Vísir - 06.11.1972, Síða 2
2
Visir. Mánudagur 6. nóvember 1972
Tisutsm:
Teljið þér að landhelgis-
deilan sé að snúast okkur í
hag?
Úlfar Ármannsson, skrif-
stofumaAur. Já, ég held það,
það stefnir allt að þvi. Veðráttan i
vetur verður okkur i hag.
Noregur Grænland, og Færeyjar
eru að tala um að færa út, og
þetta snýst okkur allt i hag.
líinar Gunnarsson, ver/.lunar-
maður. Já, mér i'innst allt benda
til þess. Veðrið i velur hjálpar
mikið til.
I>órður Sigmundsson, nemandi.
Já, ég hugsa það. Þeir eru búnir
að aflétta vörubanninu og vilja
samninga. Þeir eru að gefa eltir.
Asa Kolka, skrifstofustúlka. Já,
alveg örugglega. Ef veðrið
versnar i vetur, þá þurfa þeir
meira á okkar hjálp að halda.
Sigurjón Ingvarsson, lög-
regluþjónn. Hún hlýtur að
gera það. Ef viðræður verða og
ekki verða átök eða misskilningur
út af atburðum sem skeð hafa, þá
liggur það i hlutarins eðli að
deilan snýst okkur i hag. Þetta
endar með fullkomnum sigri
okkar.
Ivar Friðþjófsson, skrifvélavirki.
Já, ég held það. Ég held að þetta
sér frekar i rétta átt. Timinn
vinnur með okkur, við vinnum
með timanum. bjóðir sem
eitthvað eru, vita að við lifum enn
á fiski, eða 80%,svo að þær sjá að
við verðum að gera þetta.
Allt fyrir hreinlœtið
islendingar litu löngum varla á ýmsar fiskafurðir sem matvæli,
og áslandið breytist, en kannski fullhægt.
Frystihúsamenn hafa miklar óœtlanir um
úrbœtur og nýbyggingar til að mœta kröfum
erlendra um hreinlœti, en þetta er dýrt og
tekur tíma. Víða mœtti með minni kostnaði
bœta úr skúk
Víöast hvarvantar mikiö
á, að núgildandi lágmarks-
kröfum um hreinlæti og
búnaö i frystihúsum sé full-
nægt.
Hreinlætis- og búnaðardeild
Fiskmats rikisins hefur fylgzt
með þvi, að settum reglum um
hreinlæti viö fiskvinnslu sé fram-
fylgt. I þvi sambandi hafa öll
frystihús landsins verið skoðuð og
gerðar allnákvæmar skýrslur um
ástand þeirra.
Skjótar framfarir undangeng-
inna áratuga i hverskyns tækni
og visindum hafa gjörbreytt
aðstöðu hins tækiþróaða hluta
mannkynsins til heilnæmis og
heilbrigðis matvælanna.
bessar sömu þjóðir, sem lengst
eru komnar, eru einnig beztu við-
skiptaþjóðir islendinga. Þær gera
okkur þannig kleift að lifa sem
sjálfstæð þjóð þrátt fyrir tima-
bundnar sveiflur i efnahagslifi
okkar.
bær gera sifellt strangari
kröfur til hreinlætis i meðferð
matvæla, sem þær kaupa. Enginn
vafi er. að kröfurnar munu verða
stöðugt strangari i framtiðinni,
el'tir þvi sem tækni fleygir fram.
Lægra þróaðar þjóðir munu
einnig koma á eftir og auka
kröfur sinar.
Meðferð fiskafurða á islandi
hefur að mörgu leyti verið ófull-
nægjandi á þessu sviði. Nú eru
gerðar meiri kröfur, og þvi eru
islendingar i þann veginn að
byrja „stóra stökkið” i þessum
efnum.
Margir hafa gert vel áður, en
viðast hefur skort. í grein þeirri,
sem hér er byggt á, rekur Halldór
Gislason stöðuna, en Halldór
hefur starfað á vegum Fisk-
matsins að þessum málum.
Halldór segir i Fréttabréfi
Fiskmatsins: ,,t starfi minu fyrir
Fiskmat rikisins hef ég frá árs-
byrjun haft beztu möguleg skil-
yrði til að kynnast ástandinu i
hraðfrystihúsunum um land
allt...Þvi miður hefur komið i
ljós, að viðast hvar vantar mikið
á, að ástandið fullnægi nú-
gildandi lágmarkskröfum um
hreinlæti og búnað, hvað þá
hinum væntanlega auknu kröfum
þar að lútandi”.
Halldór getur þess, að i all-
flestum þessum fyrirtækjum séu
nú fyrirhugaðar miklar úrbætur
eða jafnvel nýbyggingar. Viða
séu tilbúnar kostnaðar- og fram-
kvæmdaáætlanir um úrbætur.
Fjármagn liggur ekki á
lausu
Hins vegar liggur enn ekki á
lausu allt það mikla fjármagn,
sem talið er, að þurfi til endur-
bóta og nýbygginga.
Gert er ráð fyrir, að fyrir-
hugaðar framkvæmdir muni að
langmestu leyti verða næstu 4-5
ár.
Ennfremur megi þessar
áætlanir um nýbyggingar og
úrbætur alls ekki verða til þess að
núverandi ástand húsanna fari
versnandi vegna hirðuleysis.
Menn megi ekki hugsa sem svo,
að ekki taki þvi að halda hinu
gamla við, þar eð öllu verði
bjargað með nýbyggingunni eða
fyrirhuguðum úrbótum.
Viða sé einföldum atriðum
ábótavant. Vissulega séu niður-
stöður fyrstu úttektar á ástandinu
þær, að ýmis aðkallandi og
kostnaöarsöm vandamál biði
skjótrar úrlausnar. Þar má nefna
ófullnægjandi húsakost, ryk-
bindingu nærliggjandi umhverfis,
skort á nægu heilnæmu vatni og
ófullnægjandi holræsi.
Þetta er þó aðeins hluti af þvi,
sem lagfæra þarf. Mörg atriði,
sem er ábótavant, mætti lagfæra
án mikilla fjárútláta. Halldór
bendir á atriði eins og óþéttar
hurðir i fiskmóttöku og ófull-
nægjandi snyrtimennsku á lóð
húsanna og við beinakassa.
Ennfremur ófullnægjandi fisk-
þvott, skort á búningsaðstöðu og
slæma umgengi á salernis-
svæðum. Eftirlitsleysi með ýmsu
veigamiklum þáttum er viða
vandamál, svo sem sé eftirlit ekki
nægilegt með persónulegu hrein-
læti og þar af leiðandi verði per-
sónulegt hreinlæti og klæðnaður
starfsfólks ófullnægjandi til að
mæta þeim kröfum, sem eru
gerðar.
—HH
Enn deilt um Daniel
„Sjúklingur,
sem fer til
lœknis ó 6-8
vikna fresti,
hittir kannski
aldrei ó þann
sama tvisvar"
,,Þegar ég leit á forsíðu
Visis miðvikudaginn 1.
nóvemberog sá efstu tilvis-
un vinstra megin, varð ég
alveg undrandi á þeim mis-
skilningi, sem þar blasir
við.
Daniel Danielsson
Það er ekki rétt, að svokölluð
læknadeila hafi endað með upp-
sögn Daniels Danielssonar. Það
er sönnu nær, að þá fyrst hafi
hitnað i kolunum, svo að um mun-
aði, og ef til vill er deilunni ekki
lokið ennþá.
Næsta atriði er laukrétt. Norð-
firðingar eru sannarlega sigur-
vegarar i læknadeilunni á Húsa-
vik. Þeir fagna þvi áreiðanlega að
fá lækni, sem yfir 80 prósent hér-
aðsbúa vottuðu i haust stuðning
og vilja hafa.
Þá kemur i klausunni þessi frá-
leita staðhæfing: ,,en á Húsavik
er ánægja með breytta skipan
mála svo allir virðast vel við
una.”
Þetta er grófur misskilningur.
Fjöldi af Húsvikingum og nær-
sveitamönnum er sáróánægður
með þann hrærigraut, sem nefnd-
ur er nýskipan læknamála og
læknamiðstöð. Frá 30. september
1969 hafa verið tveir yfirlæknar
við sjúkrahúsið, og sá fyrri var
ekki heilt ár. Auk þeirra hafa svo
komið milli 15 og 20 aðrir læknar,
og flestir til stuttrar dvalar . Það
er fræðilegur möguleiki, að sjúkl-
ingur sem þarf að hitta lækni á 6-8
vikna fresti, hitti aldrei á sama
lækninn tvisvar.
Hér verður ekki rakin reynsla
sumra sjúklinga af þessu fyrir-
komulagi, þó af mörgu sé að taka
og ánægjan sé siður en svo allra.
Hvað dómi hæstvirts Hæsta-
réttar viðvikur, þá breytir hann
ekki áliti þeirra manna og
kvenna, sem styðja málstað
Daniels. Það verður að minnsta
kosti að teljast siðferðisréttur,
þegar fámenn nefnd gengur i ber-
högg við ótviræðan vilja alls
þorra héraðsbúa.
t leiðinni má svo geta þess, að
sú marglofaða reglugerð um störf-
lækna hefur ekki heyrzt nefnd og
kjörorðið fallega „Allir i allra
verk” hefur alveg dottið upp fyrir
siðan Daniel Danielsson fór frá
Húsavik.”
Gunnar Karlsson.
„Kommar
vaða uppi"
,,Mér finnst ekki koma nóg
fram, hvernig kommarnir hafa
náð kverkatökum á útvarpi og
sjónvarpi. Ekki veit ég, hvað
fólkið i landinu getur gert til að
stoppa þetta, en hitt er greinilegt,
að alls konar afbakanir og fals-
anir eru bornar á borð fyrir hlust-
endur og áhorfendur.eins og væru
þær heilög sannindi.
Það er vandmeðfarið að fjalla
um hluti sem gerast langt i burtu
og sennilegá verður það alltaf af
einhverjum vanefnum gert. En
illa er komið okkar lýðræðishug-
sjón, þegar fámennt lið eins og
þeir þó eru Alþýðubandalags-
menn, getur ráðið svo miklu. Ég
hefði talið, að eitthvað mætti
treysta á fulltrúa Framsóknar i
útvarpsráði. Ekki held ég, að gert
sé ráð fyrir einveldi formanns út-
varpsráðs, heldur eigi ráðið allt
að fjalla um þetta. Ráðið i heild
sinni á að hafa ábyrgðina, og
hvernig getur sá fulltrúi Fram-
sóknar, sem þykist vera andstæð-
ur kommúnistum kyngt öllu?
Hvaöa leikur er það?”
—
HRINGIÐ í
sima86611
KL13-15