Vísir - 19.01.1973, Side 4

Vísir - 19.01.1973, Side 4
4 Vísir. Föstudagur 19. janúar 1973 y Tom Jones með œxli, sonurinn of feitur Tom Jones á ekki sjö dagana sæla. Eitt er, að hann og sonur hans bera kvilla, sem hrjá þá óþyrmilega. Söngvarinn frægi hefur tvö æxli við raddböndin, og læknar ráðleggja honum eindregið að fá þau fjarlægð — en segjast ckki geta lofað honum þvi, að röddin verði söm eftir sem áður. Sonurinn er ekki minna vandamál. Hann er ekki nema 14 ára gamall, en vegur samt ein 120 kiló og gildnar fremur en hitt með hverjum deginum sem liður. Mark litli á nefnilega við röng efnaskipti að striða, og standa læknar ráðþrota frammi fyrir sjdkdómnum. Þessi er ástæðan fyrir þvi, að kyntáknið Tom Jones sést aldrei opinberlega með soninn. Nýlega tókst ljósmyndurum að festa drenginn á filmur sinar, þar sem hann var að leik með jafn- öldrum sinum i bænum Gstaad i Sviss. Var Tom Jones reiðu- búinn til að greiða stórar fjár- hæðir fyrir filmurnar — en þær voru ekki til sölu. Tom Jones, sem er 32ja ára og hefur verið giftur Lindu i 14 ár, hefur farið með son þeirra hjóna frá einum sérfræðingi til annars. Án árangurs. Af peningum á hann gnógt, en læknishjálp til handa syninum fær hann ekki keypta. Linda og Tom kynntust i fæðingarbæ þeirra, Pontypridd i Wales. Þeim fæddist sonurinn strax eftir fyrstu kynnin, og Tom fékk sér vinnu við náma- gröft til að hafa til hnifs og skeiðar. Þegar honum svo loks hugkvæmdist að troða upp sem söngvari á kránni i Pontypridd, opnaðist honum leiðin að allsnægtum. Hann var fljótl. uppgötvaður, og milljónirnar tóku að hrannast upp i eigu hans. Gullplötur á hann orðið i stöflum, og hann er búinn að gera samninga mörg ár fram i timann. Tom Jones, Linda og sonurinn Mai'k á sólbaðsströnd fyrir læpuni tveim árum. Þá var sonurinn þegar orðinn þyngri en pabbinn. Þeir voru að hefja æfingu i Þjóðleikhúskjallaranum fyrir kvcðjuhljómleikana, þegar þessi mynd var tekin. Frá vinstri: Agúst, Helgi, Robert Force, Ólafur og Gunnar Þórðarson. „ÞÁ FYRST TEKUR VIÐ ALVARA LÍFSINS..." — segja þeir Gústi, Ólafur og Helgi, sem hœtta með Ríó Tríó eftir fimm mónaða Bandaríkjaferð ,,Þið verðið að fyrirgefa, en við kunnum ekki almennilega að halda blaðamannafundi”, sagði Helgi Pétursson i Ríó Triói afsak- andi um leið og hann færði blaða- mönnum kók og prins póló á borð i Lcikhúskjallaranum i fyrradag. ,,En þetta stendur vonandi allt til bóta”, bætti Helgi við, um leið og hann settist sjálfur. ,,Ég er á leið- inni til Sviþjóðar þar sem ég ætla á blaðamannaskóla”. Og þar var komin ástæðan fyrir þvi, að hið vinsæla Rió Trió er að hætta. Það er þó ekki þar með sagt, að þeir félagar séu að leggja hljóðfærin með öllu frá sér. „Ég ætla að minnsta kosti að taka til við gitarnám, þegar til Sviþjóðar er komið”, sagði Helgi með bros á vör. ,,...og við Ólafur höldum áfram námi við Tónlistarskól- ann” bætti Agúst við. Nú eru liðin sjö ár frá stofnun Rió Triós. „Við byrjuðum strax i gagnfræðaskóla”, sagði Ólafur, en auk Helga stóð þriðji Kópa- vogsstrákurinn að stofnun triós- ins, nefnilega Halldór Fannar, sem sagði skilið við trióið á miðri leið. En þá var það, sem Agúst Atlason kom i trióið, þá nýhættur söng og hljóðfæraslætti með Nútimabörnum. „Hvernig leggst það i ykkur að vera að hætta eftir allan þennan tima?” spurði blm. Visis. Þessari spurningu voru þeir þremenningarnir greinilega ekki reiðubúnir að svara. „Það hefur verið svo mikið að gera hjá okkur undanfarið og enn meira stendur fyrir dyrum, svo við höfum eðli- lega ekki leitt hugann neitt sér- staklega að þvi”, sagði Helgi. En HÚSIÐ AUGLÝSIR Nýkomið í rafdeild, 2. hœð, glœsilegt úrval af hinum margeftirspurðu POLY-OPTICS amerísku borðlðmpum Skoðið úrvolið af: LOFTLJÓSUM - HENGILJOSUM - LJÓSAKRÓNUM - VEGGLJÓSUM HFC LESLAMPINN ENNÞA FYRIRLIGGJANDI Á GAMLA GÓÐA VERÐINU, KR. 1.150,- VERZLIÐ ÞAR SEM ÚRVALIÐ ER MEST OG KJÖRIN ERU BEZT HRINGBRAIIT 121 ■ SÍMI 10600 Nœg bílOStœðí hann bætti við: „Ætli maður fari ekki þá fyrst að gera sér grein fyrir þessu öllu saman, þegar maður situr einn með sjálfum sér á stúdentagarði i Sviþjóð. Þgar maður uppgötvar, að það er allt i einu ekki hægt að hóa fyrirvara- laust i þá Gústa og Óla”. „Nú, og svo erum við nú bara alls ekki hættir alveg á stund- inni”, skýtur Gústi inn i. „Trú- lega eigum við eftir að spila meira saman á næstu fimm mánuðum en nokkru sinni áður. Ferð okkar til Bandarikjanna kemur til með að standa allt fram i júni eða júli, en við höfum ekki unnið að öðru en undirbúningi þessarar konsertferðar siðan i nóvember siðastliðnum. Við ætl- um að vera með skuggamynda- sýningar meðan á hinu tveggja tima prógrammi okkar stendur, og við þurfurrr að vera tilbúnir til að svara hinum margvislegustu spurningum um land og þjóð á milli laga”. Gústi tekur sér málhvild, en Helgi heldur áfram: „Við þreifuðum litilsháttar fyrir okkur með fyrirhugað prógramm, þeg- ar við fórum vestur um haf skömmu fyrir jól. Vestur fórum við fyrst og fremst til að koma fram á fslendingahátið i New York, en Robert vinur okkar Force hafði komið i kring nokkr- um framkomum fyrir okkur þar fyrir utan i Washington og viðar. Má það teljast veigamikill liður i undirbúningi hinnar fyrirhuguðu ferðar”. En hver er fyrrnefndur Robert Force? Jú, það er ungur Bandarikja- maður, sem þeir Gústi, Ólafur og Helgi kynntust i sumar, þegar þeir unnu að þvi með skóflum að finna bæjarstæði Ingólfs Arnar- sonar. Það varð að samkomulagi þeirra vinnufélaga þá, að Robert þreifaði fyrir sér með hljómleika- ferð triósins, þegar heim kæmi. Nú hefur hann tryggt þeim kon- serta i að minnsta kosti 30 háskól- um þar vestra, en hann á eftir að reyna enn betur, en samtals eru það um 80 háskólar, sem hann stendur i samningagerðum við. Robert Force er staddur hérlendis þessa dagana, en hann mun væntanlega halda rakleiðis til Bandarikjanna strax á fimmtudaginn i næstu viku. „En ekki fyrr”, segir ólafur, „við ætl- um nefnilega að láta hann að- stoða okkur við hljóðfæraleikinn á kveðjutónleikum okkar i Austurbæjarbiói á þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Robert spilar á hljóðfæri, sem nefnt er „dulcimer”, og er i ætt við lang- spilið okkar tslendinga”, útskýrir Ólafur, en siðan tekur hann til við að telja upp þá sex aðra, sem að- stoða munu Rió Trióið á hljóm- leikunum. Þar er Gunnar Þórðarson i Trúbroti áberandi, en hann hefur áður veitt trióinu mikilsverða aðstoð. Þá verður einnig með á hljómleikunum trommuleikari Trúbrots, Ari Jónsson. Pianóleik annast Guð- mundur Ingólfsson, en á saxófón og flautu ætlar Pálmi Gunnarsson að leika. Og loks mun Bandarikjamaður að nafni Mark spila undir i nokkrum laganna á banjó. —Þ J M

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.