Vísir - 12.01.1973, Blaðsíða 2

Vísir - 12.01.1973, Blaðsíða 2
2 Visir. Föstudagur 12. janúar 1973 vfeuism: Hvaö finnst þér um aö lengja skóiaskylduna um eitt ár, úr átta árum í niu ár? Itára Jóhannsdóttir, kcnnara- skólancmi: Mér finnst það alveg ágætt. Gagnfræðaprófið er hvort eð er orðið það algengt, og svo gefur niu ára nám meiri mögu- leika til framhaldsmenntunar. Þorvaldur Kjartansson, hár- skerameistari: Mér lizt vel á það. Fólk getur fengið sér fri á miðjum námsferli og unnið i nokkur ár og hafið svo námið aftur. betta gefur auk þess betri réttindi til framhaldsnáms. Kagna Pétursdóttir, húsmóðir Mér lizt ágætlega á það. Það er alltaf gott aö læra, öll fræðsla er til góðs. Stcfán bórarinsson, nemi: Ég álit, að það sem brýnast sé að bæta úr sé að hafa ekki jafn mikinn mun á námi á barna- deildum og námi eldri nemenda. bað er algengt að þeir yngri hafi mjög háar einkunnir þegar þeir koma út úr yngri deildunum sem lækka svo þegar i áframhaldandi nám er komið. Það á að byrja fyrr að kenna tungumál og erfiða stærðfræði. Ilildur Jónsdðttir húsmóðir: Ég held að það sé nógu langt eins og það er. Fólk á að fá að fara að vinna ef það vill eftir átta ára skólagöngu. Asgeir Blöndal Magnússon, cand mag: Ég er nú heldur á þvi, að það sé skynsamlegt. Það felur meðal annars í sér eitt, sem ég tel að sé bráðnauðsynlegt, og það er langt sumarleyfi. I heild finnst mérfrumvarpið fremur jákvætt. A þessari mynd sést bæði núvcrandi ástand á þessu fcrhyrnda svæði og skipanin eins og hún er fyrirhuguð. Kyrirhugaða skipanin er t'eiknuð með sverum dökkum linum. Skyggðu fletirnir tákna húsin eins og þau eru núna. Það sem sennilega brey tist frá þessari teikningu er, að hilastæöi eru merkt inn á Laugaveginn. Siðan teikningin var gerð hefur sú stefna verið tekin að draga ur bila- utnfcrð cftir Laugavcginum,en beina frekar bilaumferð á Hvcrfisgötuna. Við sjáum raunar.að gert er ráð fyrir að hægt sé að aka ínn í stórt port eða húsasund, leggja bíl sinum þar og fara siðan inn i búðirnar við Laugaveginn frá þessu bilastæði bak við húsið. Framtíðarskipulag í gamlabœnum Einn af tiltölulega fáum skikum i gamla miðbænum sem hefur verið skipulagður til fullnustu er svæðið, sem afmarkast af Ingólfs- stræti og Smiðjustig til austurs og vesturs, en af Laugavegi og Hverfis- götu að norðan og sunn- an. Svokallað aðalskipulag hefur verið gert fyrir alla borgina, en ekki staðfesi deiliskipulag. Deili- skipulag er tiltölulega nákvæmt og i þvi er farið út í mun nánari atriði en í aðalskipulaginu. Deili- skipulag er þó til fyrir næstum allan gamla miðbæinn, en það sem er frábrugðið við þetta áður- nefnda svæði er að skipulag þess er staðfest af félagsmálaráðu neytinu og þvi endanlegt. A sinum tima var þetta skipú- lag gert vegna þess að verzlunin Edinborg vildi byggja hús nálægt horninu á Laugavegi og Smiðju- stig, á lóð sem Landsbankinn átti. Stóð til að Landsbankinn og Edin- borg hefðu skipti á lóðum en Edinborg átti lóð við Hafnar- stræti. I tilefni af þessum fyrirhuguöu framkvæmdum var gert nákvæmt skipulag fyrir þetta svæði og borið undir þáverandi félagsmálaráðherra Emil Jóns- son, sem staðfesti það með undir- skrift sinni. — En varla var blekið þornað i undirskrift Emils, þegar Edinborg hætti við að byggja þarna á staðnum og ákvað flutning ofar á Laugaveginn. Nú er einmitt verið að hefja byggingu húss á sama stað og Edinborg ætlaði að byggja á. Það er fyrirtækið IBM á Islándi, sem gert hefur skipti við Lands- bankann á þessari lóð og annarri, sem er við hliðina á Austurbæjar- útibúi Landsbankans. Við þessa byggingu verður sami háttur hafður á og við aðrar nýlegar byggingar við Laugaveginn, gangstéttin verður höfð mikið breiðari en við gömlu húsin, likt og er við Kjörgarð, Austurbæjar- útibú Landsbankans og fleiri hús. í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að litið verði ekið á Lauga- veginum og verði þar verzlanir, sem fólk gangi á milli. Almennt munu þeir, sem vinna að skipulagningu vera þeirrar skoðunar að ekki beri að fast- skorða skipulagið með staðfest- ingu ráðherra, fyrr en ljóst væri um óskir.og hagsmuni þeirra, sem eiga lóðir á viðkomandi spildu og hyggjast nýta land- rýmið. Þess vegna er það frekar undantekning að ákveðið svæði sé endanlega skipulagt svo löngu áður en á að byggja á þvi. Hér á siðunnieru teikningar, sem skýra nánar út i hverju skipulagið felst. Þetta er þverskurðurinn af húsaröðinni, scm standa mun við Laugaveginn, eins og til dæmis það hús, sem nú er verið að reisa á vegum IBM á tslandi. Þetta er auðvitað engin afdráttarlaus eða endanleg útlitsmynd, heldur á þetta bara að sýna hversu margar hæðir þarna cr um að ræða og hvcrnig jarðhæðin er færð aftur til að gefa svæði fyrir rúmgóða gangstétt. RAiNAASttLtTt OO. A.O NOR.»/SN m\mm iiDl Hraðpóstur í jarðarfarartakt Hörður Gunnarsson, stór- kaupmaður, hringdi: „Manni þykir nú ,,hrað”- (express)-pósturinn vera orðinn seinn i vöfum, þegar það tekur lengri tima að fá hraðbréf frá Akureyri heldur en bréf frá út- löndum. 29. des. s.l. voru sett i póst á Akureyri plögg, sem ég þurfti nauðsynlega á að halda fyrir ára- mótin, og sendandinn fór sjálfur með þau á póststofuna til að vera viss um, að þau kæmust með flug- vélinni, sem átti að fara kl. hálf fjögur þann dag. — Enda er bréfið stimplað 29. des. af póstinum Ég var að fá bréfið i morgun, 11. janúar! Hins vegar hefur oft komið fyrir, að ég fái svar við bréfi, sem fyrirtæki mitt hefur sent út til t.d. Bretlands eða jafnvel Bandarikj- anna, að fjórum eða fimm dögum liðnum — sem sagt i sömu vik- unni. Nú veit ég ekki, hvernig hrað- pósturinn fer hér á milli Akur- eyrar og Reykjavikur, en með þvi að styðjast við vitneskju um fjar- lægðina á milli staðanna og svo meðal gönguhraða manns, sem er ca. 5 km á klukkustund, þá er þetta þö ekki nema 90 klukku- stundar gangur. — Nema gengiö sé i jarðarfaratakt! ”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.