Vísir


Vísir - 19.01.1973, Qupperneq 16

Vísir - 19.01.1973, Qupperneq 16
HANDTEKNIR AÐ MORGNI LAUSIR AÐ KVOLDI r Oánœgja meðal lögreglumanna með skipan dómsmála og fangelsismála — lítill árangur sést af starfi lögreglunnar Þó nokkur óánægja er i liöi lögreglunnar meö framkvæmd ýmissa mála. Kvarta lögregiuþjónar undan þvi, aö þeir séu alltaf aö hafa afskipti af sömu mönnunum. Ef maöur er handtekinn snemma morguns, þá er þaö oft, aö hann er laus aftur aö kvöidi og er þá tekinn aftur fyrri eitthvert annaö af- brot. Blaöiö haföi samband viö Bjarka Ellasson yfirlögreglu- þjón, og spuröi hann um þetta mál. Bjarki sagöi, aö þaö væri kannski ekkert skrýtiö, þó menn væru óánægöir. Ef menn væru kannski aö vinna ákveöiö starf allt sitt lif og aldrei sæist árangur, þá yröu menn leiöir á þvi og þreyttir. Bjarki sagöi, aö þvi miöur heföu allt of margir þegnar þessa þjóöfélags eyöi- lagt llf sitt á drykkjuskap. beir heföu drukkiö frá sér heimili og starf. Sagöi Bjarki, aö i raun og veru væru þessir menn Ut- skúfaöir og þeir héldu til á götunum, i skúrum og fanga- geymslum lögreglunnar. Margir þessara manna væru búnir aö vera á götunni I jafnvel 30 ár. Þaö væru þessir menn, sem lögreglan heföi mestu af- skiptin af. Bjarki sagöist ekki geta sagt aö lögreglumenn hættu starfi vegna þessa, en þaö væri margt, sem lögreglumenn væru ó- ánægöir meö. Nú eru i lögreglunni 220 mann6 aö rann- sóknarlögreglumönnum meötöldum. Þegar vinnuvikan heföi verið stytt I 40 tima og or- lof lengt, heföi þaö jafngilt þvl, aö fækkaö heföi veriö I liöi lögregiunnar um 40-50 manns. Einnig væri borgin aö stækka og ibúafjöldinn aö veröa meiri og einnig ýmis ný verkefni oröiö til, sem lögregian yröi aö anna. Þyrfti þvi aö minnsta kosti aö fjölga i liöi lögreglunnar um allt aö 100 manns. Einnig þyrfti aö endurnýja tækjakost lögreglunnar miklu oftar en gert er. Lögreglubllar væru i gangi allan sólar- hringinn. Lögreglublll er keyrður allt aö eins mikiö á einu ári og blll fyrirtækis, sem aöeins væri notaður á daginn, væri keyröur á þremur árum. Þaö væri þvl margt, sem menn þyrftu aö taka tillit til og hljóta þyrfti betri afgreiöslu. -ÞM. Hœtta rekstrí þríðju fískbúð- ar sinnar á stuttum tíma vísir Föstudagur 19. janúar 1973 Dyrasíma stolið úr fjölbýlishúsi Einhverjum hefur sennilega vantaö mjög dyrasima I hús sitt, þvi sllku tæki var stoliö af Grettisgötu 32 I nótt. Það var tækiö, sem var viö úti- dyr hússins, sem fjarlægt var. Einhver hefur veriö ósköp róleg- ur og skrúfað tækiö snyrtilega af veggnum og fariö meö þaö. Ljós er yfir dyrunum og götuljós beint á móti, svo aö ekki hefur maöur- inn veriö neitt órólegur yfir þvi, aö hann yröi truflaöur viö verk sitt. Taltækin, sem eru inni I ibúð unum I húsinu, eru þvl nú öll ónot- hæf og ekki mun vera hægt aö fá tæki, sem passar viö taltækin, I stað þess sem tekiö var. Veröur •þvi aö skipta um allt kerfiö. Einn Ibúi hússins sagði I morgun, aö fyrst maöurinn væri meö dyra- simann, væri bezt aö hann fengi taltækin úr Ibúöunum lika, til þess aö hann gæti notað allt kerfið. — ÞM Þrír drengir brutu rúðurnar í Þinghólsskóla: Verða pobbor að borga brúsann? Nú er að mestu búið að leysa rúðubrotsmálið í Þinghólsskóla, enþarvoru fyrir skömmu brotnar rúður fyrir þúsundir króna. Það var hópur unglinga, sem framdi rúöubrotin, en mestan þátt munu þrir piltar á aldrinum 15-16 ára hafa átt i þeim. Tveir piltanna eru nemendur I skóian- um, en sá þriöji ekki. Ekki munu piltarnir þrlr samt hafa verið ein- irað verki, en hópur unglinga var viðstaddur, og munu einhverjir úr þeim hópi hafa brotið nokkrar rúöurnar. Enn er ekki vist, hverjir veröa að borga tjónið. Líklegt er, að drengirnir eða foreldrar þeirra verði krafin um greiösluna. Ef drengirnir eru ekki borgunar- menn fyrir greiöslunni, veröur skólinn sennilega sjálfur aö bera tjónið. —ÞM Árúsarmaðurinn úrskurðaður í gœzluvarðhald Maöur sá, sem á miövikudag- inn réöst inn I ibúö fyrrverandi eiginkonu sinnar og misþyrmdi henni, hefur nú veriö úrskuröaöur i 60 daga gæzluvaröhald, á meöan rannsókn máls hans fer fram. Fólk, sem vitni hefur orðið að fyrri gerðum hans, verður yfir- heyrt, og álit lækna, sem maöur- inn hefur veriö I meöhöndlun hjá, verður tekið tii athugunar. Mað- urinn veröur einnig rannsakaöur af læknum, áöur en úrskuröur veröur felldur I máli hans. — ÞM Þaö var vart svo mikiö sem fisklykt aö finna I elztu fiskbúö borgarinnar, Fiskhöllinni viö Tryggvagötu, þegar Vlsir leit þar inn skömmu fyrir hádegi I dag. Sannleikurinn er Iika sá, aö eig- endur hennar hafa ákveöiö aö hætta rekstri verzlunarinnar, en þetta er þá þriöja verzlunin I eigu þeirra, sem þeir loka á stuttum tima. ,,Af þeim sjö fiskverzlunum, sem viö höfum átt, lokuöum viö tveim á siöasta ári, og nú erum viö um þaö bil að loka þeirri elztu á eftir okkur lika” sagöi einn eigendanna þriggja, Björgvin Jónsson, I viötali við VIsi I morgun. Þær tvær, sem áöur lokuðu voru viö Skaftahllö og Nóatún, en samtals lokuöu um 13 fiskverzl- anir á siöasta ári. Astæðan er sú sama I flestum tilvikum: Enginn Reykjavikurbátur landar lengur afla slnum til fiskbúða og stööugt lengra þarf að sækja fiskinn. ,,Sá fiskur. sem viö höfum á boðstólum I verzlunum okkar I dag, er aö mestu sóttur alla leiö til Raufarhafnar, en þangað er um 30 klukkustunda akstur fyrir stóran bil”, sagði Björgvin. Og hann upplýsti, að flutningskost- naöurinn væri þannig um fimm krónur á hvert kiló. Heyrzt hefur, að fleiri fisksalar hafi i hyggju að gefast upp á sölu nýs fiskjar vegna erfiöleikanna á öflun hans. „Til marks um þaö, hversu fisksala er oröin erfiö og leiöigjörn atvinnugrein, get ég bent ykkur á, aö fiskbúöin, sem viö áttum i Skaftahllöinni og seldum i aprilmánuði siðasta árs, hefur skipt fjórum sinnum um eigendur siöan.sagði Björgvin aö lokum —ÞJM. Breiðholts- búar knýja á um löggœzlu Hverfissamtök Sjálfstæðis- manna i Breiðholti boða til borgarafundar i Glæsibæ á laugardag um löggæzlu i Breið- holti. Kvenfélag Breiöholts hefur samþykkt áskorun til viökomandi stjórnvalda um, að komiö verði á fullgildri lögregluvarðstöö með löggæzlu allan sólarhringinn. A fundi borgarstjórnar var I gær samþykkt, að skora á dómsmála- ráðherra að fjölga lögreglu- þjónum að þvi marki, sem nauðsyn kreföi. Lögreglustjórinn I Reykjavik hefur óskað eftir þvl við rikis- stjórn, að fjölgaö verði um 50 lög- regluþjóna I lögreglu Reykjavikur á þessu ári og siðan um aöra 50 næsta ár. Fundur i Kvenfélagi Breiöholts telur algjörlega ófullnægjandi að hafa aöeins næturvakt lögreglu i bifreið og óverjandi aö ætla fámennri varöstöö I Arbæjar- hverfi.sem hefur6-7 þúsund ibúa, að annast einnig löggæzlu I báöum Breiðholtshverfunum, sem eru I margra kilómetra fjar- lægð og hafa 10 þúsund ibúa. Félagskonur telja það vera móögun og litilsvirðingu viö hinn almenna borgara aö bera fram afsakanir um fjárskort. A fundi borgarstjórnar var samþykkt að veita Hafsteini Jósefssyni 150 þúsund krónur i viðurkenningarskyni fyrir hug- rekki hans. 1 samþykkt borgar- stjórnar segir, aö ætla megi, að Hafsteinn og félagi hans ólafur Ogmundsson hafi bjargað mannslifum. —HH Afgreiöslumaöur Fiskhallarinnar viö Tryggvagötu selur frá sér siöustu fiskbitana, sem réttir veröa yfir boröiö i þessari elztu fiskverzlun borgarinnar. BUIÐ AÐ KJOSA „FYRSTA ÞINGMANN NÆSTU KOSNINGA" Fyrsti þingmaöur I „næstu kosningum” hefur veriö kjörinn, mætti kannski segja cftir skoöanakönnun Framsóknar i Noröur-Þingeyjarsýsiu. Óli Halldórsson bóndi á Gunnars- stööum sigraði meö 88 atkvæöum og þvl liklegast, aö hann setjist I öruggt sæti á framboöslista Framsóknar. Gisli Gubmundsson hættir nú þingmennsku sakir aldurs og heilsubrests. Noröur-Þingeyingar eru snemma á feröinni, þvi aö kosningar ættu ekki aö veröa fyrr en 1975, en kannski búast þeir viö þeim fyrr eins og fleiri. Þeir munu vilja tryggja, aö einn úr þeirra hópi fái öruggt sæti hjá Framsókn, þegar Gisli, sem er N- Þingeyingur, hættir. „Þetta er óbundin ábending, „sagði Óli Halldórsson i viðtali viö Visi i morgun. „Siöar mun veröa bundin skoöanakönnun I Norður-Þingeyjarsýslu, og þá veröa I framboöi þeir efstu menn I þessari könnun, sem gefa kost á sér og ef til vill aðrir”. „Þetta voru áróðurslausar kosningar, „segir hann. „Enginn barátta milli vinstri og hægri”. Hver er óli Halldórsson? „Eg er ósköp venjulegur maður”, segir hann. Óli er fæddur áriö 1903 Hann er ekki langskóla- genginn og hefur veriö bóndi á Gunnarsstöðum alla tiö, auk þess aö stunda kennslu. Hann hefur setiö i hreppsnefnd síöan 1958 og starfað að félagsmálum I sinu héraði. í skoðanakönnuninni kusu 279, og mátti hver rita þrjú nöfn á kjörseðil. Hlaut fyrstanafniöþrjú stig, annað nafnið tvö og hiö þriðja eitt. Flest stig fengu Óli Halldórsson 202 (88 atkvæði), Jóhann Helgason, Leirhöfn, 154 stig, Grimur B. Jónsson, Ærlækjarseli, 129 stig og Sigtryggur Þorláksson, Sval- barði, 117. —HH

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.