Vísir - 12.09.1972, Side 2

Vísir - 12.09.1972, Side 2
2 Vísir Þriðjudagur 12. september 1972. riSBSPTC: Hafið þér gefið pening i landhelgissjóðinn? Magnús Jónsson, umsjónarmað- ur: Já, þaö hef ég gert. Ég gaf 10 þúsund krónur. Bjarni T. H. Guðmundsson, gjaldkeri: Nei. Ekki ennþá, en það getur vel verið að maður geri það við tækifæri. Þetta er nauð- synlegur sjóður og sjálfsagt að styrkja hann eitthvað. Kolbrún Ingólf sdóttir, hár- greiðsludama: Nei. Ég veit ekki hvort ég gef nokkuð. Ekki svo að skilja að ég hafi eitthvað á móti sjóðnum, en ég held ég láti það vera að gefa nokkra peninga i hann. Hafdis Pálsdóttir, skrifstofu- túlka: Nei. Ég ætla mér nú samt að láta verða úr þvi að gefa eitt- hvað smávegis, 100-200 krónur eða svo. Kristin Halldórsdóttir.húsmóðir: Nei. En ég læt kannski eins og 1000 krónur i sjóðinn seinna meir. Hrönn Pálsdóttir.starfst. í frysti- húsi: Nei. Ég held ég sleppi þvi, Nei, nei, ég er alls ekki á móti sjóðnum og stend auðvitað með Islendingum i landhelgismálinu. ,Hann mun sakna sundlaugarinnar í Laugardalnum mest af ðllu' Rœtt við Sœmund Pálsson lífvörð Bobby Fischers og konu hans Ásgerði Ásgeirsdóttur ..Fischer virðist næstum hafa yfirnáttúrlcga hcyrn. Eitt sinn cr hann var að tefla við Spasski á mcðan á cinviginu stóð, bcið cg ásamt öðrum lögregluþjóni i hcrbcrgi cinu bak við tjöldin. Það var simi i þcssu hcrbcrgi, cn við höfðum lagt yfir hann föt og annað tii þcss að ekki hcyrð- ist i honum cf hann færi að hringja. En allt i cnu kcmur Fischcr inn og spyr hvort ekki sc hægt að taka simann úr sam- bandi, þvi hann sc að hringja. Við gátum ckki heyrt að hann væri að hringja. Við gátum ekki hcyrt að hann væri að hringja, þó að við stæðum við hliðina á honum, en gáðum þó að því og tókum fötin af honutn. Og jú, viti mcnn hann hringdi og Fiseher heyrði það fram i sal, mcðan við heyrðum ckki ncitt.” Þetta sagði Sæmundur Páls- son, lögregluþjónn og lifvörður Bobby Fischers á meðan á ein- viginu stóð, þegar blaðamaður Visis fór i heimsókn til þeirra hjóna á heimili þeirra að Sörla- skjóli 46. Kona Sæmundar er Asgerður Asgeirsdóttir og er hún frá Akureyri, en Sæmundur er Keykvikingur i húð og hár. Þau hjónin eiga fjögur börn, Sigriði sem er elzt og er 13 ára, Hildi sem er 11 ára, Asgeir 7 ára og Theodóru 3 ára. ltað er óneitanlega margt, sem minnir á Fischer þegar komið er inn i stofuna. Á einni hillu er mynd af þeim Fischer og Sæmundi. þar sem þeir snæða á Sælkeranum klukkan þrjú að nóttu, annars staðar er mynd af Fischer einum við skákborðið. Á sófaborðinu liggja bækur um skák og bók um 60 skákir Fischers, sem er gjöf frá honum til Sæmundar og svo bók um skák frá Dr. Euwe. Á borðinu sjálfu er tafl og i einu horni stofunnar eru skiði, gjöf frá Fischer til Sæmundar. Meö árituninni ,,To my mest friend Sæmi from Bobby Fischer” ,,Hann hefur komið hingað oft”, segir Ásgerður. ,,Mér finnst hann ákaflega feiminn, og yfirleitt segir hann litið um sina hagi. Helzt talar hann um skák og þeir Sæmundur hafa teflt hérna saman. Hann talar mjög sjaldan af fyrra bragði, en það gerir hann þó ef hann talar um börnin. Af þeim er hann mjög hrifinn, og yngstu stelpuna tekur hann i fangið og klappar henni og kjassar. En hann er einnig mjög hrifinn af Ásgeiri syni okkar. Þeir hafa teflt sam- an, og þegar hann spilar tennis hérna i KR húsinu, hringir hann i Asgeir og fær hann til sin. — Nú hefur þú boöiö Fischcr i mat. Ukaöi honum vel matur- inn? ,,Já, honum fannst hann mjög góður. Ég gaf honum hrygg og svo fékk hann skyr á eftir. En hann er ákaflega mikill mat- maður og ég held ég hafi aldrei séö mann borða eins mikið. Hann er til dæmis mjög hrifinn af sild og rúgbrauði og er mikið fyrir hollan mat. Til dæmis borðar hann ekki nein sætindi og drekkur aldrei gosdrykki,heldur djús og mjólk. Hann er algjör bindindismaður á vin og áfengi. Hvitan sykur borðar hann heldur aldrei. „Hann getur komið af staö kölkun i æðum”, segir hann, og virðist hafa kynnt sér heilsufræði vel.” — Hvcrs haldiö þið hclzt að Fischcr muni koma til mcö aö Þessi áritun er á titilblaði bók- arinnar um 60 skákir Fischers. En þá bók færði hann Sæmundi að giöf. sakna, þcgar hann heldur hcöan? ..örugglega Sundlaugarinnar i Laugardalnum. Hann mundi sennilega helzt vilja taka hana með sér, og segir hana eina full- komnustu sem hann hefur kom- ið i. Sérstaklega heita kerið.” — Hann hefur teflt viö börn- in?” ,,Já, hann tefldi við þau, og einnig bróðurdóttur mina sem er sex ára gömul. Hann var mjög hrifin af leikni þeirrar litlu, og fannst hún mjög fljót að hugsa.” En hann virðist mjög barngóður, og manni finnst hann vanta að eignast heimili og börn. Enda er það sennilega það sem hann þráir.” — Hvaö finnst honum um island og íslendinga? ,,Hánn er ákaflega þakklátur og honum finnst vib mjög elsku- leg þjóð. En það neikvæða, sem haft hefur verið eftir honum fyrst eftir að hann kom hingað, virðist hann aldrei hafa sagt. Þegar þýtt var fyrir hann það sem stóð i blöðunum, sagði hann: ..Hvernig á ég að geta dæmt land og þjóð svona fljótt.” Hann var ekki sáttur við það sem haft var eftir honum, .og fannst það allt lagt á verri veg- inn.” — Vekur það ckki athygli, þegar fólk sér hann koma i licimsókn til ykkar? ,,Nei. yfirleitt kemur hann það seint, ekki fyrr en klukkan 10 á kvöldin, og þá rétt kikir hann inn. Það er þá kannski aðallega hjá börnunum sem hann vekur athygli.” — Iivaö gerið þið Fischer. Eigiö þiö margt sameiginlegt? ,,Hann vaknar ekki fyrr en klukkan þrjú eða fjögur á dag- inn, og yfirleitt er hann nkkuð lengi að koma sér upp. Hann fer til dæmis i bað á hverjum degi, við leikum tennis, teflum, för- umi gönguferðir um Miðbæinn og ökum um. Stundum spilum við bowling eða förumi sund- laugar og hann fer ekki að sofa fyrr en fjögur eða fimm. Ef hann biður mig um að vekja sig klukkan tvö,þá finnst honum það mjög snemmt. Já, við eigum nokkuð margt sameigin- legt. Við erum báðir iþrótta- menn og reyndar báðir miklir matmenn. Við teflum báðir, og Fischer hefur verið að fara yfir skák með mér. Mér finnst ég hafi bætt mig mikið i skák siðan, og áhuginn hefur aukizt stór- lega. Til dæmis sagði Collin um daginn þegar ég tefldi eina skák, að ég hefði næstum teflt eins og Fischer. — Hefur Fischer engan áhuga á aö fara út aö dansa eða hitta kvcnfólk? „Nei hann hefur ekkert minnzt á það að fara út að dansa. En oft þegar við erum saman einhvers staðar að borða eða annars staðar, þá segir hann og kinkar kolli að ein- hverri stúlkunni: Hún er sæt þessi”, eða ,,'hún er hugguleg þessi”. Ásgerður: ,,En hann er bara svo óttalega feiminn. Hann kom hingað i nýjum gráköfióttum fötum um daginn, og ég bað hann að standa upp og snúa sér i hring fyrir mig svo ég gæti séð hann betur. Ég hélt hann myndi fara alveg i hnút, en hann stóð upp og snéri sér i marga hringi, og spurði hvort hann væri ekki finn....” — Hvaö um framtiðina. Kom- iö þiö til meö aö fara mcð Fiseh- cr út þegar hann fer? „Marshall, lögfræðingur Fischers hefur boðið okkur til New York i þrjár vikur nú þegar Fischer fer og Fischer hefur tal- að mjög mikið i kringum þetta, mjög óbeint. Hann spyr til dæmis: „Hvað mundi frúin segja um þetta”, og þar fram eftir götunum. En systir hans sagði eftir að hún hafði rætt við hann i tvo tima, að hann vildi helzt taka okkur bæði i vasann og fara með okkur. En það mundi verða ákaflega erfitt, við eigum börn á skólaaldri, og kon- an min gæti ekki hugsað sér að búa i Bandarikjunum. En ef hann stæði i einhverri mánaðar- langri keppni, þá væru frekar möguleikar á þvi að hitta hann, Fischer og Sæmundur koma til einvigisins. LESENDUR J|HAFA ORÐIÐ Aðalsteinn Þ. Kjartansson: Mótmœli hlutdrœgum skrifum GF. um einvígið Hvolsvelli 4/9 '72. Hér eru tvær athugasemdir sem gjarnan mættu birtast i „Lesendur hafa orðib” 1. Er ekki möguleiki á að pakka blaðinu öðruvisi i umbúðir tii áskrifenda úti á landi en gert er. Maður kemst yfirleitt i slæmt skap áður en lestur hefst og svo fer allt i kuðl. þegar komið er inn i mitt blað. 2. Spurning til blaðamanns GF. Er ekki Fischer búinn að sanna að hann er sterkasti skák- maður heimsins, eins og GF virð- ist efast um samkvæmt grein i Visi, laugardaginn 2. sept. s.l.? Og i sambandi við þetta vil ég mótmæla jafn hlutdrægum skrif- um og stundum hafa birtzt i Visi um einvigið, þar sem óskað er eftir þvi að Spasski vinni þessa og þessa skák án þessa að tilgreina ástæður. (t.d. vegna Skáksambandsins). Það er eðli- legt að hver og einn eigi sinn upp- áhaldsskákmann og haldi með honum, en það er blaðinu til skammar þegar blaðamenn láta óskhyggju ráða skrifum sinum i það. Að siðustu vil ég þakka b fyrir sérlega skemmtilega skrifaðar greinar um einvigið. (Þrátt fyrir smávegis óskhyggjuskrif). Alli (Aöalbjörn Þ. Kjartansson, Hvollsvelli.) Bobby Fischer sterkasti skókmaður allra tíma GF: Svar GF til Alla: Ég hef aldrei efast um að Bobby Fischer væri sterkasti skákmaður heimsins, eins og Alli vill meina og bendir á einhverja grein, sem ég skrifaði laugardag- inn 2. september til staðfestingar máli sinu. Ekki veit ég hvaða grein Alli á við og væri gaman að hann sendi mér klausuna, til þess að sanna þessar fullyrðingar sinar. Bobby Ficher er að minu áliti sterkasti skákmaður sem uppi hefur verið. Mér koma þessi skrif Alla þvi mjög spánskt fyrir sjónir, þar sem ég hef verið ein- lægur Fischer-aðdáandi um margra ára skeið.Vona ég að Alla sé nú ljóst álit mitt á Fischer... Alli bendir á hlutdræg skrif i sam- bandi við einvigið „þar sem óskað er eftir þvi að Spasski vinni þessa og þessa skák, án þess að tilgrein ástæður” Ég hef aldrei óskað eft- ir þvi „að Spasski ynni þessa og þessa skák." Hins vegar er það staðreynd að i seinnni hluta ein- vigisins sótti hann mjög i sig veð- rið og átti mörgum skákum sterk- ar vinningslikur, þó honum tækist ekki að færa sér þær i nyt. Það hlýtur þvi ab skoðast sem vanmat á Spasski frekar en upphefð að fullyrða ab hann eigi unna skák, sem endar svo með jafntefli! Að lokum vil ég itreka það við Alla að Spasski er ekki minn uppáhalds- skákmaður heldur Bobby Fischer og læt ég svo útrætt um þetta mál. GF HRINGIÐ í síma 86611 KL13-15

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.