Vísir - 20.09.1972, Blaðsíða 3
Visir Miðvikudagur 20. september 1972
3
„AKSTURINN Á
EINSTEFNUNNI
REYNZT VEL"
— segir forstjóri SVR um ferð strœtó
2 minnihóttar óhöpp ó 5 mónuðum
Þeir eru einu bilaruir. sem leyfi hafa fengið til að aka á móti eim
stefnuumferðinni i Aðalstræti.
STÚTUR STÖÐUGT
VIÐ BÍLSTÝRIÐ
— 18 grunaðir teknir í Reykjavík um helgina
— nœr 300 bílar stöðvaðir ó nóttu í leit oð
ölvuðum ökumönnum
„Vagnarnir aka þarna
á annað hundrað ferðir á
dag og hafa gert það i
fimm mánuði. Og allt og
sumt, sem komið hefur
fyrir, eru þessi 2 smá-
vægilegu tilviljanaó-
höpp,” sagði Eirikur Ás-
geirsson, forstjóri SVR,
um reynsluna af akstri
SVR á móti einstefnu-
umferðinni i Aðalstræti.
Þegar SVR var veitt undanþága
til þess að aka frá Túngötu eftir
Aðalstræti á móti einstefnunni,
þótti mörgum sem þar væri stofn-
að til árekstrarhættu, og undan-
þágan var veitt til eins mánaðar
reynslu til að byrja með. Þegar
það gekk óhappalaust, var leyfið
framlengt.
En um siðustu helgi varð
árekstur milli strætó og einkabils
i Aðalstræti, þegar fólksbíllinn
var á leiö af Hótel tslands-planinu
og inn i Aðalstræti. Okurmaður-
inn var með allan hugann bund-
inn við að varast umferðina frá
hægri eftir Aðalstræti og veitti
ekki eftirtekt strætisvagninum,
sem kom frá vinstri, en úr þeirri
átt átti hann sér einskis von.
Þetta var annar áreksturinn,
sem hefur orðið á þessum slóðum
milli strætisvagna og annnarrar
umferðar. Og þeir svartsýnustu,
sem lagzt höfðu gegn þvi, að SVR
yrði veitt undanþága til þess að
aka þarna á móti einstefnuum-
ferðinni, töldu þarna vera að ræt-
ast það sem þeir höfðu séð fyrir.
„Bæði þessi óhöpp voru mjög
smávægileg, enda er umferðin
þarna með þeim hætti, að varla er
að óttast slys, þótt eitthvaö bregði
út af. Menn aka þarna hægt,”
sagði forstjóri SVR, Eirikur As-
MÓTI
HEFUR
í Aðalstrœti.
geirsson, þegar við færðum þetta
i tal við hann.
,,En þótt sumum sýndist þetta
hættuspil, að beina strætisvögn-
unum þarna i gegn, þá var hin
leiðin, sem til greina kom, enn
hættulegri. Að láta vagnana aka
úr Túngötu og inn i Garðastræti,
og svo úr Garðastræti niður
Vesturgötu. Bæði þau horn eru
erfið og einkum er hornið við
Naustið stórhættulegt. Og svo var
eftir að komast úr Vesturgötunni
inn i Hafnarstrætið, og þar var
undantekningarlaust 2-4 minútna
töf, sem munar feikimiklu i svo
mörgum ferðum. Enda bætti þaö
mjög þjónustuna við farþegana,
þegar þessi breyting var gerð.
En það gæti kannski komið til
álita að setja upp stöðvunar-
skyldu við Suðurgötuhornið, og
við Hótel tslands-planið ef þessi
breyting virtist leiða af sér aukna
hættu. En fram til þessa hefur
þetta gengið prýöilega.” sagði
forstjórinn. GP
18 ökumenn voru handteknir af
lögreglunni i Reykjavik um
helgina grunaðir sterklega um að
hafa ekið undir áhrifum áfengis.
Lögreglan hefur hert mjög
eftirlit með umferðinni um
helgarnætur, og undanfarnar
vikur hefur almenna löggæzlan
fengið liðstyrk frá umferöardeild
lögreglunnar. Þrir bilar
mannaðir lögreglumönnum úr
umferðardeild eru á stöðugu
sveimi um göturnar þær nætur,
sem ölvun er mest áberandi.
„Sliku eftirliti verður auövitað
ekki haldið uppi, nema með þvi
að gefa gaum aksturslagi öku-
manna og athuga þá sérstaklega
sem til þess gefa tilefni. Eftirlits-
bilar stöðva kannski um 300 öku-
menn yfir nóttina, og þá er
kannski allt i lagi með obbann af
þeim, þótt þeim hafi orðiö á ein-
hver smáyfirsjón,” sagöi Óskar
Ólason yfirlögregluþjónn.
„En með þessu höfum við haft
hendur i hári margra sem hafa
veriðsviptir ökuréttindum og aka
samt, og svo auðvitað ölvaöra
ökumanna. — Og hinir sem stöð-
vaðir eru skilja það vel hvað i
húfi er. að þeir amast fæstir við
þvi,”
Það fer að veröa erfitt fyrir lög-
regluþjóna að sleppa i gegnum
umferöina ölvaöir undir stýri,
þegar 200-300 bilar eru stöðvaðir á
hverri nóttu, af eftirlitsmönnum.
Það sem af er árinu, hefur lög-
reglan handsamað og kært 623
ökumenn i Reykjavik og næsta
nágrenni fyrir meinta ölvun viö
akstur. A þessum tima i fyrra
voru það 629 ökumenn. — GP
Hver ferðamaður skilur eftir
sig á milli 7 og 8000 kr.
„Við reiknum með að eyðslu-
eyrir hvers ferðamanns, sem
hingað kemur, sé á milli 7 og
8000 þúsund krónur með mat og
uppihaldi og slíku. Þarna er þó
aðcins miðað við aðra farþega
en þá sem koma með skemmti-
ferðaskipum”. Þetta sagði Lúð-
vig Hjáltýsson hjá Ferðamála-
ráði. þcgar blaðið hafði sam-
band við hann, og sagði hann
ennfremur, að stanzlaus aukn-
ing væri á ferðamanna-
straumnum.
Árið 1971 komu 60,719 ferða-
menn til landsins og auk þess
10.665 með skemmtiferða-
skipum. Aðal-ferðamanna-
timinn eru mánuðirnir, mai,
júni, júli, og ágúst og á þeim
tima komu samtals 35.695 far-
þegar með flugvélum, en 998
með skipum Á þessum sama
tima komu á þessu sumri 41.849
farþegar með flugvélum en.951
farþegi með skipum. Með
skemmtiferðaskipum komu
samtals 13.734 farþegar.
Fyrir árið 1971 voru beinar og
óbeinar gjaldeyristekjur 1 mill-
jarður, 232 milljónir króna og
verða þvi nokkru meiri núna að
likindum. Á milli áranna 1970 og
1971 varð aukning ferðamanna-
straums 14,8% og virðist þetta
sifellt aukast.
Ekki taldi Lúðvig, að skák-
mótið hefði haft mikil áhrif á
ferðamannastrauminn, þar sem
það hefði ekki laðað svo marga
túrista til landsins, heldur
blaðamenn og aðra embættis-
menn, sem áhuga hafa á skák.
Ef ferðamönnum fjölgar
stöðugt fer aö verða litið hótel-
pláss, en það eykst þó einnig.
Ný hótel risu i sumar, hótel á
Laugarvatni, Húnavöllum og
Kirkjubæjarklaustri, á Húsavik
verður nýtt hótel tilbúið næsta
sumar og einnig i Stykkis-
hólmi. Viðbót er verið að byggja
við Hótel Höfn á Hornafirði, og
hér i Reykjavik er verið að bæta
við Hótel Holt, og ný hótel-
bygging er i uppsiglingu á
Rauðarárstig.
1 ferðamannastraumnum ber
Bandarikjamenn hæst, þá Þjóð-
verja, Englendinga og Norður-
landabúa.
—EA
BÍLL GERIST
ÞÚFNABANI
Hann lenti út af hinum mjóa og hættulega þjóðvegi þessi bill og
breytti sér allt í einu I liku þúfnabana eða caterpillars, — setti undir sig
hornin og réðst gegn moldarbarðinu af mikilli heift. Sumariö hefur ver-
ið metár i allskyns óhöppum í umferöinni, — og þvi miður hafa mörg
þeirra verið alvarlegri en þetta, þvi hér urðu meiösli mjög óveruleg
sem betur fer. (Ljósm. Magnús Axelsson).
VIÐ SKRIFUM MEST
TIL BANDARÍKJANNA
— en Bandarikjamenn
helmingi meira
Mikill póstur berst frá tslandi
til landa Evrópu, en einna iðn-
astirerum við þó við bréfaskriftir
til Danmerkur. Þaðan fáum viö
einnig gifurlegar póstsendingar,
en af Evrópulöndum ber samt
Stóra-Brctland hæst. Ef svo farið
er út fyrir álfuna og íitið á
Ameriku sést að frá Banda-
rikjunum berast langflest bréf
og póstsendingar, og þangað
virðast einnig flest bréf fara frá
tslandi.
Fjöldi almennra póstsendinga
til Bandarikjanna á árinu 1970
var 346.619, en f jöldi póstsendinga
ifa okkur þó
þaðan og hingað 670,774. Fjöldi
póstsendinga til Danmerkur var
261.768, en frá Danmörku 459.316.
Fjöldi póstsendinga frá Stóra-
Bretlandi var 554.060.
Eftir þeim upplýsingum, sem
blaðið hefur fengið hjá skýrslu-
deild Pósthússins hafa póstsend-
ingar til og frá Danmörku ávallt
verið einna hæstar frá þvi póst-
sendingar hófust, nema aðeins á
striðsárunum. Eftir árið 1971 er
hlutfallið það sama, Danmörk og
Bandarikin ber hæst, og hefur
fjöldi póstsendinga aukizt tals-
vert. — EA