Vísir - 12.01.1973, Blaðsíða 3

Vísir - 12.01.1973, Blaðsíða 3
Yisir. Föstudagur 12. janúar 1972 3 Stálu söfnunar- sjóð starfs- manna Það er vfst nokkuð óhætt aí scgja, að starfsmenn i Sútun á Akranesi hafi boðið flesta vel- komna i fyrirtækið nú á dögun- um. Eftir að hafa lokið starfs- degi sinum og talið sig hafa geugið frá öllu er ganga þarf frá, héldu þeir heimleiðis sem góðum borgurum sæmir. Ekki tókst þó betur til en svo, að þeir gleymdu að loka stórum glugga á einni hlið hússins. Hver sá er leið átti framhjá gat þvi vippað sér þar inn fyrir og skýlt sér fyrir veðri og vindum. Og þetta var lika vel þegið, reyndar ekki til þess að skýla sér fyrir veðri og vindum, held- ur til þess að leita að einhverju verðmætu. Og söfnunarsjóður starfsmanna varð fyrir valinu hjá þeim, honum eða henni sem inn fór. í dós á borði var söfnunar- sjóðurinn geymdur — 4000 krón- ur. — Starfsmenn lögðu i sjóð, en ekki vissi lögreglan á Akranesi til hvers hann skyldi notaður. Innbrotsþjófurinn eða — þjófarnir hafa ekki komið i leitirnar, en málið er i rannsókn. — EA. Óánœgðir með sölu jólamerkis „Jólamerkið seldist ekki eins vel og búizt hafði verið við, og við getum vist ekki sagt, að við séum ánægðir með söluna”, sagði Jón Asgeirsson hjá Landhelgissjóði i viðtali við blaðið, en fyrir jólin var merkið gefið út á vegum Landhelgissjóðs og Safnarablaðs- ins, og skyldi hagnaður, ef ein- hver yrði, renna i Lindhelgissjóð. Jón sagði þó, að ekki væri ljóst, hvort um hagnað væri að ræða, þar sem enn hefur ekki komið nein greinargerð frá þremur út- sölustöðunum hér i Reykjavik. „Ákvörðun um merkið var tek- in of seint og merkin voru lengur i framleiðslu en áætlað var”, sagði Jón ennfremur. En merkin eru prentuð i sjö litum og gefin út i formi, sem ekki hefur verið gert hérlendis áður. Ráögert var að gefa út 1000 ótakkaðar arkir, númeraðar frá 1-1000, og 15000 takkaðar arkir frá 1001-16000. 1000 ótakkaðar arkir voru prentaðar en 8000 ótakkaöar frá 1001-9000, að þvi er formaður Safnarafélagsins, Sigtryggur Eyþórsson tjáöi okkur. 24 merki eru i einni örk. Merkið kom ekki út fyrr en eftir 15. desember, en þá höfðu til dæmis flestirgengið frá jólapökk- um til útlanda og þvi liklegast búnir að fá viðunandi jólamerki. Ekki segja þeir félagar þó úti- lokað, að merkið seljist ennþá, og þar sem salan virðist ekki hafa verið mikil, segja þeir merkin eiga eftir að verða verðmæt, þar sem það upplag, sem ekki selst, verður eyðilagt. Sem áður segir segja þeir ástæðuna fyrir þvi, að merkið seldist ekki betur, vera þá, hversu seint það kom út. — EA NÝJA GRUNNSKÓLAFRUMVARPIÐ VÍÐA SVEIGJANLEGRA EN HIÐ GAMLA Grunnskólafrumvarp Magnús- ar Torfa er um margt likt grunn- skólafrumvarpi Gylfa Þ. Gisla- sonar, sem fram kom fyrir tveim- ur árum og dagaði uppi þá. Þó er sums staðar meiri sveigjanleiki i hinu nýja. Skólaárið á að lengja i 9 mánuði, en . .. heimild er nú til að hafa það minna i dreifbýli, allt niður i 7 mánuði. Allt að fjórðung af skóla- skyldu yngstu barnanna má hafa að sumri. Stefnt er að þvi, að yngstu börnin i sveitum geti yfirleitt farið i skóla i grennd og þurfi ekki i heimavist. Verða þvi stofnuð „útibú” frá aðalskóla i dreifbýli, ætluð börnum 7-8 ára. Nú skal greiða allan kostnað foreldra við að hafa börn i heima- vist, ef þau eru fleiri en tvö i heimavistinni Stuðningur til foreldra, sem ekki geta staðið undir kostnaði við að hafa börn i skóla á skóla- skyldu, skal greiddur beint úr rikissjóði. Jafnrétti kvenna og karla verður i lög fest, bæði i kennara liöi og meðal nemenda. Kennarastöður skulu auglýstar fyrr en áður. Meginstefna beggja grunn- skólafrumvarpa er lenging skóla- ■skyldu og jöfnun aðstöðu barna i dreifbýli og þéttbýli. Ýmsar smærri breytingar hafa verið gerðar i hinu nyja. -HH. holksvagn kom akandi eltir Kettarholtsvegi og inn á Miklubrautina i gærkvöldi um kvöldmatarleytið. Svo mikill var asinn á ökumanni, að hann gleymdi að hann var kominn inn á helztu aðalbraut landsins. Lenti hann þar á jeppa, scm hann velti á hlðina. Ekki urðu slys á mönnum. Ljósleysi var ekki orsök þessa slyss, en benda má á að einmilt Ijósleysi ökutækja gctur boðið upp á hættu sem þessa, þar eö illa rafvædd ökutæki virðast nánast kyrrstæð, enda þótt þau séu á ferð. (Ljósm. Bjarnleifur) BILSTJORAR ÆTTU AÐ ODÝRA RAFMAGNIÐ NOTA „Bilstjóri sem ekki ekur með full ökuljós, þegar þeirra verður krafizt, er að fyrirgera rétti sinum i um- ferðinni,” sagði Óskar Ólason, yfirlögreglu- þjónn umferðardeildar i morgun, en mikil brögð eru að þvi i um- ferðinni að menn noti ekki ljós núna i skammdeginu. Er engu likara en sumir öku- menn séu að spara sér stóra f jármuni, aka um allar trissur með agnarlitlar ljósglærur i stað aðalljósanna, eða þá jafnvel ljóslausir En bilvélin ætti að sjá um eðlilega raforkuframleiðslu á ótrúlega ódýru verði og þvi ættu ökumenn fremur að ofnota ljósin heldur en hitt. Þannig mun ökutæki þeirra sjást betur jafnframt þvi sem þeir sjá væntanlega sjálfir betur. Óskar Ólason sagði aö lögreglan hefði ekki gert neina sérstaka rassiu i þvi að fá menn til að nota ökuljósin núna að undanförnu, það hefði verið gert fyrir jólin. Hann sagði að slikt eftirlit væri nokkuð erfitt viðfangs, enda ekki hægt að stöðva bila hvar sem er. Hinsvegar stöðvar lögreglan daglega ökumenn, sem hafa gleymt sér og áminnir þá um aö hafa ökuljósin á og eru ljósin þá oft prófuð. Stundum kemur þá lika i ljós að ökumenn hafa ekki hreint mjöl i pokahorninu, ef þeir nota ekki eölileg ökuljós, þ.e. ónýtar perur eða luktir, sem þeir vilja ekki koma upp um. -JBP- BÍÓ BÆTIR UPP LÍNULEYSIÐ Gengislœkkunin jók gjaldeyris- sjóðinn um 700 millj. Ýmsar leiðir eru til að auka gjaldeyris-,,sjóðinn”. Gengisfell- ingin eykur hann til dæmis um eitthvað nálægt 700 milljónum króna. Nettó gjaldeyrisstaðan var okkur hagstæð um sem næst 6 milljarða króna, þegar gengið var fellt. Með gengisfellingunni reiknast fleiri krónur fyrir þann erlenda gjaldeyri sem myndar gjaldeyrissjóðinn. Tólf prósent hækkun á erlendum gjaldeyri auka þvi sex milljarða gjald- eyrissjóð um 720 milljónir króna. Gjaldeyris „sjóðurinn” nam 5.965 milljónum króna i lok nóvember siöastliðins. Haföi minnkað i honum um 28 milljónir i nóvem- ber, sem engum þótti mikið.HH. Gáfu jólagjöfina sína til Nicaragua Margur krakkinn varð leiður þegar hætt var að sýna þættina um Línu langsokk i sjónvarpinu. Börnin eru raunar ekki þeir einu, sem hafa gaman af Linu, fólk á öllum aldri sat fyrir framan tækið sitt og skemmti sér prýðisvel yfir hinum ötrúlegu uppátækjum hennar. Nú er væntanleg dálitil sárabót fyrir þá sem sakna Linu úr sjón- varpinu. Um miðja næstu viku hefjast að öllum likindum sýningar i Austurbæjarbió á kvikmynd, sem gerð var um Linu og er með sömu leikurum og sjón- varpsþættirnir. Áður hafði verið sýnd ein mynd, sem hét Lina langsokkur i Suðurhöfum með sömu leikurum. Mörgum væri óefað gerður greiði með þvi að sýna þá mynd aftur seinna. Linumyndin nýja, sem ekki hefur verið sýnd hér áður, verður ekki bara til sýnis á þeim timum sem ætlaðir eru börnum klukkan 3 á sunnudögum, heldur verður myndin sýnd klukkan 5, 7 og 9 alla daga. Lina og vinur hennar apinn Níels lenda i mörgum ævintýrum á ferðum sinum. Margir urðu til þess að senda fé til fjársöfnunar RKÍ og Hjálpar- stofnunar kirkjunnar, alls 1300 þúsund komu inn i fjársöfnun þessara aðila, auk þess sem 225 þús. krónur voru sendar um jólin. Margir sýndu einstaka fórnar- lund, t.d. krakkarnir, sem fengu sinn hvorn tiu marka seðilinn I jólagjöf frá Þýzkalandi og gáfu til söfnunarinnar i stað þcss að kaupa sér eitthvað smáræði eins og til var ætlazt af gefanda. Þannig getur margt lítið skapað eitt stórt, sem að gagni getur komið hinu hrjáða fólki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.