Vísir


Vísir - 06.11.1972, Qupperneq 1

Vísir - 06.11.1972, Qupperneq 1
62. árg. — Mánudagur 6. nóvember 1972 — 254 tbl. VEÐUR SAMBÆRILEGT VIÐ FELLIBYL Sjá baksíðu Aukaleikur eða Víkingur meistari? Keppni f meistaraflokki karla á Reykjavíkurmótinu lauk i gærkvöldi, og urðu Vikingur og Valur efst og jöfn að stigum. Hlutu 11 stig hvort félag, en Fram varð i þriðja sæti með 10 stig. Fyrr i mótinu gerðu Vikingur og ÍR jafntefli, en ÍR var með ólöglegan leikmann, svo Vik- ingur gæti fengið bæði stigin með þvi að kæra og þar með hiotið Reykjavikurmeistara- titilinn. Sjá iþróttir iopnu Óorð á þorskinum hér á landi Þorskurinn hefur ekki notið neinna sérstakra vinsælda hjá húsmæðrum hér. Helzt litur út fyrir, að á honum sé. eitthvert óorð. En nóg er af góðum uppskriftum sem sýna, hvernig þorskurinn getur orðið guðafæða og manna. Sjá innsiðu bls: 13. Eftirmaðurinn varð þrœll kerfisins i bandalagsríki íslendinga, Portúgal, vonuðu menn, að andlát einræðisherrans mundi verða til þess að auka frelsið. Eftirmaðurinn reyndi eitthvað til þess. en hann varð þræll kerfisins. Biðin er löng. Sjá bls 6. Teljið þér að landhelgisdeilan sé að snúast okkur í hag? Sjú Vísir spyr bls. 2 Rekstur og fjárreiður íslenzku blaðanna er viðfangsefni menningarsíðu Sjá bls. 7 McGOVERN SÆKIR Á Vaxandi spenna í bandarísku kosningunum McGovern, frambjóðandi demokrata, sem flestir voru farnir að spá jafnvel hrapalegri ósigri en Goldwater hlaut i kosn- ingunum 1964, hefur unnið á siðustu daga. Skoðanakannanir sýná, aö honum hefur tekizt að brúa það mikla bil, sem var milli þess fylgis, sem hann naut, og svo þess gfíurlega fylgis, sem Nixon hefur notið i skoðanakönnunum að undanförnu. Sá dráttur, sem orðið hefur á vopnahléinu i Vietnam, héfur dregið fylgi frá Nixon yfir til McGoverns, sem fullyrðir, að „hugsanlegt friðarsamkomulag i Vietnam sé tóm blekking af hálfu Nixons”. Tvö skoðanakannanafyrirtæki lýstu þvi yfir i gær, að athuganir þeirra leiddu i ljós, að McGovern hefði dregið mjög á núna siðustu dagana — en hvorugt þeirra spáði þó McGovern sigri. — Onnur skoðanakönnunin taldi, að Nixon mundi sigra með minni- háttar yfirburðum, 55% atkvæða eða svo, en ekki eins miklum og Johnson sigraði Goldwater 1964 með 61% atkvæða. Skoðanakannanirnar sýna, að þeir demókratar, sem i upphafi kosningabaráttunnar ætluðu að kjósa repúblikanann Nixon, hafi nú séð aö sér, eftir þvi sem nær hefur dregið kjördegi. Og ætli sér nú að styðja flokksmann sinn. SJABLS. 5. HEIMSÓKNIN Á ENDA Heimsókn Skozku Óperunnar er lokið. Á þessari mynd sjáum við listafólkið kveðja á sfðustu sýningu sinni hérlendis i bráð a.m.k. Bjarnleifur tók þessa mynd, þegar Skotarnir voru kallaðir fram siðasta sinni, en áður hafði þeim verið vel fagnað. Áhorfendur (og áheyrendur) skemmtu sér hið bezta. Breti í hetjuleik í landhelginni Rólegt hefur verið á miðunum undanfarið, nema hvað veðrið hefur gert réttiátum og ranglátum lífið leitt. — Frekar vel hefur gengið að reka land- helgisbrjótana út fyrir linu, en þeir eru ekki allir jafn upplitsdjarfir skipperarnir, þegar þeir eru komnir út fyrir. Skipperinn á Wyre Victory fékk þannig „móral”, þegar hann hafði flúið út fyrir undan varðskipi, að hann laug þvi upp, að varðskip hefði hótað að klippa aftan úr togara sinum, nema hann kæmi sér út fyrir. betta átti aö hafa gerzt á laugardag, en landhelgisgæzlan ber þetta alveg af sér. Varðskip fór nálægt togaranum, en það var aldrei reynt að klippa aftan úr honum, sagði blaöafulltrúi landhelgisgæzlunnar. — VJ Ekkert lögbrot í „hvarfmálinu" Sjá baksíðu ★ Stúlka elti uppi mink Sjá baksíðu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.