Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 7

Vísir - 23.12.1972, Blaðsíða 7
Yisir. Laugardagur 2:i. desember 1972 7 cyMenningarmál Ólafur Jónsson skrifar um bókmenntir: í BRJÓSTI ÞJÓÐARINNAR Halldór Laxness: AFSKALDUM ilannes Pétursson valdi efniö. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1972. 209 bls. Og þvi má aldrei gleyma að það er ekki bókin, stór eða litil, sem ræður úrslit- um um það hvort skáld er gott, heldur þau fáu stef úr bókinni, venjulega örstutt, sem lifa i brjósti þjóðarinn- ar þegar timar liða, segir Halldór Laxness i grein um Steingrím Thorsteinsson frá 1962, Skáld tveggja svana. Það er auðvitað álitaefni eins og annað hvort þessi ummæli lýsi raunhæfum mælikvarða á skáld- skap, allan skáldskap, eða hversu vel hann eigi við kvæði Stein- grims Thorsteinssonar sér i lagi. Hvað sem þvi liður lýsa þessi lokaorð greinasafnsins Af skáld- um skoðun og viðhorfi sem þrá- faldlega kemur upp hjá Halldóri, allt frá hans fyrstu greinum um skáld og skáldskap, og reynist t.a.m. i bók hans um skáld- snillinginn Ólaf Kárason Ljósvik- ing hinzti mælikvarði á gildi skáldskapar. Það sker úr um kvæði hvort það lifir af i hug og á vörum þjóðarinnar. Þjóðlíf og skáldskapur Þetta er i verunni ekki skoðun á skáldskap — heldur á fólki. Skáldið talar fyrir munn þjóðar sinnar, og i brjósti hennar eiga orð hans sinn rétta hljómgrunn, það sem varanlegt er i verki hans verður eign allrar þjóðarinnar, höfundlaust. En ef skáldskapur á að ,,lifa i brjósti þjóðarinnar” verður „þjóðin” að hafa brjóst fyrir skáldskap. Heimsljós er ekki „saga islenzka alþýðu- skáldsins” heldur bók um skáld- snilling og snilligáfuna sjálfa. En jafnharðan felur verkið i sér veg- sömun islenzkra alþýðuskálda um þúsund ár, alþýðlegs bók- menntaáhuga, skáldskapar- ástriðu með þjóðinni. Halldór hef- ur i lslendingaspjalli, og viðar sjálfur borið vitni um þjóðlega „akademiu” sveitarinnar, sveitakarla og kerlinga, sem hinu eina sanna skáldaskóla á Islandi. I þessari bók kemur hið sama við- horf upp t.a,m. i ritfregn um tvö þingeysk skáld, frá 1939, og af- mælisgrein um Guðmund Böðvarsson á Kirkjubóli, 1954: „En hvar hefðu höfundar fornbókmennta vorra verið á vegi staddir, og hvar islenzk stórskáld i embættismannastétt á 19du öld, hefðu ekki staðið að baki þeim ótal fátækir menn sem ekki að- eins héldu á loft ótæmandi sagna- fróðleik, heldur sáu veröldina og mannlega tilveru i ljósi skáld- skapar...fólk sem mat sögur og kvæði mest lifsgæða hér á jörð, lifði og dó með fræði á vörum. Hjalið um litil og stór skáld er að þvi leyti blekking að skáld- skapurinn er i sjálfu sér stór, og sá sem temur sér að sjá veruleik- ann i skáldskap og skáldskap i veruleikanum hefur eignast stór sjónarmið i lifinu, hin stóru sjónarmið lifsins”. Bókmenntirnar, iðkun bók- mennta er uppistaðan i islenzkri rnenningu frá öndverðu og fram á þennan dag. Það eru bók- menntirnar sem gætt hafa þjóð- lifið og menninguna hinum stóru sjónarmiðum — en án þeirra hefði mannlif hér drabbazt niður i verstöð og koti. Og þessi arfur, samhengi þessarar sögu gerir i raun réttri siðferðislega kröfu til þjóðarinnar nú á dögum og til skálda hennar: „Þann dag sem skáldskapur á Islandi fer að verða sérfræðinga- vinna af þvi tagi sem aðeins skir- skotar til sérfræðinga, án lifræns sambands við þjóðina, þá er hætt við að sú almenn arfleifð ljóðs og sögu sem verið hefur sérgrein Is- lendinga sé öll — og þá væntan- lega eitthvað annað og betra komið i staðinn”. Endurlausn eða bylting I hinni löngu ritgerð um Hallgrim Pétursson, Inngangi að Passiusálmum, er ýtarlegast lýst þessari hugmynd eða kenningu um samsömun skálds og þjóðar, skáldskapar og þjóðlifsins. Sagn- fræðin um Hallgrim Pétursson: hinn efnaða vegsæla skáldprest og heldrimenn sinnar tiðar (sbr. ritgerð Sigurðar Nordals um efn- ið) það er eitt. Annað er sú mynd sem þjóðin hefur sjálf gert sér af skáldinu, segir Halldór, hinum likþráa beiningamanni — og AF SKÁLDUM HALLDÓR LAXNESS heimslystarskáldi: þeim Hallgrimi samsamaðist hún svo rækilega að erfitt er að sjá hvar höfundur Passisálma endar og þjóðin tekur við, segir hann. Og yrkisefni Hallgrims — það er þjóðlifið, þjóðin sjálf: „Það er engum vafa bundið að i goðsögninni um Jesú er á meira eða minna táknræna visu falin túlkun aldarinnar á manninum sjálfum, þ.e.a.s. i guðinum Jesú felst fyrst og fremst mannsmynd timanna, harmleikur þeirra er saman dreginn i þessari guðdómspersónu..Þar sem hinn reiði Drottinn dómsins, ásamt framkvæmdavaldi sinu, Djöflin- um, er spegill og tákn stjórnar- farsins, þá er jesúsinn tákn manneðlisins. I tárum hans græt- ur almúginn hlutskipti sitt, blóð hans táknar kvöl fólksins, i kross- festingu hans er falin uppgjöf þess gagnvart hinu fjandsamlega þjóðskipulagi einveldis og aðals, i dauða hans, dauða þess sjálfs, eygir það lausn sina. 1 hinu ömur- lega gervi Jesú birtist hlutskipti mannanna og takmark. I dýrkun hans fær virðingin útrás fyrir hin- um djúpsettustu og ódauðlegustu eigindum mannsins”. 1 þeim skllningi skáldskapar sem hér er lýst er öðrum þræði falin krafa um þjóðfélagslega hlutdeild b ók m en n ta nn a , byltingarsinnaðar bókmenntir, efnislega, ef ekki i formi. Hug- myndin um endurlausn mannsins i sálmakveðskap 17du aldar sam- svarar á okkar dögum hugsjón- inni um byltingu hins úrætta þjóð- lelags, segir hér. En aðeins öðrum þræði. Á nákvæmlega sama skilningi bókmennta og á samhengi þjóðlifs og skáld- skaparins, má reisa ihaldssama bókmenntaskoðun — sem allt leggur upp úr eilifum og ófor- gengilegum verðmætum skáld- skapar, efni hans og formi. En eitt er samt og jafnt hvernig sem menn vilja „túlka” eða „ráða” hvert og eitt skáldskapar- verk: krafan um listræna full- komnun verksins. „Fegurðin er sjálfstæð höfuðskepna, hún er takmark”, sagði Halldór i rit- dómi um Fögru veröld Tómasar Guðmundssonar, 1933, eins og oft er vitnað til. „Um hitt er barizt, hvort margir eða fáir eigi að njóta fagurra hluta”. Það sem úr sker um Passiu- sálmana, eins og annan kveð- skap, er þrátt fyrir allt formlegar eigindir verksins — að þvi leyti til sem aðgreiningur veröur gerður á milli „forms” og „efnis” i mikilsháttar skáldskap. En það er auðvitað blekking. Það er hin dularfulla angan kveðandinnar, segir Halldór, myndirnar, orðavalið, áherzlurn- ar, hrynjandin, hvernig hann ber tunguna og dregur andann — „það er þessi óskýranlegi undir- ómur Passiusálma sem hefur gefið skáldinu eilift lif i brjósti þjóöarinnar eftir að annar Jesú- skáldskapur var gleymdur og friðþægingarkenningin fallin i gildi”. Af skáldum og skáldskap Þessi fallega bók, likast tíl hin fegursta á jólmarkaðnum i ár, er tekin saman i minningarskyni við Halldór Laxness sjötugan. Eins og nafn hennar gefur til kynna er hér einvörðungu safnað greinum um einstök skáld, 21 talsins, frá Jónasi, Steingrimi og Stefáni G. til Arnar Arnarsonar, Jóns Helgasonar og Steins Steinars, margt af þessu tækifærisskrif, ritdómar og afmælisgreinar. Að þvi leyti til er nafn hennar „af skáldum” réttnefni. En hér eru tiltölulega fáar greinar sem fyrst og fremst snúast um mannlýsing- ar — minnisverð dæmi af þvi tagi eru samt greinarnar um Nonna, Jóhann Jónsson, Halldór Stefáns- son. Hér er fyrst og siðast fjallað um skáldskap. Vissulega heíði mátt hugsa sér annars konar úrval úr greinum Halldórs Laxness um bókmennt- ir, þóað vandasamt hel'ði orðið að velja efnið. Það væri greinasafn sem fyrst og l'remst lýsti skoðun- un höfundarins á skáldskap og þróun þeirra — með hliðsjón af hans eigin verkum. 1 slikri bók ættu heima ýmsar þær greinar sem hér eru, en hún mundi auk þess rúma aðrar veigamiklar rit- gerðir hans um bókmenntaleg el'ni, minnisgreinar hans um fornsögur, um skáldsögur og leik- rit, um vandamál skáldskapar á vorum dögum svo að eitthvað sé nefnt. í þessari bók rúmast ekki nema drög þess efnis, enda er af meiru en nógu að taka, vandinn yrði að rúma efnið innan einna bókarspjalda. En hér var ekki ætlunin að kvarta undan þessari bók, það sem hún nær. Hún er hið bezta l'allin til að vekja athygli á einum efnisþætti i ritgerðum höfundar- ins. Hver og ein og allar i senn minna greinarnar sem hún rúmar á það — þótt hér hafi ekki verið nánar um þau efni rætt — að með mörgu öðru hefur Halldór Lax- ness verið einn næmasti og skarp- skyggnasti gagnrýnandi bók- mennta á Islandi um sina daga. TRÉSMIÐJAN VÍÐIR h.f. auglýsir: MIKIÐ ÚRVAL AF HÚSGÖGNUM SPEGLAKOMMOÐUR SKRIFBORÐ SPILABORÐ SÓFABORÐ SAUMABORÐ INNSKOTSBORÐ SNYRTIBORÐ BORÐSTOFUBORÐ úr palesander HJÓNARÚM úr palesander GEFIÐ NYTSAMAR JOLAGJAFIR Góðir greiðsluskilmálar TRESMIÐJAN VIÐIR h.f. Laugavegi 166. Símar 22222 — 22229

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.