Vísir - 06.11.1972, Síða 5

Vísir - 06.11.1972, Síða 5
Visir. Mánudagur 6. nóvember 1972 AP/IMTB útlöndí morgun útlönd í morgun útlönd UMSJON: HAUKUR HELGASON McGovern sígur á Tvö skoöanakannanafyr- irtæki í Bandaríkjunum lýstu þvi yfir i gær, aö McGovern væri farinn að sækja á i kosningabarátt- unni, og búinn aö brúa aft- ur að miklu leyti þann mikla fylgismun, sem var á milli hans og Nixons. — Hvorugur spáir þó McGov- ern sigri. Fulltrúi annarrar skoðana- könnunarinnar, Daniel Yakelo vich, spáði Nixon þó góðum sigri eða 55% atkvæða, sem er töluvert minna en 61% atkvæða, sem Lyndon B. Johnson hlaut, þegar hann sigraði Barry Goldwater 1964 með þeim mesta mun, sem nokkurn tima hefur fengizt i for- setakosningunum i Bandarikjun- Louis Harris frá Harris-skoð- anakönnuninni vildi engu spá um úrslitin, en taldi.að horfur McGoverns hefðu batnað mjög á undanförnum dögum. Taldi hann, að McGovern, sem skoðanakann- anir höfðu hingað til sýnt, að Mafían myrðir sauðabœndur í Sikiley Rœndi japanskri farþegaþotu og œtlaði til Kúbu Fimmtugur Japani vopnaður skammbyssu rændi Boeing 727 farþega- þotu, sem var í farþega- flugi milli Rokio og Fuku- oka í gær. Um borð i vélinni voru 122 farþegar (að honum meðtöldum) og 6 manna áhöfn. Japaninn faldi sig i snyrtiher- berginu, á meðan flugvélin tók sig á loft af flugvellinum i Tokio, en kom fram eftir nokkra minútna flug, þegar vélin var yfir Nagoya. Fór hann þá fram i til flugstjór- ans, beindi skammbyssu sinni að hnakka hans og krafðist þess, að stefna yrði tekin til Kúbu. En flugstjóranum tókst að sannfæra manninn um, að hann þyrfti flug- þolnari vél til þess að komast til Kúbu, og fékk að lenda aftur i Tokyo. Þegar þangað var komið, hófst margra klukkustunda samninga- stapp milli flugræningjans ann- ars vegar og yfirvalda og flug- félagsins hins vegar. Sagðist flug- ræninginn vera með 14 kg af sprengjum, falin i farangurs- geymslu flugvélarinnar, og gæti hann komið þeim til að springa, hvenær sem hann vildi. Var fallist á að útbúa til Kúbu- flugs fyrir manninn DC-8 þotu, og þvi var lýst yfir við manninn, sem statt og stöðugt harðneitaði að gefast upp, að búið væri að koma 2 milljón dollara lausnargjaldinu fyrir DC-8 þotunni. Lét þá maðurinn farþegana 120 lausa og nokkra af áhöfninni.en hélt eftir sem gislum flugstjóran- um og tveim öðrum. En lögreglunni tókst, dulbúin sem flugvallarstarfsfólk, að yfir- buga manninn, þegar hann ætlaði að skipta um vél. Þá hafði maðurinn haldið flug- vélinni i sinum höndum með ógn- unum i rúma 8 klukkutima. Flugrán hafa verið fátið i Jap- an, en 1970 rændi annar maður flugvél þar og heimtaði, að flogið yrði til Kúbu, en hann náðist, áður en svo langt var komið. í samkeppni Lögreglan hefur fundið tengsl á milli Sikileyjarmafiunnar og fjölda morða, sem frantin hafa verið á löngum tima á miðhluta Sikileyjar. 14 bændur hafa verið myrtir á þvi svæði siðan 1956 og siðasta fórnarlambið fyrir aðeins nokkrum vikum. Hann hét Calo'gero Proietto, 62 ára, og fannst kyrktur á heimili sinu i Capizzi. Lögreglan segir, að svo virðist sem morð þessi stafi af ákafa mafiunnar i að komast yfir viðáttumiklar jarðir og beitihaga á miðri eyjunni. Mafian á stórar hjarðir sauða og þarfnast jarð- anna fyrir afréttir. En þegar bændurnir höfnuðu tilboðum maf- iunnar um kaup á jörðunum, týndu þeir lifinu fyrir. Aöeins þrir menn hafa verið handteknir vegna morðanna, og þeir voru látnir lausir aftur vegna skorts á sönnunargögnum. Lögreglan segist eiga örðugt um vik við að rannsaka málin, vegna þeirrar hefðbundnu þagnar Sikil- eyinga yfir öllu þvi, sem máfian tekur sér fyrir hendur. Nixon mundi hljóta jafnvel enn verri út- reið en Goldwater á sinum tima, mundi jafnvel öðlast möguleika á sigri, þegar nær dragi kosningun- um. Einkanlega, ef Nixon yrði á skyssa á borð við að breyta um snið á kosningabaráttu sinni, og fara að svara McGovern i ræðum. Báðir sérfræðingarnir voru sammála um, að drátturinn á vopnahléssamningunum i Viet- nam hefði dregið úr fylgi Nixons aftur, og styrkt McGovern. Enn- fremur hefði nú McGovern heimt aftur demókrata sem i upphafi hefðu ætlað sér að kjósa republik- anann Nixon, en væru nú að snú- ast hugur, eftir þvi sem kjördag- ur nálgaðist. Skoðanakannanir sýna að McGovern saxar á fylgi Nixons síðustu dagana fyrir kosningar Að þeirra mati mun McGovern bæta stöðu sina enn betur þá daga, spm eftir eru — „nerna eitt- hvað sérstakt komi til i Viet- nam”. En sé Vietnammálið ekki tekið með i reikninginn i þessum vangaveltum, þá beri önnur mál töluvert á góma og hafi áhrif á kjósendur. Eins og t.d. ásakanir McGoverns á hendur Nixon fyrir að standa i of nánu sambandi við auðhringa og fyrir of miklar póli- tiskar njósnir” sbr. Watergate- málið. Þessi mynd var tekin i byggingu Indiánamálastofnunarinnar i Washington, sem Indiánarnir hafa lagt undir sig. — Þeir komu i cinni fylkingu úr vcstur-fylkjunum til þess að mótmæla samnings- rofuni og svikum viðsig og krcfjast leiðréttinga þeirra. Hisaoliuskipið, sem byggt var i Stord-skipasmiðastööinni fyrir Hilmar Reksten-útgcrðarfélagið i Björgvin, var skeytt saman á föstudaginn og kom ekki fram svo mikil sem centimctersskekkja. Framskipið, sem mældist 165 metrar á lengd, var dregið að skuthlutanum, sem var 182 metr- ar á lengd, og soðinn fastur viö hann. Risaoliuskipið er 283.000 tonn, og er það stærsta, sem j byggt hefur verið á Norðurlönd-1 um, en það verður afhent i lok I þessa mánaðar. Bandariskir hcrmenn úr 87. herdeild á framverði við vigstöðvarnar i nágrenni Long Binh-flugvallarins, sem er um 18 milur frá Saigon. Stjórnarhermenn náðu um það leyti, sem þessi mynd var tekin fyrir helgi, á sitt vald aftur þorpi úr höndum Norður-Vietnama, sem voru aðeins 10 milur frá Saigon. B-52 sprengjuflugvélar Banda- rikjamanna flugu til sprengju- árása i öllum fjórum hlutum Indókina i gær og i nótt. — 5.000 tonnum af sprengjum var varpað á Norður-Vietnam, Suður-Viet- nam, Laos og Kambodiu eða á herstyrk og birgðarstöðvar Norð- ur-Vietnama á þessum svæðum. Flugvélarnar fóru 200 árásar- ferðir i gær, og sumar þeirra 180 milur norður i Norður-Vietnam, sem er lengra en flogið hefur ver- ið siðar. i april i sumar. Nyrzta skotmarkið var um 34 milur norður af Vinh, sem er um 66 milur sunnan við 20. breiddar- bauginn, en norður fyrir hann var þó ekki flogið vegna loforðs Nixon Bandarikjaforseta. Hann hefur bannað árásir norður fyrir 20. breiddarbaug, á meðan á samn- ingaviðræðum um vopnahlé stendur. Flugvélarnar vörpuðu sprengj- um á Ho Chi Minh-stiginn i eystri hluta Laos. 200 sprengjuárásir USA í Indókína í gœr Indíánar leggja undir sig opinbera byggingu í Washington 500 Indiánar hafa setið i skrif- stofum Indiánamálastofnunar- innar i Washington siðan á föstu- dagskvöld og neita að hreyfa sig þaðan, fyrr en þeir hafa fengið loforð um einhverjar úrbætur þess misréttis, sem þeir telja frumbyggja Ameriku beitta. „Setuliðið” i skrifstofunum er aðeins hluti stórs hóps, sem fór i mótmælagöngu til Washington i byrjun siðustu viku. Fulltrúar tveggja ráðuneyta hafa setið á stöðugum viðræðum við Indiánana, en ekki tekizt að fá þá til þess að hverfa úr bygging- unni. Indiánunum hefur fundizt viðræðurnar snúast að mestu um að fjarlægja þá af staðnum, en minna um þær úrbætur, sem þeir óska i sinum málefnum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.