Vísir - 24.10.1972, Page 7
Visir Þriðjudagur 24 október 1972.
7
f IIMIM 1
i SÍÐAN |
Umsjón:
Edda
Andrésdóttir
Fyrír skömmu var
islenzkur stóll, sá fyrsti af
islenzkum húsgögnum,
sendur til gæðamats í
Kaupmannahöfn. Slíkt
hefur ekki verið gert áður,
þó að sennilega sé þess
þörf þar sem bæði fram-
leiðanda og neytanda er
með þvi gert auðveldara
fyrir.
Eftiröllu að dæma virðist
prófun þessi mjög erfið og
ströng, og enginn hluti
viðkomandi húsgagns
sleppur. Allt er mælt og
vegið, vel og vandlega, og
þeir gallar sem finnast
skráðir niður og síðan
sendir framleiðanda
ásamt niðurstöðu
prófsins.
Það ver Sigurður Helgason
húsgagnabólstrari Módel-
húsgagna, sem sendi fyrr-
nefndan stól til frænda okkar i
Danmörku.
„Ég sendi þennan stól til þess
að vita hvar ég stæði og fékk
siðan nákvæm plögg yfir það.
Erlendis, t.d. i Danmörku eru
það opinberir aðilar semfram-
kvæma þessa prófun. Út frá
prófuninni sjálfri er siðan unnið
eftir ákveðnum útkomum vissra
punkta sem fram koma. Fyrir-
tækjunum eru sett þau skilyrði
að lagfæra eftir þessum vissu
punktum og merkjum, siðan er
gæðamerkt. En þau húsgögn,
sem siðar eru unnin, verða
einnig að framfylgja þessum
vissum skilyrðum, og þegar ný
húsgögn koma verður að byggja
á þessum sama grundvelli. Ef
svo kemst á ný notkun á allt öðr-
um grundvallarefnum, þá gildir
þessi sama prófun ekki, en ný
verður að fara fram sem fyrir
tækið sjálft verður að borga.”
Telurðu að fleiri fyrirtæki muni
fara út i það að senda húsgögn
til gæðamats erlendis?
„Það mun aukast já, að fyrir-
tæki sendi húsgögn i mat, þvi að
krafan mun koma frá
neytandanum, þegar hann gerir
sér grein fyrir þvi, hvers virði
það er fyrir hann að hafa við-
komandi húsgagn gæðamerkt.”
„Við getum tekið sem dæmi
atriði úr skýrslu prófunarinnar.
Þar kemur fram að við vissan
þunga, sem látinn er i stólinn,
rýrnar sætispúðinn um 4 mm,
sem ermeiraen eðlilegt er talið.
Astæðan fyrir þvi er sú, að hér-
lendis er ekki fáanlegur
svampur, sem hefur þá mýkt til
að bera, sem til þarf. Sá
svampur er að visu dýrari, en
það er augljóst mál að meiri
Hvers ber að gœta þegar
keypt er húsgagn?
m ■ w W gagnabolstrara
Margs konar núningur mæðir á örmum stóla. Hér er reynt hvort
armarnir eru nægilega sterkir og standast vissar kröfur.
Það eru ekki aöeins tággrannir og léttir sem fá sér sæti í stólun-
um. Hér er reynt hversu mikinn þunga og hversu mikla
hreyfingu sætið þolir. Ef sætið eða sætispúöinn rýrnar eitthvað
við slika athugun, uppfyllir stóllinn ekki þau skilyröi, sem krafizt
er.
gæði kosta meira. öll efni sem
til þarf i húsgögn geta þó verið
mjög misjafnlega mjúk, og það
þýðir það, að það eru oft erfiö-
leikar fyrir hinn almenna
borgara að þekkja i sundur hvað
er hvað. t rauninni er nauðsyn-
legt, að opinber aðili hafi eftirlit
með þvi, hvaða efni eru i hús-
gagninu, sem verið er að selja.
Að minnsta kosti eftirlit með þvi
að upplýsingar fylgi húsgagninu
um það hvernig það er byggt
upp.”
„Það má nefna sem dæmi að
kona ein kemur til seljanda og
sér mjög fallegt sófasett, sem
henni lizt sérstaklega vel á.
Seljandi mælir með þvi að hún
fái sér sæti til þess að athuga
hvernig henni lfki það. En hún
segir aðeins: Mikiö er þetta
fallegt, ég kaupi það bara. Hún
reynir ekki aí> komast að ’þvi,
hvort hluturinn er góöur eða
slæmur, og það er ekki svo vist
að seljandi hafi verið að segja
rétt frá”.
— Nú er mikill verðmunur á
húsgögnum. Hvernig er bezt
fyrir hinn almenna borgara að
átta sig á þvi hver gæðin eru?
„Þegar kaupandinn hefur orðið
almennar upplýsingar um hvað
er i húsgagninu, hvaða stopp er
notað, hvaða gæði af svampi,
hvers konar áklæði og svo fram-
vegis, þá fyrst er hægt aö bera
saman verð. Með hverju sýnis-
horni af áklæði á aö fýlgja
merking, sem gefur upp
lýsingar um það, hvað við-
komandi áklæði þolir mikla
birtu eða mikið ljós, hvaöa efni
eru i þvi, hver slitendingin er og
upplýsingar um heildarþol.
Reyndar er ekki nógu mikið um
að merkingar fylgi, en þá er það
kaupandans að gera kröfur til
þess að fá að sjá þær.”
Styrkleiki er merktur með
tölunum frá 1-8. Ef á
merkingunni stendur frá 5-8
merkir þaðaöeinn liturinn getur
þolað styrkleikann gegn ljósi 5
en svo annar 6, 7,8. Frá 5-8 er til
dæmis mjög góður styrkleiki.
En á þessu átta sig ekki nærri
allir.”
„En hvers vegna er verðmis-
munur geta sumir spurt? Verð-
mismunurinn byggist eingöngu
á misjöfnum styrkieika þeirra
hráefna, sem notuð eru i fram-
leiðslu. Það geta verið misjafn-
lega sterk efni, misjafnlega dýr
eða góð og misjafnlega mikil
vinna lögð i hlutinn.”
„Þetta er ef til vill aðeins per-
sónuleg skoðun, en eftir þvi sem
meiri ull er i efninu er þaö
betra. Hún skapar ákveðna
mýkt og ullaráklæði eru með þvi
bezta. Gerviefni eru ódýrara
hráefni en á hverri merkingu,
sem fylgir með áklæði er gefið
upp hversu mikil ull, eða hversu
mikið gerviefni svo sem ) ayon
eða nylon er i efninu.Gerviefnin
öll taka þó miklu betur lit en t.d.
ullin.”
— Getur það ekki átt sér stað
að fólk fái rangar upplýsingar
um meðferð áklæðis húsgagna?
—Jú, það getur átt sér staö. Til
dæmis i sambandi við það að
þvo áklæði. Má konan þvo spari-
kjólinn sinn og gerir hún það.
Það er mjög varhugavert að þvo
slik ákiæði, en yfirleitt öll efni
má hreinsa, ef óhapp skeður. En
það má þó búast við þvi að
hluturinn muni láta á sjá, t.d.
þar sem púðar eru i sæti en fast
bak, er hætt við litamun eftir
hreinsun.
Ýmsir velta þvi fyrir sér hvort
það borgi sig að láta klæða sófa-
sett eða stóla i stað þess að
kaupa ný húsgögn?
„1 flestum tilfellum borgar
það sig, nema þá að fólk kjósi
frekar að breyta til. Þó eru það
margir sem geta ekki hugsað
sér að sjá af húsgagni, sem
staðið hefur á sinum stað lengi,
það tilheyrir rauninni ákv. hluta
lifsins. En það er ekki einhlitt,
að svarið sé að það borgi sig
alltaf. Það borgar sig til dæmis
ekki með ódýrari gamlar
gerðir. Ef ailt þarf að taka upp
af grindinni i sófasetti, er ekkert
eftir sem er peninganna virði,
það kostar eins mikið að hreinsa
grindina og að fá nýja.”
— Má búast við þvi að eitt-
hvað verði gert til að auka eftir-
lit með þeim húsgögnum sem
seld eru?
„Að þvi er mér skilst, þá er
meiningin að gera eitthvað i
þessum málum sem fyrst, og ég
held að þegar sé farið að athuga
með eftirlit eða gæðamat”.
—EA
Notkun: llúsgagn.
Breidd i cm: 130
Kfni: Blanda: 59% ull, 8% nylon, 33% rayon. Hreint: 100% rayon.
Vöruþungi i g/m2:650 Blöndunargarn: 71% Hreint garn: 29%
Vörn gegn mölflugu: l.itaþol: Algjör varanleg vörn gegn mölflugu
I.jósþol: 5-7
Slitþol: Þurrt: 4-5 (mælikvarði 4-6 Vott: 3-4-móti ljósi 6-8)
Hreinsunaraðferð: Hreinsað með sápuhreinsilegi.
Framleiðandi:
Slíkar merkingar eiga að fylgja áklæði.
Það eru sérstaklega börnin sem hafa gaman af því að rugga sér
fram og aftur á stólunum. 1 prófuninni er það tekið með I
reikninginn og hér sést hvernig farið er að þvi að prófa hversu
mikið stóllinn þolir.
HVERNIG Á AÐ VIÐHALDA LEÐURHÚSGÖGNUM?
Gott leður á húsgagm
þarfnast ekki mikillar umhirðu
að öðru leyti en þvi, að gott er að
þurrka af þvi með mjúkum klút
öðru hvoru. En það skaðar ekki
að taka húsgagnið i gegn einu
sinni á ári.
Þá er gott að þvo leðrið með
klút undnum upp úr sápuvatni,
en það verður að gæta þess að
bleyta leðrið ekki i gegn. Þaö er
ekki þurrkað á eftir, en sápan er
látin þorna inn i leðrið, sem
gefur þvi litla fituhúð. Ef leðrið
verður grátt og matt er það
aðeins sápan, sem veldur þvi,
og hana er hægt að þurrka af
meö þurrum, mjúkum klút.
Sápuvatnið hreinsar að sjálf-
sögðu, en ef einhverjir blettir
erju eftir, má endurtaka þetta
þar sem blettirnir eru. Til þess
að hreinsa sérstaklega óhreina
staði er gott að nota blöndu af
hreinsunar-oliu og vatni, þó
verður að fara varlega með
hreinsunaroliuna.
Eins og flest önnur húsgögn,
hefur sólin oft slæm áhrif á
leðrið. Það þornar upp og
þarfnast sérstakrar meðferðar.
Sólir. brennir upp gúmmi
svampa og nylonsvampa
sem kunna aö vera i t.d. sætis-
púðum. Svampurinn harðnar
upp og teygjan eðileggst. A
þetta einnig við það, þegar fólk
viðrar húsgögnin sin úti i
sólinni.
Til að friska upp á litinn á
leðrinu, er gott aö strjúka það
með soðnu köldu vatni. Þá
verður að gæta vel að þvi að.
járn komist ekki aö leðrinu, þar
sem það getur orsakað bletti.
Krómgarfað skinn þykir þola
betur vatn en annað skinn.
Krómgarfað skinn þekkist á
þvi að ef það er brennt, verður
leðrið grænt á lit.
Þó að ör eða sár sjáist á skinni
merkir það ekki galla i sjálfu
sér. 011 dýr fá einhvern tima á
æfinni ör eða sár, sem setja sin
spor I leðrið. Ef mjög stór
húsgögn eru klædd með leðri, er
oft ekki hægt að komast hjá þvl
að einhvers staðar sjáist ör. Ef
það er ekki mikill lýtir, gerir
það ekki annað en að sanna að
skinnið er gott. Hvort skinnið er
gott sézt bezt á ytra laginu.