Vísir - 04.01.1973, Side 3

Vísir - 04.01.1973, Side 3
Vfsir. Fimmtudagur 4. janúar 1973 3 „Neyðarástand vegna innbrota- faraldurs Segir Jón B. Þórðarson í Breiðholtskjöri ,,Ég vil meina, að það sé löggæzluleysið, sem veldur þvi, að hér rikir neyðarástand vegna innbrotafaraldurs”, sagði Jón B. Þórðarson, kaupmaður i viðtali við blaðið, en innbrotsþjófar sækja i striðum straum- um að verzlun hans i Breiðholtinu, Breið- holtskjöri. „betta er að verða ákaflega þreytandi, þetta er satt að segja að gera mann alveg vitlausan. Þó er nú komið upp þjófakerfi hérna núna, og það bjargar öllu. Á laugardagskvöld var til dæmis gerð tilraun til að brjótast hérna inn. Rúða var brotin en um leið glumdi þjófabjallan, sem veldur þvi, að allt fólk i húsinu vaknar. Þjófakerfið hefur tvisvar sinnum varnað innbroti núna á stuttum tima.” „Kerfið var reyndar hérna í verzluninni i sumar, en það var rifið niður fyrir okkur. En nú komum við þvi aftur upp fyrir skömmu.” — Hvernig er með verzlanir þarna i grennd? „Það er yfirleitt allt i lagi með þær, þó hefur einhver eða ein- hverjir haft ágirnd i lyfjabúðina, en það er tóbakið i minni verzlun, sem veldur þvi, að þeir sækja i hana. Svo búast þeir við, að hér séu einhverjir peningar. 8. desember s.l. var til dæmis stolið tóbaki fyrir 100 þúsund krónur, sem ekki hefur sézt tangur né tet- ur af.” Mannsins enn leitað Enn er haldið uppi leit að Erlendi Jónssyni,. Suðurgötu 40, Siglufirði, sem fór að heiman frá sér á nýárskvöld. Að þvi er lögreglan á Siglufirði tjáði blaðinu i morgun, leituðu um 40- 50 manns i gær. Var gengið með fjörum, slætt með bryggjum og leitað i fjalishliðinni ofan við bæinn. Leitin bar engan árangur, og ekkert fannst, sem gæti gefið visbendingu um það, hvar hann væri að finna. Leitað verður áfram i dag, á meðan dagsbirtan lcyfir. —EA Fischer í sjónvarpinu: Rússarnir hafa hatað mig því að ég var krakki „Hvernig á maður að geta tekið hverju sem er, hvcrnig svo sem það er. A móti i Berlin til dæmis var náungi, sem rcykti beint ofan i mann, meðan við tefldum, maður getur ckki annað en kvart- að”, sagði Bobby Fischcr heims- er eins og að sitja daglega i 5 klukkutima við prófborð.” — JBP — — Þið hafi enga lögreglu i Breiðholtinu? „Nei, en það er alveg furðulegt, að i svona stóru og mannmörgu hverfi skuli ekki vera löggæzla. Við höfum aðeins löggæzlu frá Arbæjarlögreglunni, en þar eru örfáir lögregluþjónar. Við höfum ekkert af þessu taginu, ekki einu sinni örlitinn hluta af slökkvi- liði.” „Löggæzluleysiö veldur þvi, að þjófar telja sig eiga greiðari að- gang i verzlanir eða i innbrot. A meðan ekki er löggæzla, væri reyndar ágætt að hafa vaktmann i verzluninni, þó að þjófakerfið sé gott.” — Hefur ástandið verið þannig lengi? „Já, það hefur verið það. Ég var til dæmis meö bráðabirgða- verzlun hérna áöur en ég reisti þetta stóra hús, sem nú er, og þá var ástandiö alveg það sama. Maður hélt þá, að ástæðan fyrir innbrotunum væri sú, að hér var illa lýst og mannfæö. Nú er þó, þrátt fyrir allt, allt upplýst og frekar mannmargt en hitt.” — EA Þar verður að halda þrjó jóla- dansleiki Það dugar ekki að halda aðeins citt jólaball fyrir börn starfs- manna hjá Loftleiðum. Það vcrður að balda jólaböll hvorki mcira né minna en þrisvar sinnum, og 250 börn mæta á hvert ball. Jólaböllin þrjú voru haldin milli jóla og nýárs. Starfsliðið hjá Loft- lciðum er um það bil (i-700 manns, en það eru tvö eða þrjú ár siðan farið var að skipta jólaböllum barnanna niður á þrjá daga. Börnin fá svo að sjálfsögðu jólasveina i heimsókn, þau fá gott i poka eins og viðast hvar tiökast á jólaböllum og svo licfur þeim stundum verið boðið upp á skcmmtikrafta hótelsins hverju sinni. Að þcssu sinni ncitaöi þó nú- vcrandi skemmtikraftur að koma fram fyrir börnin, þar sem hann sagði, að dagskrá sin væri ekki við hæfi barna. Enda kemur grin- þáttur um „striptcase” inn i dagskránal. —EA Atvinnan í Reykjavík: Mannekla á miðjum vetri! meistari i skák i viðtali við frétta- mann þáttarins „00 minútur” i Keflavikursjónvarpinu á dögun- um. Þar var gengið mjög hart að Fischer og um suma hluti, sem honum fannst of persónulegs eðl- is, bað hann um að þurfa ekki að ræða. Hinar erfiðu æfingar Fisch- ers voru sýndar, róður og likams- æfingar, tómstundir han og kenj- um hans lýst. Þá var Fischer sýndur i 5 min. skák við hinn 12 ára Cohen, sem hingað kom i sumar. „Rússarnir hafa hatað mig allt frá þvi ég var krakki og byrjaði að tefla,,” sagði hann. Um skákina sagði hann: „Þetta Vinnu- samur þjófur gómaður Lögreglan handtók i nótt mann, sem brotizt haföi inn i einn vinnuskúr borgarinnar við Samtún. Litið var þó á þvi innbroti að græða fyrir hann, en ef til vill hefur hann upphaflega ætlað sér að ná einhverju af þeim áhöldum eða vinnufatnaði, sem i skúrnum er að finna. Að minnsta kosti hafði hann með sér stigvél, samfesting og annað slikt. Maðurinn hafði rétt lokið sér af og var kominn stutta vegalengd frá vinnuskúrnum, þegar lög- reglan handtók hann. — EA Það merkilega hefur gerzt. Á miðjum vetri vant- ar verkafólk i Reykjavík. Yfirleitt hefur nokkurt at- vinnuleysi verið i borginni um áramót, en nú má heita, að það fyrirfinnist ekki. Aldrei hafa færri sótt um atvinnuleysisstyrk á þess- um tíma en nú er. Fimmtán, átta karlar og sjö konur, voru á skrá í gærkvöldi sem umsækjend- ur um stýrk. Allir karl- mennirnir voru komnir yf ir 67 ára aldur, það er flest allir á ellilaunum. Hins vegar liggja fyrir hjá Ráðningarstofu borgarinnar margar beiðnir frá fyrirtækjum um starfsfólk, sem fólk finnst ekki til að taka. Auk þess er urmull auglýsinga i fjölmiðlum, þar sem beðið er um fólk. Hjá Ráðningarstofunni eru óafgreidd- ar beiðnir um fólk til starfa, svo sem i byggingarvinnu, sem er harla óvenjulegt á þessum árs- tima. Menn vantar i borgarvinnu. Erfiðlega gengur að fá sjómenn. Auk þeirra, sem sækja um at- vinnuleysisstyrk, eru 32 bilstjórar á skrá, sem sækja um borgar- vinnu, en eru ekki atvinnulausir. 1 Sá háttur er hafður, að bilstjórar 1 eru taldir á atvinnuleysisskrám, er þeir sækja um borgarvinnu. Kemur þetta atvinnuleysi litið við. Þvi eru alls á atvinnuleysisskrá i Reykjavik, þegar bilstjórar eru taldir, 47 manns. Fyrir einu ári voru 72 á skrá, en 114 árið þar áður. Hefur þvi jafnt og þétt fækkað þeim, sem eru atvinnu- lausir um áramót i borginni, en hámark atvinnuleysisins var áriö 1969. — HH Innritun í Nómsflokka Reykjavíkur fer fram i Laugalækjarskóla dagana 4. og 5. janúar kl. 5-9 siðdeg- is. Nýjar kennslugreinar: Kennsla i notkun reiknistokks, lestrarkennsla fyrir fólk með les- galla, leikhúskynning, myndlistarkynning. Kennsla til gagnfræðaprófs (isl. enska, danska, reikningur). Kennsla til miðskólaprófs þ.e. 3. bekkjar (isl., enska, danska, reikningur). Að öðru leyti kennsla i sömu greinum og fyrr: islenzka 1. og 2. fl. og isl. fyrir útlendinga. Reikningur 1. og 2. fl. og mengi. Danska 1.2. og3. flokkur. Enska 1-6. fl. Þýzka 1.-5. fl. Franska 1-3. fl.ítalska 1. og 2. fl. Spænska 1.-4. fl. Rússneska. Jarðfræði. Nútimasaga. Fundarsköp og ræðumennska. Verzlunarenska. Bókfærsla. Vélritun. Föndur. Smelti. Kjólasaumur. Barnafata- saumur. Sniðteikning (teiknað, sniðið og saumað eftir sniðunum). Nýir byrjendaflokkar i dönsku, ensku, þýzku og spænsku Innritun i Breiðholtsskóla fer fram mánudaginn 8. jan kl. 8-9,30 og i Árbæjarskóla þriðjudag 9. jan. kl. 8-9.30. Á þessum tveimur stöð- um verður kennd enska 1.-3. fl. og barnafatasaumur. Skólastjóri.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.