Vísir - 31.08.1972, Side 3

Vísir - 31.08.1972, Side 3
Visir Fimmtudagur 31. ágúst 1972 3 60 þúsund ó Þingvelli 1974 —Það er reiknað með, að 30% af ibúum lands- ins, um 60 þúsund manns, komi einhvern hátiðardaganna. á Þing- völl, og er undirbúning- ur hafinn til að hægt sé að taka á móti þeim mannfjölda, sem hugs- anlega kemur, segir Indriði G. Þorsteinsson framkvæmdastjóri Þjóðhátiðarnefndar. Hann segir að til viðmiðunar hafi verið lögð aðsóknin á Þing- völl 1930, en þá hafi um 30 þúsund manns mætt af 100 þúsund ibúum. Þegar sé verið að athuga um tjöld, húsnæði og matseld og fariö að leita til ýmissa aðila i þvi sam- bandi. Aðalbúsetusvæðin veröi utan við þjóðgarðinn.en þó nærri aðal- hátiöarsvæöunum, sem verði leirurnar og efri vellirnir. Samgöngur verði léystar með strætisvagnaferðum milli svæð- anna. — Hverjar verða helztu nýjung- ar i sambandi við þjóðhátið 1974? — Nýstárleg uppsetning hátið- arsvæðis á Þingvöllum. Það er ýmislegt hægt að gera núna með þeirri tækni sem er til sem var ekki hægt að gera t.d. 1930. Nú geta útihátiðarhöld veriö stór- glæsileg og jafnvel svo, að fólki finnist að þaö sé ekki á útihátið. Það má t.d. fá stórt tjald uppblás- ið, en við reiknum með að fá ein 5- 6 tjöld fyrir inniatriði og veiting- ar. Hinsvegar verðum við að gæta þess, að hlutirnir, sem verða fengnir, séu söluhæfir eftir notk- un, vegna kostnaðar. Þá sagði Indriöi, að fram- kvæmdarnefnd þjóðhátiðar hefði leitað til ýmissa rikisstofnana um aðstoð við undirbúning hátið- arhaldanna. — SB — Samkeppni um merkingar á sögustöðum — og fleiri samkeppnir í tilefni þjóðhátíðar Arið 1974 mun verða mikið verðlaunaár i tilefni þjóðhátiðar- innar. Margar samkeppnir fara fram i tengslum við ýmis verk, sem verða unnin til að marka þessi timamót. Arkitektar munu efna til sam- keppni um merkingu á sögu- stöðum. Þjóðleikhús heitir 250 þúsund króna verðlaunum fyrir þjóð- hátiðarleikrit. Skilafrestur i samkeppni um hátiðarljóð rennur út 1. marz 1973. Verðlaunin fyrir bezta hátiðarljóðið verða 150 þúsund krónur. Efnt verður til samkeppni um hljómsveitarverk. Verðlaunin eru 200 þúsund krónur. Þjóðhátiðarmerki hefur þegar verið verðlaunað með 70 þúsundum og veggskildir með 60 þúsundum. Nú er verið að safna tilboðum i gerð veggskjaldanna, sem hlutu verölaun og viður- kenningu — SB — Árnesingar fó fyrst að bjóða í byggingu Sögualdarbœjarins Árnesingum verður fyrst boðið að i Þjórsárdal. Nú er hönnun Hörður Ágústssoh skólastjóri og leggja fram tilboð i byggingu bæjarins að mestu lokið, en hún Magnús Pálsson myndlistar- Sögualdarbæjarins, sem á að risa var unnin af Landsvirkjun. maður unnu likanið af Sögualdar- bænum. Vestur-íslendingar œtla að fjölmenna ó þjóðhátíð 1974 Vestur-tslendingar sýna afmælis- saman farþegum i tvær flugvélar hátiðarhöldin verða dagana 26 árinu mikla 1974 og 1100 ára og hafa pantað tvær flugvélar i júli til 29. júli og samkvæmt afmæli tslandsbyggðar mikinn viðbót. Þeir munu þvi sýnilega venjunni veröa þau á Þingvöllum áhuga. Þeir hafa þegar safnað fjölmenna á hátiðahöldin. Aðal- —sb— Hexaklorophen a markaðinum ,,Mér er ekki kunnugt um að þetta franska barna- púður Bebe hafi verið flutt inn, og ég veit ekki um nokkra verzlun sem hefur verið með það á boð- stólum", sagði Almar Grímsson hjá Heilbrigðis- málaráðuneytinu í viðtali við blaðið. Barnapúður fellur þó ekki undir lyfjalöggjöf, og ekki er haft nokkurt eflirlit með þvi. Barna- púður frá Frakklandi virðist ekki vera flutt til landsins, aðallega virðast þau koma frá Englandi. Barnapúðrið Bebe hefur sem kunnugt er valdið dauða 22 ung- barna i Frakklandi, en það inni- heldur 6% hexaklorophen. Hér á landi er á markaðnum sápa sem inniheldur 3% hexoklorophen, og hefur verið greint frá þvi hér i blaðinu. Að þvi er Almar sagði er sápa þessi enn á markaðnum, en hún er langmest notuð i sjúkrahúsum. Notkun hennar hefur farið minnkandi að sögn Almars og er hugmyndin að láta hana smátt og smátt detta upp fyrir. I Banda- rikjunum er sú aðferð einnig notuö, en þar hefur sápan ekki verið bönnuð, en varað hefur verið við notkun hennar. Ekki hefur verið varað við notkun hennar hérlendis, en eins og áður segir, er hugmyndin að láta hana hverfa smám saman en hún er flutt inn ennþá. — EA KLAUFASKAPUR OG GROFLEG VANGÁ Í UMFERÐARSLYSUM Klaufaskapur og vangá virtust aöalorsök umferð- arslysanna, sem urðu á Bóðir voru á grœnu Ijósi Báðir ökumennirnir töldu sig hafa ekið á grænu ljósi, þegar þeir rákust á hjá gatnamótum Nóatúns og Laugavegar siðdegis i gær. Annar þeirra ók leigubil vestur Laugaveg og ætlaði að beygja upp Nóatun, en hinn ók sendibil austur Laugaveg og rakst á afturenda leigubilsins. Leigubilstjórinn taldi sig hafa beðið eftir þvi að vinstri örin birtist á ljósahjálminum, og þá hefði rautt ljós átt að blasa við sendibilnum. Engu að siður hefði leigubilstjóranum verið heimilt að beygja, þótt örin væri ekki komin, ef umferðin neðan frá Laugavegi hefði veitt tækifæri til þess. Strætisvagn beið einnig við eyjuna eftir tækifæri til þess að beygja niður Nótúnið, og sá leigu- bllstjórinn ekki umferðina niðri á Laugavegi fyrir honum, og þá ekki sendibilinn fyrr en um seinan. — GP götum Reykjavikur í gær. Brotinn umferðarréttur þeirra, sem koma frá hægri hönd, eða svínað fyrir þann, sem kemur beint á móti, eða óaðgæzla bæði við gangbraut og strætis- vagnabiðstöð.....þetta voru aðalorsakirnar. — Sem betur Strœtó velti jeppa Strætisvagn fullur af farþegum rakst á hlið jeppabifreiðar, sem ekið var skyndilega i veg fyrir vagninn á gatnamótum Stakka- hliðar og Háteigsvegar, um kl. 16 i gær. Þrátt fyrir það, að vagninn var ekki á mikilli ferð, valt jeppinn á hliðina við áreksturinn, en öku- maður hans var einn á ferð og slapp án alvarlegra meiðsla. Vagnstjórinn hafði ekki veitt jeppanum eftirtekt i tæka tið og átti enda enga von þess, að úr þeirri átt yrði brotinn á honum umferðarréttur. Honum tókst þó að nauðhemla, en þrátt fyrir það varð áreksturinn ekki umflúinn. Farþegarnir i strætó sluppu án þess að verða fyrir hnjaski. — GP • Maður sem var á gangi norður yfir gangbrautina á Hverfisgötu við Hlemmtorg um kl. 11.45 i gær. varð fyrir bil, sem ekið var austur Hverfisgötu. Svo harður varð áreksturinn, að billinn dældaðist, en maðurinn kastaðist i götuna og slapp þó án alvarlegra meiðsla. ökumaðurinn hafði ekki séö manninn i tæka tið vegna strætis- vagns, sem stóð við Hlemmtorg, og gætti þess heldur ekki, að þarna við biðstöðina og merkta gangbrautina má einmitt vænta mikillar umferðar fótgangandi. • Niu ára drengur á reiðhjóli varð fyrir bil i einni af húsa- götunum við Heiðargerði kl. 16.15 igær. Konan, sem ók bilnum.var á leið vestur Heiðargerði og ætlaði að beygja inn i húsagötuna. Sá hún drenginn koma hjólandi beint á móti sér, en taldi sig hafa tima til þess að komast yfir götuna, áður en drenginn bæri að. Beygði hún þvert fyrir hann, og reyndi drengurinn þá að komast hjá árekstrinum með þvi að beygja til sömu áttar. en það kom fyrir ekki. Hjólaði hann þvi i hliðina á bilnum og féll i götuna. Þrátt fyrir höfuðhögg, sem hann hlaut, var talið, að hann hefði sloppið án alvarlegra meiðsla.— GP „Við bjuggum þær til sjálfar, grimurnar — fyrst ætluöum viö aö hræöa aöra krakka meö þeim, en svo varð cnginn hræddur. Og þá leikum viö okkur bara meö þær”, sögöu þessar telpur, sem Ijósmyndarinn rakst á nýlcga. Og vitanlega neituðu þær aö láta nafna sinna getið, enda væri þá litiögagn aö grimunum. Borgar sig lengur að sóla dekk ?? Athugið hvað verðmunur ó nýjum BARUM hjólbörðum og gömlum sóluðum dekkjum er ótrúlega lítill. Spyrjið einhvern SKODA eiganda um reynsluna af BARUM undir bílnum. Svarið verður auðvelt! Eftirtaldar stærðir oftast fyrirliggjandi: 155-14/4 165-14/4 560-14/4 560-15/4 590-15/4 600-16/6 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42606 KÓPAVOGI

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.