Vísir - 19.01.1973, Qupperneq 3
Visir. Föstudagur 19. janúar 1973
3
Skákskýringar bókarinnar eru umdeildar og vafi um réttinn til
aö birta þær — Höfundur þeirra er Júgóslavinn Gligoric.
honum nýjan stól með BOBBY á
bakinu”, „Við gerum hann
KÓNG”.
Þegar hún leit á lappirnar á
þeim, kom i ljós, að þær voru i
köflóttum sokkum. bað gat
auðvitað þýtt hvað sem vera
skal...., en siðustu vikurnar i
Reykjavik höfðu kennt þessari
„áhugakonu” um skák, að
ekkert væri augljóst. Þvi að hún
hafði séð Chester Fox, og hann
var i köflóttum sokkum. Hafi
einhver vondur maður verið við
einvigið, þá var það hinn indæli
Chester Fox”.
Merking þessara setninga úr
greininni er hin dularfyllsta, og
talsvert greinilega hrein þvæla,
gerð i spaugi. Hér virðist þó
gefið i skyn, að útsendarar Fox
hafi klæðzt kvenmannsfötum
væntanlega til að komast nær
Fischer en ella.
„Spyrjið stúlkurnar
um Sæmund”
„....Lögfræðingur i New York
taldi, að vinir Fischers hefðu
gengið of langt i taugaveiklun (í
viðskiptunum við Fox), Of
langt?.. Spyrjið einhverja
stúlkuna, sem reyndi að kyssa
hurðarhúninn að herbergi
Fischers, meðan hann svaf,
hvort Sæmundur Pálsson hafi
nokkru sinni gengið of langt i
æsingi, er hann varði Fischer?
Greinin heldur áfram i
þessum dúr. Talað er um, að
Bobby leiki borðtennis á óvenju-
legan hátt, þvi að boltinn
„spinni”, af þvi að Fischer
hrindi honum frá sér, sé
fráhrindandi, öðrum orðum.
Hér sem viðast i þessari grein
er orðaleikur, sem má taka sem
svivirðingu um Fischer, en
mundi ekki vera hægt að hafa á i
meiðyrðamáli, o.s.frv.
„....Sumir hörðustu fjand-
menn Fischers sögðu, að hann
kynni ekki að synda Hann væri
bara að reyna að galdra vatnið,
svo að hann gæti gengið á
þvi.En Fischer les bára Gamla
testamentið, og þar klofnaði
vatnið”
Skáksamband tslands er á
kápu sagt útgefandi bókar-
innar Hins vegar höfðu skák-
sambandsmenn ekki lesið
handrit að henni. Þeir vilja
mörgu breyta fyrir aðra útgáfu.
Þessi grein er ekki augljóst nið,
en hún skilur eftir ,',óbragð”,
sem ótal tviræðar merkingar
skapa.
—HH
Eiga bðrnin ao
synda á kvöldin?
Um kl. 1,30-2 i dag, miðviku-
daginn 17. janúar, hringdi 8 ára
sonur minn i sundlaugina i
Laugardal og spurði, hvort hún
væri opin. Karlmaður svaraði þvi
játandi. Fór drengurinn þá ásamt
jafnaldra sinum þangað inn eftir
og ætlaði að sjálfsögðu i sund.
Þegar þangað kom, var þeim ekki
leyft að fara i laugina, af þvi að
þar væri skólasund. Um kl. 5
hringdi ég inn eftir og spurði,
hvort það væru einhverjar tak-
markanir á þvi, að fólk fengi að
fara i sund þarna. Afgreiðslu-
stúlka brást heldur þykkjulega
við og neitaði þvi. Þegar ég hins
vegar tilfærði þetta atvik og
fleiri, sem ég hafði þá frétt af,
sagði hún, að börn fengju ekki að
fara i sund þarna, fyrren eftir kl.
5 á daginn, þegar skólasundi væri
lokið. Ég sagðist hvergi hafa séð
þetta auglýst, en hún sagði, að ég
gæti lesið mér til um þetta, ef ég
kæmi til þeirra! Ég spurði, hvort
það væri virkilega ekki hægt að
afmarka þau svæði, þar sem
skólasundið væri, svo að önnur
börn gætu farið i sund fyrir kl. 5 á
daginn, en það taldi stúlkan af og
frá, það mætti ekki trufla skóla-
kennsluna, og þegar ég þráaðist
enn við, upplýsti hún, að börn létu
yfirleitt svo illa i lauginni, að þess
væri engin von að hafa taumhald
á þeim. Þannig fór það, og heldur
varð fátt um kveðjur. En ég er
ekki reiðubúin til að sætta mig
orðalaust við svona óliðlegheit og
skilningsleysi, það hlýtur að vera
hægt að koma þessu öðruvisi fyr-
ir, svo að börn fari ekki fýluferðir
i Laugardalslaugina, sem auglýst
er opin allan daginn.
Kristin Halldórsdóttir.
gjaldið
það lá ekki ljóst fyrir, hve mikil
þessi hækkun yrði. Hins vegar
fékk ég að vita, að það væri vegna
hækkunar á brunabótamati.
betta virðist eiga að fara fram
alveg i kyrrþey, þveröfugt við þá
venju að auglýsa rækilega allar
hækkanir á opinberum gjöldum,
eða á greiðslum fyrir þjónustu
opinberra fyrirtækja.
Þvi er ekki auglýst hvað þetta
er mikil hækkun, t.d. i prósent-
um?
Ég hafði i fyrra fasteignagjald
upp á rúmar 20 þúsund krónur, og
ef hér er um verulega hækkun að
ræða, getur það komið sér
bölvanlega fyrir mig að vita ekki
af þvi i tima, svo að maður sé ekki
búinn að ráðstafa tekjunum i eitt-
hvað annað.”
Sigurjón virðist kunna hiö bezta viö sig I brú hins nýja togara. Þess stærsta, sem islendingar hafa
eignazt til þessa. Það er engu líkara en skipstjórar nú til dags þurfi aö vera tölvusérfræðingar Hka, svo
mikiö er af tækjunum I brúnni.
NAFNIÐ VISSULEGA
VELVIÐ HÆFI
- sagði borgarstjóri er hann fagnaði nýja
skuttogaranum Bjarna Benediktssyni
,,Það er vissulega vel
við hæfi að tengja nafn
hins nýja togara nafni
hins mikilhæfa stjórn-
málamanns, Bjarna
Benediktssonar,” sagði
borgarstjórinn i ræðu
sinni við móttöku hins
nýja togara i gær.
„Bjarni Benediktsson hafði
sérstök afskipti af Bæjarútgerð
Reykjavikur,” hélt borgarstjóri
áfram máli sinu. „Hann var
borgarstjóri i Reykjavik, þegar
Bæjarútgerðin var stofnuð, og
átti verulegan þátt i stofnun
hennar. Hann var og forsætisráð
herra, þegar sú ákvörðun var
tekin að bjóða út smiði skuttogar-
anna og átti þar af leiðandi veru-
legt frumkvæði i þvi að hrinda af
stað þeirri endurnýjun togara-
Stolið var sígarettum aö verö-
mæti 40-50 þúsund krónur úr biö-
skýlinu viö Dalbraut sl. nótt.
Rúða var brotin á bakhlið
skýlisins, og hafa mennirnir eöa
maöurinn, sem þarna var aö
verki, teygt sig inn um brotnu
rúöuna og náð i sigaretturnar.
Ekki hefur veriö farið inn I skýliö,
Nýtt skip bættist i íslenzka
fragtskipaflotann núna sl. sunnu-
dag. Þá kom til landsins 1500
tonna flutningaskip, Sæborg
Skipið var byggt 1961 i Dan-
mörku. Siðan var það selt til
Noregs 1965. Núverandi eigandi
skipsins, Guðmundur A. Guð-
mundsson, keypti það frá Noregi.
Skipstjóri þess er Gunnar
Magnússon.
Guðmundur tók við skipinu 19.
desember sl. Fyrsta ferð þess,
eftir að Guðmundur tók við þvi,
var frá Noregi með ál til A-
Þýzkalands. Þaðan kom skipið
með 1420 tonn af gipsi til
Akraness. Til Reykjavikur kom
það sl. þriðjudagskvöld.
Skipið er búið öllum nýjustu
siglingartækjum, en núna
flotans, sem hófst með smiði
þessa togara”.
Skipstjóri Bjarna Benedikts-
sonar verður Sigurjón Stefáns-
son, en hann flytzt yfir á Bjarna
með skipshöfn sina af Ingólfi
Arnarsyni. Til samanburðar má
geta þess, að samkvæmt nýju
mælingareglunum telst Bjarni
Benediktsson vera 968 brúttó-
lestir en Ingólfur Arnarson 610.
Heildarverð togarans i isl.
krónum miðað við núverandi
gengi mun verða um 185
milljónir króna. Þá er gert ráð
fyrir, að heimsigling og búnaður
kosti um 5 milljónir, þannig að
endanlegt verð er talið muni
verða, að þessum liðum með-
töldum, 190 millj. kr.
Svo sem kunnugt er á Bæjarút-
gerð Reykjavikur von á tveim
togurum til viðbótar úr þessum
byggingarflokki, þ.e. Snorri
Sturluson og nýr Ingólfur Arnar-
son, en þeim gamla hefur verið
gefið nýtt nafn, nafnið Hjörleifur.
heidur hefur þjófurinn staöiö upp
á öskutunnu og teygt sig inn og
náö i sigaretturnar, sem voru
geymdar i hillu rétt viö gluggann.
Það munu hafa veriö 40-50 karton
af sígarettum, sem stoliö var.
Ekki hefur hafzt upp á þjófinum,
en inálið er í rannsókn hjá
verður hafizt handa við ýmsar
lagfæringar á þvi. Skipið er út-
búðið til ávaxtaflutninga, en ekki
eru kælivélar i þvi, heldur
óvanalega öflugir blásarar, en
þeir skipta um loft i lestum skips-
ins 20 sinnum á klukkustund. Þá
eru einnig hita- og rakamælar i
lestunum. Skipið er byggt fyrir
siglingar i is og þvi sérstaklega
styrkt. Skipið mun verða i lausum
ferðum, en fyrsta ferð þess héðan
mun verða til ttaliu og Grikk-
lands með saltfisk. A skipinu mun
verða 11 manna áhöfn.
AukSæborgará GuðmundurA.
Guðmundsson einnig Isborgina.
Skipið mun hafa reynzt sérstak-
lega vel á heimsiglingunni, og er
Guðmundur bjartsýnn á, að út-
gerð skipsins muni ganga vel.
—ÞM
Ingólfur Arnarson var fyrsti
togarinn, sem komst i eigu
Bæjarútgerðarinnar, en það var
fyrir tæpum 26 árum siðan.
Bæjarútgerðin hefur eignast
samtals 9 togara, en haft
samtimis i rekstri mest 8
togara. Nú eru i rekstri hjá
Bæjarútgerð Reykjavikur 5
togarar, þar af eru 3 þeirra orðnir
mjög lasburða, og ekki er fyrir
sjáanlegt annað en að þeim veröi
að leggja nú á næstu mánuðum,
og hefur borgarstjórn þegar
reyndar gert samþykkt þar um.
1 stuttu spjalli við blaðamann
Visis sagði Sigurjón Stefánsson,
að gott veður hafi verið á heim-
siglingunni og þvi litil reynsia
fengin á skipið enn, en hann gerði
sér vonir um að skipið mundi
reynast vel. Sigurjón taldi senni-
legast, að 26 manna áhöfn yrði á
skipinu og liklegt væri, að
yfirmenn yrðu þeir sömu og hann
var með á Ingólfi.
Hann sagði, að skipið væri
óvenju vandað og traust. Gert
verði að öllum fiski undir þilfari,
en 5 til 6 menn verði að vera á
dekki, þegar trollið er tekið inn.
Ekki vissi Sigurjón fyrir vist,
hvenær skipið færi I sina fyrstu
veiðiferð, en ýmislegt þarf að lag-
færa, áður en lagt verður út. Nú
er verið að hreinsa skipið, en olia
var skilin eftir á dekki, og á heim-
leiðinni flaut hún út um allt.
Sigurjón sagði, að hann hefði
fylgzt með smiðum skipsins siðan
i júli siðastliðnum, en smiðin var
unnin af skipasmiðastöð á
Pasajes de San Juan á Spáni.
—ÞJM/ÞM
Klutningaskipið Sæborg, eftir aö
þaö lagðist viö bryggju i Rcykja-
vik i fyrsta skiptiö.
Kigandi Sæborgar.Guömundur A.
Guömundssou til hægri ásamt
Þorvaldi Jónssyni, skipamiðlara,
i brúnni á Sæborgu.
SÍGARETTUM FYRIR 40-50
ÞÚSUND KRÓNUR STOLIÐ
lögreglunni. —ÞM
Skip bœtist við fragt-
skipaflota íslendinga