Vísir - 20.09.1972, Blaðsíða 5
Visir Miövikudagur 20. september 1972
5
í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND I
UMSJON:
HAUKUR HELGASON
Nœrri jafnt um
EBE í Noregi í
síðustu könnun
Enn jafnast metin í
Noregi i baráttunni um
aðild að Efnahagsbanda-
laginu. Samkvæmt síð-
ustu skoðanakönnunum
voru 42 af hundraði fylgj
andi aðild og 46 af hundr-
aði á móti. Stuðnings-
mönnum EBE hefur því
vaxið töluvert fylgi. í
næstu skoðanakönnun á
undan voru 36%
fylgjandi og 42% andvíg.
Ef ekki eru teknir meö þeir,
sem eru óákveðnir, yröu tölurn-
ar nú þannig, að 48% eru með og
52% á móti aðildinni.
Þetta er svo litill munur, að
kjörsókn gæti ráðið úrslitum og
reyndar þyrfti litið að koma til i
áróðri lokasprettsins. svo að
stuðningsmenn yrðu ofan á i
þjóðaratkvæðagreiðslunni um
næstu helgi.
Jafnframt benda allra siðustu
skoðanakannanir i Danmörku
nú til þess, að stuðningsmenn
Efnahagsbandalagsins séu aft-
ur i sókn.
Niðurstöðum skoðanakann-
ana berekki saman. Samkvæmt
skoöanakönnun, sem var gerð
14. september eftir umræður á
danska þinginu um aðildina,
voru stuðningsmenn i nokkrum
meirihluta. 49% voru fylgjandi
aðild en 36% andvigir. 15% voru
óákveðnir. Nokkrum dögum áð-
ur höfðu andstæðingar verið
taldir nær jafn margir og fylgj-
endur samkvæmt annarri könn-
un.
En spurningin i norsku
könnuninni var orðuð þannig:
..Ákveðið er. að Stóra-Bretland
og írland verði aðilar að EBE
frá 1. janúar næstkomandi.
Sennilega gengur Danmörk i
bandalagið samkvæmt
skoðanakönnunum þar. begar
þér hafið þetta i huga. viljið þér
þá eða viljið þér ekki, að Noreg
ur gangi lika i EBE'!"'
Þegar spurningin var orðuð
þannig. sögðust 47 af hundraði
vilja. að Noregur gengi i EBE.
en 46 af hundraði voru andvigir
þvi. Þegar þeir óákveðnu eru
teknir út úr dæminu. yrðu þá
sem næst 50% með og 50% á
móti. prósentubroti fleiri með.
Enn birtast leyniskjölin:
Mao og Chou vildu
semja við Roosevelt
Mao Tse-Tung og Choe
En-Lai buðust til að fara til
Washington og hitta Roose-
velt Bandaríkjaforseta i
janúar 1945, og hefði sá
fundur vafalaust getað
breytt sögu áranna eftir
striðið, þarsem skilaboðum
Kinverjanna var ekki kom-
ið til Roosevelts.
Þessa ákæru ber sagnfræðing-
urinn Barbara Tuchman fram i
grein i bandarisku sagnfræðiriti.
Hún fjallar um, að 27 árum seinna
hafi Nixon loks hitt þessa kin-
versku kommúnistaforingja, og
segir, að upplýsingar um tilboð
kommúnista árið 1945 hafi komið
i ljós i skjölum, sem nýlega voru
birt en höfðu verið leyniskjöl.
Með aðstoð tveggja fyrrverandi
starfsmanna bandarisku utan-
rikisþjónustunnar i Kina kveðst
Barbara Tuchman hafa rakið slóð
orðsendingar kinversku
kommúnistanna til borgarinnnar
Chungking. Hún segir, að Mao og
Chou hafi æskt þess að vera tekn-
ir til fundarins við Roosevelt frá
þeirri borg, sem var höfuðborg
Chiang Kai-Sheks á striðsárunum
Orðsendingunni hafi aldrei verið
komið á leiðarenda. Hún hafi
hvorki borizt forseta Bandarikj-
anna né hermálaráðuneytinu,
nema hvað á hana hafi verið
minnzt óglöggt i öðrum skýrslum.
Bandariski sendiherrann i
Chungking, Patrick Hurley, hafi
haldið orðsendingunni og ekki
skýrt frá henni.
Reyndar hafi Hurley minnzt á
hana siðar i orðsendingu, sem
hann sendi bandarisku stjórninni,
þar sem hann átaldi stjórnina
fyrir starfsemi fulltrúa utanrikis-
ráðuneytisins og Bandarikjahers
i Kina, sem hann sagði, að græfu
undan tilraunum sinum til að
koma á jafnvægi i Kina. Roose-
velt taldi, að Bandarikjunum
bæri að styðja Chiang Kai-Skek
gegn kommúnistum, og taldi sig
hafa fengið vilyrði Stalins fyrir
stuðningi Sovétrikjanna við þá
stefnu. Roosevelt áleit þvi, að
kinverskir kommúnistar mundu
ekki eiga annarra kosta völ en að
semja við Chaing Kai-Shek og
þjóöernissinna.
BÝR SIG UNDIR FRAMBOÐ NÆST
Kennedy hrósar happi yfir að boð fyrir demókrata i forseta-
liafa ekki verið neyddur i fram- kosningunum nú. En hann stefnir
að þvi að fara fram næst, og þvi
berst hann nú af hörku fyrir Mc-
Govern.
I’indiing forsætisráðherra Kahainaeyja
Hiti um sjálf
stœðismálið á
Bahamaeyjum
Frjálslyndi framsóknar-
flokkurinn vann yfirburða-
sigur í þingkosningum á
Bahamaeyjum i gær. Undir
forystu Lynden O. Pindling
forsætisráöherra fékk
flokkurinn einnig umboð
kjósenda til að Bahama-
eyjaryrðu sjálfstætt riki 10.
júli 1973.
Flokkurinn hafði i morgun
fengið 20 þingsæti, en aðal-
stjórnarandstöðuflokkurinn,
þjóðarhrey fingin, aðeins 5.
Stjórnarsinnar virtust mundu fá
að minnsta kosti 28 þingmenn af
38.
Sjálfstæðismálið var mikið
hitamál. Þjóðarhreyfingin barð-
ist gegn sjálfstæði á næsta ári og
óttast, að erlent fjármagn verði
,,hra‘tt burt” af eyjunum. Pind-
ling forsætisráðherra segir, að
fundur verði með eyjaskeggjum
og Bretum i desember og sé ekki
um neina andspyrnu að ræða frá
Bretum gegn þvi, að skorið verði
á seinustu böndin, sem tengja
þessa 700 eyja keðju við brezkt
vald. Bretar ráða enn utanrikis-
málum og hermálum eyjanna.
En foringi stjórnarand-
stæðinga, Wallace-Whitfield,
fyrrum ráðherra, féll i kjördæmi
sinu i höfuðborginni Nassau.
Játor skýrslufölsun um
loftárásir á N-Víetnam
Einn yfirmanna i bandariska
hernuiii játaði i gær, að hann
hefði skrifað falsskýrslur um loft-
árásir á Norður-Vietnam. Yfir-
maður i flughernum i Suður-Viet-
nam, Lavelle hershöfðingi, hefði
skipað sér að gera þetta.
Lavelle var fyrr á árinu rekinn
úr stöðu sinni fyrir að hafa fyrir-
skipað loftárásir á N-Vietnam á
timabilinu frá nóvember i fýrra
til marzmánaðar i ár i trássi við
fyrirmæli Nixons Bandarikja-
forseta.
Alton Slay segist hafa talið, að
Lavelle færi eftir fyrirmælum frá
Washington, er hann falsaði
skjölin.
Hann segist hafa fært i skýrsl-
ur, að „óvinurinn hefði ráðizt á
bandariskar flugvélar”, þótt þvi
hefði ekki verið til að dreifa.
Þingnefnd vinnur að rannsókn
málsins.
Smygla vopnum til að beita á sendiráðin
Félagsskapur „herskárra”
gyðinga segist hafa reynt að
smygla vopnum frá tsrael til
Bandarikjanna og Evrópu og
hefði átt að nota vopnin i hermd-
arvcrkum gegn arabiskum sendi-
ráðum, scm samtökin segja, að
eigi þátt að hermdarverkum gegn
israelsmönnum.
Lögreglan i Jerúsalem hefur
handtekið einn mann vegna til-
éaunar til vopnasmygls, en lög-
reglan reynir að gera sem minnst
úr málinu, að sögn AP-fréttastof-
unnar.
Þó var búizt við, að israelska
lögreglan mundi gera atlögu að
samtökunum.
Tilraunin var gerð eftir atburð-
ina i Miinchen.