Vísir - 13.01.1973, Blaðsíða 5
.5
Visir, Laugardagur 13. janúar 1973
AP/NTB UTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson
A
Flensu
varnir
Daglega leggur inflúensa 70.000
manns i rúmið i Rússlandi, eins
og við skýrðum frá s.l. laugar-
dag; og hefur þurft að gripa til
strangra varúðarráðstafana til
þess að reyna að draga úr út-
breiðslu flensunnar. Eins og t.d.
að láta þessar afgreiðslustúlkur
I matvöruverzlun i Moskvu bera
sóttvarnardulur fyrir vitum sér,
svo að þær smitist siður af viö-
skipta vinum.
Ætla að
skilja
Jens Otto Krag, fyrrum for-
sætisráðherra Dana sést hér á
gangi með konu sinni, Helle
Virkner leikkonu og börnum
þeirra tveim, Jens Christian
(tv) og Astrid Heie. Þessi mynd
var tekin af þeim i október 1972.
En margt hefur breytzt siöan
þessi hjón voru hciðursgestir
Pressuballsins hér heima, og nú
hafa þau staðfest, að þau ætli að
skilja.
Vinna með
gasgrímur
Mennirnir tveir á myndinni,
sem eru hér að vinna við eina af
vélum efnaverksmiðju i Porto
Marghera i italiu, bera nú gas-
grimur, vegna tilskipunar at-
vinnumálaráöuneytisins. 205
efnaverksmiðjum hefur verið
gert að útvega 50.000 starfs-
mönnum gasgrimur, vegna
hættu á lofteitrun.
Nafni götunnar, þar sem Maurice Chcvalier átti heimili sitt, þegar
hann lézt, hefur nú verið breytt. Hún hét áður Rue du Réservoir, en var
nú kennd við söngvarann. Odette Melier, sem bjó með Chevalier
siðustu ár hans og erfði hann, virðir fyrir sér nýja skiltið.
Fráfarandi forseti Efnahagsbandalagsins, Sicco Mansholt, setur
arftaka sinn Francis Ortoli (t.v.) i starfið.
Satúrnus 1 B-flaugin, sem skjóta mun fyrstu Skylab geimförunum út i
geiminn, sgst hér flutt eftir 3 1/2 km langri braut áleiðis á skotpallinn.
Næstu 3 vikurnar mun hún verða þrautreynd, áður en henni verður
skotið á loft 1. mai. með þremur geimförum.