Vísir - 13.01.1973, Blaðsíða 15
Vísir. Laugardagur 13. janúar 1973
n □AG | n KVÖLD n □AG 1 Q KVÖLD | n □AG
Sjónvarp í kvöld kl. 20,25:
NU HLÆR ÖLL
FJÖLSKYLDAN
Hljóðvarp í kvöld kl. 19,20:
JÓLABÓKAFLÓÐIÐ OG
FYLGIKVILLAR ÞESS
Og enn einu sinni fáum við a6
sjá mynd úr hinum bráðskemmti-
lega gamanmy ndaflokki,
„Heimurinn minn”.
Hvað fjölskyldan tekur sér nú
fyrir hendur er ekki gott að gizka
á. En áreiðanlega kemur margt
spaugilegt og kúnstugt fram i
myndinni. „Húsbóndinn á heim-
ilinu” lendir vafalitið i ýmsum
erfiðleikum, og ef svo verður,
kippir „veika kynið” örugglega
öllu i lag.
Þessi myndaflokkur hefur notið
mjög mikilla vinsælda hjá
börnum frá aldrinum þriggja til
niutiu og þriggja ára, og er
ósennilegt, að þessi mynd valdi
sjón varpsáhorfendum von-
brigðum frekar en hinar fyrri.
I-TH
Þetta er hinn skemmtilegi húsbóndi I gamanmyndaflokknum
„Heimurinn minn”. Það má segja, að hann hafi varðveitt vel ýmislegt
af „barninu” i sjálfum sér, i jákvæðustu merkingu þess orðs.
i þættinum „Bækur og bók-
menntir” i kvöld koma þeir
saman gagnrýnendurnir Árni
Bergmann, Helgi Sæmundsson og
Ólafur Jónsosn.
Þeir munu segja álit sitt á
ýmsum bókum og bókaútgáfum,
útgáfustarfsemi og fleiru þar að
lútandi. Fyrst og fremst verður
fjallað um nýútkomnar bækur,
þ.e. bækur sem komu út fyrir
siðustu iól.
Þó að þá greini sjálfsagt á um
margt er trúlegt, að þeir geti
verið i aðalatriðum sammála um
það, að æskilegast mundi vera að
dreifa bókaútgáfunni á lengra
timabil ársins en verið hefur. En
eins og allir vita kemur lang-
stærsti hluti bóka, sem gefnar eru
út á tslandi, á markaðinn
skömmu fyrir hver jól.
Umræðum þessum stýrir
Sverrir Hólmarsson. —LTH
Hljóðvarp sunnudag kl. 14,00:
Hvað er MÖRSUGUR?
„Mörsugur á miðjum vetri”
nefnist þáttur sem Jón B. Gunn-
laugsson verður með á sunnudag.
Loftur Guðmundsson rithöf-
undur, hefur tekið saman og
flytur frásöguþætti um mörsugu-
mánuð, segir meðal annars frá
ferðum manna hér áður fyrr
þegar þeir voru að fara i verið,
eins og það var þá kallað.
Þá rabbar Jón við Arna Björns-
son, þjóðháttafræðing, um
mörsugumánuð, sérstaklega það
sem átti sér stað um þann tima til
forna.
Sagt er að mörsugumánuður
hefjist fyrsta miðvikudag eftir 18.
desember. Stundum hefur hann
lika verið nefndur hrútmánuður.
í þættinum munu lesa ljóð þau
Herdis Þorvaldsdóttir, leikkona
og Hjörtur Pálsson, dagskrár-
stjóri
—LTH
Hinn landskunni hljóðvarpsmaður, Jón B. Gunnlaugsson, fjallar um
mörsug á sunnudag, og fær þar til fylgis við sig fróða menn og snjalla.
Sjónvarp sunnudag kl. 20,55:
ÖRVÆNTING OG ÁST
Sjónvarp í kvöld
kl. 20,50:
SEKUR EÐA
SAKLAUS?
Margt gerist i þeim þætti fram-
haldsmyndaflokksins „Sól-
setursljóð” sem sýndur verður á
sunnudag.
Móðirin verður barnshafandi
enn á ný, og gripur til þess
óyndisúrræðis i örvæntingu sinni,
að fremja sjálfsmorð. Hinn harð-
lyndi heimilisfaðir kennir tiðar-
andanum um og lætur hvergi
bugast, eins og geta má nærri, þvi
ekki sýndi hann sérlcga mikla
viðkvæmni i fyrsta þætti þessa
myndaflokks.
Elzti sonurinn er i trúlofunar-
hugleiðingum og hefur fullan hug
á að komast sem fyrst að heiman.
Dóttirin tekur að sér hús-
móturstörfin en yngri börnin eru
send að heiman. Dóttirin er orðin
'ástfangin af verkstjóra
nokkrum, sem hún hefur kynnzt
þegar stórbruni átti sér stað á bæ
nokkrum i grendinni.
Mikið er slúðrað þarna i
sveitinni, meðal annars um
prestinn, og er hann heldur farinn
að falla i áliti hjá söfnuðinum.
LTH
Erfitt er aö halda þvf fram, aðsólskin og blíða skíni út úr svip feðganna á þessari mynd.
Kvikmyndin i sjónvarpinu i
kvöld er gerð eftir leikriti
Terence Rattigan „The Winslow
Boy” og er gerðá árinu 1949. Efni
hennar er á þá leið, að ungt sjó-
liðsforingjaefni er ásakað um að
hafa stolið póstkröfu. Er hann
rekinn úr skóla sjóhersins.
Faðir hans er ekki sáttur við
málsmeðferð herréttarins og
ákveður að finna út hið rétta i
málinu. Hann ræður frægan
verjanda og tekur upp málið að
nýju.
Robert Donat leikur verjandann,
sem ráðinn var til að hreinsa nafn
sjóliðsforingjaefnisins unga.
Auk þess koma fram i myndinni
þekktir leikarar svo sem þau Sir
Cedric Hardvice og Margaret
Leighton.
Sverrir llólmarsson, mennta-
skólakennari, stýrir umræðum i
þættinum „Bækur og bók-
menntir" i kvöld.
Sjónvarp
sunnudag kl. 18,00:
Lína þögnuð
- Fjórir
félagar
vœntanlegir
Þcir ætla ekki að láta sig vanta
i „Stundina okkar”félagarnir
bráðskemmtilegu , Glámur og
Skrámur.
Þá verður sýndur ballett,
einnig lcikfimisýning og teikni-
myndir.
Endurtekið verður barnaleikrit
eftir Guðrúnu Asmundsdóttur, en
það nelnist „Pipar og salt”.
Nú hefur hin fjörmikla Lina
langsokkur sagt sitt síðasta orð i
sjónvarpinu, en væntanlegur er i
sjónvarpinu nýr myndaflokkur,
sem að visu byrjar ekki þennan
sunnudag, en fyrsti hlutinn i þeim
flokki verður sýndur næsta
sunnudag.
Sá myndaflokkur nefnist
„Fjórir félagar”, en þar er um að
ræða þrjá stráka og eina stelpu,
fjörkálfa mikla, og stunda þau
leynilögreglustörf af miklu kappi.
Þessar myndir eru jafnt við hæfi
yngri sem eldri barna. Enn-
fremur er áformað að hefja sýn-
ingar á nýjum myndaflokki fyrir
yngstu áhorfendurna, en það er
teiknimyndasafn sem kaliast
„Jakuxinn” Ekki er enn búið að
ákveða hvort sá myndaflokkur
verður á miðvikudögum eða
sunnudögum. LTH
Barnaleikritið f sjónvarpinu er
eftir Guðrúnu Asmundsdóttur,
leikkonu, og heitir það Pipar og
salt.