Vísir - 12.01.1973, Blaðsíða 7
Visir. Föstudagur 12. janúar 1973
cJ/Vlenningarmál
Að finna fjórtök stinn
0
Lárus Oskarsson
skrifar um kvikmyndir
Frenzy. Vinnubrögðin eru mjög
markviss.
Gott dæmi um hvernig Hitc-
hcock vinnur þegar hann gerir
vel, er þegar áhorfandinn veit um
myrta konu inni i húsi einu og sér
aðra konu fara inn i húsið. Ahorf-
andinn veit hvað mun gerast.
Konan, sem fer inn i húsið mun
rekast á þá myrtu og sennilega
reka upp óp. En i stað þess að láta
myndavélina, og þar með áhorf-
andann, fara með konunni inn i
húsið og reyna að lýsa þeim
áhrifum sem hún verður fyrir
þegar hún sér likið, þá dvelur
myndavélin fyrir utan og er graf-
kyrr þar til ópið kemur. A meðan
blður áhorfandinn og spyr sjálfan
sig? Ætlar þetta aldrei að gerast?
Ekki ósvipað atriði kemur
seinna i myndinni. Um mynda-
tökuna i þvi atriði hefur Hitc-
hcock sagt, að það sé erfiðasta
atriði, sem hann hafi látið kvik-
mynda. Morðinginn og væntan-
legt fórnardýr hans koma gang-
andi eftir götunni og halda áleiðis
til hibýla morðingjans. Ahorf-
andinn fylgir þeim eftir upp stig-
ann og sér þau fara inn i ibúðina,
siðan hörfar myndavélin niður
stigann aftur og fer alla leið út á
götu. Þegar út á götuna er komið
verður umferðargnýrinn svo
hávær að öllum má ljóst vera að
Þó að Frenzy sé
ekki mesta hrollvekja
Alfreds Hitchcocks,
þá er óhættaðsegja
að ekki er hún neitt
smábarnagaman.
Það er ekki vert að rekja efnis-
þráðinn i Frenzy nánar. Slikt væri
að svipta væntanlega áhorfendur
skemmtun og spennu, sem fáum
er leikið að veita, i sama mæli og
Aifred Hitchcock.
Margir héldu að kallinn væri
farinn að gamlast, þegar hann
sendi frá sér mynd eins og Tópas,
sem að flestra áliti var klén i
flesta staði. En nú má segja að
biógestir geti aftur fundið
„fjörtök stinn”.
Hitchcock er lagið að halda
áhorfandanum i spennu, án þess
að nota til þess hin venjulegu
hrollvekju vinnubrögð, sem
flestir munu kannast við. Sem
dæmi um þannig aðferð má
nefna hið sigilda atriði, sem notað
hefur verið að minnsta kosti i
þúsund myndum: Unga, góða
stúlkan (oftast bara á náttkjól)
fer á rölt um dimma höllina og
allir vita að Boris Karloff eða
einhver ámóta viðbjóðslegur karl
er á bak við næsta horn og segir:
„dahh!” þegar unga góða stúlkan
kemur fyrir hornið.
Það er f jarri Htichcock að nota
aðferðir sem þessa til að ná fram
spennu hjá áhorfandanum. Það
eru engar „dahh” klippingar og
ekkert feigðar- og vitleysisflan á
fólkinu. Allt er frekar trúverðugt.
En enginn skyldi af þessu skilja
að einhver lognmolla væri yfir
Þetta er aðferðin, svona eru morðin framin i Frenzy. Ahorfendum er aðeins sýnt eitt
morðið.
klipp, sem ekki sjást vegna þess
hve hönduglega þau er gerð til að
hæfa hvort öðru,.
Það er ef til vill aukaatriði að
vera að telja upp slik tæknibrögð,
þvi að mestu máli skipta áhrifin
sem tæknin veldur en ekki tæknin
sjálf. A þetta var þó drepið til að
reyna að sýna fram á hversu
mikið vald Hitchcock hefur á
tjáningartæki sinu. I framhaldi af
þvi má nefna að myndir hans eru
svo vandlega unnar fyrirfram að
hann fylgir þeim ekki einu sinni
eftir i gegnum um klippinguna,
heldur vinnur klipparinn aðeins
eftir skriflegum fyrirmælum, það
er, kvikmyndin er raunverulega
tilbúin áður en hún kemur i
klippiborðið. Að geta sllkt krefst
óhemju mikils valds yfir máli
kvikmyndarinnar.
Óhætt er að fullyrða að Frenzy
er ekki fyrir einn hóp áhorfenda
frekar en annanef á annað borð er
hægt að flokka fólk i hópa eftir
kvikmyndasmekk. Myndin er
fyrst og fremst skemmtileg og
spennandi. Enginn þarf að fara
vonsvikinn heim eftir að hafa séð
Frenzy, nema þvi aðeins (þetta
gildir um allar kvikmyndir) að
hann hafi farið til að sjá eitthvað
fyrirfram ákveðið. Þá verður sá
hinn sami fyrir vonbrigðum
vegna þess að það sem hann var
að biða eftir allan timann, kom
aldrei, heldur eithvað allt annað.
Hann er svo önnum kafinn við að
biða, að hann er ekki fær um að
njóta þess, sem kom.
enginn heyrði ópin i konunni á
meðan verið væri að myrða hana.
Þetta langa skot, eða langa
samfellda kvikmyndataka, sem á
undan er lýst er þó ekki tekin i
einu lagi, heldur eru þar nokkur
Gamli maðurinn, sem nú er orðinn 73 ára að aldri,
kemur enn fram i myndum sinum i einu litlu atriði.
Þarna er hann þó ekki i hlutverki sinu. Hann er bara
að fá sér smáhvild á milli morðanna i Frenzy.
Laugarósbíó. FRENZY
Leikstjóri: Aifred Hitchcock
Sögusviðið er London. Alda óhugnanlegra
morða gengur yfir borgina. Fórnarlömbin eru
konur, sem allar finnast með hálsbindi fast
reyrt um hálsinn. Likur benda til, að sami
ódæðismaður hafi verið að verki i öll skiptin.
Umsjón:
Edda Andrésdóttir
„Útsala, útsala, seljum
peysur og buxur á hálfvirði”.
„Útsala, útsala mikill afsláttur
af góðum ullarkápum frá....”
Þá eru slikar auglýsingar og
tilkynningar farnar að hljóma i
útvarpinu enn á ný. Enda út-
sölurnar hafnar i verzlunum
viða um bæinn.
Útsölur eru ákaflega vel
þegnar hjá flestum, enda oft
hægt aðgera mjög góð kaup, þó
að margt sem er á boðstólum
við slik tækifæri sé ef til vill
hvorki vandað né verðmætt. En
oft má fá góðan fatnað fyrir til-
tölulega lágt verð, svo sem
peysur og kápur og annað slikt.
Vísismenn litu við i nokkrum
verzlunum i bænum i gærdag og
þegar er orðið nokkuð fjölmennt
fyrir framan búðarborðið. Allir
vilja skoða sem flest og þreifa á
sem flestu, þvi að nú er um að
gera aðgerasem beztukaupin.
Konungslög gilda um
Útsölur hafnar
En þó að skiltum hafi verið
komið upp i gluggum verzl-
ananna með áletruðu i stórum
stöfum, ÚTSALA, þá er ekki
þar með sagt að maður geri góð
kaup, þó að verzlað sé á lægra
verði, þvi að það vill oft verða
svo að hinn mesti og hreinasti
óþarfi er keyptur.
Þarna er jú efni sem er
nokkru ódýrara en hægt er að fá
annars staðar, en svo vill bara
svo oft verða, að þegar heim er
komiðmeð varninginn, þá áttar
maður sig á þvi að enginn not
eru fyrir viðkomandi hlut.
Það er þvi um að gera að láta
kaupæðið ekki gjörsamlega ná
yfirhöndinni, heldur að grúska
vel og vandlega og svo að gera
góð kaup!
Útsölurhófust 10. jan. sl. og er
leyfilegt að halda útsölur fram
til 10. marz að þvi er Magnús
Finnsson, framkvæmdastjóri
Kaupmannasamtakanna tjáði
okkur. Siðan er leyfilegt að
halda útsölur siðar á árinu, eða
frá 20. júli til 5. september,
einhvern tima á þvi tímabili.
Það er dálitið skemmtilegt við
þessa útsölureglugerð eða þau
lög um útsölur, hversu gömul
þau eru orðin. Þau voru sett árið
1933 og það á dögum Kristjáns 9.
Á meðan hann rikti yfir Islandi i
veldi sinu.
Útsölur er leyfilegt að halda
tvisvar á ári þá i einn mánuð i
senn, eða þá einu sinni á ári, tvo
mánuði i senn.
Einhverjum finnst kannski
timi til kominii, að gangskör
verði gerð i þvi að breyta og
umturna lögum og reglu-
gerðum Kristján 9, þar sem nú
eru breyttir tima og annað þjóð-
skipulag.
Magnús Finnsson tjáði okkur,
að Kaupmannasamtökin hefðu
farið fram á að þessum lögum
yrði breytt eða þau tekin til
endurskoðunar. Enn hefur það
þó ekki verið gert, en liklegast
timi til kominn.
Hvernig útsölum er háttað
erlendis gat Magnús ekki frætt
okkur um, eða hvernig fyrir-
komulagið væri hjá þeim I ná-
grannalöndunum, til dæmis þá i
Danmörku.
En Qtsölurnar eru áreiðan-
lega vel þegnar hjá flestum,
hvort sem þær eru að vori eða
hausti, enda sást það greinilega
i verzlununum i gær. —EA
íslenzkar útsölur
Útsölurnar eru hafnar, en þessi mynd var tekin i einni verzlun
bæjarins i gær.