Vísir - 21.08.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 21.08.1972, Blaðsíða 3
3 V’isir Mánudagur 21. ágúst 1972 ,,Ég ætla aö vera lyf jafræöing- ur”. Sigrun Hjálmtýrsdóttir i gervi litlu frken Gúömundsen. A fyrsta bekknum : Stella, eiginkona Róberts Arnfinnssonar, Auöur og Halldór Laxness og á bak viö þau sjáum viö Kristján Davfösson. „Hefur einhver séð ' hott?' - með „loglausu íslenzku heldra fólki og lœrdómsmönnum" í Gútemplarahúsinu „ja, þetta kögur lizt mér ekki nógu vel á” segir Laxnes. Sölvi Kern, Hadrich, fröken Gúömunsen og Ceirlaug aöstoöarstúlka ræöa viö Laxness um sjaliö hennar litlu fröken Gúömunsen. ,,Hefur einhver séð pípu- hattinn minn”. Það er sjálfur biskupinn, sem spyr, leikinn af Halldóri Kiljan Laxness. Við erum stödd í Gútemplarahúsinu í Reykjavík fyrir allnokkr- um áratugum og lúðra- sveitin er búin að „þríspila Bjarnarborgarmarsinn upp til agna." Það er sem sagt veriö aö kvik- mynda Brekkukotið og Gúttó i Hafnarfirði er upp á sitt bezta i tilefni dagsins, skreytt eins og tiðkaöist á söngskemmtunum eft- ir aldamótin. Hér á að taka um 10 minútna atriöi þar sem „langa flónið úr Brekkukoti, hann Alf- grimur kemur upp á pall sem staðgengill veraldarsöngvarans Garðars Hólm. Þetta er fyrsta hópatriðið sem tekið er i myndinni og hér eru mættir ekki færri en 72 leikarar uppábúnir og finir, enda er þetta „laglaust islenzkt heldrafólk og lærdómsmenn”, eins og skáldið segir. Og skáldið er enn að leita að pipuhattinum sinum og við spyrj- um hann i leiðinni hvernig honum finnist að leika i kvikmynd. ,,Ha, mér að leika, jú bara ágætt, ja, svosem eins og hvað annað sem maður tekur sér fyrir hendur”. Þarmeð kemur kona hans, Auður á peysufötum, og drifur hann með sér á fyrsta bekkinn, þar sem þau hjón eiga að sitja. Nú eru þeir Hadrich leikstjóri og Sveinn Einarsson hættir að spila á pianóið uppi á sviöi, en Hadrich hefur nokkra stund verið að glima við söngbókina hennar Hárgreiðslu- og hárskurðarsýn ing Madam Strúbenhols og Sveinn fer að leita að armbandsúrum og gleraugum á leikurunum. Nei, enginn reynist hafa gleymt að tina slikt af sér og nú er allt að verða tilbúið i fyrstu töku. Leikurunum er raðað niður á bekkina, á fyrsta bekk eru ásamt Laxnes og frú, Róbert Arnfinns- son og kona hans, Stella, á öðrum bekk er Kristján Daviösson list- málari og kona hans, Svanhildur, Thor Vilhjálmsson er þarna einn- ig ásamt syni sinum og svo mætti lengi telja. Úti i horni stendur hvitklædd stúlka með mikið ljóst hár og við tökum hana tali. Jú, þetta er ein- mitt litla fröken Gúömunsen, leikin af Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. „Nei, ég býst ekki við að ég fari að læra leiklist. Ég ætla að verða lyfjafræðingur. Ég fer i Menntó i vetur. Annars er þetta anzi gam- an”. „Ertu ekkert taugaóstyrk?” „Nei, nei, það þýðir ekkert, þá fer allt i skrall.” Hér er komin aðstoðarstúlka og litla fröken Gúðmunsen snýr sér að henni og segir „A ég virkilega að vera með þessa nábleiku hanska?” Nú kemur Hádrich á vettvang og hann segir okkur að þetta gangi fint, nú eigi að byrja fyrstu tökuna. „Þetta er ágætt hús, stórfint, og þessi bær er einstaklega skemmtilegur”. Um leið og við smeygjum okkur út um dyrnar, kemur saumakona hlaupandi með stifpressaðar bux- ur á handleggnum. „Hérna eru buxurnar á hann Kristján”. Buxurnar eru hand- langað til Kristjáns Daviðssonar og við yfirgefum húsið meðan Kristján vindur sér i buxurnar. _T' ÞS —O/ Sveinn tekur lagiö og Hadrich leikur undir upp úr söngbók madam Strúbenhols. Forsala aðgpngumiða á sýninguna Hárgreiöslustofan Venus, Hallveigarstöðum Hárgreiðsiustofan Krista, Grundarstíg 2 Hárgreiðslustofan Tinna, Grensásvegi 50 Rakarastofan Klapparstig, Laugavegi 20B Rakarastofan Eimskipafélagshúsinu, Pósthússtræti Leo Fassage þriðjudaginn 22. ágúst Hinn heimsfrægi hárgreiöslumeist- ari LEO PASSAGE sýnir ásamt DIETMAR PLAINER Austurrlkis- manni sem hefur haldiö námskeiö og sýnt i 74 löndum. Auk þess koma fram sænski meistarinn EWERT PREUTZ og danski meistarinn POUL E. JENSEN Tækifæri til að sjá sýningu sem þessa, gefst ekki á næstu árum. Aögöngumiöar seldir viö innganginn verö kr. 500,00 Húsiö opnaö kl. 7. Matur seldur frá sama tima Dietmar Plainer að Hótel Sögu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.