður eins og hver önnur munaðarvara, sem engin hefur tima til að sinna. Fólk ræðir ekki sin vandamál við hvern og einn, jafnvel ekki það sem það telur vini sina. Og margir eiga hreint enga vini. Og stundum er utanaðkomandi að- ili beztur til þess að dæma um ástandið, orsakir vanda- málanna og leiðir til úrbóta'. — ÞS. Þessa auglýsingu mátti heyra alloft í útvarpinu yfir helgina, en í gær byrjuðu haustútsölur hjá mjög mörgum verzlunum i borginni. Útsölur mega standa á tímabilinu frá 10. janúar til 10. marz og svo aftur frá 20. júlí til 5. september. Nú fer sumarið að kveðja innan skamms og kaupmenn orðnir vonlitlir með að takist að koma sumar- fatnaðinum inn á við- skiptavinina, — ja, nema þá á útsölu. Annars er oft lítið verra að verzla á útsölum, en ella, en að sjálfsögðu verður maður að hafa í huga, að kaupa aðeins það sem maður hef ur þörf fyrir. Oft má sjá mikið af regnfatnaði og heilsárs- fatnaði á útsölum í kven- fataverzlunum. Svo undarlegt sem það er nú, þá virðist íslenzkt kvenfólk oftast kaupa annað hvort vetrar eða sumarkápu, jafnvel þótt veðráttan sé æ meira að renna út í eitt, vetur og sumar, vor og haust. Regnfatnaður, með hlýju fóðri, er sá fatnaður sem íslendingar mættu snúa sér meira að, og hann má oft fá á útsölum á haustin. Reyndar getur maður verið nokkurn veginn viss um að útlendingur er á ferð, ef maður sér skyn- samlega klædda mann- veru á ferli í íslenzka suddan um. Ferða- mennirnirsem heimsækja ísland yfir sumarið virð- ast hafa meiri reynslu af íslenzku veðri en við, þegar þeir klæðast molskinnsbuxum, lopa- peysum og alls kyns gúmmístökkum. En við höldum áfram að kaupa ullarkápur, sem þola ekki regn, og sumarkápur sem þola hvorki blástur, regn eða ryk. Þessa útsölumynd tókum við í gær í einni verzlun í borginni, þar sem útsalan stendur sem hæst. -ÞS. BBHnHMBBHHfi og ýning að Hótel Sögu þriðjudaginn 22. ágúst Hinn heimsfrægi hárgreiðslumeist- ari LEO PASSAGE sýnir ásamt DIETMAR PLAINER Austurríkis- manni sem hefur haldið námskeið og sýnt i 74 löndum. Auk þess koma fram sænski meistarinn EWERT PREUTZ og danski meistarinn POUL E. JENSEN Tækifæri til að sjá sýningu sem þessa, gefst ekki á næstu árum. Aðgöngumiðar seldir við innganginn verð kr. 500,00 Húsið opnað kl. 7. Matur seldur frá sama tima Dietmar Plainer

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.