Vísir - 13.01.1973, Síða 9

Vísir - 13.01.1973, Síða 9
Visir. Laugardagur 13. janúar 1973 9 riNiMi I SIÐAN I Umsjón: Edda Andrésdóttir Einnar mínútu æfingar á degi hverj- um, og eftir nokkrar vikur eru brjóstin orðin stinnari, mittið EIN MÍNÚTA HVERJUM! Æfingar sem skapa jafnt andlega sem líkamlega vellíðan grennra og fæturnir sterkari og vellagaðir. En hvar á þá að gera þessar æfingar? Jú, það er vist nokkuð sama hvar og hvenær dagsins þær eru fram- kvæmdar, en einna bezt er að taka sér ör- litla hvild frá vélritun- inni eða starfinu um miðjan dag og gera æfingarnar. Það mun bæði verða upplyft- ing og hressandi á starfsdegin- um, jafnt andlega sem likam- lega, og eins og áður segir mun árangurinn koma i ljós að nokkrum vikum liðnum. Ef að einhver er i megrun á þessu timabili, en það er nú ein- mitt timinn núna svona rétt eftir jólin, þá eru æfingarnar ákaf- lega góðar til þess að vega upp á móti slappleikanum, sem svo oft vill gera vart við sig þá. Æfingarnar er þó ekki nauð- synlegt að gera einmitt i vinnu- timanum, heldur er hægt að gera þær á hvaða tima dagsins sem er, en það er áreiðanlega ekki annað en hollt og gott að rétta aðeins úr bakinu og lita upp frá ritvélinni öðru hvoru einmitt til þessara hluta. Æfingarnar ganga út á það, að vissir vöðvar eru spenntir nokkrar sekúndur i einu á degi hverjum. Siðan er slakað á vöðvunum og slappað af, en æfingin siðan endurtekin. Ekki er ráðlegt að endurtaka neina æfingu oftar en hér er sagt, og ágætt þykir að skipta æfingunum aðeins niður á dag- inn. Til dæmis að gera nokkrar á morgnana, nokkrar i hádeginu og svo loks þær siðustu seinni- part dags, einmitt þegar þreyt- an er farin að gera sem mest vart við sig. En er þá ráðlegt að fara að gera einhverjar æfingar eða leikfimi, einmitt þegar maður er þreyttur? Jú, þvi að þessar æfingar hafa upplifgandi áhrif. Blóðið streymir örar i þeim likamshlutum þar sem æfingarnar reyna hvað mest á og það er eins og þreytan hverfi að mestu. Æfingarnar hafa einnig góð áhrif þegar tauga- óróleiki eða spenna er farin að gera vart við sig. . 8. Fyrir handleggi og 10. Fyrir læri og fót- axlir: leggi: 1. Fyrir hrygg- brjóst- og magavöðva: Þrýstið lófunum fast undir borðplötuna, á skrifborðinu til dæmis, og reynið að finna hvernig vöðvarnir dragast sam- an. Teljið upp að fimm, hvilið siðan og endurtakið fimm sinn- um. 2. Fyrir hrygginn og til þess að bera sig betur: Þrýstið lófunum þétt niður á borðplötuna og teljið upp að tiu á meðan. Hvilið síðan en endur- takiö æfinguna tvisvar sinnum. 2. Fyrir brjóstvöðv- ana: Þrýstið fingurgómunum fast niður á borðplötuna og varizt aö lyfta örmunum á meðan, en haldið þeim réttum. Endurtakiö æfinguna fimm sinnum. 4. Fyrir hendurnar og brjóstin: Þrýstið fingurgómunum þétt á móti hvor öðrum og haldiö höndunum réttum. Teljið upp að fimm, hvilið siöan, en endurtak- ið æfinguna fimm sinnum. 5. Fyrir brjóst- og hryggvöðva: Lyftið lófum upp að andlitinu og þrýstið þeim þétt saman. Gætið einnig að handleggir séu beinir. Teljið upp að fimm, hvllið, endurtakið fimm sinnum. 6. Fyrir hnakkann og axlirnar: Sitjiö bein f baki og lyftiö hök- unni hátt. Setjið lófana að hnakkanum og þrýstið þeim sið- an að hnakkanum og honum á móti. Teljið upp aö fimm, hviliö siðan og endurtakiö þrisvar sinnum. Góð æfing fyrir þá sem sifellt vinna niðurlútir. 7. Fyrir háls og hnakka: Hallið undir flatt og leggið hendurnar upp að öðrum vanganum. Þrýstið siðan and- litinu aö höndunum, teljið upp að fimm og endurtakið. Skiptið siöan um hlið og gerið æfinguna eins. Standið i um það bil 40 cm fjar- lægð frá vegg. Lyftið höndunum og þrýstið löfunum þétt að veggnum. Dragið inn magann á meðan og teljið upp að fimm. Hvilið þá, en endurtakið æfing- una þrisvar sinnum. 9. Fyrir magann og lærin: Lyftiö fótunum og teygið úr þeim. Þrýstið þeim siðan þétt- saman. Teljið upp að fimm, hvilið og endurtakið æfinguna fimm sinnum. Lyftið fótunum og krossið þá samtimis sem þeim er þrýst upp að hvorum öðrum. Haldiö þeim þannig og teljið upp að fimm. Látið siöan fætur siga, en endurtakið æfinguna fimm sinn- um. 11. Fyrir alla vöðva i fótunum: Lyftiö fótunum og leggið hæl við tær eins og sýnt er á myndinni. Þrýstið, látið fætur siga, skiptið um fótstöðu og hvilið. Endur- takið tíu sinnum. Æfingin gerir gott ef hún er gerð 10 sinnum og það er alls ekki nauðsynlegt að fara úr skónum. —EA

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.