Vísir - 31.08.1972, Síða 6

Vísir - 31.08.1972, Síða 6
6 Visir Fimmtudagur 31. ágúst 1972 VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjþrnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (5 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Viðurkennum ei — verjum þó Brezk og irönsk stjórnvöld áttu fyrir réttum tuttugu árum i miklu málaþrasi út af þjóðnýtingu oliulindanna i Iran. Bretar kærðu þjóðnýtinguna ( fyrir alþjóðadómstólnum i Haag. íranir neituðu þá / eins og íslendingar nú að viðurkenna lögsögu dóms-) ins i máli sinu. Þeir létu þó fulltrúa sina mæta fyrir y réttinum til að verja mál sitt. / Dómstóllinn kvað fyrst upp svipaðan lögbannsúr-1 skurð eins og hann hefur nú gert gagnvart Is-ii lendingum, i formi tilmæla, sem málsaðilar eru) ekki skyldir til að fara eftir. Enda fóru íranir ekki y eftir tilmælum dómsins, frekar en við Islendingar hyggjumst nú gera. Siðan úrskurðaði dómurinn eftir nánari athugun, að hann hefði ekki lögsögu i málinu og varð það endanleg niðurstaða. Bretar urðu að sætta sig við, að þjóðnýting irönsku oliulindanna héldi fullu gildi. Þetta dæmi sýnir, að lögbönn þau i formi tilmæla,1 sem alþjóðadómstóllinn lætur frá sér fara i upphafi málarekstrar, gefa ekkert til kynna um það, hvort dómstóllinn telji sig hafa lögsögu i málinu, né held- ur um endanlega niðurstöðu dómsins, ef hann telur sig hafa lögsögu. Þetta dæmi sýnir einnig, að riki þau, sem neita að viðurkenna lögsögu alþjóðadómstólsins i ákveðnum málum, mæta samt fyrir réttinum til að skýra og túlka málstað sinn. Þau telja ekki, að i þvi felist nein viðurkenning á lögsögu dómsins, og sú skoðun er orðin að fastri hefð. íranska dæmið er langt frá þvi að vera eina dæmið um slikt. Vitanlega áttum við að mæta fyrir alþjóðadóm- ( stólnum i sumar. Það nægði ekki að senda ýmis gögn og greinargerðir. Við áttum að hafa þar mál- flutningsmenn, er gætu undirstrikað okkar sterk- /| ustu röksemdir og bent á atriði, sem annars var lik-) legt, að færu framhjá dómurunum. y Of seint er orðið að harma þessi mistök. Hitt skiptir meira máli, að við látum slikt ekki henda aftur, þegar dómstóllinn tekur til athugunar, hvort hann telji sig hafa lögsögu i málinu. Við eigum að gera eins og dómstóllinn hefur boðið okkur — að mæta i Haag i desember og tefla fram röksemdum okkar. Komið hefur fram, að rikisstjórn íslands hefur ekki tekið ákvörðun um þetta atriði. Hún virðist þó frekar hallast að þvi að halda áfram að hunza dóm stólinn algerlega. Þess vegna verða allir þjóðhollir menn að taka höndum saman um að hafa stjórnina ofan af þessari skoðun og fá hana til að senda mál- flutningsmenn til Haag. I slikri málsvörn fyrir dómstólnum felst ekki nokkur minnsti vottur af viðurkenningu á lögsögu hans. Hún getur þar á ofan stuðlað að þvi, að málið dragist svo á langinn, að dómstóllinn treysti sér /i ekki, ef hann telur sig hafa lögsögu, til að kveða upp úrskurð fyrr en eftir stóru hafréttarráðstefnuna 1974, þegar 200 milna efnahagslögsaga fær endan- lega viðurkenningu á alþjóðavettvangi. Sérlega hrapallegt væri, ef islenzk stjórnvöld neituðu að beita skynseminni i þessum málaferlum. 1 Óbreyttir flokksmenn stjórnarflokkanna gætu hindrað slikt með þvi að segja ráðherrunum álit sitt á þessu atriði. Allir skynsamir menn verða að stuðla að þvi, að rétt verði haldið á landhelgismáli okkar á næstu mánuðum. Fkki er hann ..spcnnandi” eöa gæddur kimnigáfu, en þó oröinn „dýrlingur” meirihluta kjósenda Enn „nýr Nixon" á ferðinni: Nixon hefur yfirburði í öllum kjósendahópum Fkki er liann nýtizkulegur, framfarasinnaöur, fastheldinn i skoöunum, „spennandi" persóna, kátur eöa gæddur kimnigáfu að marki, en hann er samt töluverö- ur dýrlingur kjósenda. Þannig gerir tiinaritiö Newswcck grein Ivrir niðurstöðum könnunarinnar á skoöunum bandariskra kjós- enda. Niöurstaöan er: Richard Nixon liefur meirihlutafylgi i öll- iim aöalhópum kjósenda. í öllum aldursflokkum, öllum landshlutum, i öllum helztu at- vinnugreinum, meöal mótmæl- enda og kaþólskra, karla og kvenna...alls staöar er Richard M. Nixon ofan á. Verkafólk styrður Nixon frem- ur en McGovern, frambjóðanda demókrata i hlutfallinu 56:33. Suðurrikjamenn, sem eitt sinn voru forstokkaðir demókratar, nær hvert mannsbarn, styðja Nixon gegn McGovern i hlutfall- inu 64:25. Kaþólskir sem löngum hafa fremur fylgt demókrötum að málum. fylgja nú Nixon 49:39. Jafnvel meðal yngstu kjósenda i aldursflokknum 18-29 ára, er það Nixon, sem hefur vinninginn48:44. Konur tregari en karlar Utan flokka kjósendaur, sem oft ráða úrslitum i forsetakosn- ingum i Bandarikjunum, fylgja Nixon gegn McGovern i hlutfall- inu 60:25. Jafnvel 38% af fólki, sem er skráðir demókratar, fylgja Nixon, þótt McGovern hafi heldur meira þar, sem von er. McGovern hefur aðeins fylgi 4% af skráðum republikönum. Konur styðja Nixon heldur treg- ar en karlar. Þær taka hann þó fram yfir McGovern i hlutfallinu 53:36. Karlar styðja Nixon með 60:28. bessar tölur eru prósentutölur, en það. sem vantar á, að þær séu samanlagt 100, eru áákveðnir kjósendur. Hættir aö tala um „Tricky Dick" Yfirburðir Nixons eru það miklir, að furðu gegnir. Enda kemur i ljós, þegar menn eru spurðir nánar um álit á frambjóð- endum, að imynd Nixons hefur tekið ekki litlum breytingum, frá þvi að hann var kosinn forseti fyr- ir tæpum fjórum árum. Nixon vekur ekki eldmóð, en menn lita á hann sem sæmilega gott öryggistákn. Hann þykir ekki sérstaklega ..snjall', sýna skoðanankannanir, en þó .,a 11- sæmilegur meðalgefinn maður”, sem rétt sé, að haldi áfram stöðu sinni. Menn eru yfirleitt hættir að tala um „Tricky Dick”, hinn brögð- ótta Dick Nixon. Forsetaembætt- ið hefur gert hinum ómann- blendna Nixon kleift að sleppa úr viðjum gamalla ,,synda”, sem kjósendur höfðu eignað honum, refsháttar og harðjaxls i pólitik- inni. Nixon hefur beitt Agnew varaforseta i þau pólitisku ,,skit- verk”, sem hann hefur talið nauð- synleg. Sjálfur hefur hann hlotið llllllllllll Umsjón: Haukur Helgason „aðdáun” meirihluta kjósenda, samkvæmt skoðanaköpnunum. Sem stendur eru likur til þess, að Nixon verði endurkjörinn með svipuðum yfirburðum og Johnson hafði yfir Goldwater árið 1964. Nixon nærri „því bezta" Nixon hefur fylgi 56-57 af hundraði kjósenda, en McGovern 31-37%, samkvæmt þremur könn- unum siðustu vikur. Bilið breikk- aði við Eagleton-málið, þar sem kjósendur töldu sig sjá fákænsku hjá MxGovern, sem valdi sem varaforsetaefni mann, sem hann siðar varð að „sparka”. Nærri helmingur kjósenda (49%) telja Nixon mjög góðan forseta. eða „sem næst þvi, sem forseti getur beztur orðið”. Að- eins 16% telja hann vera mjög slæman forseta. 36 af hverjum 100 telja, að McGovern mundi'verð'a algerlega misheppnaður i forsetaembætti. 26% telja að McGovern yrði fyrir- myndarforseti. Demókrötum munu verða von- brigði. að fylgi varaforsetans um- deild, Spiro Agnew, er miklu meira en ætla mætti af blaða- skrifum. Repúblikanar almennt eru ánægðir með val Agnews i hlutfallinu 4:1, en óflokksbundnir kjósendur samþykkja hann 2:1, og jafnvel meðal demókrata leggja 45:29 blessun sina yfir val hans. Utanferöirnar vinsælastar Helmingur kjósenda segir, að Nixon hafi vaxið i embætti, en fimmtungur segir hann hafa sett ofan i embætti. Hagur forsetans hefur batnað til mikilla muna sið- ustu tólf mánuði. Enda hefur margt gerzt á þvi timabili, sem telst stórtiðindi. Kinaferð Nixons jók mjög vinsældir hans meðai frjálslyndari Bandarikjamanna. Sama má segja um Moskvuför hans og samninga, sem gerðir voru við Sovétmenn á ýmsum sviðum. Verðstöðvunin var einnig talin Nixon til tekna af flestum. Fyrir ári var Nixon i súpu efna- hagsvandræða sem hann er að komast upp úr um þessar mundir. Utanferðir Nixons eru lang vin- sælustu athafnir hans meðal kjós- enda. Um Vietnammálið sýnist sitt hverjum. Helmingur kjós- enda telur, að Nixon hafi gert vel þar, hinn helmmingurinn, að hann hafi ekki gert vel. Engar ágætiseinkunnir i innanlandsmáium Einkunnir forsetans i innan- rikismálum eru hins vegar engar ágætiseinkunnir i augum kjós- enda. Menn eru ekki sérstaklega kátir yfir þróun mála. Nixon naut einkum góðs af baráttumálinu „lög og regla” i kosningunum 1968. En nú telja flestir að honum hafi illa tekizt að stemma stigu við afbrotum. Hinir efnaminni gruna Nixon um að draga taum hinna rikustu i þjóðfélaginu. Mönnum finnst litið koma til að- gerða hans gegn mengunar- vandamálinu. Litil hrifning er yf- ir kynþáttastefnu Nixons, bæði vinstra og hægra megin. Sumir segja, að yfirburðir Nix- onsyfir keppinautinn, McGovern, felist fyrst og fremst i þvi, að meirihlutinn telji McGovern hafa i enn rikari mæli ókosti Richard M. Nixons og kosti hans i minna mæli. McGovern er ekki sérstak- lega vinsæll sem persóna. Hann eriaugum meirihlutans „refur” i stjórnmálum og „öfgamaður”. Hér skal ekki dæmt um, hvort af- staða meirihluta Bandarikja- manna er meira eða minna rök- rétt. En mönnum finnst vist flest- um, að McGovern sé „léleg vasa- útgáfa af Nixon”, þótt ekki sé þar átt við stefnu þeirra, heldur persónurnar.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.