Vísir


Vísir - 06.11.1972, Qupperneq 7

Vísir - 06.11.1972, Qupperneq 7
Visir. Mánudagur 6. nóvember 1972 Blöð ó markaði Fyrir nokkrum árum var allmikið rætt um svonefnd- an blaðadauða hérá landi í tilefni af ýmsum reksturs- erfiðleikum dagblaðanna í Reykjavík. Af eiginlegum blaðadauða, eins og gerzt hefur erlendis, höfum við þó aldrei haft að segja: að blöð komist í stórum stíl í rekstursþrot, einnig út- breidd og velvirt ,,stór- blöð", og verði þess vegna að hætta útkomu. En það er á meðal annars að þakka pólitískri líftryggingu is- lenzku blaðanna. A þessum árum var meðal ann- ars talað um að taka blöðin að nokkru leyti á rikisframfæri með þvi að veita stjórnmálaflokkun- um opinbera fjárstyrki til útgáfu þeirra. Ekki varð úr þvi að sinni. En upp úr þessu jók hið opinbera ýmsa fyrirgreiðslu sina fyrir blöðunum, með greiðslum fyrir opinberar auglýsingar, dagskrá útvarps og sjónvarps o.f. og með blaðakaupum til handa ýmsum opinberum stofnunum. Á fjár- lagafrumvarpi i haust eru 13.500 þúsund krónur ætlaðar til þessara blaðakaupa rikissjóðs, og mun það vera óbreytt upphæð frá þeim fjárlögum sem nú eru i gildi. En ennfremur hafa blöðin lengi notið tollfriðinda við pappirskaup og ivilnana i greiðslum fyrir póst- og simaþjónustu o.s.frv. Upplag og afkoma En þrátt fyrir þessar umræður og áhyggjur út af hag blaðanna hefur litið verið rætt og svo sem engar upplýsingar birtar opin- berlega um rekstur og fjárreiður þeirra. Meira að segja fara blöðin einatt sjálf með upplýsingar um upplag sitt eins og fullkomið laun- ungarmál — og ber ekki á öðru en flokksmenn blaðanna, auglýsend- ur og aðrir sem skipta við þau láti sér þetta lynda. En vera má að þetta sé að breytast. Nýlega var t.d. sagt hér i Visi frá meðaltals-upplagi Tim- ans og Visis þá mánuði sem liðnir eru siðan offset-prentun blaðanna hófst, og mun engin ástæða til að rengja þær upplýsingar. En sam- kvæmt þeim hefur upplag Visis verið að meðaltali um það bil 19.000 eintök á dag undanfarið, en Timans 16.500 eintök. Hin blöðin sem hlut eiga að Blaðaprenti koma i mun minna upplagi: Þjóð- viljinn mun um þessar mundir vera prentaður i svo sem 8000 ein- tökum á dag, en Alþýðublaðið 5.500. En um Morgunblaðið hefur verið sagt að upplag þess nálgað- ist nú 40.000 eintök á dag, meðal- upplag þess undanfarið mun hafa verið þvi sem næst 39.500 eintök. Þessar tölur eru fróðlegar, þótt ekki séu til samanburðar nema ótraustar upplýsingar blaðanna sjálfra um upplag þeirra fyrr á árum. Ótvirætt er það að upplag Visis hefur aukizt verulega. Hins vegar er svo að sjá sem upplag Timans og Þjóðviljans hafi staðið i stað á undanförnum árum, og upplag Alþýðublaðsins hefur tvi- mælalaust minnkað. Af upp- lýsingum Morgunblaðsins er svo að sjá sem útbreiðsla þess hafi aukizt alveg jöfnum skrefum um mörg undanfarin ár. Svo mikið er vist að það heldur óskertum sin- um hlut af samanlögðu upplagi blaðanna, svo sem 45% sam- kvæmt þessum tölum, ef yfir- burðir þess hafa ekki beinlinis aukizt undanfarið. Auglýsingar, blaöadauöi, einokun Það væri auðvitað fráleitt að draga af þessum tölum um upp- lag þeirra þá ályktun að Morgun- blaðið sé um það bil helmingi „betra” blað en önnur — þótt Morgunblaðsmenn muni sjálfir hiklaust gera það. En af viðgangi Morgunblaösins má sjá glögga grein þeirrar þróunar sem leiðir til blaðadauða og einokunar eins blaðs á markaössvæði sinu. Ct- breiðsla blaðs tryggir þvi aug- lýsingar, auglýsingatekjurnar gera kleift að stækka blaðið og auka fjölbreytni efnisins og það eykur á ný útbreiðslu þess. Og svo framvegis: aukin útbreiðsla kall- ar á auknar auglýsingar og aukið efni. Annars staðar er talið að svo vel sé þurfi auglýsingar i dag- blaði að nema að minnsta kosti 30% af öllu efpi þess, en megi að visu ekki heldur fara yfir 50% af efninu. Morgunblaðið mun vera eitt um það hér á landi að halda þessu hlutfalli til jafnaðar. Aug- lýsingar i Morgunblaðinu eru a.m.k. 5-6sinnum meiri en i Tim- anum og Visi. Blaðið er um það bil helmingi stærra en næst- stærstu blöðin. Og upplag þess er jafnan um það bil helmingi meira en næstútbreiddasta blaðsins. Fyrri grein eftir Ólaf Jónsson Einhverjum kann að þýkja samanlagt upplag dagblaðanna: nær 90.000 eintök á dag, vera mik- ið. En þvi er til að svara að þetta er ekki meiri blaðanotkun en ger- ist viða i nágrannalöndunum. Blaðanotkun má .t.d mæla i ein- takafjölda dagblaða á hverja 1000 ibúa i landinu, og ganga islenzku blöðin, þannig talið, i svo sem 450 eintökum á 1000 ibúa. Samkvæmt nokkurra ára gömlum tölum var Island i 5ta sæti á meðal þjóöa heims i blaðaneyzlu, með 435 ein- tök á 1000 ibúa, Sviþjóð efst með hlutfallið 500/1000, en Finnland var i 7da sæti með um það bil 400/1000. Eftir, þessum tölum er engin ástæða til að ætla annað en upp- lag islenzku blaðanna geti aukizt á komandi árum frá þvi sem nú er, vegna aukins fólksfjölda i fyrsta lagi, en einnig vegna breyttrar og bættrar tækni i út- gáfu, betri dreifingar blaðanna, og með betra blaðavali, fjöl- breyttari og betri vöru á markaðnum. Markaðsvara og neyzluvenjur En um blaðanotkun i landinu, blaðakaup og neyzluvenjur les- endanna er enn færra vitað en um hag og rekstur þeirra. Satt að segja er alls engin áreiðanleg vit- neskja til um þessi efni. Um þessa hluti má samt spyrja einfaldra spurninga sem auðvelt ætti að vera að fá svör við. Kaupa menn að jafnaði eitt eða tvö eða þrjú blöð á dag? Af hverju ræðst blaðaval kaupenda, flokks-póli- tiskum ástæðum eða einhverjum öðrum? Hvað lesa menn i blöðun- um, hvaða lesendur lesa hvaða efni öðru fremur. Eða lesa menn blöðin að jafnaði frá orði til orðs, frá fréttasiðum um forustugrein- ar og annað alvörugefið greina- efni aftur i framhaldssögur og velvakendur blaðanna? Nýlegar athuganir á dreifingu bóka hér á landi benda til aö les- endahópurinn sé i raun og veru sundraður i tvo furðu-skýrt að- greinda félagshópa sem fátt eigi sameiginlegt. Er nokkur ásætða til að ætla að blaðalesendum sé öðruvisi farið? En oft og einatt viröast blöðin að visu samin méð einhvers konar alætu á efni þeirra sér i lagi i huga. Af þvi sem þegar hefur verið rakið má vera ljóst að yfirburðir Morgunblaðsins á blaðamark- aðnum eru slikir að það er alls- endis óliklegt að þeim verði hnekkt i bráð af samkeppni hinna blaðanna. Það má þvi ætla að sú samkeppni sem er á milli blað- anan beinist sér i lagi aö þvi að ná sæti sem ,,annað blað” lands- manna, næst á eftir Morgunblað- inu. Getgátur — engin vitneskja Fátt eða alls ekkert er sem sagt vitaö um neyzluvenjur á blaða- markaðnum, blaðakaup og blaða- notkun hér á landi, það verða þvi auðvitað ekki nema getgátur ef sagt er að alsiða sé að kaupa a.m.k. tvö blöð á heimili, en blöð sin velji menn i fyrsta lagi af póli- tiskum ástæðum. Samt má segja svo, að gamni, að menn kaupi að öllum jafnaði tvö blöð, sitt „eigið” flokksblað i fyrsta lagi, en i öðru lagi að jafnaði eitthvert málgagn andstæðinga i stjórnmálum. Sá upplag Morgunblaðsins raunverulega rétt tilgreint nær þvi 40.000 eintök á dag er það a.m.k. liklegt, að markaður þess sé nú um það bil mettaður, upplag þess komið i hugsanlegt hámark. Það má hins vegar ætla að Alþýðublaðið, Timinn og Þjóð- vikjinn keppi sér i lagi um kaup þeirra lesenda sem af pólitiskum ástæðum kaupa „i fyrsta lagi” Morgunblaðið eins og að ofan segir. En trúlegt er að þeir sem af póiitiskum ástæðum velja Alþýðublaðið, Timann eða Þjóð- vikjann sem „fyrsta blað” kaupi að jafnaði Morgunblaöið i öðru lagi vegna stærðar og efnismagns þess og annarra yfirburöa, og e.t.v. að einhverju leyti Visi. Og liklegt er að sem siðdegisblað njóti Visir kaupa sem „þriðja” blað i meiri mæli en hin blöðin. Sjálfsagt má bollaleggja nánar um hag og framavonir blaðanna við þessar samkeppnis-aðstæður. Þessar getgátur um aðstöðu blaö- anna veita t.a.m. skýringu á þvi' hvers vegna Alþýðublaðiö eigi svo bratt að sækja á blaöa- markaðnum, eins og stjórn og stjórnarandstöðu hefur verið háttað undanfarin ár. Hvort held- ur sem málgagn stjórnar eða stjórnarandstöðu hverfur það i skugga Morgunblaösins, en vikur bæöi fyrir .Timanum og Þjóðvilj- anum i vali um „annað blað” ásamt þvi. Af minni blöðunum viröist Visir einn hafa átt veru- legum viögangi, auknu upplagi að fagna undanfarin ár. Stafar það af þvi aö blaðinu hafi að einhverju leyti auðnazt að rjúfa hefðbund- inn pólitiskan „vitahring” blaða- markaðarins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.