Vísir - 20.10.1972, Qupperneq 1
■
Mentamálaráðaneytið
á metið í nefndunum
G2. árg. — Föstudagur 20. október 1972. — 240. tbl.
Menn fá allt að
380 þúsund krónur
fyrir nefndastörf
- sjá bls. 3
Stálu CIA-menn
spútnik Rússa
1958?
— Sjá bls. 5
Þykjustuleikur
með konu í
hjólastólnum?
„Þau eiga mig að”, segir
konan i hjólastólnum i leik-
riti Ninu Bjarkar Árnadóttur
„Fótatak”. Það er hitt fólkið
i leiknum, sem á hana að,
vitjar hennar með áhyggjur
og raunir sinar. Hún er á sin-
um stað, breytist ekki eða
hverfur á burt, því má
treysta. Að leikslokum situr
hún kyrr á sama stað,
hiekkjuð við stólinn. Þau
eigahanaenn að.
Fólkið er kannski bara „að
þykjast”, þegar það læzt
vera svo og svo óhamingju-
samt, og þá er sök hennar sú
að sjá i gegnum þykjustu-
leikinn.
Sjá leikdóm á bls. 7
Örlœtið dugði
til einnar veizlu
Menn hafa það á tilfinning-
unni, að Sile sé einna helzt ,,á
heimsenda”, en það er ekki
lengra frá okkur en svo, að
sjálfur formaður Alþýðu-
bandalagsins er þar i lúxus-
skemmtiferð. Sile býr nefni-
lega við vinstri stjórn, og hún
hefur verið nógu örlát til að
halda „eina veizlu”, en svo
er draumurinn lika búinn.
Sjá föstudagsgrein á bls. 6
Halda tryggð við
gömlu sveitina —
með bílnúmerinu
Sjá Lesendabréf bls. 2
Franski sendiráðs-
maðurinn látinn
Pierre Susini, franski
sendiráðsmaðurinn, sem
hlaut lifshættuleg brunasár i
sprengjuárás Bandarikja-
manna á Hanoi 11. okt„ lézt i
Paris.
Egypzk kona, sem vann
við franska sendiráðið fórst i
sprengjuárásinni, og fjórir
vietnamskir starfsmenn
einnig.
Arthur Watson, ambassa-
dor USA i Paris, var kallaður
á fund franska utanrikisráð-
herrans til að veita viðtöku
mótmælum Frakka vegna
atburðarins, en hann bar
i'rain afsökunarbeiðni
Bandarikjamanna.
Richard Nixon, forseti,
sendi persónulegt bréf til
Pompidou, Frakklandsfor-
seta, þar sem hann harmaði
þennan atburð.
— GP.
Bretarnir grýttu kart-
öflum að Fœreyingum
— sem skóru á landfestar tveggja togara og hröktu þá frá Þórshöfn
Skipverjar á brezka
togaranum Northern Sun
grýttu kartöflum að Þórs-
hafnarbúum um leið og
þeir lögðu frá bryggju í
gærkvöldi. Höfðu
Færeyingar veitt þeim
óbliðar móttökur sem og
togaranum Aldershot,
sem Northern Sun fylgdi
til hafnar í Færeyjum. Nú
er unnið að viðgerð á
Aldershot í Skálafirði.
Von var á togurunum til Þórs-
hafnar um hádegi i gær en þeir
komu ekki fyrr en um kvöldið.
Hafði sigling Aldershot gengið
fremur hægt vegna leka sem
knm að skipinu er það sigldi á
Ægi. Fylgdarskipið kom fyrst
inn og lagðist við oliubryggju.
Mikill mannsöfnuður safnaðist
brátt að togaranum og voru
frændur vorir brúnaþungir, en
höfðust ckki að. Aldershot kom
nokkru siðar og lagðist að fyrir
framan viðgerðarvcrkstæði. Þá
var Færeyingum nóg boðið og
lcystu þeir landfestar jafnóðum
og þær voru festar. Leiddist
þeim að Inkum þófið og skáru
landfestar lausar en togarinn
lagðist utan á Northern Sun.
Mannsöfnuðurinn þyrptist þá
að oliubry ggjunni og brá
sveðjum á landfestar Northern
Sun. híftir að hafa staðið i þessu
stappi i tvær klukkustundir
sigldu brczku togararnir á
brolt. Þegar Northcrn Sun var
kominn út i hafnarkjaftinn sneri
hann aUt i einu við og sigldi
aftur að bryggjunni. Þcytti
hann flautuna ákaft meðan
liann renndi meðfram en skip-
Ánœgðar og
ekki ónœgðar?
Við þorum ekki að fullyrða, að
þessar glaðværu skólastúlkur
séu endilcga úr háskólanum, þó
að þær hafi vcrið á leiðinni það-
an þegar þessi mynd var tekin I
gær. Anægja þeirra og kæti
skýtur lika skokku við þa
óánægju, sem ríkjandi er i há-
skólanum, og raunar fleiri æðri
skólum, vegna námsfjárskerð-
ingar þeirrar, sem um getur i
frétt á bls. 2 i dag.
Eftirlitsskipunum neitað um þjónustu
— segir bœjarstjórinn á Akureyri
„Þaö er ákveðið mál frá minni
hálfu að brezkum eftirlitsskipum
verður neitað um þjónustu sem
óskað cr eftir af hálfu bæjarins.
En það er litiö annað en vatn sem
þau þurfa að kaupa af okkur”,
sagði Bjarni Einarsson bæjar-
stjóri á Akureyri i samtali við
Vísi i morgun.
Bæjarstjórinn sagði að það væri
takmarkað hvað eitt sveitarfélag
gæti gert i þessu máli. Það væri
útilokaðfyrirsig sem bæjarstjóra
að banna oliufélögunum að selja
brezkum skipum oliu eða fyrir-
tækjum i bænum að selja þeim
vistir. „En ég hef gert ráðstafanir
til að fá vineskju um öll brezk
skip sem hingað koma og mun
leggja blátt bann við að eftirlits-
skipum togaranna verði selt
vatn”, sagði Bjarni Einarsson.
Hann kvað það siðan á valdi
bæjarráðs og bæjarstjórnar að
meta þessa ákvörðun sina.
Bjarni sagðist ekki hafa orðið
var við neinn áhuga hjá oliufélög-
unum eða öðrum á þvi að skipta
við brezk skip, en á það hefði ekki
reynt. Brezka eftirlitsskipið sem
kom með tvo veika togarasjó-
menn til Akureyrar á dögunum
fékk afgreitt vatn án vitundar
bæjarstjóra, en slikur atburður
mun ekki endurtaka sig.
Fyrir borgarstjórn Reykjavik-
ur liggur tillaga um að aðstoðar-
skipum landhelgisbrjóta verði
ekki neitt nein þjónusta i
Reykjavikurhöfn. Þá hef-
ur stjórn Alþýðusambandsins
beint þeim tilmælum til allra sem
innan vébanda þess eru, að veita
eftirlitsskipunum enga fyrir-
greiðslu. — SG.
vcrjar hófu mikla kartöfluskot-
lirið á hópinn á bryggjunni. Hélt
togarinn siðan út á eftir
Aldershot og voru skipverjar
liinir ánægðustu aö sjá með
þcssar hernaðaraðgerðir.
„Aldershot hefði strax fengið
viðgerð hér ef ekki hefði verið
vitað um ásiglinguna á Ægi”
sagði ölafur Guðmundsson i
Þórshöfn, þegar Visir ræddi við
liann i inorgun. „Skipin fóru til
Skálafjarðar þar sem nú er
unnið að viðgerð á Aldershot.
Þeir cru ekki vanir neinum hóp-
aögcröum svona á minni
stöðum.” sagði Ólafur enn-
frcmur.
i fyrradag kom brezkur togari
til Þórshafnar vegna bilunar og
l'ékk hann viðgerð án tafar,
enda ekki lengur i gildi bann það
sem iönaöarmenn i Færeyjum
höfðu sett á hrezka landhelgis-
hrjóta. En þegar fréttist um
ásiglinguna var almenningi i
Þórshöfn nóg boðið og greip til
sinna ráða. Skipstjórinn á
Aldershot fullyrti að varðskipið
hef'ði siglt á skip sitt en viður-
kcnni að liafa ekki lilýtt skipun-
um þess um að liifa upp.
Brezkur togarasjómaöur var
lagður inn á sjúkrahúsið i Þórs-
höfn l'yrir skömmu og lét hann
hið be/.ta yfir aflabrögðunum i
landhelginni við island. -SB.
Akstursmenning
á batavegi?
Grcinilegt er, að árekstrum
hefur farið fækkandi undanfarin
dægur. Nú siðasta sólarhringinn
voru þeir aðeins átta og tvo sólar-
hringa þar á undan voru þeir
cllefu hvorn. Þctta cr mikil
brcyting frá þvi sem verið hefur,
þvi þá voru allir sólarhringar yfir
mcðaltali (þrettán)
Beina linan á linuritinu segir
okkur hvernig kúrfan hefði verið
ef um þrettán árekstrar hefðu
orðið á hverjum sólarhring. A
meðan kúrfan, sem sýnir raun-
verulegan áresktrafjölda, heldur
sig fyrir ofan beinu linuna, er
árekstrafjöldi alls meiri en spáð
var. Við getum aftur á móti séð
það á halla kúrfunnar miðað við
beina strikið, hvort áresktrafjöldi
er undir eða yfir meðaltali
ákveðinn sólarhring.
h'jallað er um umferðarmál og
orsakir umferðarslysa i leiðara i
1 nO------1-----1----1_____l____I-----1_____I
r„ 14. ii. io. r. i>. i". 2i