Vísir - 27.12.1972, Síða 6
6
Yisir. Miftvikudagur 27. desember 1972
vísm
Útgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 32. Simar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 32. Simi 86611
Ritstjórn: Siðumúla 14. Simi 86611 (7 linur)
Askriftargjald kr. 225 á mánuði innanlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakið.
Blaðaprent hf.
Fljótandi fjárlög
Erfitt er að hugsa sér Ólaf Jóhannesson i hlut- \
verki Estrups hins alræmda, sem var einræðis- (
herra Danaveldis lengi vel á nitjándu öldinni og )
stjórnaði með bráðabirgðalögum, þar á meðal /
bráðabirgðafjárlögum. Hins vegar minna ýmsar l
athafnir stjórnar ólafs óneitanlega á Estrup og (
aðra lika. )
Rikisstjórn Ólafs lagði marklaust fjárlaga- )
frumvarp fyrir alþingi i október. í þvi var ekkert (
tillit tekið til þeirra efnahagsráðstafana, sem /
allir vissu, að gera þyrfti, áður en frumvarpið )
yrði afgreitt. Ennfremur vantaði i það ýmsa af \
stærstu liðunum. ((
Siðan leið timinn og allt sat við það sama. Hinn //
14. desember var önnur umræða um frumvarpið, )l
og þá var enn ekkert vitað um, hvert stefndi. (\
Jafnvel fjárveitingarnefndarmenn vissu ekkert. /i
Það var ekki fyrr en tveimur dögum fyrir siðustu )
umræðu um endanlega afgreiðslu, að þeir fengu )
upplýsingar um tekjuhlið frumvarpsins. (
Það var ekki fyrr en 19. desember, að fjárlaga- /
frumvarpið komst i umræðuhæft form. Áður hafa )
slik frumvörp yfirleitt verið komin i umræðuhæft \
form um leið og þau eru lögð fram, um 10 /
október. Hefur þvi yfirleitt gefizt rúmlega )
tveggja mánaða tóm til að skoða frumvarpið. Nú )
voru aðeins gefnir tveir daga. Frumvarpið ber (
þvi öll einkenni ringulreiðar vinstri stjórnar- /
innar. )
Auðvitað er engin leið að ræða yfir 200 siðna \
fjárlagafrumvarp af alvöru á tveimur dögum. (
Enda kusu stjórnarandstöðuflokkarnir að taka /
ekki þátt i afgreiðslu fjárlaganna að þessu sinni )i
og fluttu ekki tillögur i sambandi við þau. \\
Stjórnarflokkarnir keyrðu málið i gegn á eigin /i
ábyrgð. í þessari skyndiafgreiðslu felast i hæsta )
máta óvenjuleg og óviðfelldin vinnubrögð, sem )
minna á hin estrupsku bráðabirgðafjárlög rikis- (
stjórnarinnar i sumar. Hvenær megum við eiga /
von á bráðabirgðastjórnarskrá? )
Rustagangurinn i afgreiðslu fjárlaganna \
leynir sér ekki. Á þeim er greinilegur 500 milljón (
króna halli, þótt niðurstöðutölur sýni annað. Þá /,
er þar hvergi gerð grein fyrir 3000 milljón króna )
fjárþörf fjárfestingarsjóðanna. Og þar er ekkert (
tillit tekið til þeirra hliðarráðstafana, sem hljóta (
að sigla i kjölfar gengislækkunarinnar, ef rikis- )
stjórnin ætlar ekki endanlega að missa öll efna- )
hagsmál út i veður og vind. (
Estrupskan kemur enn fram i þvi, að i fjár- /
lögunum er rikisstjórninni heimilað að skera )
fjárveitingar niður um 15% eftir eigin mati. Þetta \
vald á að vera i höndum þings, en ekki stjórnar. (
Ennfremur er mönnum Ijóst, að á bak við þessa )
almennu heimild felst játning á þvi, að stjórnin )
hafi ekki treystst til að benda á nauðsynlegan (
niðurskurð i einstökum atriðum, af ótta við að /
lenda i óþægindum. i
Það er þvi sannkallað réttnefni, að fjárlögin \
nýju séu fljótandi. Þessi fljótandi fjárlög eru opin (
i báða enda og gefa enga raunhæfa mynd af )
tekjum og gjöldum rikisins. Þau halda opnum )
möguleikum á nýrri skattheimtu i hvers konar \
mynd og á tillitslausum niðurskurði opinberra (
framkvæmda eftir eigin geðþótta ráðherranna. /
Svo erum við að hrósa okkur af þvi, að þingræði )
sé á íslandi. Okkur væri nær að rifja upp gamla \
Estrup. (
Fróðafriður ísraels
og Arabaríkjanna
Friðarsamningar ekki líklegir á nýja árinu
Brottvísun rússnesku
striðsráög ja fanna úr
Egyptalandi á sínum tima
dró úr hættunni á því, að
allsherjarstyrjöld brjótist
aftur út í Austurlöndum
nær, en á hinn bóginn er lít-
il von til þess að friður náist
árið 1973.
Flugrán og önnur hermdarverk
skæruliða munu að öllum likind-
um koma i veg fyrir, að slakni á
spennunni milli Araba og Israels-
manna. Hættan á árekstrum á
landamærum Israels og svo Sýr-
lands og Libanon er enn yfirvof-
andi. Og ýmis merki má sjá þess,
að vopnahléð á bökkum Súez-
skurðarins sé nú að rofna, en það
hefur staðið i tvö og hálft ár.
Yfir öllu vofir ofbeldið, og svo
grunnl á þvi, að styrjöld brjótist
út, að vart þarf annað en stjórnar
byltingu i einhverju Arabarikj-
anna eða að einhver leiðtoginn
l'alli fyrir launmorðingjum, til
þess að viðkvæmar vogaskálar
valdajafnvægisins hallist á sveif
með hinum striðsæstari, og þá
mundi allt hlaupa i bál og brand.
1967 hernámu tsraelsmenn
arabisk landsvæði og hafa haft
þau á valdi sinu i rúm fimm ár.
betta er mikill þyrnir i augum
Araba, og Anwar Sadat, forseti
Egyptalands, hefur i hótunum um
að fara i strið til þess að endur-
heimta hin glötuðu landsvæði.
Sadedd yfirhershöfðingi Egypta,
lullyrðir, að Arabaveldin hafi
hrundið i framkvæmd 10 ára
áætlun um uppbyggingu vopna-
iðnaðar, sem staðið gæti jafnfætis
iðnaði tsraels. — „Styrjöld okkar
við tsrael mun halda áfram svo
lengi sem óvinurinn hefur
þumlung Arabalands á valdi
sinu", sagði hann.
Golda Meir, forsætisráðherra
tsraels, hefur varað þjóð sina við
þvi, ,,að bardagar geti brotizt út
hvenær sem er, á hvaða degi sem
er. á hverri stundu" — á meðan
friðarsamningar hafa ekki verið
undirritaðir.
Davis Elazar, yfirhershöfðingi
tsraelsmanna, fullyrðir, að hinar
velútbúnu og þjálfuðu hersveitir
tsraels standi framar óvinaherj-
unum þrátt fyrir vopnasendingar
Rússa. Hann spáir þvi. að ný
styrjöld mundi enda rr.eð sama
yfirburðarsigri tsraelsmanna og i
sex daga styrjöldinni 1967.
t revndinni vilja hvorki Israels
eða Arabaveldin styrjöld. En
Sadat liggur undir sivaxandi
þrystingi frá stúdentum, sveitar-
stjórnarmönnum og hernum að
binda endi á patt-stöðuna, þar
sem hvorki er friður né heldur
strið. Og tsrael sýnir engin merki
þess, að það muni hvika frá lág-
markskröfum sinum fyrir friðar-
samninga og öryggi.
Almúginn i Egyptalandi verður
sifellt óþolinmóðari yfir „ekki
frið — ekki strið” — stefnu stjórn-
arinnar, hækkandi verðlagi og
skorti á ýmsum vörutegundum,
allt frá matvörum niður i sal-
ernispappir. Einn þingmaður
stakk upp á þvi, að stjórnin verði
meiri fjármunum til kjöts og
llllllllllll
Umsjón:
Guðmundur Pétursson
grænmetis i staðinn fyrir hinar
glæsilegu göngubrýr, sem opnað-
ar voru til umferðar með hátið-
legri athöfn nýlega.
Þrátt fyrir allt tal um styrjöld,
þá er Egyptaland ekki i sama
ófriðarhamnum núna i árslok
eins og i upphafi árs. Kairó virðist
friðsamari og meiri ró þar yfir
ibúunum en verið hefur árum
saman. Borgin er enn rykfallin,
margt úr sér gengið og óhirt, en
búðargluggar eru upplýstir, þvi
að aflétt hefur loks verið ljósa
banninu sem verið hefur i gildi
frá þvi i sex daga striðinu og búið
að rifa niður og fjarlægja mörg
sandpokavirkin og loftvarnar-
byrgin.
Meira að segja er farið að gæta
vonarhreims i tali manna um, að
Washington kunni að finna eitt-
hvert ráð til þess að þvinga tsra-
elsmenn til að ganga lengra á
móts við kröfur Araba fyrir
friðarsamningum. Staðfastur
orðrómur er á kreiki um, að
Nixon forseti og ráðgjafi hans,
Henry Kissinger, muni — hvattir
af Peking og Moskvu —
heimsækja Kairo og Tel Aviv á
nýja árinu.
En i Tel Aviv hefur fólk meiri
áhyggjur af friði en styrjöld.
Hvað stjórnin munigera til að ráða
fram úr húsnæðisvandræðum, si-
hækkandi framfærslukostnaði,
verkföllum og óánægju verka-
lyðshreyfingarinnar og siðast en
ekki sizt, hvað stjórnin muni gera
til þess að brúa það bil, sem
myndazt hefur— bæði i félagsleg-
um og efnahagslegum skilningi —
milli Gyðinga frá Austurlöndum
og Gyðinga frá Vesturlöndum.
Straumur Gyðingaflóttamanna
frá Ráðstjórnarrikjunum til ísra-
els hefur lika leitt af sér mótmæli
hinna „verr settu” i tsrael , sem
sjá ofsjónum yfir þeirri fyrir-
greiðslu, er hið opinbera hefur
látið aðkomufólkinu i té.
Hernaðarlega öruggir og fjár-
hagslega nokkuð vel staddir,
finna margir tsraelsmenn sér nú
fleiri tómstundir en þessi vinnu-
sama þjóð hefur áður þekkt. Hinir
eldri hafa áhyggjur af þvi, að hin-
um yngri sé að gleymast hugsjón-
ir Zionista. Hinir yngri segja, að
timi sé til kominn að bindast sam-
tökum við Araba og gerast
borgarar i Austurlöndum nær.
Sumir kvarta undan ýmsu öðru,
eins og gæðum herbreska sjón-
varpsins.
A árinu 1973 horfir Israel fram
á 25 ára afmæli rikisins og þing-
kosningar. Golda Meir, sem verð-
ur 75 ára á næsta ári, hefur ráð-
gert að draga sig þá i hlé.
Vestrænir sendifulltrúar spá
þvi, að kosningarnar væntanlegu
muni gera sitt til þess að draga
úr likum til friðarsamninga.
Engin stjórn i Israel sé likleg til
þess að gefa eftir i friðarkröfum
með kosningar á næsta leiti.
tsrael mun sennilega fyrir sitt
leyti leggja áherzlu á sambúð
Gyðinga og Araba i hernumda
hluta Vestur-Jórdan, i þeirri von,
að Hússein Jórdaniukonungur
muni brjóta isinn og semja sér á
parti um frið við tsrael.
Jórdania fér sér að engu óðs-
lega i þessum efnum og hefur
einbeitt sér að þvi að koma efna-
hagslifi sinu á réttan kjöl og end-
urbyggja það, sem forgörðum fór
i sex daga striðinu. Það hefur
opnað dyrnar fyrir erlend auðfyr-
irtæki, sem vilja fjárfesta i
Jórdaniu, og einbeitir sér að þvi
að laða aftur til landsins sama
straum ferðamanna og áður, en
mjög dró úr honum þegar Israels-
menn hernámu hin heilögu hverfi
Betlehems og Jerúsalem.
Hin Arabarikin mæta nýja ár-
inu með sömu ringulreiðinni og
þar hefur rikt. Tal ráðamanna
þar um sameinuð Arabariki gegn
tsrael drukknar að mestu i inn-
byrðis deildum og togstreitu.
Palestinu' skæruliðar sem voru
hetjur Araba fyrir aðeins tveim
árum, eru Israelsmönnum litil
ógnun i d'ag. Þeim hefur verið
útrýmt i Jórdaniu og hreyfing
þeirra einangruð i smáhópa i
Libanon. t Sýrlandi eru þeir undir
ströngu eftirliti. ógnun þeirra
gegn friði liggur einkum i
hermdarverkum, sem þeir kunna
að vinna (á borð við morð iþrótta-
mannanna i Miinchen), og mundu
svo leiða af sér refsiaðgerðir
tsraelsmanna.