Vísir - 31.08.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 31.08.1972, Blaðsíða 5
Vísir Fimmtudagur 31. ágúst 1972 I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND UMSJON: HAUKUR HELGASON Sumir sjóliðor vilja ekki skjóta á innfœdda Óskar hœlis í Svíþjóð Portúgalskur sjóliðs- foringi, sem flýði Portúgal vegna óánægju með stjórnar- farið, er kominn til Malmö og þar biðst hann hælis sem póli- tiskur flóttamaður. 25 ára liðsforingi, Jose Manael Ferraz Nunney fékk utanfararleyfi i Portúgal og þóttist hann ætla til Spánar i leyfi. 1 stað þess kom hann sér beina leið til Malmö. „Menn finna sárt til pólitiskr- ar kúgunar i Portúgal, og einnig i flotanum” sagði hann i viðtali við Sydsvenska Dagbladet. Hann skrifaði yfirmanni sin- um bréf, þar sem hann sagði, að það hefði ráðið úrslitum um flótta sinn, að hann átti að fara til Afrfku i október. I Afriku eiga Portúgalir i striöi við sjálf- stæðisheri. „Flotinn fær sifellt fleiri verk- efni i nýlendustriðinu i Afriku” sagði hann, „sérstaklega i Gineu, Bissau, og lika i Mósambik . Herskipin nota fallbyssursinar gegn bæjum við ströndina á svæðunum sem sjálfstæðisherirnir hafa tekið. Sjóliðum er einnig beitt i áhlaupum á stöðvar þjóð- frelsisherja innfæddra." Nunney segir, að mikill kurr sé i portúgalska flotanum, og fyrir skömmu hafi sjóliðar á ifreigátu til dæmis neitað að 'skjóta á fangelsi, þar sem upp- reisnarmenn voru fyrir. BREZKIR FANGAR VALDA GLUNDROÐA Fangauppreisnir og skemmdarverk í fangelsum hafa valdiö glundroða í brerkum fangelsum að undanförnu. Fangar í níu fangelsum hafa gert uppreisn til að andmæla kjörum sínum. Búizt er við, að uppreisnir verði viðar, að sögn NTB - fréttastofunnar í morgun. Samtök fanga hóta að stofna til þriggja daga „verkfalls” i öllum fangelsum. 1 fangelsi á Wright-eyju var allt með kyrrum kjörum i nótt, en þar urðu mikil átök fyrir nokkrum dögum. Fangar brutu og brenndu i fangelsinu. Brezka stjórnin hefur reynt að ögra föngunum ekki og standa af sér bylgju mótmælaaðgerða i fangelsunum. Innan stjórnarinnar vex þeim hins vegar ásmegin, sem vilja sýna föngum meiri hörku en gert hefur verið, og fangaverðir eru ókyrrir. Nú er sagt, að fangaverðir muni beita meiri hörku i framtið- inni, ef mótmælaaðferðir halda áfram. Atómtilraunin olll fjölda jarðskjálfta Kjarnorkusprengingin á Amchitka-eyju við Alaska olli 22 minni háttar jarð- skjálftumog mörg hundruð dæmi urðu um titring af hennar völdum. Hins vegar kom tilraunin ekki af stað meiri háttar jarðskjálfta- keðju, eins og margir óttuðust. Þetta eru niðurstöður visinda- legra rannsókna á afleiðingum kjarnorkutilraunarinnar, sem var fimm megatonn. Sprengjan var sprengd á 1600 metra dýpi 6. nóvember i fyrra. Hún mældist sjálf 7,00 stig á Richtermæli, en mesti jarðskjálftinn, er hún olli, mældist 3,5 stig. Hann varð 7 sólarhringum eftir sprenginguna en siðasti jarðskjálftinn, sem er rakinn til hennar, varð ekki fyrr en þremur mánuðum siðar. Útlendir atvinnu- morðingjar Erlendur atvinnumorðingi hefur myrt fimm brezka hermenn á einni viku i Noröur-írlandi, að sögn brezka hersins. Brezkur hermaður var skotinn til bana i Belfast i gærkvöldi, og er útlendingurinn álitinn hafa á ferð framið morðið. Frá Astraliu fréttist, að menn þaðan hafi gengið á mála hjá IRA-hreyfingunni i N-Irlandi, og Bretar fullyrða, að talsverður hópur útlendra atvinnumorðingja starfi með IRA. Nyr liðsmaður Nixonhjónin fagna söngvaranum Frank Sinatra, sem hefur löngum veriö demókrati, en ætlar nú aö styöja Nixon. Sinatra er hér aö koma til veizlu, sem Nixon hélt fyrir 300frægt fólk i leiklist. FUNDU FIMMTÁN LEYNILiGAR EITURLYFJA„VERKSMIÐJUR" Tollverðir i Filadelfíu hafa tekið höndum sauma- konu frá Kolumbíu, eftirað þeir höfðu fundið um 80 milljón króna virði af eitur- lyfjum í tösku hennar á flugvellinum þar. Samtimis bárust fréttir um, að lögreglan i Argentinu hafi lagt hald á 46 kilógrömm af hreinu heróini i Buenos Aires i nótt. Þessar aðgerðir eru þáttur i viðtækri herferð gegn eiturlyfja- smygli i Suður-Ameriku og Bandarikjunum. 1 Bóliviu einni hefur lögreglan fundið fimmtán leynilegar rannsóknarstofur, þar sem glæpamenn unnu eiturlyf. Margt manna var handtekið i Perú, Mexikó og Bóliviu. Lögreglan i Argentinu álitur að hún hafi náð nægilegum sönnunargögnum til að handtaka Augusty Joseph nokkurn Ricardo, 61s árs, sem er talinn vera höfuðpaur i eiturlyfjahring, sem nær til alls heims. Ricardo er sem stendur i Paraguay, en Argentinustjórn vill fá hann framseldan, og er lik- legt, að af þvi geti orðið. Þjóðverjar hamast í útgáfu skákbókmennta Útgefendur i Vestur- Þýzkalandi ætla ekki að láta hagnaðinn af skákáhuganum fara fram hjá dyrum sinum. Útgáfufyrirtækið Droe- mer hefur krækt i einkaleyfi á útgáfu bókar júgóslavneska stórmeistarans Gligor- ic um heimsmeistara- einvigið og á hún að vera á markaði i V- Þýzkalandi um 10 dög- um eftir að einviginu lýkur. 25 þúsund eintök veröa þar gefin út til aö byrja meö. Þá kemur einnig út annaö verk, sem tékkneski stórmeist- arinn Ludek Pachmann hefur gert um einvígið og er á vegum útgáfunnar Walter Rau í Diisseldorf. Viku eftir aö einvfg- inu lýkur mun koma á markað bókin „Peöið var eitraö”, sem Peter Beyersdorf hefur tekiö saman hjá útgáfu R. J. Beyer, og verða þar 20 þúsund eintök á feröinni. Loks gefur útgáfa Bertel- manns út bókina „Bobby Fisch- er kennir skák”, meö viöauka um heimsmeistaraeinvigiö i 50 þúsund eintökum. Skák er einnig tefld i Múnchen „utan dagskrár” og hér eru norskir hnefaleikamenn á ferö. Draumur ísraelsmanna rœtist Hrundu sókninni Norður-Vietnamar gerðu i gær ákafa árás á bæinn Quang Tri. Þeirskutu af fallbyssum og siöan gerði fótgöngulið skyndiáhlaup i vari skýja, sem hindruðu loft- árásir bandariskra flugvéia. Suður-Vietnamar hrundu þó áhlaupinu. Draumur stofnenda Israelsrikis hefur rætzt. íbúar eru orönir yfir 3 milljónir. Manntal leiðir nú i ljós, aö ibúarnir eru 3,16 milljónir, þar af eru 466 þúsund ekki gyðingar. Fólk hefur enn bætzt Israels- riki, þrátt fyrir strið og efna- hagsörðugleika. Frá Sovétríkjun- um hafa komið um 30 þúsund á siðasta ári og misstjórn ísraels væntir þess, að slikur fjöldi komi þaðan næstu ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.