Vísir - 20.10.1972, Page 6

Vísir - 20.10.1972, Page 6
6 Vísir Föstudagur 20. október 1972. vísm Útgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson RitstJÖrnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 22. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 32. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur) Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands i lausasölu kr. 15.00 eintakið. Blaðaprent hf. Nýgrœðingar í akstrí Lögreglustjóri borgarinnar Tel Aviv, sem var staddur hér á þingi lögreglumanna i fyrra, sagðist sjá blasa við i Reykjavik nákvæmlega sama vanda- mál og menn hafa við að glima i heimaborg hans, — umferðina. Hann skýrði ástandið á íslandi og i ísrael á þann hátt, að bæði löndin væru nýgræðingar á sviði bila- umferðar i samanburði við rótgróin bilalönd eins og Bandarikin. í rikjum, þar sem þrir ættliðir hafa vanizt bilaumferð og þörfinni á að taka fullt tillit til hennar, væri athyglisgáfunni meira beitt i umferð- inni en gert er á íslandi og i ísrael. Lögreglustjórinn sagði, að i ísrael hefðu menn ekki fundið nema eina leið til bóta i þessu efni, - fræðslu, almenna umferðarfræðslu og sérdeilis öfluga ökukennslu. Þetta verðist rökrétt sjónarmið, þegar verið að að flýta þróun, sem annars tæki mannsaldra. Það er óhugnanlegt, að við skulum mega búast við um 400 árekstrum i Reykjavik i þessum október- mánuði. Þessi háa tala væri skiljanleg, ef álagið á gatnakerfinu væri jafnmikið hér og það er i stór- borgum erlendis. En nú vill svo til, að umferðar- þunginn er óvenjulitill i Reykjvik og ættum við þvi að búa við mun færri árekstra. Tilviljunin ein ræður þvi, hve margir slasast i þessum 400 árekstrum. í októbermánuðum fyrri ára hafa þeir skipt tugum. Og um langt skeið hafa undantekningarlaust orðið eitt eða tvö dauðaslys i umferðinni i Reykjavik i þessum mánuði. Algengustu árekstrarnir i umferð bilanna eru þrenns konar. Menn virða ekki rétt þeirra, sem koma frá hægri. Menn virða ekki rétt þeirra, sem eru á aðalbraut. Og menn aka beint aftan á næsta bil á undan. Árekstrarnir stafa semsagt af ein- földustu brotum á einföldustu umferðarreglunum. ökumaður verður vitanlega stöðugt að hafa hugann við aksturinn. Hann þarf að vera næmur fyrir umferðinni, skynja hana vel, og vera fljótur að bregðast við óvæntum breytingum. Hann þarf að geta forðazt árekstur, ef annar ökumaður brýtur umferðarreglur.Og hann þarf að taka eftir um- ferðarmerkjum, götuvitum og öðrum leiðbein- ingum i umferðinni. Okkur virðist vera töluvert ábótavant i þessum efnum. Sofandaháttur og kæruleysi virðist vera út- breitt. Það kemur ekki aðeins fram i árekstrunum. heldur einnig i þeim hænublundi, sem margir virðast fá sér, meðan þeir biða eftir grænu ljósi. Lögreglustjórinn i Tel Aviv hefur rétt að mæla. Bilaeign fór ekki að breiðast út hér á landi fyrr en við lok siðari heimsstyrjaldarinnar. Og hún varð ekki almenn fyrr en á nýliðnum áratug. Menn hafa þvi almennt ekki ekið bilum hér nema i 5-25 ár. Við erum nýgræðingar á þessu sviði eins og ísraels- menn. Vonandi batnar athyglisgáfan og umferðin með næstu kynslóð, sem alin er upp við bila frá blautu barnsbeini. En við getum ekki setið með hendur i skauti og beðið eftir þvi. í þessum eina október- mánuði virðast árekstrarnir i Reykjavik ætla að verða um 400 talsins og hið fjárhagslega tjón um 20 milljónir króna. Er þá ótalið það tjón, sem ekki verður mælt i peningum. Við borðum makarín í staðinn fyrir smjðr Menn liafa það á tilfinningunni, þegar minnst er á að fara á heimsenda, að þá sé einna hclzt átt við hið langa land, Sile i Suður- Ameriku, að það sér fjarlægast okkur af ölium iöndum. Bæði er það nú hinumegin á hnettinum og svo stóð það alltaf á siðustu blað- siðu i siðustu landafræðikennslu- hókinni. En þó er það ekki lengra frá okkur en svo, að sjálfur formaður hins islenzka Alþýðubandalags er nú staddur i Sile i lúxus-skemmti- ferð eða til að kynna sér stjórnar- hætti þar, ef eiithvað væri þar, sem innleiða mætti hér á landi. Og það undarlega er, að það var viðeigandi fyrir lslending að skreppa til Sile. Ýmislegt tengir lönd okkar, svo sem það að i báð- um er nú rikjandi nýleg ,,vinstri stjórn”. Hær komust til valda með skömmu millibili, sú si- lenzka haustið 1970, sú islenzka sumarið 1971. Og til þess aö fyrir- byggja allan misskilning skal tekið fram, að stjórnarfarið i Sile hefur ekki verið ,,suður-ame- riskt''. Hað er eina landið i álf- unni. sem á sér langa lýðræðis- lega stjórnarhefð, eins og tiðkast i flestum löndum Evrópu og hér. Vinstri stjórnin i Sile komst til valda i raunverulegum lýðræðis- legum kosningum, þegar kommúnislinn Salvador Allende var kosinn forseti. Hað er ekki nema örskot milli íslands og Sile, siðan vinstri stjórn komst að völdum i báðum löndunum, er þvi sérstök ástæða að reyna að setja sig inn i ástand- ið i Sile. Eru ýmsir þættir i stjórn- málaástandi furðu likir, þó þjóð- félagsátökin i Sile séu öllu dýpra mörkuð. Er lærdómsrikt fyrir okkur að fylgjast með, hvort sem það yrði til hvatningar eða við- vörunar. Ég hef stundum á það drepið i föstudagsgreinum, að þó ég telji aukinn sósialisma þýðingarlaus- an og neikvæðan við okkar að- stæður, þá geti hann vissulega átt við i öðrum aðstæðum, þar sem önnur eðlileg framfara og þróun- arráð brestur. Og hin vaxandi gagnrýnibitra vinstristefna i flestum löndum tel ég að hafi ver- ið jákvæð á ýmsan hátt með brölti sinu, mótmælaaðgerðum og vakningu stjórnmálaáhuga. Hún hefur gert mikið gagn með þvi að stugga við valdi atvinnupóli- tikusa og embættismanna (jafn- vel með skyrslettum), sem voru orðnir værukærir og sjálfumglað- ir i sinni sælu trú. að beiting opin berra valda væri eitthvað, sem kæmi þeim einum eða klikusam- tökum þeirra við, og þær gætu þvi svifið og sofið i skýjum, ofar mannlegu lifi. Ég hef lika áður lýst þvi, að það var orðin pólitisk nauðsyn hér á landi. að vinstri stjórn kæmist til valda. Meðal ástæðna fyrir þvi var útbreitt misrétti sem skapaðist i þjóð- félaginu á kreppuárinu 1958, þegar sildin brást og fiskmarkað- ir hrundu. ennfremur hinn árlegi harmleikur skattaálagningar og loks sú alvarlega þróun, sem hér hefur orðið i átt lil aukins launa- misréltis. Allar þessar ástæður voru lika íyrir hendi i Sile og það i marg- földum madi. Har var vissulega við lýði nógu megnt ranglæti, að valdataka vinstri stjórnar var orðin brýn þjóðfélagsleg nauðsyn, þó að visu geti verið skiptar skoð- anir um, hvaða aðferðum beri að beita við lausn slikra vandamála. En þar við bættist fleira. Alveg II eins og vinstriflokkarnir hér settu landhelgismálið á oddinn, eins gerðu þeir skyld viðfangsefni að höfuðmáli suður i Sile. Það var að gera skyldi upptækar koparnám ur miklar sem bandariskur auð- hringur rak i landinu. Þar greiddi þjóðþingið lika atkvæði i einu ( hljóði, þó menn greindi á um að- íerðirog val heppilegs tima. Kop- arnámurnar voru eins og fiskimið okkar táknrænt dæmi um það. að útlendingar nýttu þýðingarmestu auðlindir landsins. Sumir vildu umhugsunarlaust sparka út- lendingunum út. aðrir fara kæn- iegar að, velja hentugan tima og forðast hnekkinn af refsiaðgerð- um. Og kopar hafði farið lækk- andi á heimsmarkaði og mark- aðsvandamál erfið viðureignar. Þegar vinstri stjórn Allendes komst til valda, var haldin sigur- hátið glæstra vona vona um endi- langt Sile, en það er eitt lengsta riki heims, um 5000 km á lengd. En auk þess bar fagnaðarberg- málið um allan heim i samgleði annarra vinstri manna. Fyrsta vaidaár Allendes i Sile sýndust fegurstu bjartsýnisvonir manna ætla að rætast og jafnvel miklu innleidd. Aldrei höfðu menn upp- lifað slika sældardaga. Svona var nú ,,vinstri-stjórn". En þvi miður, sú sæla stóð að- eins skamma stund. Til þess að geta lifað svona hátt eitt ljúfalifs- ár, hafði Allende nefnilega gripið til þess ráðs að eyða öllum birgð- um úr búrinu, og þar kom að allar byrður og sjóðir urðu tæmd. Innflutningur til Sile jókst á þessu eina ári um 23%. Og það gerðist án þess að nokkur aukinn útllutningur kæmi á móti. Þvert á móti lækkaði koparverð enn á heimsmarkaði. Þegar Allende komst til valda, námu gjaldeyrisvarasjóðir Sile- manna um 400 milljónum dollara. Nú er svo komið eftir nákvæm- Allende var örlátur til einnar veizlu meira en það. Það varð eitt mesta uppgripa- og velsældaár, sem þjóðin hafði þekkt. Allende hóf valdaferil sinn með þvi að hækka laun verkalýðsins i einu stökki um 35%. Og ekki nóg það það, þvi launahækkunin átti að vera ..raunhæf". Henni fylgdi alger verðstöðvun. Það gat auð- vitað ekki komið til greina undir veldi vinstri-stjórnar, að fram- leiðendur veltu bara launahækk- unum jafnóðum yfir i verðlagið. Tilgangurinn með þessum miklu ..raunhæfu" kjarabótum var tvi- þættur, —- að bæta stundarlifskjör almennings og framkvæma félagslegar lilfæringar til aukins jafnaðar. Þessar launahækkanir höfðu nú mjög heillavænleg áhrif i at- vinnulifi Sile. Það kom i ljós að atvinnurekendur stóðust launa- hækkanirnar a.m.k. fyrsta árið vegna þess að með stóraukinni kaupgetu jukust viðskiptin. Nú rann upp hrein gullöld kaupsýslu- stéttarinnar, þvi salan marg- faldaðist. Seti voru ný met i at- vinnulifinu. Atvinnuleysi sem verið hafði útbreitt hvarf, iðnað- arframleiðsla jókst á einu ári um 15% og hagvöxtur þjóðarinnar varð hvorki meira né minna en 8,5%. sem nálgaðist kraftaverka- þjóðfélag. Fátækrahverfi voru rifin og margvisleg félagslöggjöf lega tveggja ára valdatið Allend- es að þessir sjóðir eru gersam- lega þrotnir. Hann hefur siglt þjóðarskútunni svo gersamlega i strand, að hvorki hann né neinir aðrirsjá nokkra leið til að afla út- flutningstekna eða gjaldeyris til að koma þessu i lag. Á þvi heimili er nú allt upp étið og nagað. Meðan átveizlan stóð sem hæst á fyrsta ári, var eytt 317 milljón- um dollurum tilaðkaupa korn frá Argentinu og kjúklinga frá Belgiu og 70 milljónum dollara i skemmtiferðalög til annarra landa. En vélainnflutningur hrapaði um 30% niður i 139 . milljón dollara. Og nú er ekki til gjaldeyrir fyrir hjólbörðum á bila. Sile hefur að visu ekki fullkom- lega verið sjálfu sér nóg um land- búnaðarvörur, en þó litið á vant- að. En nú varðaf vissum orsökum hrapalleg breyting til hins verra. Eiit af stefnumörkum vinstri- manna var að skipta upp stór- jörðum. Það var að visu minna vandamál i Sile en öðrum S- Amerikurikjum, en þó þar sem annars staðar framfaramál. En það er gömul reynsla. ekki sizt úr Sovétrikjunum á sinum tima, að jarðaskiptin geta orðið efnahag rikjanna hættuleg ef óvarlega er

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.