Vísir - 12.01.1973, Blaðsíða 13

Vísir - 12.01.1973, Blaðsíða 13
Visir. Föstudagur 12. janúar 1973 13 | í DAG | í KVÖLD | I DAG | í KVÖLD [ í DAG ~j IÍTVARP • FÖSTUDAGUR 12. janúar 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siödegissagan: „Jón Gerreksson” eftir Jón Björnsson. Sigriður Schiöth (5). 15.00 Miðdegistónleikar. Pólskir kórar syngja lög eftir Stanislaw Moniuszko og pólsk þjóðlög. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphorniö. 17.40 Tónlistartimi barnanna. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar islands, i Háskólabiói kvöldið áður. Stjórnandi: Eduard Fischer frá Prag. Einsöngvari: Siv Weenberg frá Stokkhólmi. a. Sinfonietta la Jolla eftir Bohuslav Martinu. b. „Haustkvöld” eftir Jean Sibelíus. c. „Pilviðarsöng- ur” úr óþelló eftir Giuseppe Verdi. d. Aria úr „Turandot” eftir Giacomo Puccini. e. Sinfónia nr. 3 i F- dúr op. 90 eftir Johannes Brahms. 21.45 „Heföar upp á jökultindi" eftir R. Bretnor. Þýðandinn, Ingibjörg Jóns- dóttir les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Ctvarps- sagan: „Haustf erming” eftir Stefán Júliusson. Höfundur les (4). 22.45 Létt músik á siökvöldi.a. Boris Shtókólóv syngur rússnesk þjóðlög. b. Eyvind Möller leikur á pianó sónöt- ur eftir Kuglan. c. Toke Lund Christiansen og Ingolf Olsen leika á flautu og gúar serenötu eftir Mauro Guiliani. 23.45. Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Lúövik Jósefsson, viöskiptaráö- herra, birtist i Sjónaukanum i kvöld. Það skin einbeitni úr svip huglæknisins á myndinni. Maöurinn er ólafur Tryggvason frá Hamraborg. Hljóðvarp í kvöld kl.19,35 Hefur þú notið huglœkningar? Um langan aldur hafa menn stundað huglækningar af ýmsu tagi. Avallt hefur menn greint á um réttmæti þeirra, notagildi, og siðast en ekki sizt: hinir svo- nefndu huglækningar hafa alltaf veriö meira og minna umdeildir. 1 kvöld mun Ólafur Tryggvason frá Hamraborg taka þetta efni til meðferðar i erindi sem hann nefnir „Forsendur huglækn- inga”. Verður áreiðanlega fróð- legt að heyra hvað Ólafur hefur til mála'að leggja um þetta efni i kvöld. LTH Sjónvarp i kvöld kl. 21,50, Sjónaukinn: VERÐBREYTINGAR OG SKYNDIPRÓF LÖGREGLUNNAR í „Sjónaukanum” I kvöld verð- ur meðal annars fjallaö um ákvörðun félagsmálaráðherra varöandi lækkun útsvarsálagn- ingar hjá sveitarfélögum. Talsmenn frá sveitarfélögum og rikisstjórninni munu reyna að skýra sjónarmið sin, auðvitað hver á sinn hátt, og fýsir áreiðanl. marga að hlusta á þessa aðila skiptast á skoðunum. Þá verður rætt um verðlagpmál og verðhækkanir á hinu svo- nefnda verðstöðvunartimabili. Lúðvik Jósefsson, viðskipta- ráðherra, kemur fram i þættinum og mun ræða um afstöðu rikis- stjórnarinnar til þeirra verð- breytinga sem þegar hafa átt sér stað, svo og þeirra, sem vænta má á næstunni. Einnig verða tekin til umræðu flugvélarán almennt og ráðstaf- anir gegn þeim. Ennfremur vera tekin til um- ræðu hin svonefndu skyndipróf lögreglunnar, en þar.munu skipt- ast á skoðunum fulltrúi frá lög- reglunni og annar frá strætis- vagnastjórum. Um innlenda efnið munu þau Svala Thorlacius og Ólafur Ragnarsson sjá, en það erlenda Sonja Diego. Eiður Guðnason sá um saman- tekt þáttarins. LTH SJÓNVARP FÖSTUDAGUR 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Gull. Brezk kvikmynd um gull, notkun þess og vinnslu. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.00 Karlari krapinu. Banda- riskur gamanmyndaflokkur i kúrekamyndastil. Krókur á móti bragði. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.50 Sjónaukinn. 22.50 Dagskrárlok. Spáin gildir fyrir laugadaginn 13. janúar 1973. Hrúturinn, 21. marz—20. april. Ef þú ekki sýnir sérstaka aðgæzlu, þá er mjög hætt við að þú gerir einhverja skissu i athugunarleysi, sem valdið getur óþægindum i bili. . rr^ rá jÉ Xautiö, 21. april—21. mai. Það litur út fyrir að ekki verði laust við þig lánið i dag, en þvi miður verður ekki séð i hverju það birtist Sem sagt — mjög góður dagur. Tviburarnir.22. mai— 21. júni. Þér verður það að öllum iikindum á að hika i sambandi við eitt- hvert tækifæri. Ef svo fer, þá bendir allt til að það verði þér tap. Krabbinn,22. júni—23. júli. Eitthvað er það, að þvi er virðist, sem þér er mjög i mun að fá fram- gengt i dag. En einhver vandkvæði virðast á þvi, og óvist hvort það hefst. Ljóniö, 24. júli—23. ágúst. Þér mun sennilega nokkur vandi á höndum i sambandi við ákvörðun, sem þú kemst ekki hjá að taka og sem haft getur talsverð áhrif á efnahaginn. Meyjan,24. ágúst—23. sept. Athugaðu hvort ekki muni sanngjarnt að þú dragir nokkuð úr þeim kröfum, sem þú gerir til samstarfsmanna þinna, eða annarra, sem þú umgengst náið. Vogin.24. sept.—23. okt. Gættu þess að láta ekki hafa neitt eftir þér, sem sært getur kunningja þina eða vini. Trúðu engum fyrir neinu, sem þig gildir ekki einu þótt berist. Drekinn, 24. okt.—22. nóv. Einhver treystir þér næstum takmarkalaust i sambandi við mál, sem þið eruð aðilar að. Reyndu að bregðast ekki þótt bindandi kunni að vera. Bogmaöurinn, 23. nóv.—21. des. Þú fréttir eitt- hvað i dag, að þvi er virðist, ef til vill ekki sem sennilegast, en þó mun það ekki svo mjög orðum aukið i veruleikanum. Steingeitin, 22. des,—20. jan. Þú færð sannanir fyrir einhverjum grun i dag, sem lengi hefur ásótt þig. Mannfangaður nokkur virðist á næstu grösum og verða skemmtilegur. Vatnsberinn, 21. jan,—19. febr. Það getur oltið á ýmsu i dag, en þú munt yfirleitt hafa heppnina með þér. Þú ættir ekki að gera neinar sérstakar áætlanir varðandi helgina. Fiskarnir,20. febr,—20. marz. Farðu gætilega i dag, einkum hvaðáliður. Það er sitt af hverju aö gerast i kring um þig, sem vissast er fyrir þig að vita ekki um. Bílaval auglýsir (> cyl. Jeepster með blæju i góðu lagi, árg. ’(57. Skipti. Góðir greiðsluskilmálar. Ilagstætt verð. Bilaval, Laugavegi 92. Simar 19092 og 18966. Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómvendir I miklu úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af nýium vörum. — Gjorið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ EOSIN GLÆSIBÆ, simi 23523.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.