Vísir


Vísir - 19.01.1973, Qupperneq 1

Vísir - 19.01.1973, Qupperneq 1
vism 63. árg. Föstudagur 19. janúar 1973 — 16 tbl. HANDTEKNIR AÐ MORGNI - LAUSIR AÐ KVÖLDI Sjó baksíðu. Aldinborinn sem gerðist geimfari Þvl eru engin takmörk sett, hvaö atvinnuleikari þarf aö taka sér fyrir hendur. Hann þarf aö vera tilbúinn aö bregöa sér f allra kvikinda liki. Hann Þórhallur Sigurös- son, einn okkar ungu ieikara, getur áreiöanlega skrifaö undir þetta, þvi hér er hann I hlutverki aldinborans I Ferö- inni til tunglsins I Þjóöleik- húsinu, en samkvæmt þeirri náttúrufræöi, sem börnin læra I leikhúsinu, er aldin- bori 6-fóta skorkvikindi, sem lifir á þvi aö narta i trjálauf. En i leikritinu gerist aldin- borinn öilu tilþrifameiri en gengur og gerist hjá hans kyni. — Sjá leikdóm á bls,7. Ensk knattspyrna er jú stórmól Dálkurinn AÐ UTAN bregö- ur fyrir sig betri fætinum i dag, — i bókstafiegri merkingu. Knattspyrnan i Englandi, áhugamál tug- milljóna manna viöa um lönd, er nefnilega til um- ræöu, breytingar á henni og pólitikin i kringum allt saman. Vitaskuid biöur dáikurinn iþróttasiöurnar forláts á frekjunni, — en ensk knattspyrna er jú erlent málefni, og stórmál þar aö auki. — Sjá bls. 6. Glœsimannvirki — en ekki fyrir alla Þaö er ekki nóg að reisa borgurunum glæsimann- virki, sem kosta skattborg- arann tugi eða hundruö mill- jóna. Ung móöir sendi son sinn meö félaga I sund- laugina miklu i Laugardal. En hvað kom i ljós? Laugin er ekki ætluö yngstu borg- urunum, alla vega ekki nema á einhverjum afmörk- uðum timum, og greinilega vill starfsfólk laugarinnar helztekkihina ungu menn og konur, sem eiga einhvern tima aö erfa landið. — Sjá lesendabréfin, sem i dag fjalla um hin margvislegustu efni. — Sjá bls. 2 og 3. Öfund, — illgirni eða kimnigáfa? Bókin, sem Skáksambandið, illu heilli, er talið útgefandi aö, og kom út vestra, er hin mesta furðusmið. Við fengum eintak og giugguðum i bók þessa, eða blað. Það er margt, sem sannariega verður að telja undarlega ruglaða kimnigáfu, — eða öfund og iiigirni. -Sjá bls. 2. „EKKI VONUM FYRR AÐ BRETARNIR GEFIST UPP" — segir utanríkisráðherra — brezka stjórnin íhugar úrslitakosti skipstjóra — „íslendingar hafa sigrað" segir brezkur þingmaður „Mér finnst ekki vonum fyrr, að Bretarnir gefist upp," sagði Einar Ágústs- son, utanríkisráðherra, í viðtali við Vísi í morgun. Auðvitað veit ég ekki nákvæmlega hvernig ber að taka þessa úrslitakosti skipstjóra við brezku stjórnina, en við höfum alltaf talið, að erfitt væri fyrir þá að stunda veiðar óiöglega hér við land. Það kæmi okkur þvi ekki á óvart, þótt þeir væru núna að gefast upp,” sagði ráðherra, sem vildi ei fara frekar út i málið. Hann sagði, að allt stæði við hið sama. Samningaviðræður lægju niðri, en mótmæli væru tið. „Við mótmæltum hvor öðrum í gær”, sagði ráöherra, og núna er brezki sendiherrann hér til að mótmæla almennt”. Hversu oft hefur verið „mótmælt?” „Það hef ég nú ekki talið saman”, sagði ráðherra. Brezka stjórnin ihugar úrslita- kosti togaraskipstjóranna sem segjastsigla heimleiðis i kvöld, ef þeir fái ekki herskipavernd. Talaði skipstjórinn á Northern Sky i raun og veru fyrir hönd allra skipstjóranna, þegar hann gerði brezku stjórninni þessa úrslita- kosti? „Við höfum ekki ástæðu til að halda annað”, sagði Hafsteinn Hafsteinsson, blaðafulltrúi Land- helgisgæzlunnar. í fréttum brezka útvarpsins BBC i morgun, var viðtal við þingmann frá Hull, i tilefni af hótunum togaramann- anna um að hverfa af miðunum. Var hann spurður álits á, hvort veita ætti togurunum herskipa- vernd. „Þingmaðurinn sagði: „Við höfum herskipin, og ég sé enga astæðu til þess, að þeir fái þau ekki. Ég hef undanfarna viku átt tal við togaraskipstjóra I Hull, og þeir telja þetta vera eina svarið við ógnunum fslenzicra varðskipa á Islandsmiðum”. Spurningunni um, hversu mörg herskipin þyrftu að vera svaraði hann: „Fimm eða sex freigátur, allt eftir þvi hvað skipstjórarnir telja, að veiða þurfi á mörgum stöðum eða hólfum”. Varðandi þau ummæli Laings, formanns brezkra togaraeigenda, að her- skipaverndin væri ekki æskileg og myndi aðeins hefta eba torvelda veiðar, svaraði hann þvi til, að skipstjórarnir væru þar á öðru máli, þeir legðu sig I hættu á íslandsmiðum og ættu heimtingu á þvi að fá þá vernd, sem þeim þætti nauðsynleg. Laing sýndi of mikið umburðarlyndi og hug- leiddi málið af of mikilli stjórn- málalegri hógværð. Að visu væri þarna ekki um strið að ræða i þeim skilningi, en það gæti auðveldlega þróazt upp I það, sagði þingmaðurinn enn- fremur. „islendingar hafa sigrað" Þingmaðurinn og fréttamaður, sem við hann ræddi, voru sammála um, að sennilega hefðu Islendingar sigrað, hvort sem brezk herskip yrðu send á vett- vang eða ekki. tslendingar hefðu „alltaf viljað, að herskipin kæmu”, töldu þeir, þvi að með þvi teldu íslendingar stöðu sina batna gagnvart umheiminum. Nú, ef herskipin yrðu ekki send, væri sigurinn íslendinga, eins og hótanir skipstjóra gæfu til kynna. Islendingar heyrðu samtal skip- stjórans á Northern Sky við að- stoðarframkvæmdastjóra . út- gerðarfyrirtækisins British T United Trawlers i Grimsby. Sagði skipstjóri, að enginn friður væri til að fiska vegna ágengni varðskipa. Togaraeigendur og brezka stjórnin virðast ekki gera ráð íyrir, að togarar sigli heim i dag, heldur muni þeim gefast meiri timi til aðgerða. Rætt er um að setja tæki um borð i togarana, sem verji þá fyrir klippingum. —HH 450 þús. hafa safnast handa Hafsteini r w Asbjörn Olafsson gaf 50 þús. krónur Aukinn kraftur er nú að færast I söfnun fyrir Hafstein Jósefsson, en þessi söfnun hefur fariö af staö af sjáifu sér, sprottin af vilja fólks til aö sýna Hafsteini viröingu sfna fyrir hetjudáö á hættustundu og samúö vegna likamstjóns, sem hann varö þá fyrir. Enginn aöili hefur skipulagt þessa söfnun, sem er þó komin i 450 þús. krónur, ef talin eru meö 150 þús. krónur sem borgarstjórn Reykjavfkur ákvaö I gærkvöldi aö veita honum f viöur- kenningarskyni og 100 þús. krónur sem Rauði krossinn veitti honum I heiðursskyni. Auk þessara stóru gjafa héfur komið stórgjöf til söfnunar fyrir Hafstein frá Asbirni ólafssyni, stórkaupmanni, 50 þús. krónur. — t morgun höföu 54 þús. krónur borizt I söfnunina til Vfsis.95. þús. krónur höföu borizt til Morgun- blaösins og 5.8Ó0 kr. höföu borizt til Timans. —VJ ,,Ég hef ekki taliö, hversu oft viö höfum „mótmæit” segir utanrikisráöherra. Brezki sendiherrann (með hattinn) kemur af fundi við ráöherra I morgun eftir aö hafa mótmælt „almennt”.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.