Vísir - 24.10.1972, Side 6
6
Vísir Þriftjudagur 24 október 1972.
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Bitgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Margir eru kóngar
Margir eru stórir i litlu landi. Helzt vildu menn
liklega sigla einir á báti og ráða ferðinni án tillits til
annarra. Hér hefur verið merkilegur fjöldi stjórn-
málaflokka á vinstri væng: Framsókn, Alþýðu-
bandalag, Alþýðuflokkur, Samtök frjálslyndra og
vinstri manna, Kommúnista- eða Sósialistaflokkur
og O-listi. Oftast finnst ekki mikill ágreiningur i
stefnuskrám en þvi hvassari hafa árásir þeirra
verið.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið eina afl stöðug-
leikans i islenzkum stjórnmálum. Menn hafa vitað,
hvað þeir kusu, ef þeir greiddu honum atkvæði. Það
verður ekki sagt um hina flokkana, jafnvel ekki Al-
þýðubandalagið i seinni tið. Kjósendur þeirra hafa
iðulega komizt að raun um, að flokkurinn hafði
hamskipti eftir kosningar. Hann boðaði kjósendum
eitt en gerði allt annað. Gott dæmi um þetta er
stefna rikisstjórnarinnar um þessar mundir, en af
nógu er að taka.
Framsóknarflokkurinn er byggður af gjörólikum
öflum. Flokksforystan hefur það aðalverkefni að
hafa alla armana sæmilega ánægða með þvi að
beita stefnuleysi og hentistefnu þannig, að vin-
sælast sé hverju sinni.
Fáir af kjósendum Framsóknarflokksins munu
treysta sér til að fullyrða, að þeir viti, hvar þeir
hafa flokkinn. í öllum aðalmálum er stefnan á
huldu, en þegar að kosningum liður mun forystan
gripa þau málefni á lofti, sem vinsælust þykja
hverju sinni.
Stefna Samtaka frjálslyndra og vinstri manna er
einnig óljós. Stuðningsmenn Bjarna Guðnasonar við
blaðið Nýtt land svöruðu gagnrýni á skrif blaðsins
á þá lund, að þess væri ekki að vænta, að blaðið
hefði túlkað stefnu flokksins, þvi að menn vissu
ekki, hver stefna flokksins væri.
Á flokksþingi Alþýðubandalagsins var stefnu-
leysi um kennt, hversu flokkurinn hefur lyppazt
niður að undanförnu. Margir báru flokksforystunni
á brýn, að hún hefði ekki sinnt stefnuskrá flokksins.
Alþýðubandalaginu tókst i siðustu kosningum að
fá stuðning þúsunda ungra kjósenda með
svardögum um lýðræðisást og afneitun á Sovét-
rikjunum. Mörgum kjósendum Alþýðubandalagsins
er það ráðgáta hvað flokkurinn vill i utanrikis-
málum.
Allir þessir flokkar boða kjósendum fyrir
kosningar einhvers konar velferð, sem á að
byggjast á auknu rikisvaldi. Stefnuskrár þeirra
hafa með árunum orðið sifellt svipaðri.
Að mörgu leyti virðast rætur þessarar flokka-
skiptingar fólgnar i þvi, að einstakir menn safna um
sig litlum hópi, sem nefnir sig flokk og nær nokkrum
atkvæðum i kosningum með árásum á foringja
hinna hópanna og svikabrigzlum, þótt litið fari fyrir
stefnumun.
Lýðræði byggist á þvi, að menn viti, hvað þeir eru
að kjósa.
Væri ekki ráð, að kjósendur krefðust þess nú
loksins, að fá þann rétt sinn? Þeir gætu knúið þessa
kónga á kálfskinni til að taka af skarið. Ef þeir
beittu sér. Þvi að þeir einir ráða.
Hver einrœðisherrann
sprettur upp af öðrum
Indónesía, Kambódía, Thailand, Filippseyjar og svo loks Kórea
sem er nú í deiglunni .
iiiiiiimii
a®®™
Eftir að hafa á árangursrikan
hátt þaggað niður i vanmáttugri
en þó háværri stjórnarandstöðu i
Suður-Kóreu, búast menn við þvi
að Chung Hee Park, forseti', neytí"
færis til að koma á breytingum a
stjórnarskránni. — Breytingum,
scm geri honum kleift að sitja
áfram að völdum eftir 1975.
Park komst til valda með bylt-
ingu 1961, og er þetta þriðja kjör-
timabilið, sem hann situr að völd-
um. En stjórnarskráin, sem Park
hefur þegar breytt einu sinni,
þrátt fyrir mikla andúð lands-
manna, takmarkar setu eins
manns i forsetastóli við þrjú
fjögurra ára kjörtimabil.
Park verður þvi að vikja úr
embætti 1975, nema eitthvað ann-
að kom til.
Þeir, sem þekkja til málanna i
Suður-Kóreu, létu það þvi ekki
koma flatt upp á sig, þegar Park
á dögunum lýsti þvi yfir, að her-
lög giltu i landinu — þótt það
kæmi mönnum viðast spánskt
fyrir sjónir vegna þess kyrrðar-
ástands, sem rikt hefur i landinu.
Menn sáu i þvi hárnákvæman
pólitiskan útreikning Parks for-
seta, sem hefur átt sér nokkurn
aðdraganda, og var nánast aðeins
Ispurning um, hvenær þessu yrði
i lýst yfir.
Eftir að Park náði með naum-
indum endurkjöri i forsetakosn-
ingunum i fyrra, hefur hann hert
tök sin með þvi að efla leyniþjón-
ustuna, sem er undir stjórn sam-
herja hans og félaga, Hu-rak Lee.
Fjölmiðlar Suður-Kóreu voru
i
Chung Hee Park
stranglega ritskoðaðar og nánast
bannað að nefna einu orði póli-
tiska framtiðarmöguleika Parks.
Eins og einn ritstjórinn komst að
orði. ,,Árið 1975 varð allt i einu al-
gert bannorð.”
Það fóru þvi að renna tvær
grimur á marga, og grunur vakn-
aði um það, að þar hefði ekki fylgt
hugur máli hjá Park, þegar hann
i kosningaslagnum hét þvi, að
þetta yrði hans siðasta kjörtima-
bil sem forseti landsins.
Enda hefði Park vart þurft að
leiða i gildi herlög, ef þær ástæð-
ur, sem hann færði fyrir þvi, eru
réttar. — Blikur á lofti i alþjóða-
málum og viðræður Norður- og
Suður-Kóreu. — Hann þurfti varla
aukin völd til þess að ráða fram
úr þeim málum.
Eftir að hershöfðinginn fyrr-
verandi lýsti yfir neyðarástandi i
landinu i desember i fyrra,
tryggði hann sér enn meiri völd,
en forseti landsins að jafnaði hef-
ur. Forsetinn gat eftir það bannað
eða takmarkað fundarhöld, rit-
skoðað fjölmiðla varðandi ör-
yggismál þjóðarinnar, sett höft á
efnahagslifið, skorið úr þrætum á
launamarkaðnum og breytt fjár-
lögum að eigin geðþótta i öryggis-
skyni.
Þær aðstæður, sem venjulega
liggja til grundvallar þvi, að her-
lög eru leidd i gildi i einhverju
riki, voru hvergi til staðar i
Suður-Kóreu. Enginn stjórnmála-
órói, né heldur félagslegur, eng-
inn efnahagsvandi né ógnanir er-
lendis frá.
Meðan flokkur Parks hafði
öruggan meirihluta i þinginu, og
stjórnarandstaðan margklofin af
innbyrðis togstreitu, mættu laga-
frumvörp Parks og tillögur engri
andspyrnu — nánast varla nokkr-
um andmælum.
Á hinn bóginn hrekkur meiri-
hluti Parks á þingi ekki til þess að
tryggja þá tvo þriðju hluta at-
kvæða, sem þarf til breytinga á
stjórnarskránni — og fjórða kjör-
timabilið getur hann ekki setið,
nema til komi breytingar á henni.
Park valdi þvi að rjúfa þing,
þótt reyndar stjórnarskráin veiti
forseta landsins ekki umboð til
þess.
Hagvöxtur landsins hefur hægt
ögn á sér, eftir mjög öra framþró-
un — en þó blasti við landinu björt
framtið á sviði efnahagsmála. —
Blöðin og stúdentar höfðu hljótt
um sig af ótta við viðurlög her-
laga. — Umfram allt var loks
kominn skriður á viðræður milli
Suður- og Norður-Kóreu, sem
vart hafa talazt við, siðan vopna-
hléð var gert i Kóreustyrjöldinni.
Báðir aðilar höfðu samið um að
forðast allar vopnaðar ögranir.
Hvers vegna þá herlög?
Kunnugir telja eftirfarandi til:
Stjórnarandstöðuflokkurinn eftir
margra ára bitra togstreitu
klofnaði að lokum i tvennt, og
Park ákvað að notfæra sér
sundrungina i herbúðum and-
stæðinga sinna. Yfirlýsing hans
fyrir viku vék m ,a. að þvi, að ekki
væri hægt að treysta stjórnmála-
flokkunum i sameiningarvið-
ræðunum við Norður-Kóreu.
Hann sakaði þá um „eiginhags-
munaskak og spillingu”, og dró
þá til ábyrgðar fyrir „ringulreið
og athafnaleysi” — eins og hann
orðaði það.
1 annan stað telja menn jafn-
framt, að það hafi hvatt Park að
láta til skara skriða, þegar i ljós
kom, hve litil andúð fylgdi i kjöl-
far þess að Ferdinand E. Marcos
forseti leiddi i gildi herlög á
Filipsseyjum og tók sér einræðis-
vald á dögunum.
En jafnauðveldlega og Marcos
komst upp með að taka sér ein-
ræðisvald, þágekk það enn hljóð-
legar fyrir sig hjá Shanom Kitti-
kachorn, forseta Thailands, þeg-
ar hann tók sér einræðisvald i
vor.
Að ekki sé minnzt á umskiptin i
Kambodiu, þegar Sihanouk prins
var velt úr stóli, þar sem sú
stjórnarbylting mæltist nánast
vel fyrir — enda rikti lika einræði
i tið Shianouks.
Þannig virðist sem tiðarandinn
sé ekki svo óhagstæður til valda-
rána um þessar mundir, miðað
við það fjaðrafok, sem fylgdi i
kjölfar þess, að Súkarno
Indónesiuforseta var steypt af
stóli, eða jafnan fylgdi hinum
margtoguðu „stjórnarskiptum” i
S-Amerikurikjunum, og voru þó
stjórnarbyltingar þar nánast
daglegt brauð orðnar. Það var þvi
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
Ferdinand Marcos
enn minna tilefni til að kippa sér
upp við þær.
En Suður-Kórea eins og Suður-
Vietnam, á mikið undir stuðningi
Bandarikjaforseta, og Banda-
rikjaforseti á sitt undir vinsæld-
um kjósenda heima i Banda-
rikjunum sem lita einræðisfyrir-
komulag óhýru auga og stuðning-
ur við einræðisöfl mælist þar illa
fyrir.
Park forseti hefur þvi orðið að
velja sér heppilegt augnablik til
þess að láta til skarar skriða.
Liklegt þykir, að hann hafi vilj-
að notfæra sér hrifninguna um
þessar mundir vegna Norður-
Suður-Kóreu samningana, áður
en hún fjaraði út. Það mál hefur
borið hæst i Kóreu og skyggir á öll
önnur. Nokkrar viðbótar upp-
lýsingar um frekari árangur i
þeim samningagjörðum væru lik-
legar til þess að deyfa ill áhrif af
yfirlýsingu Parks á þriðjudaginn
var.
Park sagði, að rikisstjórn hans
mundi leggja breytingartillögur
að stjórnarskránni fram á föstu-
dag (27. okt.), en mánuði siðar
mundu fara fram umræður um
þær.
Að likindum munu svo verða
haldnar einhverjar málamyndar
forsetakosningar, eftir að
breytingarnar hafa náð fram að
ganga.
Mannaskipti i þessu æðsta
embætti Suður-Kóreu hafa hingað
til aldrei gengið friðsamlega fyrir
sig, og það litur ekki út fyrir, að
sú venja bregðist 1975.
Shanom Kittikachorn