Vísir - 21.08.1972, Blaðsíða 2
2
Visir Máiiudaj>ur 21. ágúst 1972
VÍSBSm:
Búist þér við nýju þorska-
striði?
Jósef Sijíurósson, verkamaóur:
Bg veit þaó hreint ekki. Nei ætli
þaö. Vió skulum vona aö viö
getum flutt út okkar landhelgi i
friöi.
Ignilijiirg 15 jiirgviiisdóUir. hús-
móöir: .Já, þaö er ekki gotl aö
segja. Nei ég held ekki. Bg trúi
þvi varla aö Bretar loli okkur
ekki aö fa*ra úl landhelgina án
þess aö verja togara sina með
herskipum.
Aöalstrinu Baldvinssmi, lyrrv.
kaupmaður: Nei. Kg held aö viö
höfum okkar fram án afskipta
Breta eða annarra þjóöa.
l'l.vþór Karlsson. verkamaöur:
Nei. Ég reikna ekki með þvi
Annars hef ég ekki velt þessu
mikið fyrir mér. Hef samt ekki
Irú a nýju striöi við Bretann.
Olalur Vigfússon, Seyöisfirði:
Já, Ég er ansi smeykur um það.
k>ó held ég að það verði ekki eins
grimmt og siðast ’58.
Arnór Egilsson, nemandi: Alveg
örugglega ef stjórnin heldur ekki
betur á málunum, en hún hefur
gert. Ég býst við nýju þorska-
striöi, og þvi striöi töpum við.
„íslendingar vinna
miklu hœgar en
« Rabbað við
Amerikanar
„Slæinl live Ainerika hefur mikil
álirif á Islaiul”
,,Mér finnsl þaö reglulega
slæmt hve island og islendingar
liafa oröiö lyrir miklum áhrifum
Irá Amerikönum. Ilér kafnar
sanni, islen/.ki hlærinn smátt og
smátl, og allt veröur cins og i
Ameriku.” Svo segir ungur skipti
netni Miehael Gatzkc, frá llart-
ford, Conneclicute i Bandarfkjun-
um, sem dvaliö hcfur hér á landi
Irá Hi.júnís.l.á vcgum American
l'icld Service. Sex aðrir skipti-
nemar dvelja nú hér á landi auk
lians, á vegum AKS, þar af fjögur
sunnanlands og tvö á ísafirði og
i K c f 1 a v i k
,,Ég vissi ekkert um tsland
áður en ég kom hingað”, sagði
Michael ennfremur, þegar við
heimsótlum hann á Sæbrautina á
Seltjarnarnesinu, þar sem hann
dvelur hjá Stefáni Agústssyni og
konu hans Helgu Björnsdóttur.
,,Ég vissi ekkert meira en flestir
aörir Amerikanar, og hafði
aöeins myndað mér þá hugmynd,
að hér væri ekkert nema snjór og
aftur snjór.”
— Hefurðu frekar kosið eitthvert
annaö land en tsland?
„Nei, það held ég ekki. 1 fyrstu
hafði ég mikinn áhuga á Japan,
en mér var reyndar alveg sama.”
— Hvaða vinnu hefur þú stundað
siðan þú komst?
,,Ég byrjaði hjá Skógrækt
Rikisins og hef verið þar alltaf á
hverjum þriðjudegi og fimmtu-
degi. Við erum þar 4, það er að
segja við sem erum hér sunnan-
lands. En mig langaði að reyna
eitthvað annað en starfið við
skógræktina, og ég fór eina ferð
með humarbát. Ferðin tók fimm
daga, og ég hafði mjög gaman af
henni i fyrstu. Samt verður
maður einmana þegar maður
er lengi á sjó, og manni leiðist.
Annars hafði ég aðeins komið
einu sinni áður á sjó. Siðan hef ég
unnið hjá hreppnum, við allt
mögulegt, svo sem að steypa
gangstéttir, og fleira þess háttar.
I þvi starfi hef ég verið rúmar
tvær vikur og líkar vel. Annars
hafði ég lang mest gaman af þvi
að fara á sjóinn, þó að ég
gæti ekki hugsaö mér að vera sjó-
maður. En þetta var góð
reynsla.”
— Hver er mesti munur á vinnu-
brögðum tslendinga og
Amerikana?
„tslendingar vinna svo miklu
hægar. Þeir taka lifinu með ró, og
virðast aldrei þurfa að flýta sér,
það er allt annað með
LESENDUR
J£ HAFA
ÆW ORÐID
Fossvogskirkja
er
útfararkirkja
í lesendadálki
heiðraðs blaðs yðar 9.
þ.m. erspurt: „ErFoss-
vogskirkja fyrst og
fremst útfarakirkja?”
Svarið er „já”. Fossvogskirkja
er fyrst og fremst útfarakirkja.
Hún var byggö af öllum söfnuðun-
um i prófastsdæminu, þar á
meöal Frikirkjusöfnuðinum, meö
það megin sjónarmið, að allar út
Amerikana. Einnig er vinnudag-
urinn mjög langur. Heima
vinnum við ekki nema sjö tima á
dag. Mér finnst vinnan hérna líka
auðveld og létt.”
Michael hefur ferðast nokkuð
um landið, með fjölskyldunni
sem hann dvelst hjá, og um
verzlunarmannahelgina fór hann
á Laugarvatn ásamt 17 ára syni
þeirra hjóna, Birni Inga Stefáns-
syni, en hann dvelst nú einmitt
sem skiptinemi á vegum AFS i
Kaliforniu.
— Hvað fannst honum þá um
Verzlunarmannahelgi okkar ts-
lendinga. Fannst honum ölvun til-
takanlega mikil meðal unglinga?
„Verzlunarmannahelgin var
alveg stórkostleg. Svona útilegur
hef ég aldrei farið i , þvi þetta
þekkist svo litið heima. ölvun var
alls ekki mikil. Ekki meiri en
gengur og gerist i Ameriku.
Unglingar hérna held ég að
drekki ekki meira en þar, en þaö
er reyndar miklu meira um
bjórinn úti.”
— Hvað um fæðu okkar Is-
lendinga?
„Hún er alveg ágæt, og maturinn
alveg prýðilegur. Svið og hákarl
hef ég ekki smakkað ennþá, en ég
skal ábyrgjast það, að ég verð
búinn að þvi þegar ég sný heim
aftur. Annars finnst mér
maturinn mjög dýr hér og yfir-
leitt allir hlutir.”
Michael hyggst koma hingað
aftur að tveimur árum liðnum, og
vera þá þegar hin stóra þjóðhátfð
verður haldin 1974. Hann tók það
skýrt fram, að krakkar hér á ts-
landi væru langtum vingjarn-
legri hvort við annað, heldur en
þau i Ameriku, og hann sagði
einnig að svo virtist sem þau
hefðu minni áhyggjur af lifinu og
tilverunni en hin.
Michael hyggst snúa sér alveg
að skógrækt, þegar hann eldist,
og þegar við spurðum hann hvort
hann vildi ekki koma hingað og
efla og auka gróður landsins,
svaraði hann þvi til að hér væri
svo litill gróöur sem hægt væri aö
auka, og sennilega yrði litil
framtið fyrir hann og hans starf
hérlendis.
Og hann gat ekki annað en
brosað að þeim hrislum og
runnum sem við köllum tré. Þess
skal svo getið að nú eru 14 is-
lenzkir unglingar staddir i
Bandarikjunum á vegum AFS, og
munu þau dvelja þar i 11 mánuði
við nám, atvinnu og fleira. Þeir
skiptinemar sem hingað koma,
dvelja hér aðeins tvo og hálfan
mánuð, og þá við atvinnu. -EA.
Michael Gatzkeásamt islenzku fjöldkyldunni sem hann dvelst hjá; Stefáni Ágústssyni, Helgu Björns
dóttur og sonum þcirra, Stefáni Erni og Sveini Þór. (Ljósm. AM'
farir i Reykjavikurprófastsdæmi
færu fram þaðan.
Staðarval og allar útbyggingar
Fossvogskirkju benda mjög til,
að þar sé kirkja byggð til sér
stakra nota. I þessum byggingum
auk sjálfrar kirkjunnar eru bæna-
(kistulagninga-) kapellur, sér-
staklega búin likgeymsla, bál-
stofa o.fl., o.fl.
Allt framantalið hamlar þó ekki
þvi, að kirkjan sé notuð til al-
mennra messugerða, enda var
um margra ára skeið messað þar
og fermt, en engar óskir um slikt
hafa borizt mér frá söfnuðum eða
prestum prófastsdæmisins.
Varðandi hljómleika i kirkjunni
er sama að segja, að engar óskir
hafa borizt mér um afnot af
kirkjunni til tónleikahalds. Allir
organistar safnaðanna i prófasts-
dæminu þekkja vel skilyrði þau,
sem kirkjan hefur upp á að bjóða
og hefðu eflaust leitað eftir leyfi
til þess, ef þeir teldu það æskilegt.
I greininni er sagt: ,,..Þá
stendur Fossvogskirkja litiö
notuð.”
Þetta er misskilningur. Fráleitt
mun önnur kirkja i landinu vera
meira notuð en Fossvogskirkja,
sem leiðir af sjálfu sér vegna
hennar megin hlutverks. Það var
s.l. ár 1221 athöfn i kirkjunni og
kapellum hennar = 4 athafnir
hvern virkan dag, en hefðu orðið
a.m.k. 1400 þ.e. 4,65 athafnir
hvern virkan dag að meðaltali, ef
ekki hefði orðið að loka henni um
tima vegna lagfæringa.
F.h. Kirkjugarða Reykjavikur,
lljörtur E. Guðmundsson, forstj.
Búdda og
veikleiki
holdsins
„Ég var að lesa blaðið ykkar 5.
ágúst”, segir lesandi sem hringdi
i Visi. „Skýtur það ekki dálitið
skökku við hjá búddamunkunum
að álita að i trú sinni séu engin
boðné bönn? Það fannst mér eftir
lestur fréttarinnar og komst að
þvi að hann mátti ekki einu sinni
snerta höndina á ljómandi
laglegri blaðakonu ykkar?
Areiðanlega hefur fleirum fundizt
slikt hið sama.”
Strjálar
póstferðir
í Reykjavík
KP skrifar:
„Ég get varla orða bundizt yfir
stórfenglegri póstþjónustu hér
innan borgarinnar. Ég var að fá
póstsenda greiðslu i ávisun. Ávis-
unin var send frá skrifstofu við
Suðurlar.dsbrautina heim til min i
Norðurmýri. Frá póststimpli þar
til bréfið hafnar i póstkassanum
minum liða ÞRETTÁN dagar.
Vissulega veit ég að þetta er ekk-
ert einsdæmi, einnig að þetta er
ekki venjan. En mér er spurn,
hvernig getur þetta gerzt? Týnast
þá ekki stórar ávisanir i póstin-
um, eða koma fram vikum eða
mánuðum eftir sendingu?”
HRINGIÐ í
SÍMA 86611
KL13-15