Vísir - 20.09.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 20.09.1972, Blaðsíða 7
Visir Miövikudagur 20. septcmber 1972 cTVlenningarmál Olafur Jónsson skrifar um bókmenntir: í SÁLUFÉLAGI? Hvaö er líkt og hvað ólíkt, hvað sameiginlegt og hvað ber í milli bókmenntanna á Norðurlöndum? Er unnt að tala um sameiginlegar „norrænar bókmenntir", bókmenntalegt samneyti og gagnkvæm áhrif í milli landanna? Eða er sú hug- mynd nafnið tómt, erfða- góss frá öldinni sem leið? I Nordisk tidskrift, timariti sem út er gefið i Sviþjóð á vegum Nor- rænu félaganna, birtast á þriggja ára fresti yfirlitsgreinar um bók- menntir á Norðurlöndum undan- farin ár. Þessar greinar eru siðan gefnar út i dálitlum bókum i ritsafni Norrænu félaganna, hin niunda kom i vor og fjallar um árabilið 1968-70. Það er efalaust að lesendur þessara greina geta haft af þeim umtalsvert gagn, glöggvað sig á straumum og stefnum i bók- menntalifi nágrannaþjóðanna, tekið ábendingum um bækur og höfunda sem vert sé að kynna sér og lesa. En að visu er öldungis óvist hverjum greinarnar gera hvaða gagn. Hér á landi a.m.k. mun Nordisk tidskrift litið þekkt eða lesið rit, og það er svo sem ekki þesslegt að vekja mikla eft- irtekt heldur annars staðar. 1 bókarformi gætu þessar greinar efalaust reynzt nytsamlegar við kennslu meðal annars, hverjum þeim námshópum sem af ein- hverjum ástæðum fást við sam- tiðarbókmenntir. En mér er satt að segja allt ókunnugt um slika eða þvilika notkun þeirra, og minnsta kosti hér á landi munu þetta vera litið þekkt og útbreidd rit. Einasta lifshræring sem stundum verður vart þeirra vegna, ef upphefjast i blöðunum rosknir rithöfundar, sem finnst fram hjá sér gengið, með rex og rekistefnu út af efnisvali i islenzku greinarnar. Sundur og saman. f formálsorðum fyrir þessu kveri drepur Lars-Olof Franzén á sitthvað sem mistekizt hefur i norrænu samstarfi: ekkert varð úr norrænu varnarbandalagi i lok fimmta áratugs aldarinnar, ekk- ert úr norrænu efnahagsbanda- lagi i lok þess sjöunda. En i menningarmálum hafa af- drifarikustu mistökin orðið i skól- unum, segir hann. Norðurlönd eru og verða einangruð hvert frá öðru á meðan mállýzkumunur landanna nægir til að gera menn ólæsa og ótalandi hver á annars mál. Þvi viðhorfi verður aðeins breytt i skólunum. Og meðan slik breyting er ekki orðin verður allt tal um menningarlegt samneyti þjóðanna innantóm mælska. Norðurlönd eru eins og heimur- inn, segir Franzén — sundruð en ekki sameinuð. Og segir það eflaust satt. Fyrst svo er um þau lönd og þjóðir sem nálægust eru og tala náskyld mál, Dan- •mörk, Noreg, Sviþjóð, hvað mun þá um ísland og Finnland á út- kjálkunum? Rannsóknir og ádeila. Það kemur reyndar á daginn af hinum læsilegu greinum i þessu yfirliti norrænna bókmennta 1968- 70 að sitthvað er hliðstætt, ef ekki sameiginlegt, i bókmenntum Norðurlandaþjóðanna, hvað sem gagnkvæmum kynnum og áhrif- um þeirra liður. Ingmar Svend- berg bendir á það i grein sinni um finnskar bókmenntir að svipuð viðhorf og viðfangsefni komi ein- att upp i löndunum á vixl, 3-4-5 ára fresti. En það sem við fyrstu sýn virðist gamalkunnugt ann- arstaðar reynist við nánari kynni hafa breytt merkingu i sinu nýja samhengi, við annars konar bók- menntahefð. „Pólitiska tizkan” i bókmenntunum, likast til fyrst tilkomin iSviþjóð, sem hvarvetna gætir i norrænu bókmenntunum á þessu árabili, reynist þannig æði- breytileg, alls ólik verk og höf- undar sem skipast saman undir hennar merkjum. En vaxandi áhugi á þjóðfélagsmálum og póli- tik, félagslegum rannsóknarefn- um og róttækri ádeilu, er einmitt eitt það sem sameiginlegt sýnist i norrænum bókmenntum undanfarin ár. 1 Sviþjóð hefur „pólitisering” bókmenntanna orðið gleggst, og þar hefur lika hreinn og beinn „dokúmentarismi” náð lengst, svo að margt það markverðasta i bókmenntunum er hreint ekki skáldskapur lengur, heldur sagnfræði, blaðamennska eða bara pólitisk ræðuhöld — sem gerir reyndar minnst til á meðan mikilsháttar höfundar fást við þessi efni. Það er svo annað mál hvernig vinnst að breyta heimin- um og bæta hann með þessu lagi, en svo mikið er vist að bókmennt- ir af þessu tagi, skáldskapur eða annars konar verk, hafa vakið meiri eftirtekt og hljómgrunn á meðal lesenda en margt skáld- skaparverk módernista fyrir að- eins fáum árum. 1 Danmörku sýnist hinn sam- félagslegi og pólitiski áhugi bein- ast i allt aðra átt, inn á við, að sjálfsprófun, rannsókn á mögu- leikum skáldskaparins, máls og hugmynda. Ungar norzkar bók- menntir eru uppteknar af að gera upp sakirnar við sina eigin bók- menntahefð, ryðja rúm nýjum norskum módernisma, sem að svo komnu virðist ekki hafa vakið mikla athygli útifrá. En nóg er fjölbreytni hinna nýju bókmennta að sögn Odds Solumsmoens. Sama sagan i Finnlandi — Ingmar Svedberg lýsir bók- menntum i nánu sambandi við félagslegan veruleika og lesandi almenning. Og Finnar eiga að fagna lágu bókaverði, vaxandi út- breiðslu og áhuga á bókmenntum liflegri bókmenntaumræðu, alveg öfugt við það sem viða annars- staðar gerist á Norðurlöndum. Þar er einatt talað um kreppu i bókagerð og útgáfu, hvað sem bókmenntunum sjálfum liður. I Noregi var fyrir nokkrum árum tekinn upp opinber framfærslu- styrkur innlendra bókmennta, i Sviþjóð hefur undanfarin ár farið fram itarleg opinber rannsókn á stöðu og kjörum bókmennta og bókaútgáfu, og þar hafa rithöf- undar sjálfir hafið eigin forlags- rekstur. Þannig má i þessum greinum lesa sér eitthvað til um hvað sam- eiginlegt sé og hvað sundurleitt i nýlegum norrænum bókmennt- um, og er hér drepið á fátt eitt af þvi tagi. En notagildi greinanna og bókarinnar stafar af þvi að þær benda lesandanum á bækur og höfunda sem vert kann að vera að kynnast nánar, sannindamerki hennar um blómlegt bókmennta- lif á Norðurlöndum eru vitanlega mikilsháttar verk og höfundar sem þar er lýst. Og þar er af mörgu að taka. Fulltrúar hins nýja, eða öllu heldur: hinna nýju módernisma á Norðurlöndum sem bókin lýsir eru t.a.m. jafnólikir höfundar og Inger Christensen i Danmörku, Dag Solstad i Noregi, Per Olov Enquist i Sviþjóð, Pentti Saarikoski i Finnlandi. Þekkjum við þá? Þrjú ár — fimmtán bækur. Og hvernig veljast islenzk nöfn til frásagnar, hvar eru islenzkar bókmenntir og rithöfundar stödd i sálufélagi norrænna samtiðar- bókmennta? Njörður P. Njarðvik velur þann skynsamlega kost i grein sinni um islenzkar bókmenntir að fjalla um tiltölulega fáar bækur og' höfunda, en gera þeim þvi itarlegri skil. Hann getur 15 bóka frá þessum þremur árum. Það er sjálfsagt vandalitið að nefna fleiri bækur og höfunda sem mátt hefði tilgreina i yfirliti sem þessu. En fáir hygg ég að geti fundið að höfundarvali Njarðar til umræðu i greininni. Hann getur þar verka Halldórs Laxness, Thors Vilh jálmssonar, Jakobinu Sigurðardóttur, Svövu Jakobs- dóttur, Þorsteins frá Hamri, Guð- bergs Bergssonar, Jóns úr Vör, Hannesar Péturssonar, Guð- mundar Böðvarssonar, Jóhann- esar úr Kötlum og Stefáns Harðar Grimssonar sem út komu á þess- um árum. Lika er auðvelt að samsinna þvi að meir kveði að skáldsagnagerð en ljóðum á þessu timabili — Njörður gerir skýran greinarmun virkrar „pólitiskrar skáldsögu” og innhverfrar persónulegrar ljóðlistar i bókmenntum samtið- arinnar. Er þessi munur jafn mikill og hann vill vera láta? Allténd þykir mér hann leggja of einhliða áherzlu á hinn pólitiska efnisþátt i skáldsagnagerð seinni ára. Sönnu er nær að undanfarin ár hafi verið fitjað upp á nýrri „formbyltingu” i skáldsagna- gerð, að fremstu skáldverk i lausu máli leitist öll við formlega endurnýjun og endurlausn undan rótgróinni episkri raunsæishefð. Einn þáttur þeirrar endurnýj- unar, en heldur ekki nema einn þáttur af mörgum, er ef bók- menntirnar leita sér fangstaðar með nýjum hætti við þjóðfélags- leg og pólitisk viðfangsefni. Svo NY I.ITTKKATUR I NORDEN 1968-1970, eftir Torben Broström, Njörð P. Njarðvik, Ingmar Svedberg, Odd Solumsmoen, Björn Julén, Rabén & Sjögren, Stockliolm 1972. 117 bls. mikið er vist að pólitiska formúl- an gildir ekki um Kristnihald undir Jökli né heldur um skáldsögur Thors Vilhjálms- sonar. Eða er Guðbergur Bergsson fyrst og fremst „pólitiskur” höfundur? A hinn bóginn er skáldsögum Svövu Jakobsdóttur og Jakobinu Sigurð- ardóttur frá þessum árum, Leigjandanum og Snörunni gert rangt til með einhliða pólitiskri útleggingu þeirra. Þvert á móti má segja að það sé sálfræðilegt og siðferðislegt efni þeirra sem færi sönnur á hina pólitisku ádeilu, veiti henni merkingu og mið. En þar fyrir sýnir grein Njarð- ar, einmitt vegna aðferðar hans að efninu — að draga upp megin- linur, fjalla um verk og höfunda sem mestu skipta — að einnig hér á að skipa bókmenntum og höf- undum sem sóma sér á meðal annarra norrænna bókmennta. ansskóli 15. starfsár. ermanns Kagnars Kennsla hefst 2. október, innritun daglega i sima 82122 — 33222. Barnadans- Táningadans- Samkvœmisdans. Nýtt! Nýtt! Jass dans fyrir börn, unglinga og dömur. Kennari: Iben Sonne Bjarnason kp:nnslustaðir Miðbær, Háaleitisbraut 58- 60. Félagsheimilið Sel- tjarnarnesi, Skúlagata 32. Upplýsingarit liggur frammi i bókabúðum. Njörður P. Njarðvík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.